Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hreinasta sjónhverfing Estée Lauder kynnir ILLUSIONIST Maximum Curling Mascara Nú geturðu léð augnhárunum dramatíska sveigju og lyftingu sem er sjónhverfingu líkust. Grunnurinn að hinu nýja Illusionist Maximum Curling Mascara er gel sem byggir á náttúrulög- málum loftmótstöðunnar. Þetta óvenjulega efni gerir lyftinguna endingarbetri og sveigjanlegur trefjaburstinn, sem við höfum einkaleyfi á, auð- veldar nákvæma ásetningu. Einstaklega lipur galdrastafurinn gefur fingurgómunum betra grip. Illusionist - á undan sinni samtíð. Árvekni um brjóstakrabbamein Ráðgjafar frá Estée Lauder verða í Lyfju Smáralind og Lyfju Lágmúla í dag, fimmtudag, frá kl. 13-18 og í Lyfju Laugavegi og Lyfju Smáratorgi á morgun, föstudag, frá kl. 13-18. VATNSBORÐ í borholum Selfoss- veitna í Laugardælalandi hækkaði umtalsvert við jarðskjálftana á síðastliðnu ári. Að sögn Ásbjörns Blöndal veitustjóra jukust afköst hitaveitunnar um 15% og má jafna aukningunni við það að veitan hafi fengið sem svarar einni aukaholu. Síðustu fjögur ár hafa verið mikil vaxtarár hjá Selfossveitum og mikl- ar framkvæmdir verið í virkjun lág- hitaholna og vinnu við dreifiveitur. Á þessum árum voru boraðar þrjár holur og er sú dýpsta þeirra 2.300 metrar sem mun vera 6. dýpsta holan á landinu. Farið var í þessar framkvæmdir vegna vaxandi byggðar á svæðinu, einkum á Sel- fossi. Síðasta borverk heppnaðist mjög vel og leiddi til þess að veitan á núna mikið umframvatn og er vel stödd með vatn fyrir byggðina næstu 15 árin. Þá er vitað að hægt er að ganga að miklu vatni vísu á svæðinu, það sýna rannsóknir. Jarðhitaréttindi Selfossveitna eru í landi Laugardæla, Stóra-Ármóts og í landi Laugarbakka á vestur- bakka Ölfusár. Þar er forrannsókn- um lokið og búið að staðsetja holu til rannsókna og vinnslu. Hitaveitan stóðst skjálftana „Á árunum 1992 og 1998 fjarlægð- um við allt asbest úr aðveitu- og stofnlögnum veitunnar á svæðinu og eyddum talsverðu fé í það,“ sagði Ásbjörn veitustjóri og vísaði til þess að þegar jarðskjálftarnir dundu yfir urðu engar skemmdir á hitaveitu- lögnum hjá Selfossveitum. Hann sagði að asbestlagnirnar hefðu ekki þolað neinar sveiflur. „Það mátti varla slökkva á dælu, þá þoldu leiðslurnar það ekki og byrjuðu að leka,“ sagði Ásbjörn. Hann sagði aðaluppbygginguna í dreifikerfi rafmagns og hitaveitu vera í tveimur hverfum, Fosshverfi og Suðurbyggð á Selfossi þar sem lagðar hafa verið lagnir að 200–260 lóðum. Síðustu áföngunum í þessum hverfum lýkur í ár. Fjárhagur Selfossveitna er góður en veitan var skuldlaus um síðustu áramót. Þá var tekið 100 milljóna króna lán vegna fjárfestinga fram í tímann. Ásbjörn segir tekjur hafa farið vaxandi en á síðustu átta árum hefur raforkunotkun á svæði veitn- anna, í sveitarfélaginu Árborg, auk- ist um 50% sem er ákveðinn mæli- kvarði á fjölgun íbúa og aukin umsvif í atvinnurekstri. Frá því 1992 hefur ekki orðið vöxtur í starfsmannahaldi þannig að hagræðing hefur náðst með samein- ingu við aðrar veitur. Starfsmenn Selfossveitna eru nú samtals 15. Í samstarfi við Bæjarveitu Vest- mannaeyja var gerð hagkvæmniat- hugun á rekstri 5 stórra vindmyllna á hvorum stað. Niðurstöður sýndu að hægt var að reka myllurnar með örlitlum hagnaði en keyra þurfti dís- ilvélar með þeim. „Ágóðinn var ekki nógu mikill til að menn teldu rétt að ráðast í verk- efnið. En vindmylluverð hefur síðan þá farið lækkandi og það gerir að verkum að við fylgjumst vel með,“ sagði Ásbjörn. Stofnað var félag, Ís- lenska vindorkufélagið hf., sem fylg- ist vel með stöðunni og að sögn Ás- björns er á döfinni að gera aðra hagkvæmniathugun miðað við nýjar forsendur og þá með öðrum aðilum sem áhuga hafa á að starfa í orku- geiranum. „Í kjölfarið á þeim athugunum verður tekin ákvörðun um uppsetn- ingu á myllum eða ekki,“ sagði Ás- björn. Gert er ráð fyrir að þessum athugunum ljúki í byrjun næsta árs. Sérstaða okkar er samrekstur Miðað við óbreytt frumvarp að orkulögum eins og það liggur fyrir þyrftu Selfossveitur, að sögn Ás- björns, að skipta sínum núverandi rekstri upp þannig að sala á raforku yrði að vera í sérstöku fyrirtæki en hitaveita í öðru. Loks yrði dreifing á rafmagni að vera í sérstakri einingu. Hann segir að þarna gangi menn