Morgunblaðið - 25.10.2001, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 25.10.2001, Qupperneq 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 23 GASTROLUX pönnur og pottar eru nú fáanleg á Íslandi. Gastrolux vör- urnar eru húðaðar með glerkeramiki sem gerir að verkum að ekki þarf að nota feiti við matreiðsluna og matur brennur ekki við. Pottarnir og pönnurnar þola allt að því 260 gráða hita, eru með fimm ára ábyrgð vegna notkunar í heima- húsum og ævilangri ábyrgð gegn vindingi. Hægt er að nota málm- áhöld við eldamennskuna þar sem áhöldin eru húðuð með glerkeramiki. Innflytjandi er Gastrolux á Íslandi, Smiðjuvegi 11. Vörurnar eru ekki seldar í verslunum. Viðskiptavinur Hagkaups í Skeifunni spyr hvers vegna rúnnstykki og vínarbrauð hafi hækkað um 30–40% á einni nóttu? Sigurður Reynaldsson, innkaupastjóri mat- vöru hjá Hagkaupi, segir að rúnnstykki hafi hækkað úr 50 krónum í 60 krónur og vínarbrauð úr 85 krónum í 115. „Að vísu var vitlaust verð á rúnnstykkjum einn dag þar sem þau voru seld á 70 krónur en það var strax leiðrétt,“ segir hann. „Meginskýringin á þessum hækkunum er sú Vínarbrauð hækkuð um 29% í Hagkaupi að við höfum ekki hreyft mikið við verðlaginu í bakaríum okkar síðustu misserin. Vínarbrauð hafa til að mynda ekki hækkað síðan 1999 og svo gildir um fleiri vörutegundir, til dæmis snúða. Undanfarna mánuði hafa orðið tvær hækkanir hjá Myllunni, í október í fyrra og í júlí á þessu ári, sem ekki hafa leitt til verð- hækkana hjá okkur, fyrr en nú, en Myllan bak- ar brauð og kökur fyrir allar verslanir Hag- kaups. Ástæður sem framleiðendur gefa eru þær að launakostnaður og kostnaður við framleiðslu hafi aukist,“ segir Sigurður Reynaldsson, inn- kaupastjóri matvöru hjá Hagkaupi. Ýmsar brauðvörur og sætmeti hafa hækkað nokkuð í verði. NÝTT Gastrolux matreiðslu- áhöld FJÖGUR ný afbrigði Comodynes- línunnar eru komin á markað. Fyrstir komu hreinsiklútar og nú hafa bæst í hópinn klútar sem fram- kalla brúnan húðlit, eyða svitalykt og hreinsa af augnfarða, sem og fyr- ir húðina eftir sólbað. Comodynes-klútarnir fást í apó- tekum og stórmörkuðum. Umboð: i&d ehf. Morgunblaðið/Ásdís Fleiri klútar frá Comodynes VEITINGASTAÐURINN Energia Bar verður opnaður í Vetrargarð- inum í Smáralind í lok næsta mán- aðar. Energia Bar verður 100 fer- metrar að stærð og mun taka um 70 manns í sæti, samkvæmt til- kynningu. Eigendur staðarins eru Júlía Margrét Jónsdóttir og Guð- mundur Friðrik Matthíasson. Boðið verður upp á létta og ferska rétti fyrripart dagsins, svo sem súpu og salatbar, auk rétta dagsins. Þá verður áhersla lögð á „orkumikla rétti“ og boðið upp á „orkuríka ávaxta- og mjólk- urhristinga“, að sögn. Afgreiðslan er hröð fyrri partinn, en þegar líð- ur á daginn tekur rólegri bar- og kaffihúsastemmning við. Þá er boðið upp á ítalska rétti svo sem pasta, brauðrétti, osta og léttvín. Þeir sem eru á hraðferð geta kom- ið við og sótt mat til þess að taka með sér, segir loks í tilkynningu. Vetrargarðurinn er aust- anmegin í Smáralind. Nýr veitinga- staður í Smáralind SPURT OG SVARAÐ UM NEYTENDAMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.