Morgunblaðið - 25.10.2001, Side 28
ERLENT
28 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BROTIÐ var blað í sögu átakanna á
Norður-Írlandi í fyrradag þegar
Írski lýðveldisherinn (IRA) hóf af-
vopnun í fyrsta sinn frá því að hann
hóf vopnaða baráttu sína gegn
breskum yfirráðum fyrir 30 árum.
Þessum tíðindum var fagnað sem
mikilvægum áfanga í áttina að var-
anlegum friði en fréttaskýrendur
bentu á að enn væri mörgum stórum
spurningum ósvarað.
Til að mynda er enn óljóst hversu
mörg vopn Írski lýðveldisherinn tók
úr notkun, hvernig það var gert og
hvort hann hyggst halda afvopnun-
inni áfram. Nokkrar hreyfingar mót-
mælenda, sem berjast fyrir því að
Norður-Írland verði áfram hluti af
Bretlandi, tóku tíðindunum fálega og
bendir það til þess að enn sé langt í
að varanlegur friður verði tryggður
á Norður-Írlandi.
Alþjóðleg afvopnunarnefnd stað-
festi að IRA hefði tekið ótiltekinn
fjölda vopna „algjörlega og sannan-
lega úr notkun“ en sagði ekkert um
hvernig það hefði verið gert.
David Trimble, fyrrverandi for-
sætisráðherra heimastjórnarinnar á
Norður-Írlandi, kvaðst hafa verið
fullvissaður um að IRA gæti aldrei
notað vopnin aftur. „Þetta er dag-
urinn sem okkur var sagt að myndi
aldrei koma, en ég trúði því alltaf að
hann kæmi,“ sagði hann.
Talið er að annaðhvort hafi verið
hellt steypu inn í neðanjarðarvop-
nabúr IRA eða að vopnin hafi verið
eyðilögð. Trimble neitaði því að IRA
hefði aðeins steypt yfir innganga
vopnabúranna. „Beitt var aðferð
sem fullnægir lagalegu skilgreining-
unni á afvopnun og ég tel það afar
mikilvægt.“
Fyrir nokkrum árum var talið
nánast útilokað að Írski lýðveldis-
herinn myndi afvopnast, enda leit
hann þá á afvopnun sem algjöra upp-
gjöf ef hún væri ekki liður í sam-
komulagi um að Norður-Írland sam-
einaðist Írlandi. Margir
fréttaskýrendur telja að IRA hafi
fallist á afvopnunina vegna óbeitar
almennings á hryðjuverkum eftir
árásina á Bandaríkin 11. september.
The New York Times sagði í gær að
stuðningsmenn Írska lýðveldishers-
ins í Bandaríkjunum hefðu lagt fast
að honum að „rjúfa öll tengsl við
hryðjuverk“.
30 ára vopnaðri
baráttu IRA lokið?
„Við eigum langa göngu fyrir
höndum en við höfum náð mjög mik-
ilvægum áfanga,“ sagði Tony Blair,
forsætisráðherra Bretlands. Bertie
Ahern, forsætisráðherra Írlands,
tók í sama streng og sagði engan
vafa leika á mikilvægi tilslökunar
IRA. „Ég veit að þetta skref hefur
verið stórmál fyrir leiðtoga IRA og
ég viðurkenni að þetta var ekki auð-
veld ákvörðun fyrir þá.“
Nokkrir forystumenn lýðveldis-
sinna sögðu að ákvörðun IRA mark-
aði í raun endalok 30 ára vopnaðrar
baráttu lýðveldishersins. Harðlínu-
menn, sem hafa klofið sig út úr Írska
lýðveldishernum, sökuðu hann um
uppgjöf og svik við málstað lýðveld-
issinna.
Nokkrir af þingmönnum flokka
mótmælenda á Norður-Írlandi höfn-
uðu hins vegar yfirlýsingu Írska lýð-
veldishersins og sögðu hann verða að
halda afvopnuninni áfram undir eft-
irliti afvopnunarnefndarinnar.
Gregory Campbell, þingmaður
Lýðræðislega sambandsflokksins,
flokks klerksins Ians Paisleys, sagði
að fólk ætti ekki að „einblína á orða-
gjálfur“ Írska lýðveldishersins og
krafðist þess að hann eyðilegði öll
vopn sín.
Trimble hyggst endurreisa
heimastjórnina
Írski lýðveldisherinn hóf afvopn-
unina að beiðni leiðtoga Sinn Fein
sem sögðu hana nauðsynlega til að
bjarga heimastjórninni sem flokkar
mótmælenda og kaþólskra mynduðu
samkvæmt friðarsamningnum frá
1998. Ráðherrar flokka mótmælenda
höfðu sagt af sér vegna tregðu IRA
til að afvopnast og breska stjórnin
stóð frammi fyrir því að þurfa að
leysa heimastjórnina upp endanlega
ef samkomulag næðist ekki.
Búist er við að ákvörðun IRA
verði til þess að David Trimble dragi
í dag til baka afsagnir ráðherra
flokks síns, Sambandsflokks Ulster
(UUP). Hann hefur einnig boðað til
fundar í framkvæmdastjórn flokks-
ins á laugardag til að leita eftir
stuðningi hennar við að flokkurinn
gangi aftur í stjórnina.
