Morgunblaðið - 25.10.2001, Síða 30

Morgunblaðið - 25.10.2001, Síða 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í GARÐI við Ártún 3 á Selfossi er einn þriðji hluti sýningarrýmis Gallerísamfélagsins GUK sem stendur fyrir Garður, Udhus, Kukke, eða garður, útihús, eld- hús. GUK býður jafnan einum listamanni að sýna á öllum þrem- ur stöðunum samtímis en þar sýn- ir nú Hildur Jónsdóttir. Sökum þess að útihúsið er við Kirkebak- ken 1 í Lejre í Danmörku og eld- húsið í heimahúsi við Callinst- rasse 8 í Hannover í Þýskalandi átti gagnrýnandi þess einungis kost að sjá þriðjung sýningarinn- ar, eða þann hluta sem er í garð- inum á Selfossi. Allir þrír hlutarn- ir eru þó aðgengilegir á Netinu á slóðinni www.simnet.is/guk. Þar eru þeim þó því miður ekki gerð það góð skil á að gesturinn nái að upplifa þau til fulls. Ýmis ráð og tækni er til svo að sýningar fái að njóta sín vel á Netinu og vona ég að sýningarhaldarar leggi rækt við þann hluta af sýningarhaldinu. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að langflestir sjá sýningarnar eingöngu þar, hvort sem sýning- arhöldurum líkar það betur eða verr. Í garðinum hefur Hildur komið fyrir einu verki í tveimur hlutum. Á grasinu liggur útbreitt sér- saumað pils, skreytt með litlum teikningum og orðinu „Velkom- in“. Pilsið er undir plasthimni væntanlega til að vernda það gegn veðri og vindum. Það rýrir upplif- unargildi verksins, einfaldlega vegna þess að erfiðara er að skoða það í gegnum plast. Hinn hluti verksins er á þvottasnúrum heim- ilisins. Þar hefur Hildur hengt upp ljósmyndir með þvottak- lemmum og spjald með lítilli sögu á. Ljósmyndirnar eru teknar af gjörningi sem hún hélt í Þýska- landi þar sem hún gengur út á gólf klædd í pils (sama pils og sýnt er undir plasthimninum), krýpur níður og aðstoðarmaður festir pilsið við gólfið. Þá klæðir hún sig svo úr því og gengur í burtu. Sagan á spjaldinu er af draumi sem Hildi dreymdi. Hana dreymdi að heimili hennar væri flík sem hún var klædd í. Þetta sýndi hún á myndlistarsýningu og allt í kring stóðu kvenkyns ætt- ingjar. Ein konan kom til hennar og sagði að þetta væri ekki mynd- listarsýning heldur jarðarför. Þá byrjaði hún að sauma nöfn ein- staklinga úr fjölskyldunni á flík- ina. Draumurinn er greinilega kveikjan að verkinu á sýningunni því pilsið er flíkin sem táknar heimilið, eða hugmyndina um heimilið. Hildur klæðir sig í heim- ilið, festir það vandlega niður og gengur svo út úr því. Þetta er fal- legt og persónulegt verk hjá Hildi þar sem hún er að skoða stöðu sína í samfélaginu. Heimilið getur orðið heimavinnandi fólki svo ná- tengt að það hverfur aldrei úr huga þess. Í gjörningnum gerir Hildur hins vegar tilraun til að skilja sig og heimilið að, festir það niður og fer á brott. Í draumi Hildar kemur fram að „þetta sé ekki myndlistarsýning heldur jarðarför“, sem gæti táknað að verið sé að kveðja eða endurskoða einn hlut og ný stefna verði tekin í framhaldinu. Þannig má lesa í þessa sýningu, næstum því eins og draumráðandi, en eitt er víst að Hildi eru ofarlega í huga hvers- dagslegir hlutir og samfélagsleg- ar vangaveltur. Sýningin er að mörgu leyti vel upp sett og verkin njóta sín ágæt- lega þarna á snúrunum og gras- inu. Skemmtilegra hefði þó verið að sjá Hildi takast á við staðinn sjálfan í stað