Morgunblaðið - 25.10.2001, Side 16
AKUREYRI
16 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Kringlunni,
sími 588 1680
v/Nesveg, Seltjarnarnesi,
sími 561 1680.
iðunn
tískuverslun
ri l i,
sí i
/ s , ltj r r si,
sí i .
í l
Ný sending
af kápum
frá
Opið í Kringlunni
til kl. 21
Gerðu lífið léttara og skemmtilegra með tímaritunum
Osta-hv
að?
Láttu þ
rýsta á
þig og u
pplifðu
himnes
ka sælu
HEILS
A • SA
MLÍF
• SÁLFR
ÆÐI
• HOLLU
R MAT
UR • L
EIKFIM
I • SNY
RTIVÖ
RUR
Skemm
tilegar
nýjar æ
fingaað
ferðir
Lönguni
na aftur
eftir að
þú
hefur e
ignast
barn
1. TBL.
1. ÁRG
. VERÐ
Í LAUSA
SÖLU 8
90 KR.
FREMS
T:
Nýjunga
r sem a
uðga
líf þitt s
trax
Finnd
u þá s
em up
pfyllir
óskir
þínar
Serum
fyrir hú
ðina
Þetta g
eta drop
arnir dý
ru
Þessi fallegi
vandaði bakpoki
fylgir með ef þú gerist
áskrifandi núna.
& BO BEDRE
881-4060 & 881-4062
Áskriftarsími
AÐEINS KR.
790
Tvö tímarit
á verði eins
HELGI og hljóðfæraleikararnir
halda tónleika á Pollinum á Akureyri
í kvöld, fimmtudagskvöld 25. októ-
ber frá kl. 22. Hljómsveitin mun
hræra saman gömlu og nýju efni.
Undanfarin misseri hefur hljóm-
sveitin dvalið í sínu verndaða hljóð-
veri og gert ítrekaðar upptökutil-
raunir. Stefnan er að sjálfsögðu sú
að þessar tilraunir endi í breiðskífu
en hingað til hefur aðeins náðst að
gera þriggja laga smáskífu sem ber
titilinn „Græni fuglinn“. Að sjálf-
sögðu verður græni fuglinn til sölu á
Pollinum en það verður frítt inn.
Helgi og hljóðfæra-
leikararnir
Tónleikar
á Pollinum
ÞÓRUNN Hjartardóttir opnar mál-
verkasýningu í Gestavinnustofu Gil-
félagsins við Kaupvangsstræti á
morgun, föstudaginn, 26. október.
Gestavinnustofan er heimili og
vinnustaður Þórunnar þessa dagana
og verður sýningin því aðeins opin í
fjóra daga, frá föstudegi til sunnu-
dags og er opið frá kl. 14 til 18 sýn-
ingardagana, nema hvað sýningin
verður opnuð kl. 16 á föstudag.
Þórunn sýnir olíumálverk, flest
frá þessu ári, en þau eru unnin í
gestavinnustofum í Hveragerði og
Akureyri. Þórunn útskrifaðist frá
nýlistadeild Myndlista- og handíða-
skólans 1987 og hefur haldið nokkrar
einkasýningar og tekið þátt í sam-
sýningum. Gestavinnustofan er í
bakhúsi efst í Kaupvangsstræti,
Listagili, að sunnanverðu.
Gestavinnustofa
Gilfélagsins
Þórunn sýnir
SÝNINGUNNI „Frumherjar ís-
lenskrar myndlistar“ lýkur í Lista-
safninu á Akureyri sunnudaginn 4.
nóvember, en hún er unnin í sam-
vinnu við Listasafn Íslands. Mark-
miðið með henni er að gefa saman-
dregið yfirlit yfir íslenska myndlist á
fyrsta aldarfjórðungi síðustu aldar,
einkum með skólana í huga, þótt sýn-
ingin ætti ekki síður að höfða til allra
listunnenda.
Á sýningunni getur að líta 37 verk
eftir meðal annars Þórarin B. Þor-
láksson, Ásgrím Jónsson, Jón Stef-
ánsson, Jóhannes Kjarval, Júlíönu
Sveinsdóttur, Kristínu Jónsdóttur,
Guðmund Thorsteinsson, Guðmund
Einarsson, Gunnlaug Blöndal, Jón
Þorleifsson og Finn Jónsson. Þórar-
inn, Ásgrímur, Jón og Kjarval hófu
allir listamannsferil sinn á fyrstu
áratugum þessarar aldar og lögðu
þar með grunn að nútímamyndlist
hér á landi. Náttúra landsins var í
huga aldamótamanna tákn þess sem
íslenskt var og höfuðviðfangsefni
fyrstu kynslóðar íslenskra lista-
manna.
