Morgunblaðið - 25.10.2001, Page 50

Morgunblaðið - 25.10.2001, Page 50
MINNINGAR 50 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Inger J. Helga-son fæddist 6. febrúar 1913 í Kaupmannahöfn. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 18. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Waldemar Martin Møller, deildarstjóri hjá Alfred Bentzon í Kaupmannahöfn, f. 1882, d. 1964, og Jensine Elisabeth Møller fædd Mogen- sen, húsmóðir, f. 1889, d. 1968. Systkini hennar voru Axel Møller yfirlæknir, f. 1915, d. 1975, kvæntur Hanne Møller sjúkraþjálfara, og Karen Funder skrifstofumaður, f. 1921, gift Arne Funder prentara, og lif- ir hún systur sína. Inger giftist 3. júní 1938 Páli Jakobi Helgasyni tæknifræðingi, f. 25. september 1906, d. 5. nóv- ember 1966. Foreldrar hans voru reiðslumaður, kvæntur Þórunni Ísleifsdóttur ritara og eiga þau tvö börn. b) Jón Páll rekstrarhag- fræðingur, í sambúð með Írisi Þórisdóttur rekstrarhagfræðingi og eiga þau eina dóttur. 3) Valde- mar kennari, f. 2.11. 1950, kvænt- ur Ingibjörgu Sigmundsdóttur hjúkrunarforstjóra. Börn þeirra eru Sigmundur Helgi og Inger Helga sem bæði eru í grunnskóla. Inger Helgason lauk stúdents- prófi frá Aurehøj Gymnasium í Hellerup árið 1931 og starfaði sem ritari hjá Københavns Spor- veje þar til hún fluttist til Íslands með mannsefni sínu. Hún helgaði sig fyrst og fremst uppeldi barna sinna til ársins 1959 er hún hóf kennslustörf, lengst af við Iðn- skólann í Hafnarfirði eða til árs- ins 1983. Auk þess var hún um skeið kennari við Fiskvinnslu- skólann í Hafnarfirði, stunda- kennari við Barnaskóla Hafnar- fjarðar og prófdómari við Flensborgarskóla og vann við þýðingar. Inger var um árabil í stjórn Hafnarfjarðardeildar Nor- ræna félagsins og einnig stjórn- armaður í Dansk Kvindeklub. Útför Ingerar Helgason fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. þau Jón Helgason biskup, f. 1866, d. 1942, og Martha Maria Helgason fædd Licht, f. 1866, d. 1945. Börn Ingerar og Páls eru 1) Elísabeth hjúkrunarfræðingur, f. 7.4. 1939, d. 12. október 1981, gift Svend-Aage Malm- berg haffræðingi. Börn þeirra eru: a) Ingileif sjúkrahús- prestur, gift Þórhalli Heimissyni presti í Hafnarfjarðarkirkju, og eiga þau þrjár dætur. b) Krist- ín List kennari á Akureyri, í sam- búð með Árna Hrólfi Helgasyni kennara og eiga þau tvö börn. c) Páll Jakob kennari á Egilsstöð- um, í sambúð með Ingibjörgu Arnardóttur lyfjafræðingi og eiga þau tvö börn. 2) Jón veit- ingamaður, f. 5.8. 1942, kvæntur Pálmeyju Ottósdóttur. Börn þeirra eru: a) Ottó Ragnar fram- Undanfarnar vikur sýndi hetjan hún móðir mín enn og aftur hvers hún var megnug. Það er ekki heigl- um hent að ná sér eftir þrefalt hjartastopp, en þar skiptu skjót við- brögð ósérhlífins samborgara sköp- um. Fyrstu dagarnir á spítalanum liðu í óvissu og ótta um framhaldið en smám saman kom í ljós undraverður bati, sem fór fram úr björtustu von- um. Skýringuna hafði mamma á reiðum höndum: „Ég hef svo mikið að lifa fyrir,“ sagði hún. Sem voru svo sannarlega orð að sönnu. Tíðar heimsóknir afkomenda, vina og kunningja á spítalann, óteljandi sím- töl og fyrirspurnir frá vandalausum voru ótvíræð sönnun þessa. Við höfðum að sjálfsögðu öll mikl- ar áhyggjur af heilsu mömmu til að byrja með, en glöddumst líka svo innilega þegar hún náði fyrri reisn. Hún hafði unnið gífurlegan sigur, síðasta sigur sinn í þessu jarðlífi og ekki var laust við að hún hafi verið nokkuð stolt af því! En fimmtudags- kvöldið 