Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Kringlunni, sími 588 1680 v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun ri l i, sí i / s , ltj r r si, sí i . í l Ný sending af kápum frá Opið í Kringlunni til kl. 21 Gerðu lífið léttara og skemmtilegra með tímaritunum Osta-hv að? Láttu þ rýsta á þig og u pplifðu himnes ka sælu HEILS A • SA MLÍF • SÁLFR ÆÐI • HOLLU R MAT UR • L EIKFIM I • SNY RTIVÖ RUR Skemm tilegar nýjar æ fingaað ferðir Lönguni na aftur eftir að þú hefur e ignast barn 1. TBL. 1. ÁRG . VERÐ Í LAUSA SÖLU 8 90 KR. FREMS T: Nýjunga r sem a uðga líf þitt s trax Finnd u þá s em up pfyllir óskir þínar Serum fyrir hú ðina Þetta g eta drop arnir dý ru Þessi fallegi vandaði bakpoki fylgir með ef þú gerist áskrifandi núna. & BO BEDRE 881-4060 & 881-4062 Áskriftarsími AÐEINS KR. 790 Tvö tímarit á verði eins HELGI og hljóðfæraleikararnir halda tónleika á Pollinum á Akureyri í kvöld, fimmtudagskvöld 25. októ- ber frá kl. 22. Hljómsveitin mun hræra saman gömlu og nýju efni. Undanfarin misseri hefur hljóm- sveitin dvalið í sínu verndaða hljóð- veri og gert ítrekaðar upptökutil- raunir. Stefnan er að sjálfsögðu sú að þessar tilraunir endi í breiðskífu en hingað til hefur aðeins náðst að gera þriggja laga smáskífu sem ber titilinn „Græni fuglinn“. Að sjálf- sögðu verður græni fuglinn til sölu á Pollinum en það verður frítt inn. Helgi og hljóðfæra- leikararnir Tónleikar á Pollinum ÞÓRUNN Hjartardóttir opnar mál- verkasýningu í Gestavinnustofu Gil- félagsins við Kaupvangsstræti á morgun, föstudaginn, 26. október. Gestavinnustofan er heimili og vinnustaður Þórunnar þessa dagana og verður sýningin því aðeins opin í fjóra daga, frá föstudegi til sunnu- dags og er opið frá kl. 14 til 18 sýn- ingardagana, nema hvað sýningin verður opnuð kl. 16 á föstudag. Þórunn sýnir olíumálverk, flest frá þessu ári, en þau eru unnin í gestavinnustofum í Hveragerði og Akureyri. Þórunn útskrifaðist frá nýlistadeild Myndlista- og handíða- skólans 1987 og hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum. Gestavinnustofan er í bakhúsi efst í Kaupvangsstræti, Listagili, að sunnanverðu. Gestavinnustofa Gilfélagsins Þórunn sýnir SÝNINGUNNI „Frumherjar ís- lenskrar myndlistar“ lýkur í Lista- safninu á Akureyri sunnudaginn 4. nóvember, en hún er unnin í sam- vinnu við Listasafn Íslands. Mark- miðið með henni er að gefa saman- dregið yfirlit yfir íslenska myndlist á fyrsta aldarfjórðungi síðustu aldar, einkum með skólana í huga, þótt sýn- ingin ætti ekki síður að höfða til allra listunnenda. Á sýningunni getur að líta 37 verk eftir meðal annars Þórarin B. Þor- láksson, Ásgrím Jónsson, Jón Stef- ánsson, Jóhannes Kjarval, Júlíönu Sveinsdóttur, Kristínu Jónsdóttur, Guðmund Thorsteinsson, Guðmund Einarsson, Gunnlaug Blöndal, Jón Þorleifsson og Finn Jónsson. Þórar- inn, Ásgrímur, Jón og Kjarval hófu allir listamannsferil sinn á fyrstu áratugum þessarar aldar og lögðu þar með grunn að nútímamyndlist hér á landi. Náttúra landsins var í huga aldamótamanna tákn þess sem íslenskt var og höfuðviðfangsefni fyrstu kynslóðar íslenskra lista- manna. Listasafnið á Akureyri Síðasta sýn- ingarhelgi Frumherjanna hestamannafélaga árið 1998 var ráðist þar í umfangsmiklar fram- kvæmdir fyrir um 45 milljónir króna. Þá hefur ríkið lagt fram 12 milljónir króna vegna fram- kvæmdanna. STJÓRNIR hestamannafélaganna Léttis á Akureyri og Funa í Eyja- fjarðarsveit hafa samþykkt að hefja undirbúning að samruna