Morgunblaðið - 25.10.2001, Side 21

Morgunblaðið - 25.10.2001, Side 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 21 ÁRIÐ 2001 er evrópsk tungu- málaár og í ár heldur Háskóli Ís- lands upp á 90 ára afmæli. Í tilefni tímamótanna stendur skólinn fyrir tungumálanámskeiði fyrir börn víða um land. Grunnskólum á lands- byggðinni stóð til boða námskeið í nokkrum tungumálum og varð danska fyrir valinu í Stykkishólmi. Nemendur þriðja bekkjar tóku þátt í dönskunámskeiðinu og fór fyrsti hluti þess fram síðasta laug- ardag. Umsjón hefur Kristín Jó- hannesdóttir, kennsluráðgjafi við Norræna húsið og henni til að- stoðar er Tomas Bölkov frá Dan- mörku. Þau hafa samið námsefnið sem byggist upp á tónlist og föndri. í vinnubók. Að viku liðinni hafa umsjón- armenn samband við krakkana í gegnum fjarkennslu. Að hálfum mánuði liðnum mæta þau aftur í Hólminn og verða þá lok nám- skeiðsins. Háskólinn greiðir allan kostnað og er það gjöf til yngstu nemenda grunnskóla úti á landi á afmælisárinu. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Nemendur þriðja bekkjar grunnskólans í Stykkishólmi á dönskunámskeiði í boði Háskóla Íslands. Námsefnið var mjög lifandi og vakti áhuga þeirra. Á myndinni eru þau að syngja með látbragði lag á dönsku. Kynnast dönsku í boði Háskóla Íslands Stykkishólmur ÞINGMENN landsins nota þessa viku sem frí er gefið frá þingstörfum til þess að heimsækja kjósendur sína, heyra hvað á þeim brennur og upplýsa þá um hvað er efst á baugi í landsmálunum. Þingmenn Vestfjarða eru þar eng- in undantekning. Voru þeir allir saman á ferð í Strandasýslu á mánu- dag og áttu fundi með sveitar- stjórnarmönnum. Héldu þeir fundi bæði á Hólmavík og á Drangsnesi. Vildu þeir með þessum fundum fá fram frá sveitarstjórnarmönnum skoðanir þeirra á hinum ýmsu mál- um sem unnið er að og ekki síður ábendingar sem sveitarstjórnar- menn óska eftir að tilllit verði tekið til í störfum þingmanna. Eftir fund með sveitarstjórnar- mönnum í Kaldrananeshreppi var á áætlun að næsti fundur yrði á Reyk- hólum með sveitarstjórnarmönnum í Reykhólahreppi. Þingmenn Vestfjarða saman á ferð um Strandir Drangsnes NÚ nýlega fóru þrír ungir bændur úr Mývatnssveit á bíl suður fyrir Vað- öldu og að Svartá til að sækja þangað þrjár kindur sem sést hafði til úr flug- vél. Leiðin er um 150 kílómetra löng úr Mývatnssveit. Þeir Gunnar Rúnar Pétursson, Birgir Hauksson og Jón Ingi Hinriks- son settu undir sig pallbíl og óku Öskjuleið, en þegar komið var að Dreka var haldið austur með Dyngju- fjöllum, suður fyrir Vaðöldu og er þá komið að upptökum Svartár. Svartáin silfurtær sprettur þar upp úr sand- inum og er töluvert vatnsfall. Hún á sér síðan afar stutta ævi því eftir um það bil 4 kílómetra ferð meðfram Vað- öldu steypist hún í fallegum fossi fram af 4 metra hraunbrún að kalla beint út í Jökulsá, sem gleypir hana í sig og þar með er saga hennar öll. Á þessu svæði er kolsvartur eyði- sandur, Dyngjusandur og nær enginn gróður enda í um 650 m.y.s. en á bökkum árinnar er nokkurt hvann- stóð sem gefur umhverfinu sumarfag- urt yfirbragð og snapir fyrir sauðfé. Hætt er við að skammdegið hefði þó orðið skepnunum erfitt ef dvölin hefði ekki verið rofin við komu leitar- manna. Ferð þeirra félaga gekk snöfur- mannlega og tók aðeins um 7 klst. Færð var ágæt miðað við aðstæður og hvergi snjór en veður hið fegursta. Suður við Svartá fundu þeir á með tveim lömbum og voru vel haldin, auðvelt reyndist að handsama skepn- urnar sem reyndust frá Norðurhlíð í Aðaldal, í eigu Agnars Kristjánssonar bónda þar, en þangað er um 105 km loftlína frá Svartá. Snöfurmannleg ferð eftir þremur kindum Mývatnssveit ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.