Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 21 ÁRIÐ 2001 er evrópsk tungu- málaár og í ár heldur Háskóli Ís- lands upp á 90 ára afmæli. Í tilefni tímamótanna stendur skólinn fyrir tungumálanámskeiði fyrir börn víða um land. Grunnskólum á lands- byggðinni stóð til boða námskeið í nokkrum tungumálum og varð danska fyrir valinu í Stykkishólmi. Nemendur þriðja bekkjar tóku þátt í dönskunámskeiðinu og fór fyrsti hluti þess fram síðasta laug- ardag. Umsjón hefur Kristín Jó- hannesdóttir, kennsluráðgjafi við Norræna húsið og henni til að- stoðar er Tomas Bölkov frá Dan- mörku. Þau hafa samið námsefnið sem byggist upp á tónlist og föndri. í vinnubók. Að viku liðinni hafa umsjón- armenn samband við krakkana í gegnum fjarkennslu. Að hálfum mánuði liðnum mæta þau aftur í Hólminn og verða þá lok nám- skeiðsins. Háskólinn greiðir allan kostnað og er það gjöf til yngstu nemenda grunnskóla úti á landi á afmælisárinu. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Nemendur þriðja bekkjar grunnskólans í Stykkishólmi á dönskunámskeiði í boði Háskóla Íslands. Námsefnið var mjög lifandi og vakti áhuga þeirra. Á myndinni eru þau að syngja með látbragði lag á dönsku. Kynnast dönsku í boði Háskóla Íslands Stykkishólmur ÞINGMENN landsins nota þessa viku sem frí er gefið frá þingstörfum til þess að heimsækja kjósendur sína, heyra hvað á þeim brennur og upplýsa þá um hvað er efst á baugi í landsmálunum. Þingmenn Vestfjarða eru þar eng- in undantekning. Voru þeir allir saman á ferð í Strandasýslu á mánu- dag og áttu fundi með sveitar- stjórnarmönnum. Héldu þeir fundi bæði á Hólmavík og á Drangsnesi. Vildu þeir með þessum fundum fá fram frá sveitarstjórnarmönnum skoðanir þeirra á hinum ýmsu mál- um sem unnið er að og ekki síður ábendingar sem sveitarstjórnar- menn óska eftir að tilllit verði tekið til í störfum þingmanna. Eftir fund með sveitarstjórnar- mönnum í Kaldrananeshreppi var á áætlun að næsti fundur yrði á Reyk- hólum með sveitarstjórnarmönnum í Reykhólahreppi. Þingmenn Vestfjarða saman á ferð um Strandir Drangsnes NÚ nýlega fóru þrír ungir bændur úr Mývatnssveit á bíl suður fyrir Vað- öldu og að Svartá til að sækja þangað þrjár kindur sem sést hafði til úr flug- vél. Leiðin er um 150 kílómetra löng úr Mývatnssveit. Þeir Gunnar Rúnar Pétursson, Birgir Hauksson og Jón Ingi Hinriks- son settu undir sig pallbíl og óku Öskjuleið, en þegar komið var að Dreka var haldið austur með Dyngju- fjöllum, suður fyrir Vaðöldu og er þá komið að upptökum Svartár. Svartáin silfurtær sprettur þar upp úr sand- inum og er töluvert vatnsfall. Hún á sér síðan afar stutta ævi því eftir um það bil 4 kílómetra ferð meðfram Vað- öldu steypist hún í fallegum fossi fram af 4 metra hraunbrún að kalla beint út í Jökulsá, sem gleypir hana í sig og þar með er saga hennar öll. Á þessu svæði er kolsvartur eyði- sandur, Dyngjusandur og nær enginn gróður enda í um 650 m.y.s. en á bökkum árinnar er nokkurt hvann- stóð sem gefur umhverfinu sumarfag- urt yfirbragð og snapir fyrir sauðfé. Hætt er við að skammdegið hefði þó orðið skepnunum erfitt ef dvölin hefði ekki verið rofin við komu leitar- manna. Ferð þeirra félaga gekk snöfur- mannlega og tók aðeins um 7 klst. Færð var ágæt miðað við aðstæður og hvergi snjór en veður hið fegursta. Suður við Svartá fundu þeir á með tveim lömbum og voru vel haldin, auðvelt reyndist að handsama skepn- urnar sem reyndust frá Norðurhlíð í Aðaldal, í eigu Agnars Kristjánssonar bónda þar, en þangað er um 105 km loftlína frá Svartá. Snöfurmannleg ferð eftir þremur kindum Mývatnssveit ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.