fé- laganna og að sögn Sigfúsar Helgasonar formanns Léttis er stefnt að því að félögin sameinist með formlegum hætti um næstu áramót. Sigfús sagði að vissulega væru tilfinningar í málinu og því nauðsynlegt að upplýsa fé- lagsmenn vel en þegar fjárhags- legur grundvöllur sé ekki til stað- ar verði tilfinningarnar að víkja. „Við hestamenn viljum frekar eiga hér eitt stórt og öflugt hesta- mannafélag heldur en rústir einar. Við verðum miklu sterkari eftir sameiningu, bæði fjárhagslega og félagslega, og betur í stakk búnir til að vinna að hagsmunamálum hestamanna,“ sagði Sigfús. Verður eitt stærsta hesta- mannafélag landsins Í kjölfar viljayfirlýsingar stjórna félaganna samþykkti bæjarráð Ak- ureyrar að styrkja félögin með 400 þúsund króna framlagi vegna Mel- gerðismela og sagði Sigfús að sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefði samþykkt að leggja fram sambærilega upphæð. Rekstur Melgerðismela hefur reynst félög- unum þungur en fyrir Landsmót Sigfús sagði að félögin hefðu orðið nánast fyrir náttúruhamför- um fyrir Landsmótið, hrossapest, vondu veðri og neikvæðri umfjöll- un og því hafi orðið stórtap á mótinu. Nú séu menn hins vegar komnir á lygnan sjó og því bjartari tímar framundan. Félagsmenn í Létti eru um 370 og um 140 í Funa og með samein- ingu félaganna verður til félag með yfir 500 félagsmenn og jafn- framt annað eða þriðja stærsta hestamannafélag landsins. Fleiri hestamannafélög eftir að sameinast „Þessi félög eru að vinna á sama svæði og það var í raun aðeins tímaspursmál hvenær þetta skref yrði stigið. Menn hafa tekið vel í þessar hugmyndir og það er mikið fagnaðarefni. Við Eyfirðingar er- um forgöngumenn í ýmsum málum og þessu máli líka. Og það er mín trú að fleiri hestamannafélög eigi eftir að sameinast. Við höfum heldur ekkert lokað á það að fleiri hestamannafélög hér út með firði komi inn í þetta með okkur.“ Hestamenn hafa lengi unnið að því að ráðast í byggingu reiðhallar á Akureyri og Sigfús sagði að með hverjum deginum sem liði styttist í að sá draumur yrði að veruleika. „Hér er búið að byggja skautahöll, framkvæmdir við fjölnota íþrótta- hús eru hafnar, það standa yfir miklar framkvæmdir í Hlíðarfjalli og því hlýtur að styttast í að það komi að okkur hestamönnum.“ Hestamannafélögin Léttir og Funi sameinuð um áramót Stöndum sterkari eftir bæði fjárhagslega og félagslega Morgunblaðið/Berglind Helgadóttir Hestamenn telja sig standa sterkari eftir við sameininguna. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ÞORSTEINN Pétursson, lög- regluþjónn á Akureyri, heimsótti Grunnskólann í Grímsey í annað sinn nú á dögunum. Tilgangurinn er að auka öryggi skólabarna í Gríms- ey eða eins og Þorsteinn orðar það svo skemmtilega : „Það er sama hvar börnin eru á ferðinni, í Gríms- ey, Kína eða í Danmörku. Alls staðar eru umferðarreglurnar þær sömu.“ Þorsteinn hefur starfað í lögregl- unni á Akureyri í 20 ár og annast umferðarfræðslu skólabarna á Ak- ureyri og næsta nágrenni í 3 ár. Þorsteinn tók með sér í flugvél- ina, vel búið fjallahjól, sem hann tel- ur fyrsta farartæki lögreglunnar á Akureyri sem komið hefur út í Grímsey. Fræðslunni lauk með góðri hjóla- ferð Þorsteins og skólabarnanna um eyjuna. Morgunblaðið/Helga Mattína Þorsteinn Pétursson lögregluþjónn og Dónald skólastjóri með nem- endum Grunnskólans í Grímsey sem þátt tóku í umferðarfræðslunni. Umferðarfræðsla í Grímsey Grímsey
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.