þess að bjóða upp á endurvinnslu eða framhald á eldri verkum sem kannski eiga betur heima annars staðar. Út af heimilinu MYNDLIST G a l l e r í G U K Opið fyrsta sunnudag hvers mán- aðar og á lokadegi, annars eftir samkomulagi. Til 28. október. BLÖNDUÐ TÆKNI HILDUR JÓNSDÓTTIR Þóroddur Bjarnason HAUSTSÝNING Íslenska dans- flokksins verður á Nýja sviði Borg- arleikhússins, sem tekið var í notkun fyrir skömmu, í kvöld kl 20. Katrín Hall, listrænn stjórnandi flokksins, segir það einkar spennandi að takast á við þessa fyrstu uppfærslu Ís- lenska dansflokksins á Nýja sviðinu. „Um er að ræða allt annars konar rými en t.d. Stóra sviðið. Það er mun hrárra og kallar á óhefðbundnari sviðsetningu. Allar skiptingar og til- færslur milli atriða fara til dæmis fram fyrir opnum tjöldum, og ná- lægðin við áhorfandann er mun meiri. Þetta hefur að mörgu leyti kallað á ólíka nálgun við verkin og hefur haldist vel í hendur við þá ný- sköpun og ögrun sem við höfum lagt okkur eftir við dansuppfærslur á nýjum íslenskum verkum,“ bendir Katrín á. Samspil dansara og tónlistar Dansverkin þrjú sem haustsýn- ingin samanstendur af eru öll frum- flutt og verður lifandi tónlist á svið- inu í tveimur þeirra. „Da“ eftir Láru Stefánsdóttur er samið við sam- nefnda fantasíu fyrir sembal eftir Leif Þórarinsson, og mun Guðrún Óskarsdóttir flytja tónverkið á svið- inu. „Þetta dansverk er einkar áferð- arfallegt, samið út frá ákveðnum hughrifum og er mjög skemmtilegt að geta sett það upp með lifandi tón- list. Þannig verður til beint samspil milli dansarans og hljóðfærleikarans og nálgunin á verkið verður önnur.“ Verk Katrínar Hall, Milli heima, er samið við tónlist eftir finnsku raf- sveitina Pan Sonic og breska tónlist- armanninn Barry Adamson. Hljóm- eyki flytur tónlistina sem gefin verður út hjá Eddu miðlun á næst- unni á hljómdisknum „The Hymn of the 7th Illusion“. Það var Tilrauna- eldhúsið sem pantaði upphaflega tónverkið af listamönnunum, og er Milli heima samvinnuverkefni Ís- lenska dansflokksins og Tilraunaeld- hússins. „Nafn verksins vísar að miklu leyti til tónlistarinnar í verk- inu, en þar kallast á mjög sterkar andstæður. Annars vegar er um að ræða þrettán manna kór Hljómeykis sem syngur á sviðinu, og hins vegar raftónlist sem leikin er af bandi, og mynda þessir flutningar mjög ólíka hljóðheima. Þannig fjalla ég um and- stæður í verkinu og hin óljósu skil milli veruleika og blekkingar,“ segir Katrín og bendir jafnframt á að um- ræddur hljómdiskur verði kynntur sérstaklega í nokkurs konar útgáfu- teiti að lokinni sýningu annað kvöld, 24. október. Verk Ólafar Ingólfsdóttur, Plan B, segir Katrín verða mjög ólíkt dans- verkunum sem á undan fara. Því megi lýsa sem kæruleysislegu með- an hin tvö séu tilfinningalegri. „Þetta er mjög skemmtilegt verk, við prufu- keyrðum það í Salsbury á Englandi í sumar og fengum góðar viðtökur. Í verkinu er Ólöf dálítið að fjalla um það að eiga alltaf eitthvað „varaplan“ í lífinu, því maður veit aldrei hvort hlutirnir gangi upp eins og maður ætlaði. Óvæntir hlutir geta alltaf átt sér stað, en þeir opna bara nýja möguleika og ný tækifæri,“ segir Katrín og bendir jafnframt á að um- fjöllunarefni verkins kallist á marg- an hátt á við sköpunarferlið við þró- un dansverka. „Þó svo að höfundur fari af stað með ákveðnar hugmynd- ir, endar hann ekkert endilega með það verk sem hann hafði í huga. Þró- unin og vinnan með dönsurum getur til dæmis leitt höfundinn í allt aðra átt en hann ætlaði í upphafi. Þetta er það sem gerir sköpunina svo spenn- andi, þegar ný heild verður hrein- lega til í gegnum samvinnu.