Listasafnið á Akureyri
Síðasta sýn-
ingarhelgi
Frumherjanna
hestamannafélaga árið 1998 var
ráðist þar í umfangsmiklar fram-
kvæmdir fyrir um 45 milljónir
króna. Þá hefur ríkið lagt fram 12
milljónir króna vegna fram-
kvæmdanna.
STJÓRNIR hestamannafélaganna
Léttis á Akureyri og Funa í Eyja-
fjarðarsveit hafa samþykkt að
hefja undirbúning að samruna fé-
laganna og að sögn Sigfúsar
Helgasonar formanns Léttis er
stefnt að því að félögin sameinist
með formlegum hætti um næstu
áramót. Sigfús sagði að vissulega
væru tilfinningar í málinu og því
nauðsynlegt að upplýsa fé-
lagsmenn vel en þegar fjárhags-
legur grundvöllur sé ekki til stað-
ar verði tilfinningarnar að víkja.
„Við hestamenn viljum frekar
eiga hér eitt stórt og öflugt hesta-
mannafélag heldur en rústir einar.
Við verðum miklu sterkari eftir
sameiningu, bæði fjárhagslega og
félagslega, og betur í stakk búnir
til að vinna að hagsmunamálum
hestamanna,“ sagði Sigfús.
Verður eitt stærsta hesta-
mannafélag landsins
Í kjölfar viljayfirlýsingar stjórna
félaganna samþykkti bæjarráð Ak-
ureyrar að styrkja félögin með 400
þúsund króna framlagi vegna Mel-
gerðismela og sagði Sigfús að
sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar
hefði samþykkt að leggja fram
sambærilega upphæð. Rekstur
Melgerðismela hefur reynst félög-
unum þungur en fyrir Landsmót
Sigfús sagði að félögin hefðu
orðið nánast fyrir náttúruhamför-
um fyrir Landsmótið, hrossapest,
vondu veðri og neikvæðri umfjöll-
un og því hafi orðið stórtap á
mótinu. Nú séu menn hins vegar
komnir á lygnan sjó og því bjartari
tímar framundan.
Félagsmenn í Létti eru um 370
og um 140 í Funa og með samein-
ingu félaganna verður til félag
með yfir 500 félagsmenn og jafn-
framt annað eða þriðja stærsta
hestamannafélag landsins.
Fleiri hestamannafélög
eftir að sameinast
„Þessi félög eru að vinna á sama
svæði og það var í raun aðeins
tímaspursmál hvenær þetta skref
yrði stigið. Menn hafa tekið vel í
þessar hugmyndir og það er mikið
fagnaðarefni. Við Eyfirðingar er-
um forgöngumenn í ýmsum málum
og þessu máli líka. Og það er mín
trú að fleiri hestamannafélög eigi
eftir að sameinast. Við höfum
heldur ekkert lokað á það að fleiri
hestamannafélög hér út með firði
komi inn í þetta með okkur.“
Hestamenn hafa lengi unnið að
því að ráðast í byggingu reiðhallar
á Akureyri og Sigfús sagði að með
hverjum deginum sem liði styttist
í að sá draumur yrði að veruleika.
„Hér er búið að byggja skautahöll,
framkvæmdir við fjölnota íþrótta-
hús eru hafnar, það standa yfir
miklar framkvæmdir í Hlíðarfjalli
og því hlýtur að styttast í að það
komi að okkur hestamönnum.“
Hestamannafélögin Léttir og Funi sameinuð um áramót
Stöndum sterkari eftir bæði
fjárhagslega og félagslega
Morgunblaðið/Berglind Helgadóttir
Hestamenn telja sig standa sterkari eftir við sameininguna.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
ÞORSTEINN Pétursson, lög-
regluþjónn á Akureyri, heimsótti
Grunnskólann í Grímsey í annað
sinn nú á dögunum. Tilgangurinn er
að auka öryggi skólabarna í Gríms-
ey eða eins og Þorsteinn orðar það
svo skemmtilega : „Það er sama
hvar börnin eru á ferðinni, í Gríms-
ey, Kína eða í Danmörku. Alls staðar
eru umferðarreglurnar þær sömu.“
Þorsteinn hefur starfað í lögregl-
unni á Akureyri í 20 ár og annast
umferðarfræðslu skólabarna á Ak-
ureyri og næsta nágrenni í 3 ár.
Þorsteinn tók með sér í flugvél-
ina, vel búið fjallahjól, sem hann tel-
ur fyrsta farartæki lögreglunnar á
Akureyri sem komið hefur út í
Grímsey.
Fræðslunni lauk með góðri hjóla-
ferð Þorsteins og skólabarnanna um
eyjuna.
Morgunblaðið/Helga Mattína
Þorsteinn Pétursson lögregluþjónn og Dónald skólastjóri með nem-
endum Grunnskólans í Grímsey sem þátt tóku í umferðarfræðslunni.
Umferðarfræðsla í Grímsey
Grímsey