Morgunblaðið - 25.10.2001, Síða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 29
DREGUR ÚR HRUKKUM
HÚÐIN FYLLIST NÝJU LÍFI
POWER A
ÁRANGUR KEMUR FRAM
Á 4 VIKUM w
ww
.h
el
en
ar
ub
in
st
ei
n.
co
m
Húðsjúkdómalæknar staðfesta einstaka virkni Retinols gegn
hrukkum, fínum línum, ójöfnum litarhætti og töpuðum húðljóma.
Einstök samsetning Power A tryggir hámarks-
þolgæði. Nýtt frá Power A: DAGKREM
með sólarvörn og HANDÁBURÐUR.
Kynning í Ársól fimmtudag og föstudag.
Frábær tilboð og kaupaukar.
Vertu velkomin og fáðu persónulega þjónustu
hjá HR sérfræðingnum Þórunni Alexandersdóttur.
snyrtistofa og verslun
Efstalandi 26 ( Grímsbæ )
553 1262
SPÆNSKUM gagn-
rýnendum ber saman
um að Slóð fiðrildanna
sé einkar vel skrifuð og
hugljúf skáldsaga, sem
haldi lesandanum
föngnum allt til enda-
loka. Spænska dagblað-
ið La Vanguardia skír-
skotar í því sambandi til
Playstation-tölvuleikj-
anna sem Ólafur Jó-
hann átti þátt í að koma
á fót á sínum tíma sem
forstjóri Sony Interac-
tive og segir að bók
hans hans gefi bestu
tölvuleikjunum ekkert
eftir. Eitt virtasta dag-
blað Spánar, El Pais, segir að hér sé
á ferðinni kærkomið tækifæri fyrir
Spánverja til að kynna sér íslenskar
bókmenntir, sem hafi fram að þessu
ekki verið áberandi í bókahillum
þeirra, en svo virðist sem það sé að
breytast. Ísland státi nefnilega af
fjölmörgum afbragðsgóðum og at-
hyglisverðum skáldsögum eins og
Slóð fiðrildanna gefi til
kynna. Í blaðinu er
söguþráðurinn rakinn
stuttlega og er blaða-
mönnum tíðrætt um
þær sögulegu stað-
reyndir sem fléttast
inn í söguna og koma
inn á samband Íslands
og Þýskalands í seinni
heimsstyrjöldinni. Í
dagblaðinu La Vangu-
ardia segir að hér sé á
ferðinni frábærlega vel
unnin og hjartnæm
saga, þar sem í stutt-
um og hnitmiðuðum
köflum segi frá Dísu,
sem snýr óvænt til
baka til Íslands, eftir að hafa búið í
Bretlandi lungann úr ævinni.
„Ferðalag Dísu er notað sem eins-
konar rammi utan um ævisögu henn-
ar og á ferðalagi sínu nær hún að
sameina fortíð sína og framtíð og
endurheimta þannig frið í sálu
sinni,“ segir Ólafur í viðtali við blað-
ið. Þögn segir oft meira en þúsund
orð og gagnrýnandi La Vanguardia
hrósar Ólafi í hástert fyrir hæfileika
hans til að ljóstra einungis því nauð-
synlegasta upp fyrir lesandanum, að
teknu tilliti til þess að höfundur segir
söguna í fyrstu persónu. Blaðamaður
segir að með því að hafa frásögnina í
fyrstu persónu og hafa aðalpersón-
una konu hafi höfundur tekið mikla
áhættu, en hæfileikar Ólafs Jóhanns
til að skilja á milli þess sem aðalper-
sónan hugsi og þess sem er nauðsyn-
legt að ljóstra upp við lesandann sé
gert af þvílíkri nákvæmni að lesand-
inn fái það á tilfinninguna að Slóð
fiðrildanna hafi verið skrifuð af
konu. Slíkt verðskuldi rós í hnappa-
gat hvers rithöfundar. Gagnrýnandi
dagblaðsins ABC segir að hér sé á
ferðinni einstaklega vel skrifuð saga
sem hreyfi álíka við manni og hin
magnaða náttúra Íslands í sinni feg-
urstu mynd. Þá segir blaðið frá
skáldsögunni sem Ólafur Jóhann er
búinn að vera að bauka með að und-
anförnu og frést hefur að hann sé nú
búinn að setja lokapunktinn við. Hún
fjallar um íslenskan einkaþjón hjá
William Randolph Hearst blaða-
kóngi, sem Orson Welles gerði
ódauðlegan í kvikmynd sinni Citizen
Kane og ku hafa verið af íslenskum
uppruna. Mikil leynd hvílir yfir því
hvenær þessi nýja skáldsaga Ólafs
kemur út, en í tengslum við hana hef-
ur Ólafur rannsakað gaumgæfilega
ýmislegt athyglisvert úr fortíð blaða-
kóngsins, sem ætti að koma lesend-
um á óvart.
„Vel skrifuð og
hugljúf skáldsaga“
Bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar Slóð fiðrildanna
hefur fengið afbragðsgóða dóma á Spáni en
bókin er gefin út af spænsku útgáfusamsteyp-
unni RBA. Margrét Hlöðversdóttir fylgdist
með útgáfunni í Barcelona.
Ólafur Jóhann
Ólafsson
Slóð fiðrildanna fær góða dóma á Spáni