18. október gaf hjartað sig endanlega. Þetta var mikið reiðar- slag, nánast óskiljanlegur endir á at- burðarás sem okkur fannst að hefði átt að fara á allt annan veg. En dauðinn kvaddi að dyrum í þeirri mynd sem hún helst hafði kosið sér og fyrir það ber þrátt fyrir allt að þakka. Mamma var afar sjálfstæð, hún vildi lifa lífi sínu óstudd og það hefði átt mjög illa við hana að vera háð aðstoð annarra. Það hefði engan veginn verið hennar stíll. Mamma var einstök kona. Hlýleg, einlæg og umhyggjusöm móðir og eiginkona en ekki síður ákaflega góður og skemmtilegur félagi á lífs- leiðinni. Einstakt jafnaðargeð og glaðlyndi gerði samvistir við mömmu svo notalegar. Í návist hennar var alltaf líf. Einlægur áhugi hennar á öllu því sem gerðist í um- hverfinu var svo sérstakur að aldrei þraut umræðuefnið enda var hún skarpgreind og hafði ríka kímnigáfu. Við mæðginin áttum þar að auki mikið og gott sameiginlegt áhuga- mál, tónlistina, og sóttum saman sin- fóníutónleika um þrjátíu ára skeið. Sígild tónlist skipaði sérstakan sess í lífi mömmu og pabba og gætti þess mjög í uppeldi okkar systkinanna. Á erfiðum augnablikum sýndi mamma fágætt æðruleysi og veitti öðrum styrk. Fráfall pabba langt fyrir aldur fram árið 1966 var mikið reiðarslag og ekki síður andlát elstu systur minnar, Elísabethar, sem lést í blóma lífsins árið 1981. Á þeim stundum var mamma ekki síður sú sem veitti okkur hinum huggun þótt sorg hennar væri mikil. Nú er löng ævi á enda runnin. Innihaldsrík og gæfusöm. Fallegar minningar um elskulega móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur munu ylja okkur um hjartarætur um alla framtíð. Sérstök ástæða er til að þakka starfsfólki hjartadeildar Landspítal- ans við Hringbraut fyrir frábæra umönnun og hlýju. Hvíl í friði elsku mamma. Valdemar. Mig langar að minnast elskulegr- ar tengdamóður Inger J. Helgason. Inger var lagleg kona sem bar aldurinn vel, hún hélt ávallt virðu- leika sínum hvert sem hún fór og var alltaf vel klædd svo eftir var tekið. Hún var vel menntuð og í júní sl. voru 70 ár síðan hún lauk stúdents- prófi en slíkt var ekki eins algengt þá og nú er. Hún fluttist til Íslands árið 1938 og skráði sig strax í ís- lenskunám til þess að geta talað sem réttasta íslensku enda lagði hún metnað sinn í að einangrast ekki á Íslandi. Þótt formlegri skólagöngu væri lokið var hún vel lesin og fylgdist ávallt vel með því sem var að gerast bæði á Íslandi og ekki síður í um- heiminum. Hún var haldin mikilli fróðleiks- fýsn og var stöðugt að lesa sér til. Hún lærði aldrei á tölvu en sá gagn- semi þeirra þegar Valdemar fann út heimilisfang gamallar skólasystur hennar með því að leita á Netinu. Hún náði að senda henni bréf og fá svar til baka. Þetta þótti henni bæði merkilegt og ánægjulegt. Þannig náði hún að rifja upp 70 ára stúd- entsútskrift með gamalli skólasyst- ur. Inger fylgdist vel með heimsmál- um fram til hins síðasta og þegar hörmungaratburðirnir gerðust 11. september í Bandaríkjunum hafði hún miklar áhyggjur og í viðræðum við eldri mann sem lýsti því yfir að hann væri nú feginn að þurfa ekki að hafa áhyggjur af heimsmálunum lengur, þá spurði hún hvort hann ætti ekki börn og barnabörn sem ættu eftir að lifa áfram í þessum heimi. Þessi stutta athugasemd hennar lýsir því best hversu víðsýn hún var og óeigingjörn. Þegar ég kynntist mannsefni mínu, Valdemar, varð ég þess strax áskynja hve náið samband var á milli tilvonandi tengdamóður minn- ar og sona hennar. Ég