Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 18
SUÐURNES
18 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SKATTTEKJUR í sveitarfélögunum
á Suðurnesjum eru hlutfallslega
mestar í Sandgerði og bæjarstjórn
Sandgerðis eyðir einnig mest allra í
rekstur málaflokka.
Sandgerðisbær fékk um 230 þús-
und króna tekjur á hvern íbúa á árinu
2000, eins og sést á meðfylgjandi yf-
irliti, en það eru liðlega 20% meiri
skatttekjur en í Reykjanesbæ.
Reykjanesbær er raunar eina sveit-
arfélagið á Suðurnesjum sem er með
tekjur aðeins undir meðaltali sveitar-
félaga sem eru með 1.000 íbúa eða
fleiri.
Þessi niðurstaða fæst þótt útsvar-
stekjur á hvern íbúa séu mestar í
Reykjanesbæ en þær eru einnig háar
í Grindavík. Sveitarfélögin á Suður-
nesjum leggja á hámarksútsvar
nema Sandgerði sem gefur íbúum
sínum smáafslátt. Hins vegar hefur
Sandgerðisbær margfalt meiri
tekjur af fasteignagjöldum en hin
sveitarfélögin, til dæmis þrefalt meiri
fasteignagjöld á hvern íbúa en
Reykjanesbær. Það skýrist væntan-
lega af fasteignasköttum sem Sand-
gerðingar fá af Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar á Keflavíkurflugvelli og
fleiri byggingum á flugstöðvarsvæð-
inu en það er innan bæjarmarka
Sandgerðis. Þá fá sveitarfélögin afar
misjöfn framlög úr Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga, Reykjanesbær lang-
minnst en Vatnleysustrandarhrepp-
ur langmest.
Útgjöld til málaflokka eru hjá
flestum sveitarfélaganna í nokkrum
takti við tekjurnar. Þannig eyðir
Sandgerðisbær áberandi mest og
langt yfir meðaltali, eins og sést á
meðfylgjandi töflu, útgjöld hans á
hvern íbúa voru þannig 30% meiri en
hjá Gerðahreppi á síðasta ári. Rekst-
ur málaflokka hjá Gerðahreppi er að-
eins um 78% af skatttekjum sem er
undir landsmeðaltali á meðan hin
sveitarfélögin ráðstafa 84–88% af
skatttekjum jafnóðum til góðra mála.
Skuldir yfir
viðmiðunarmörkum
Skuldastaða sveitarfélaganna á
Suðurnesjum er afar misjöfn og þar
með greiðslubyrði lána. Mestu skuld-
ir á íbúa eru í Vatnsleysustrandar-
hreppi, liðlega 420 þúsund, og í
Reykjanesbæ, 366 þúsund kr. Vatns-
leysustrandarhreppur hefur staðið í
uppbyggingu sem miðar að stór-
felldri fjölgun íbúa sveitarfélagsins
og Reykjanesbær hefur lokið miklu
átaki við uppbyggingu grunnskóla
bæjarins, meðal annars vegna ein-
setningar þeirra. Meðaltal yfir landið
er 257 þúsund. Aftur á móti skulda
Grindvíkingar lítið þrátt fyrir um-
talsverðar framkvæmdir á undan-
förnum árum. Skuldastaða Grinda-
víkurbæjar hefur því verið enn betri
fyrir fáeinum árum.
Sem hlutfall af skatttekjum eru
heildarskuldir Vatnsleysustrandar-
hrepps og Reykjanesbæjar nokkuð
háar eða 190–200%. Meðaltal sveitar-
félaga með yfir 1.000 íbúa er 130% og
hefur gjarnan verið miðað við þá
þumalfingursreglu að stjórnendur
sveitarfélaga þyrftu að fara að gá að
sér þegar þetta hlutfall væri komið
yfir 150%. Það ætti að vera viðvörun
til stjórnenda Vatnsleysustrandar-
hrepps og Reykjanesbæjar. Það skal
tekið fram að skuldir félagslega
íbúðalánakerfisins og hafnasamlags
eru fyrir utan þessar skuldatölur.
Aðstæður geta stundum réttlætt
verulegar skuldir. Þannig hefur íbú-
um allra sveitarfélaganna á Suður-
nesjum fjölgað á undanförnum árum
og virðist sú þróun halda áfram. Það
leiðir til aukinna tekna og léttir
skuldabyrðina á hvern íbúa. Þá þarf
að líta til þess að oft skuldsetja sveit-
arfélög sig tímabundið til að koma
þörfum framkvæmdum í höfn og
nota síðan næstu ár til að greiða
skuldirnar niður. Það er til dæmis yf-
irlýst markmið stjórnenda Reykja-
nesbæjar. Sandgerði og Gerðahrepp-
ur eru í verulegum framkvæmdum
við skólamannvirki á árinu 2001 og
koma þær ekki inn í þessar tölur.
