Morgunblaðið - 25.10.2001, Síða 26
ERLENT
26 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EFTIR að hafa farið árás-
arflugferð yfir Afganistan sl.
þriðjudag sagði undirlautinant
Sara að sér þætti ekki rétt að kast-
ljósinu væri beint sérstaklega að
sér og öðrum kvenflugmönnum –
né heldur þykir henni að það sem
hún er að gera sé eitthvað sögu-
legt.
Og raunin er sú, að lítil athygli
hefur beinst að kvenkyns orrustu-
flugmönnum og vopnasérfræð-
ingum í stríðinu gegn hryðju-
verkamönnum, jafnvel þótt þetta
sé einungis í annað sinn sem
Bandaríkjaher tekur þátt í um-
fangsmiklum hernaðaraðgerðum
síðan flotinn ákvað að konur
fengju að fljúga herflugvélum
1993. Kosovo var fyrsta tilvikið.
„Mér hefur aldrei fundist það
neitt merkilegt að ég sé flug-
maður, ég bara sinni mínu starfi,“
sagði Sara. Hún er 25 ára, frá Bill-
ings í Montana. „Mér finnst bara
yfirleitt ekki rétt að það sé talað
um konur sérstaklega.“
Af öryggisástæðum er einungis
leyfilegt að gefa upp fornafn henn-
ar, og kallmerki, sem er „Goalie,“
eða „Markmaður“.
Sara varð undrandi á beiðni fjöl-
miðla um viðtal. Hún segist stolt af
því fordæmi sem Bandaríkin hafi
sett með því að leyfa henni að
fljúga árásarferðir. Hún er eini
kvenkyns orrustuflugmaðurinn
um borð í flugmóðurskipinu Theo-
dore Roosevelt. Hin konan, sem er
flugmaður á skipinu, flýgur að-
stoðarflugvélum. Í Persaflóastríð-
inu 1991 flugu konur vélum sem
voru orrustuflugvélum til að-
stoðar, og var mikið fjallað um
þær í fjölmiðlum. Umræða vaknaði
um þátttöku kvenna í orrustum,
sérstaklega eftir að íraski herinn
tók þyrluflugkonu til fanga. Nú
fljúga konur háþróuðustu herflug-
vélum og varpa sprengjum á
stöðvar talibana og al-Qaeda á
meðan loftvarnaskothríð dynur.
Kvenhermenn í flotanum fengu
fyrst leyfi til að læra að fljúga
1976, og voru þá settar í að fljúga
eftirlits- og flutningavélum.
Liðsforinginn Diana Cangelosi
var ein af fyrstu konunum sem
gekk í flotann beinlínis sem flug-
maður. Hún gekk til liðs við flot-
ann 1981 og ákvað að fljúga
njósnavél. Samkvæmt öryggis-
reglum hersins má nefna foringja
fullu nafni ef þeir vilja það.
Cangelosi er 46 ára, frá Wil-
mette í Illinois. „Ég flaug því sem
komst næst því að vera orrustu-
flugvélar og konum var leyft að
fljúga á sínum tíma,“ segir Cange-
losi, sem nú er yfirmaður orr-
ustustjórnstöðvar USS Roosevelt.
„Það sem þær eru að fljúga núna
er dálítið meira spennandi.“
Cangelosi er komin það langt í
tignarröðinni að hún flýgur ekki
lengur, en hún nýtur þeirrar stöðu
sem hún er í núna, að stjórna vörn-
um skipsins. „Þetta er nú eiginlega
flottara starf vegna þess að það
hefur með vopnakerfi að gera.“
Frá Roosevelt hafa verið gerðar
næturárásir í um það bil viku, og
hafa farið þaðan á loft F-14 Tom-
cat orrustuvélar, EA-6B Prowler
eftirlitsvélar og FA-18C Hornet
árásarvélar.
Þoturnar eru á lofti í fimm til
átta klukkustundir í senn og taka
eldsneyti á flugi. Þeim er stýrt frá
flugumferðarstjórn og eftirlits-
flugvélum, og mörgum af þeim vél-
um er flogið af konum.
Sara flýgur F-14 orrustuþotu og
er siglingafræðingur og vopna-
sérfræðingur vélarinnar. Hún
stýrir leysigeislastýrðum sprengj-
um og flugskeytum að skotmarki.
Cangelosi kveðst „afar stolt“ af
nýju flugkonunum og segist öf-
unda þær. „Hlutirnir hafa breyst
mikið á 20 árum,“ segir hún.
Sara hrósaði konum eins og
Cangelosi, sem hefðu varðað veg-
inn og sýnt öðrum konum gott for-
dæmi. „Mér hefur alltaf liðið vel
sem konu meðal flugfólks, allar
götur síðan ég fór fyrst í flug-
skóla,“ sagði Sara. „Við erum að
vísu ekki margar, en ég held að
skapgerð okkar allra sé sú rétta.
Annars værum við ekki að þessu.“
„Ég sinni bara mínu
starfi sem flugmaður“
Konur fljúga
árásarferðir yfir
Afganistan
Um borð í USS Theodore Roosevelt. AP.
AP
Undirlautinant Sara fyrir framan F-14 Tomcat-orrustuþotu í flugskýlinu á USS Theodore Roosevelt.
TVEIR af hverjum þrem Banda-
ríkjamönnum telja að besta leiðin til
að koma í veg fyrir að hryðjuverk
verði unnin í Bandaríkjunum sé sú,
að Bandaríkin láti til sín taka við að
leysa vandamál á alþjóðavettvangi,
samkvæmt niðurstöðum nýrrar
könnunar. Hefur afstaða bandarísks
almennings hvað þetta varðar
breyst verulega.
Könnunin var unnin af Pew-rann-
sóknarmiðstöðinni og leiðir enn-
fremur í ljós aukið fylgi við að tekið
sé tillit til hagsmuna bandalagsþjóða
þegar tekist er á við alþjóðleg
hryðjuverkasamtök. Þá kom fram
lítið eitt minnkandi traust á aðgerð-
um Georges W. Bush Bandaríkja-
forseta gegn hryðjuverkum, þótt
fjórir af hverjum tíu séu enn þeirrar
skoðunar að forsetinn standi sig
mjög vel. Þá hefur stuðningur við
eldflaugavarnakerfi aukist lítillega,
þótt í því efni séu skýr skil eftir
flokkslínum.
Áður en hryðjuverkin voru unnin í
Bandaríkjunum 11. september sl.
taldi rétt tæplega helmingur þeirra
sem Pew spurði álits að Bandaríkja-
menn ættu að taka mikið tillit til
hagsmuna bandalagsþjóða sinna við
mótun utanríkisstefnu sinnar. Sex af
hverjum tíu aðspurðra sögðu að leið-
togar Bandaríkjanna ættu að hafa
mjög í huga hagsmuni bandamanna
sinna þegar stríðið gegn hryðju-
verkamönnum væri skipulagt.
Einnig kom fram í könnuninni að
nærri tveir þriðju höfnuðu þeirri
fullyrðingu að átökin væru á milli
íslamskra þjóða annars vegar og
vestrænna þjóða hins vegar. Töldu
þeir um að ræða átök við lítinn hóp
öfgamanna.
Meirihluti aðspurðra, 56 af hundr-
aði, taldi að Bandaríkin ættu áfram
að taka málstað Ísraela með sama
hætti og verið hefur.
Breytt afstaða bandarísks almennings til utanríkisstefnu
Meirihlutinn hlynntur
afskiptum erlendis
Washington. AP.