Einn þingmanna UUP, Jeffrey
Donaldson, sagði að flokkurinn ætti
að áskilja sér rétt til að slíta stjórn-
arsamstarfinu aftur haldi IRA ekki
afvopnuninni áfram.
Trimble sagði af sér embætti for-
sætisráðherra heimastjórnarinnar í
júlí og búist er við að hann leggi til á
fundi framkvæmdastjórnarinnar að
hann taki aftur við embættinu.
Mikill ágreiningur er enn innan
flokksins um hvort treysta eigi lýð-
veldissinnum en talið er mjög líklegt
að framkvæmdastjórnin fallist á að-
ild að heimastjórninni.
Hreyfingar mótmælenda
afvopnist
Tony Blair sagði að hryðjuverka-
hreyfingar mótmælenda þyrftu nú
að fara að dæmi IRA og afvopnast.
Ekkert benti hins vegar til þess í
gær að hreyfingarnar myndu láta
vopn sín af hendi á næstunni.
Mikil spenna er enn í Norður-Bel-
fast og átök hafa blossað upp milli
mótmælenda og kaþólskra íbúa
borgarinnar. Margir óttast að slík
átök geti stefnt friðarsamningnum í
hættu þrátt fyrir sögulega ákvörðun
Írska lýðveldishersins.
IRA, Írski lýðveldisherinn, samþykkir að hefja afvopnun í fyrsta sinn
Mikilvægur
áfangi en
margt óljóst
Reuters
Veggmynd í Belfast til minningar um fallna liðsmenn IRA, Írska lýð-
veldishersins. Nú hafa forystumenn hans ákveðið að afvopnast.
BANDARÍSKT könnunar-
geimfar, Mars Odyssey, komst
í fyrrakvöld á sporbraut um-
hverfis Mars en bandarísku
geimferðastofnuninni, NASA,
hefur mistekist tvívegis á síð-
ustu misserum að koma könn-
unarfari á braut um plánetuna.
Vísindamenn NASA segja að
upplýsingar sem staðfesta
þetta hafi borist. Geimfarið
verður þó ekki komið á endan-
lega braut um Mars fyrr en í
janúar og mun þá svífa yfir
plánetunni í um 400 km fjar-
lægð. Tilgangurinn með leið-
angrinum er að rannsaka yfir-
borð Mars og kanna hvort þar
sé að finna frosið vatn. Hálft ár
er frá því geimfarinu var skotið
á loft.
Aftaka
í Missouri
MAÐUR sem dæmdur var fyr-
ir að myrða 17 ára ungling árið
1982 var tekinn af lífi í Missouri
í Bandaríkjunumn í gær.
Stephen K. Johns var tekinn
af lífi með banvænni sprautu
laust eftir miðnætti að staðar-
tíma. Johns, sem var 55 ára,
rændi bensínstöð 17. febrúar
1982 og skaut starfsmann
hennar, hinn 17 ára gamla Don
D. Voepel, þrisvar sinnum í
hnakkann af stuttu færi.
John hafði 248 dali, um
25.000 ísl. kr., upp úr krafsinu.
Þetta er sjöunda aftakan í
Missouri á þessu ári og sú 53.
frá því að dauðarefsingar voru
teknar þar upp að nýju árið
1989. Johns hafði verið á dauða-
deildinni frá í janúar 1983.
Ræða breytta
stjórnarskrá
í Makedóníu
MAKEDÓNSKA þingið hóf í
gær umræður um drög að
stjórnarskrárbreytingum, sem
gera þarf í tengslum við sam-
komulag um frið í landinu.
Breytingarnar miða að því að
bæta stöðu albanska minnihlut-
ans.
Fyrstu blönduðu lögreglu-
sveitir Makedóna og Albana
hafa tekið til starfa í Makedón-
íu. Er það liður í friðarsam-
komulagi sem náðist fyrir milli-
göngu vestrænna sendimanna
fyrr í haust og litið er á stofnun
sveitanna sem mikilvægt skref
í átt til friðar og sátta í landinu.
Marklaus
rannsókn
BRESK vísindarannsókn, sem
benti til þess að kúariða hefði
borist í sauðfé, hefur verið lýst
marklaus vegna þess að í ljós
kom að vísindamennirnir rann-
sökuðu heila nautgripa en ekki
sauðfjár eins og þeir héldu.
„Þetta virðast vera hræðileg
mistök,“ sagði Peter Smith,
formaður breskrar ráðgjafar-
nefndar sem stjórnaði rann-
sókninni. „Ég tel enn of
snemmt að draga þá ályktun að
rannsóknin hafi verið algjör
tímasóun, en mér sýnist að svo
hafi verið.“
Rannsóknin stóð í fimm ár og
kostaði 217.000 pund, andvirði
32 milljóna króna.
Ruglingurinn er rakinn til
vísindamanna í Edinborg sem
söfnuðu heilum úr kúm og
sauðfé vegna tveggja rann-
sókna.
