Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 41
NOKKUR umræða hefur orðið
um húsnæðismál öryrkja og fleiri í
kjölfar kærumáls ungs manns sem
vill kalla borgaryfirvöld til ábyrgð-
ar vegna umkomuleysis síns.
Það vill svo til að vegna starfa
minna hef ég nokkur kynni af mál-
efnum verst setta hluta þessa fólks
vegna þess að þjónustuembætti
mitt er með starfstöð í miðborginni
þar sem það er fremur að finna en
annarsstaðar og er það víðkunn
saga. Þessu tengjast hagir þeirra
sem hafa lent illa út af sporinu í
þjóðfélaginu, svo sem fanga sem
lokið hafa afplánun og þess fólks
sem kemur úr meðferð eftir lang-
varandi neyslu.
Allt á þetta fólk það sameiginlegt
að eiga undir högg að sækja á
þröngum og uppsprengdum leigu-
markaði. Það getur ekki greitt
markaðsverð fyrir húsnæði og sumt
hefur fortíð sem vinnur gegn því.
Það er í vondri aðstöðu til þess að
stunda húsnæðisleit og getur ekki
lagt út fyrirframgreiðslu. Það
þarfnast þess að hafa gildan leigu-
samning sem leigusalar eru tregir
til að gera, ella fær það ekki styrk
vegna leigukaupanna.
Á þessu þarf að ráða bót þótt
erfitt kunni að reynast. Það er mik-
ið í húfi því öryrkjarnir þurfa af
mörgum ástæðum fremur á því að
halda en flestir aðrir að búa við ör-
yggi í húsnæðismálum. Við megum
til að styðja fyrrverandi fanga og
fólk sem lokið hefur meðferð til
þess að fóta sig í lífinu á ný, því ella
er hætt við að vont verði verra með
miklum tilkostnaði fyrir samfélagið.
Hreinlega getur oltið á þessu
hvort umrætt fólk verður nýtir
þjóðfélagsþegnar sem borga sitt til
samneyslunnar og reynist unnt að
kosta uppeldi barna
sinna eða hvort við tek-
ur langvarandi ófremd-
arástand með kostnaði
við meðferðar- eða
fangavist um árabil að
viðbættum meðlögum
sem falla þá á sameig-
inlega sjóði lands-
manna.
Það verður að auka
framboð á húsnæði á
leigumarkaði, það verð-
ur að koma því svo fyr-
ir að þetta fólk eigi
góða valkosti. Ég fagna
því þeim úrbótum sem
ríkisstjórnin hefur beitt
sér fyrir með fé-
lagsmálaráðherra í
broddi fylkingar. En
fleira þarf að koma
til. Ef til vill væri
framkvæmdasjóður
lausnin fyrir þetta
fólk eins og eldri
borgara. Hugsanlega
mætti fela stofnunum
og líknarsamtökum,
þess vegna einkaað-
ilum, að byggja og
reka leiguhúsnæði
þar sem hið opinbera
tryggði með einhverj-
um hætti reksturinn.
Þá þyrfti að kanna
hvort ekki mætti koma því svo fyrir
að húsnæðisstyrkur yrði skilinn frá
örorkubótum og ráðstafað með öðr-
um hætti en öðrum bótum.
Oft er það nefnilega svo að í
þröngri stöðu sinni freistast sumir
öryrkjar til þess að draga að greiða
húsaleiguna og lenda í vandræðum
þegar húsnæðinu er sagt upp. Með
þessum kosti væri hægt væri að
greiða húsaleiguna beint til leigu-
sala og hann yrði þá ekki í hættu
með leigutekjur sínar þótt skatt-
skyldar yrðu að fullu. – Kannski
þyrftu þær þó ekki að verða það.
Svo er nokkuð sem ekki má ger-
ast en gerist samt hvert vor, að
hópar fólks missi húsnæði sitt á
vorin. Gistiheimilin leysa vanda
stórs hluta þessa fólks þannig að
þau heimila vetursetu en senda svo
blessað fólkið á götuna yfir sum-
arið. Það getur verið frískandi fyrir
ungt og hraust fólk að búa í tjaldi
nokkra daga yfir hlýjasta sumar-
tímann en þetta fólk er ekki allt
ungt og fæst sérlega hraust. Það
dregur sig því í hitann í kjöllurum,
sorpgeymslum og auðum bygging-
um. Slíkt fyrirkomulag er okkur til
rakinnar vansæmdar.
Að lausn þessa vanda verður að
vinda bráðan bug og af myndar-
skap því eins og hér er sýnt fram á
er mikið í húfi og réttlætismál að
auki. Borgaryfirvöld og félagsmála-
yfirvöld þurfa að koma með ráð hið
fyrsta og önnur yfirvöld að veita
stuðning svo að þessu böli og
hneisu linni hið fyrsta.
Húsvillt fólk
Jakob Ágúst
Hjálmarsson
Húsnæðismál
Öryrkjarnir þurfa af
mörgum ástæðum frem-
ur á því að halda en
flestir aðrir, segir Jakob
Ágúst Hjálmarsson, að
búa við öryggi í hús-
næðismálum.
Höfundur er sóknarprestur
í Dómkirkjunni.
www.ef.is
Skoðaðu þessa
frábæru pönnu!
Fást grunnar eða
djúpar og sem
grillpönnur.
24-26-28-30 sm.
Feitislaus steiking.
Hagstætt verð!
3 viðurk
enningar
„Frábær“
hjá
þýskum
neytenda
samtöku
m
Besta steikarpannan
í Evrópu....
samkvæmt dómi þýskra
neytendasamtaka