Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 29 DREGUR ÚR HRUKKUM HÚÐIN FYLLIST NÝJU LÍFI POWER A ÁRANGUR KEMUR FRAM Á 4 VIKUM w ww .h el en ar ub in st ei n. co m Húðsjúkdómalæknar staðfesta einstaka virkni Retinols gegn hrukkum, fínum línum, ójöfnum litarhætti og töpuðum húðljóma. Einstök samsetning Power A tryggir hámarks- þolgæði. Nýtt frá Power A: DAGKREM með sólarvörn og HANDÁBURÐUR. Kynning í Ársól fimmtudag og föstudag. Frábær tilboð og kaupaukar. Vertu velkomin og fáðu persónulega þjónustu hjá HR sérfræðingnum Þórunni Alexandersdóttur. snyrtistofa og verslun Efstalandi 26 ( Grímsbæ ) 553 1262 SPÆNSKUM gagn- rýnendum ber saman um að Slóð fiðrildanna sé einkar vel skrifuð og hugljúf skáldsaga, sem haldi lesandanum föngnum allt til enda- loka. Spænska dagblað- ið La Vanguardia skír- skotar í því sambandi til Playstation-tölvuleikj- anna sem Ólafur Jó- hann átti þátt í að koma á fót á sínum tíma sem forstjóri Sony Interac- tive og segir að bók hans hans gefi bestu tölvuleikjunum ekkert eftir. Eitt virtasta dag- blað Spánar, El Pais, segir að hér sé á ferðinni kærkomið tækifæri fyrir Spánverja til að kynna sér íslenskar bókmenntir, sem hafi fram að þessu ekki verið áberandi í bókahillum þeirra, en svo virðist sem það sé að breytast. Ísland státi nefnilega af fjölmörgum afbragðsgóðum og at- hyglisverðum skáldsögum eins og Slóð fiðrildanna gefi til kynna. Í blaðinu er söguþráðurinn rakinn stuttlega og er blaða- mönnum tíðrætt um þær sögulegu stað- reyndir sem fléttast inn í söguna og koma inn á samband Íslands og Þýskalands í seinni heimsstyrjöldinni. Í dagblaðinu La Vangu- ardia segir að hér sé á ferðinni frábærlega vel unnin og hjartnæm saga, þar sem í stutt- um og hnitmiðuðum köflum segi frá Dísu, sem snýr óvænt til baka til Íslands, eftir að hafa búið í Bretlandi lungann úr ævinni. „Ferðalag Dísu er notað sem eins- konar rammi utan um ævisögu henn- ar og á ferðalagi sínu nær hún að sameina fortíð sína og framtíð og endurheimta þannig frið í sálu sinni,“ segir Ólafur í viðtali við blað- ið. Þögn segir oft meira en þúsund orð og gagnrýnandi La Vanguardia hrósar Ólafi í hástert fyrir hæfileika hans til að ljóstra einungis því nauð- synlegasta upp fyrir lesandanum, að teknu tilliti til þess að höfundur segir söguna í fyrstu persónu. Blaðamaður segir að með því að hafa frásögnina í fyrstu persónu og hafa aðalpersón- una konu hafi höfundur tekið mikla áhættu, en hæfileikar Ólafs Jóhanns til að skilja á milli þess sem aðalper- sónan hugsi og þess sem er nauðsyn- legt að ljóstra upp við lesandann sé gert af þvílíkri nákvæmni að lesand- inn fái það á tilfinninguna að Slóð fiðrildanna hafi verið skrifuð af konu. Slíkt verðskuldi rós í hnappa- gat hvers rithöfundar. Gagnrýnandi dagblaðsins ABC segir að hér sé á ferðinni einstaklega vel skrifuð saga sem hreyfi álíka við manni og hin magnaða náttúra Íslands í sinni feg- urstu mynd. Þá segir blaðið frá skáldsögunni sem Ólafur Jóhann er búinn að vera að bauka með að und- anförnu og frést hefur að hann sé nú búinn að setja lokapunktinn við. Hún fjallar um íslenskan einkaþjón hjá William Randolph Hearst blaða- kóngi, sem Orson Welles gerði ódauðlegan í kvikmynd sinni Citizen Kane og ku hafa verið af íslenskum uppruna. Mikil leynd hvílir yfir því hvenær þessi nýja skáldsaga Ólafs kemur út, en í tengslum við hana hef- ur Ólafur rannsakað gaumgæfilega ýmislegt athyglisvert úr fortíð blaða- kóngsins, sem ætti að koma lesend- um á óvart. „Vel skrifuð og hugljúf skáldsaga“ Bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar Slóð fiðrildanna hefur fengið afbragðsgóða dóma á Spáni en bókin er gefin út af spænsku útgáfusamsteyp- unni RBA. Margrét Hlöðversdóttir fylgdist með útgáfunni í Barcelona. Ólafur Jóhann Ólafsson Slóð fiðrildanna fær góða dóma á Spáni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.