Á móti þessum skuldum eiga sveit-
arfélögin á Suðurnesjum miklar
eignir, til dæmis verðmæta eignar-
hluta í Hitaveitu Suðurnesja hf. Hafa
sumir talið að sveitarfélögin væru að
framkvæma út á þau verðmæti. Þótt
enn hafi ekki myndast neitt verð á
hlutabréfin telja menn að góður
markaður verði fyrir þau þegar að
því kemur að einhverjir vilji selja.
Eftir því sem næst verður komist
hefur þó ekkert sveitarfélaganna lýst
því yfir að það muni selja hlutabréf í
Hitaveitu Suðurnesja hf.
Greiðslubyrði sveitarfélaganna af
lánum er mismunandi eins og skuld-
irnar. Öll eru þau yfir landsmeðaltali
nema Grindavík. Afborganir og vext-
ir lána eru þannig meiri en sem nem-
ur afgangi af skatttekjum hjá
Reykjanesbæ og Sandgerði og lítill
eða enginn afgangur er hjá Gerða-
hreppi og Vatnsleysustrandarhreppi.
Það þýðir að til dæmis Reykjanes-
bær myndi auka skuldir sínar þótt
hann legði ekki krónu í fjárfestingar.
Staðan er litlu betri hjá hinum sveit-
arfélögunum á Suðurnesjum, auðvit-
að að Grindavíkurbæ undanskildum.
Öll sveitarfélögin fjárfestu veru-
lega á síðasta ári og þurftu að taka
meginhlutann eða allt fjármagnið að
láni. Þannig námu fjárfestingar
Vatnsleysustrandarhrepps 80% af
skatttekjum, svo dæmi sé tekið, en
það er vegna stækkunar Voga í kjöl-
far markaðsátaks sem hreppsyfir-
völd stóðu fyrir. Hefur hreppsnefnd-
in tekið nokkra áhættu til þess að ná
markmiðum sínum á stuttum tíma og
má lítið út af bera til þess að vand-
ræði skapist.
Sveitarfélögin á Suðurnesjum önnur en Grindavík eru skuldug og sum þurfa að fara að gá að sér
Lítill eða eng-
inn afgangur
til fjárfestinga
Sveitarfélögin á Suðurnesjum eru frekar
skuldug og fjárfesta þótt þau hafi lítinn af-
gang. En skuldabyrðin léttist með fjölgun
íbúa og þau eiga verðmætar eignir. Helgi
Bjarnason gluggaði í Árbók sveitarfélaga.
Suðurnes
!
"
#
$
!" # $
% #
&''#
()*
+
, -
%"
%
"'#
. #
"' #
/
#
!
#
!&# $
0 #
& 0#
!!
&&
#!
#!
&"#
' #
/ *
11
'
%&
#$
#
#
"''#
0"#
2 )
!&
&'
#'
&
"&#
30#
3.#
4*
5
!
"
(
)
*++ , * - .
( / # 6
'&/
'%/
''/
%'/
'$/
' /
/
&/
$/
!/
&/
#/
!/
%'/
#/
!/
/
#/
helgi@mbl.is
BYRJAÐ var að frysta síld hjá Sam-
herja hf. í Grindavík í gær eftir að
Grindvíkingur landaði þar 150
tonnum. Síld hefur ekki verið fryst
á staðnum í sjö eða átta ár.
Samherji hefur verið að búa sig
undir síldarfrystingu í húsum sem
kennd eru við Hraðfrystihús Þór-
kötlustaða. Þar hafa verið settar
upp fjórar flökunarvélar. Fyr-
irtækið rekur flokkunarstöð við
bræðsluna en hún hefur aðeins ver-
ið notuð vegna loðnufrystingar.
Óskar Ævarsson rekstrarstjóri seg-
ir að hægt sé að flaka 200 tonn á
sólarhring.
Einhver síldveiði var á Eldeyj-
arsvæðinu í fyrrinótt eftir heldur
dapran tíma og kom Grindvíkingur
sem er eitt af skipum Þorbjörns-
Fiskaness hf., með fyrstu síldina til
Grindavíkur um hádegið. Bátur frá
Samherja er nú einnig kominn á
veiðisvæðið.
Um 30–40 manns fá vinnu við
síldarfrystinguna og segir Óskar að
betur hafi gengið að fá fólk í vinnsl-
una í vetur en oft áður. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Síld fryst eftir
margra ára hlé
Grindavík