STUTT
Á sporbraut
um Mars
TALIÐ er, að nígerískir her-
menn hafi skotið meira en 100
manns til að hefna 19 félaga
sinna, sem drepnir voru fyrir
hálfum mánuði á mörkum níg-
erísku héraðanna Benue og
Taraba. Fundust lík þeirra
mjög illa útleikin.
Hermennirnir voru bornir til
grafar á mánudag og þá fyrir-
skipaði forseti landsins, Olus-
egun Obasanjo, að morðingjar
þeirra skyldu fá makleg mála-
gjöld. Samdægurs réðust her-
menn inn í þorpin Anyiin,
Gbeji, Iorja og Vaase og myrtu
meira en 100 manns að því er
talsmaður nígerísku ríkis-
stjórnarinnar skýrði frá.
Hermennirnir, sem myrtir
voru fyrir tveimur vikum, höfðu
verið sendir á vettvang til að
stilla til friðar milli tveggja
andstæðra fylkinga en talsmað-
ur hersins neitar því, að ætl-
unin hafi verið að hefna morð-
anna með árásum á þorpin.
Fyrir tveimur árum voru
meira en 300 manns drepin í
bænum Odi til að hefna dauða
12 lögreglumanna þar. Lögðu
hermenn bæinn í rúst og Obas-
anjo forseti hefur enn ekki séð
ástæðu til að biðjast afsökunar
á framferði þeirra.
Mikil vargöld er í Nígeríu,
annars vegar milli sumra ætt-
flokka, sem eru alls 250 í land-
inu, og hins vegar milli múslíma
og kristinna manna.
Fjölda-
morð í
Nígeríu
Lagos. AFP.
DAVID Blunkett, innanríkisráð-
herra Bretlands, lýsti því yfir á
þriðjudag að endurskoða ætti flokk-
un kannabisefna og lækka þar með
viðurlög við neyslu og vörslu þeirra.
Kannabisefni eru nú flokkuð í B-
flokk fíkniefna í Bretlandi, sem þýðir
að viðurlög við vörslu þeirra geta
numið allt að fimm ára fangelsi.
Blunkett leggur hins vegar til að
kannabisefni verði færð í flokk C, en
honum tilheyra efni á borð við anab-
ólíska stera og valíum. Varsla á efn-
um í C-flokki til einkanota varðar í
mesta lagi tveggja ára fangelsisvist
og gefur ekki tilefni til handtöku. Í
flestum tilfellum er auk þess aðeins
beitt viðvörunum eða sektum, en
ekki fangelsisrefsingum.
Innanríkisráðherrann lýsti þess-
ari skoðun sinni á fundi með þing-
nefnd er fjallar um fíkniefnamál, en
þingið þarf að samþykkja breyting-
arnar áður en þær geta tekið gildi.
Blunkett sagði að markmiðið með
slíkum breytingum væri að gefa lög-
reglunni svigrúm til að einbeita sér
að baráttunni gegn hörðum fíkniefn-
um, en lagði áherslu á að hann boðaði
ekki lögleyfingu kannabisefna.
„Kannabisefni yrðu áfram bönnuð
og neysla þeirra ólögleg ... en skýrari
greinarmunur yrði gerður á kannab-
isefnum og fíkniefnum í A-flokki,
eins og heróíni og kókaíni,“ sagði
Blunkett. „Það er kominn tími til að
nálgast þessi mál með heiðarlegum
og skynsamlegum hætti og beina
sjónum fyrst og fremst að þeim efn-
um sem valda mestum skaða.“
Ráðherrann benti á að 68% af tíma
bresku fíkniefnalögreglunnar færi í
að fást við mál tengd kannabisefn-
um, sem skilaði þó litlum árangri.
Sagði hann að tillaga sín nyti stuðn-
ings yfirmanns Lundúnalögreglunn-
ar og margra lögreglustjóra víða um
landið.
Þess má geta að lögreglan í Brix-
ton-hverfinu í suðurhluta Lundúna
hefur gripið til þess ráðs að hætta
handtökum vegna neyslu kannabis-
efna, vegna mikils álags.
Mikil umræða hefur átt sér stað í
Bretlandi undanfarin misseri um
hvort lögleyfa eigi kannabisefni.
Talsmenn lögleyfingar fögnuðu yfir-
lýsingu Blunketts sem skrefi í rétta
átt, en margir baráttumenn gegn
fíkniefnum lýstu áhyggjum af því að
breytingarnar gætu leitt til aukinnar
neyslu efnanna.
Blunkett lýsti sig einnig fylgjandi
því að leyfa notkun kannabisefna í
lækningaskyni ef tilraunir, sem nú
er unnið að, gefa góða raun. Kannab-
isefni eru sögð virka vel til að lina
þjáningar og minnka ógleði, sem oft
fylgir töku sterkra lækningalyfja.
David Blunkett, innanríkisráðherra Bretlands
Flokkun kannabis-
efna verði breytt
London. AFP, AP.
Reuters
Kannabisræktun í Bekaa-dal í Líbanon. Stjórnvöld þar hafa stundum
reynt að halda aftur af henni en yfirleitt með litlum áranguri.