kynntist henni fyrst á 71 árs afmælisdegi hennar og tók hún mér eins og henni einni var lagið. Við átt- um sameiginlegt áhugamál sem var lestur góðra bóka og hófst nú mikið lestrartímabil þar sem við skiptumst á bókum og athugasemdum í leið- inni. Þá var samband okkar ætíð ná- ið og innilegt. Hún gaf góð ráð þegar um var beðið en vildi aldrei trana sér fram. Þegar svo yngstu barnabörn- in, Sigmundur og Inger, fæddust þá urðu samverustundirnar æ fleiri okkur öllum til mikillar gleði og ánægju. Hún gaf okkur öllum mikið og var ávallt til í að líta eftir litlum börnum þegar á þurfti að halda. Henni þótti gaman að fá þau í heim- sókn og ekki síður þegar þau stækk- uðu og fengu að fara ein með strætó. Í sumar var nafna hennar tíður „gestur“ á Boðahlein 22 þar sem hún hafði tekið að sér að hjálpa til í garð- inum eftir því sem á þurfti að halda. Reyndar fór drjúgur tími í spjall um heima og geima sem var gagn- kvæm skemmtun og tilbreyting. Þar fékk sonardóttirin fræðslu um gamla daga í Danmörku. Nokkur minningabrot koma upp í hugann þegar litið er til baka og ég sé fyrir mér. „Julefrokost“ á Sunnu- veginum á annan dag jóla sem eng- inn í fjölskyldunni vildi missa af og sumir komu jafnvel akandi lands- hluta á milli. Svo er það afmælisdagurinn 6. febrúar en þá var alltaf veisla. Síðan koma jólaboð hjá Dansk kvindeklub, þar sem Inger naut sín innan um danskar vinkonur og hún bauð okkur tengdadætrunum með sér. Síðast en ekki síst Inger í London árið 1993, en þá fórum við tvær sam- an í helgarferð skömmu eftir átt- ræðisafmæli hennar. Hana hafði lengi langað til að fara til London og þetta varð að veruleika. Hún naut þess að búa á glæsilegu hóteli og skoða allt sem hægt var að komast yfir. Hún hafði ávallt gaman af að ferðast. Undanfarin ár heimsótti hún systur sína Karen í Dragør reglulega og fór m.a. oft til Jótlands að heimsækja Hanne mágkonu sína og bróðurbörnin Dorte og Jan sem vildu allt fyrir frænku sína gera. Síð- asta ferð hennar til Karenar var í maí á síðasta ári, en þær systur nutu þess að vera saman. Inger var stolt kona sem vildi bjarga sér sjálf enda bjó hún ein í mörg ár. Hún gætti þess ætíð að einangr- ast ekki, enda félagslynd og átti auð- velt með að kynnast fólki. Þetta kom svo vel í ljós þegar hún flutti á Boða- hlein 22 en þá kynntist hún fljótt góðum nágrannakonum. Inger var heilsuhraust um ævina og þurfti mikið til að hún kvartaði. Hún hélt reisn sinni til hins síð- asta og þannig vil ég minnast henn- ar. Blessuð sé minning elskulegrar tengdamóður. Ingibjörg Sigmundsdóttir. Tengdamóðir mín fyrri og amma barna minna er látin. Inger Helga- son fæddist í Danmörku 6. febrúar 1913. Hún var elst þriggja systkina, þau voru Axel læknir á Norður-Jót- landi, látinn, og Karen Funder, lista- kona í Dragør við Kaupmannahöfn, áttræð á þessu ári. Foreldrar þeirra voru Waldemar Martin og Elisabeth Jensine Møller. Þau systkin ólust upp í Kaupmannahöfn við Søerne nær í hjarta borgarinnar. Inger kynntist manni sínum Páli Helga- syni, tæknifræðingi kenndum við Rafha í Hafnarfriði, sem var við nám í Danmörku, og kom hún heim með honum til Íslands 1938, sem varð þeirra heimkynni æ síðan. „Nýbú- inn“ Inger lenti hér fljótlega í þeirri einangrun frá föðurlandi sínu Dan- mörku sem fylgdi heimsstyrjöldinni síðari. Nýtt umhverfi í framandi landi og einangrun frá ættingjum, vinum og minningum æsku- og þros- kaára er hlutskipti margra fyrr og síðar, sem oft á tíðum setur svip sinn á framhaldið og