lengra í aðskilnaði en reglugerðir Evrópusambandsins gera, sem frumvarpið byggist á. Ásbjörn sagð- ist telja að ráðuneytið væri tilbúið að skoða breytingu á þessum þætti frumvarpsins. „Ég tel að þegar menn fóru í smíðina á frumvarpinu hefði átt að greina sérstöðu okkar hér á landi en hún felst í sem mestum samrekstri innan veitufyrirtækjanna. Þannig hefur þróunin í veiturekstri verið hér á undanförnum árum og gefist vel, við höfum getað hagrætt í rekstri og stillt verði í hóf,“ sagði Ásbjörn. Undirrituð hefur verið viljayfir- lýsing um að skoða sameiningu fyr- irtækjanna Selfossveitna, Hitaveitu Suðurnesja og Bæjarveitna Vest- mannaeyja. Að sögn Ásbjörns mun verðbréfafyrirtæki meta þessi fyr- irtæki á sama grunni. Hann sagði það gert til að tillögur að eignarhlut í nýju félagi byggðust á sömu for- sendum. „Þessar vinnu á að ljúka 1. nóvember en þá munu stjórnir og eigendur fyrirtækjanna fá þessar niðurstöður til mats og athuga- semda. Í framhaldi af því getur orð- ið til tillaga að sameiningu ef fólki líst svo á,“ sagði Ásbjörn. Samhliða sagði Ásbjörn unnið að öðru mati. Annars vegar væru nú- verandi stjórnarmenn að huga að framtíðarskipulagi sameinaðs fyrir- tækis og hlutverki starfsstöðva á hverjum stað. Þar væru menn með augun á því að þjónustan yrði ekki lakari á hverjum stað en nú er. Helst vildu menn að frekari upp- bygging gæti átt sér stað. „Við vilj- um gera vel á þeim markaði sem við störfum á í dag og viljum afla frek- ari viðskipta með góðri þjónustu.“ Hins vegar væri unnið að því að fá RARIK á Suðurlandi að hinu sam- einaða fyrirtæki ef sú yrði niður- staðan. Þessar hugmyndir hafa, að sögn Ásbjörns, verið kynntar iðn- aðarráðuneytinu og ætlunin er að kanna hug ráðuneytisins til þessara hugmynda. „Þetta hefði þau áhrif á Suðurlandi, Reykjanesi og í Hafn- arfirði að sameinuð dreifiveita myndaðist og sameinuð þjónustu- svæði. Í því felast hagræðingar- möguleikar stærðarinnar,“ sagði Ás- björn. „Okkar fyrirtæki, Selfossveitur, er vel statt, bæði á raforkusviði og hitaveitusviði. Við erum með vel endurnýjað dreifikerfi í raforku og hitaveitan er mjög öflug lághitaveita þar sem við búum yfir mikilli þekk- ingu starfsmanna. Í sameinuðu fyr- irtæki þurfa allir þættir að eflast,“ sagði Ásbjörn Blöndal, veitustjóri Selfossveitna. Mikill vöxtur hjá Selfossveitum Afköst í borholum Sel- fossveitna jukust um 15% við jarðskjálftana í fyrra. Þessi aukning og borun á þremur holum hefur tryggt veitusvæð- inu nægt heitt vatn til næstu 15 ára, að því er fram kemur í viðtali Sigurðar Jónssonar við Ásbjörn Blöndal veitustjóra. Þeir ræddu einnig um vind- myllur, samrekstur, sameiningu og fleira. Selfoss Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ásbjörn Blöndal, veitustjóri Selfossveitna í Árborg. NÝLEGA var haldinn svokallaður starfsdagur hjá fermingarbarna- hópnum í Ólafsvík. Um var að ræða samstarfsverkefni Ólafsvíkurkirkju og grunnskólans í Ólafsvík undir stjórn umsjónarkennara og sókn- arprests. Fyrir hádegi fengu börnin fræðslu í skyndihjálp, brunavörn- um, smurbrauðsgerð auk kennslu á áttavita og á GPS tæki. Eftir hádegi fóru ferming- arbörnin í ratleik í kringum jökul en þar biðu þeirra ýmis verkefni þar sem reyndi á kunnáttu þeirra frá því um morguninn. M.a. þurftu þau að finna slasaðan mann á Arn- arstapa með hjálp áttavita og GPS tækis og síðan þurfti auðvitað að veita hinum slasaða nauðsynlega skyndihjálp. Í ratleiknum reyndi umfram allt á samvinnu og vand- virkni en stundum skipti líka máli að hafa hraðar hendur, td. ef um slasaða manneskju var að ræða. Undrunarsvipur kom á suma íbúa Ólafsvíkur þegar fermingarbörn gengu til þeirra og gáfu dýrindis smurbrauðsbakka en það var ein- mitt einn liðurinn í ratleiknum. Einnig reyndi á listfengi og hug- myndaflug barnanna í ljóðagerð og listaverkum búnum til úr grösum, steinum, sandi og þangi. Ratleiknum, sem bar heitið „Trú í verki“, lauk seinnipart dags og starfsdeginum var svo formlega slitið með helgistund í kirkjunni og grillveislu á eftir. Þess má geta að fermingarbörnin í Ólafsvík eru óvenju mörg eða þrjátíu talsins. Morgunblaðið/Elín Vala Fermingarbörn í Ólafsvík fyrir utan kirkjuna á leið í ratleik. „Trú í verki“ Ólafsvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.