“ Ólík verk í samræmdri umgjörð Katrín segir verkin spennandi fyr- ir uppfærslu á borð við þessa, þar sem þau séu öll mjög ólík, en myndi engu að síður mjög skemmtilega heild. „Við höfum leitast við að skapa þessari heild sterka, samræmda um- gjörð í rýminu sem um ræðir. Þannig hefur Stefanía Adolfsdóttir hannað búninga fyrir öll þrjú verkin og Stíg- ur Steinþórsson hannað sviðsmynd- ina. Þá er lýsingarhönnun, sem unn- in er af Elfari Bjarnasyni, nokkuð frábrugðin því sem við höfum venju- lega unnið með, enda kallar rýmið á aðrar lausnir en við höfum unnið með á Stóra sviðinu.“ En hvers vegna hafa þessi tilteknu verk valist saman til uppfærslunnar? „Ég hef leitast við á undanförnum árum að viða að mér dansverkum eftir íslenska danshöfunda, því þeir þurfa að fá tækifæri til að þroskast og vaxa sem danshöfundar og þróa sinn persónulega stíl. Í þessu starfi hefur flokkurinn sýnt verk eftir Láru og Ólöfu og hefur þeim verið mjög vel tekið, bæði hér á Íslandi og erlendis. Eftirspurnin eftir íslensk- um verkum hefur verið að aukast, og kallar það auðvitað á að við fram- leiðum krefjandi íslensk dansverk. Þannig vildi ég gjarnan kalla til og vinna með höfunda sem mér finnst vera í stakk búnir að vinna á ögrandi hátt til þess að viðhalda og skapa dansflokknum þá sérstöðu sem hann hefur byggt upp,“ segir Katrín og bætir því við að nú séu ánægjulegir tímar fyrir Íslenska dansflokkinn og íslenska danshöfunda, þar sem eft- irspurn eftir sýningum flokksins er- lendis hafi farið mjög vaxandi und- anfarið „Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur að finna fyrir árangri þess starfs sem við höfum unnið und- anfarin ár“. Dansarar Íslenska dansflokksins sem fram koma á sýningunni eru Guðmundur Helgason, Guðmundur Elías Knudsen, Hildur Óttarsdóttir, Hlín Diego Hjálmarsdóttir, Jesus De Vega, Katrín Ingvadóttir, Katrín Ágústa Johnson og Trey Gillen. Að- stoðarmaður danshöfundar í verkun- um var Lauren Hauser. Íslensk dansverk með lif- andi og rafrænum tónum Morgunblaðið/Golli Íslenski dansflokkurinn frumsýnir Haust, þrjú dansverk eftir íslenska höfunda, í kvöld. Haustsýning Íslenska dansflokksins 2001 verður frumsýnd á Nýja sviði Borgarleik- hússins í kvöld. Flytur flokkurinn þrjú frumsamin dansverk eftir íslenska höfunda. Heiða Jóhannsdóttir heimsótti Katrínu Hall, listrænan stjórnanda flokksins, á æf- ingu og fékk dálitla innsýn í verkin. heida@mbl.is Á SÚFISTANUM, bókakaffi í versl- un Máls og menningar, Laugavegi 18, verða kynntar dekur- og heilsu- bækur í kvöld kl. 20. Útgefendur eru Mál og menning, Forlagið og Al- menna bókafélagið. Þá verður leikin tónlist af nýjum slökunardiski sem Ómi gefur út. Kynntar verða bækurnar Jóga fyrir byrjendur eftir Guðjón Berg- mann; Láttu þér líða vel eftir Jane Alexander; Hefðbundnar og nátt- úrulegar lækningar, sem er í bóka- flokknum Handhægu heilsubækurn- ar, og Karlmannahandbókin eftir Barböru Enander. Dekurbækur á Súfistanum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.