hlýtur að vera erfitt en Inger ræktaði hinn nýja garð sinn með reisn grundvölluð á rótgró- inni danskri menningu. Kynni mín af tengdamóður minni hófust 1963 þegar ég gekk í hjóna- band með dóttur þeirra Páls, Elísa- bethu hjúkrunarkonu. Við vorum að hluta af líku sauðahúsi, móðir mín og faðir hennar voru fjórmenningar og bekkjarsystkin í barnaskóla í Reykjavík, og svo bæði með hálf- danskar rætur í íslenskum jarðvegi. Tengdamóðir mín mun hafa sagt eft- ir okkar fyrstu kynni „að ef hann væri eins og hann sýnist þá er han god nok“! Mín danska tunga hefur væntanlega heillað hana. En ekki er allt sem sýnist eða gull sem glóir. Inger og Páll bjuggu á Sunnuvegi í Hafnarfirði, þar sem skein sólin tíðum. Þangað var gott að koma og njóta hlýju og glaðværðar. Fáein ár líða, Páll afi andast 1966. Inger held- ur sínu striki, elstu börnin Elísabeth og Jón farin í sinn búskap, en yngsti sonurinn Valdemar, 16 ára heima hjá mömmu á Sunnuvegi. Inger hafði tekið að sér dönskukennslu við Iðnskólann í Hafnarfirði, starf sem hún gegndi um langan tíma allt til eftirlaunaáranna við mjög góðan orðstír. Hún lét sér annt um unga fólkið og beindi áhrifum sínum því til vegs og virðingar. Inger var gefin mikill andlegur þróttur og fáum orð- um fer af sjúkrasögu hennar. Hún var víðlesin og sílesandi bæði á ensku, dönsku og íslensku og náði mjög góðu valdi á íslenskunni og fylgdist vel með málum líðandi stundar. Inger fluttist eftir 50 ára búskap á Sunnuvegi í Hafnarfirði vestur fyrir bæjarmörkin við Hrafn- istu í gott sérbýli í götunni með hið táknræna heiti Boðahlein. Boðarnir brotna á klöppinni í flæðarmálinu og mýkjast og mildast, veita hvíld í ró og næði. Þar undi Inger vel hag sín- um við víðan sjóndeildarhring til hafs og fjalla hið ytra og einnig hið innra í umhverfi minninga og bóka. Þangað var gott að koma og njóta sem áður á Sunnuvegi. Dæmigert um þrótt hennar var er nálgaðist ör- lagastund. Hún var hjá sýslumanni, búin að fá endurnýjun á ökuskírteini þegar áfallið kom. Þar var reyndur maður sem kunni til verka, og gafst henni tækifæri til að þakka honum lífgjöfina dögum síðar. Þá naut hún góðrar aðhlynningar á Landspítal- anum við Hringbraut og efldist dag frá degi með vonir um að komast aftur til Hafnarfjarðar, vel vitandi þó að það yrði ekki á eigin bifreið. Þannig veittust henni og aðstand- endum og vinum stundir til undir- búnings að því sem svo varð, m.a. með umræðum um börnin, ljósið okkar margra í skímunni er skyggir. Ég þakka fyrir samveruna með tengdamóður minni Inger bæði í gleði og sorg, og fyrir það sem hún gaf börnunum mínum. Ég votta son- um hennar og börnum öllum og vin- um sem og systur og ættingjum í Danmörku samúð mína í minningu um langömmu sem gaf og var sem klettur í boðaföllum lífsins jafnt sem laufguð eik á grænni grund. Guð blessi minninguna um Inger Helgason. Farvel, kære svigermor, Svend-Aage. Með þessum orðum langar okkur systkinin að minnast ömmu okkar, eða ömmu Inger eins og við ávallt kölluðum hana. Það fyrsta sem kem- ur upp í hugann eru minningarnar frá Sunnuvegi 3 í Hafnarfirði. Áttum við góðar stundir þar og minnis- stæður er skápurinn með Andrésar Andar-blöðunum sem við lásum á okkar öðru tungumáli, dönsku. Einnig voru notalegar jólastundirn- ar hjá ömmu en um árabil var hefð að móðurfjölskylda okkar héldi þar „julefrokost“ á annan í jólum. Við vorum ávallt ákaflega stolt af ömmu, hún var mjög fróð og víðsýn. Fróðleik sinn fékk hún m.a. úr þeim aragrúa bóka sem hún las á ensku, dönsku sem og íslensku. Amma hugsaði mikið um bækur og fylgdist manna best með því sem var að ger- ast hverju sinni í heimi þeirra. Hún var alltaf að benda okkur á góðar og spennandi bækur sem hún hafði ný- lega lesið og hún hafði gaman af því að tala um það sem hún var að lesa hverju sinni. Þess vegna var svo gaman að gefa henni eða lána góða bók, því það var alveg öruggt að hún yrði lesin. Sjálf var hún alltaf fús að lána öðrum bækurnar sínar. Amma Inger var sem fyrr segir víðsýn og var mjög fróðlegt og skemmtilegt að spjalla við hana um heima og geima og gilti einu hvert umræðuefnið var, hún var vel að sér í öllu. Einkum var skemmtilegt að heyra ömmu tala um æskuár sín í Danmörku þar sem rætur hennar voru. Amma Inger flutti ung til Íslands og giftist afa, Páli Jakobi Helgasyni. Afi lést árið 1966 og bjó amma ein eftir það. Amma lagði mikið upp úr því að læra íslenskuna og tala rétt, það tókst henni svo sannarlega þótt danski ættjarðarhreimurinn væri ekki langt undan. Amma Inger lagði mikið upp úr því að vera sjálfstæð og ekki upp á aðra komin, þetta endurspeglaðist m.a. í því að hún ók bíl lengstum þrátt fyrir háan aldur og ávallt hélt hún sitt eigið myndarlega heimili, nú síðast á Boðahlein við Hrafnistu. Það er okkur huggun á þessari stundu að hugsa til þess að amma hafi nú sameinast á ný afa Páli og móður okkar Elísabethu sem lést ár- ið 1981. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allt. Guð geymi þig. Ingileif, Kristín List og Páll Jakob. Mér finnst svo skrýtið að amma Inger sé dáin. Hún sem var alltaf svo hress, aldrei veik og meira að segja enn með bílpróf. Amma Inger hélt mér undir skírn. Að sjálfsögðu man ég ekki eftir því en ég veit að hún var mjög stolt af því að ég var skírð í höfuð á dóttur hennar, ömmu minni Elísabethu. Eftir að ég flutti til Akureyrar sá ég ömmu mun sjaldnar, því var mjög gaman að fá hana í heimsókn til okkar sumarið 2000, en þá kom hún með Valdemari, Ingibjörgu og börnum. Þegar ég fór suður fyrir tveimur vikum heimsótti ég hana á spítalann, en það fannst mér mjög skrýtið því það var svo ólíkt henni að liggja á spítala. Hún var orðin mun hressari þegar ég kom til hennar og gerði ekki annað en að hrósa mér. Þegar ég kvaddi hana datt mér ekki í hug að þetta væri í síðasta sinn sem ég hitti hana. En þegar allt leit bjartar út og amma á leið að útskrifast af spítalanum var hún tekin frá okkur. En ég veit að henni líður vel núna þar sem amma Elísabeth hefur tekið á móti henni. Ég mun sakna þín elsku amma. Hvíl í friði. Þitt lang- ömmubarn Elísabeth. Tíminn líður og árin renna sitt skeið, en hugurinn geymir stakar myndir og minningar. Ingerar minn- ist ég fyrst, er ég var 16 ára og átti að vera fyrstu jól mín að heiman. Ég stóð við gluggann á Tjarnargötu 26 og horfði á lognmollusnjóinn falla og fannst kornin leika sér í trjágrein- unum. Ég held fast í gluggakistuna, en þá er tekið þétt í hönd mína. Það var Inger, og hún hnykkti til höfði. Ég skildi að þá bárum við sömu til- finningar í brjósti. Hún hugsaði yfir hafið, þar sem heimsstyrjöld geisaði, heim til Kaupmannahafnar og Dra- gör, þaðan sem ekki bárust einu sinni bréf, en ég til stóru fjölskyld- unnar minnar heima í Bolungarvík. Ég held að með þessu hlýja hand- taki 1940 hafi fyrstu lykkjurnar að vináttuvoð okkar Ingerar verið fitj- aðar og voðin varð hlý. Inger Helgason var gædd ríkum persónuleika og sterkri réttlætis- kennd, sem kom henni vel sem kennari. Hún var músíkölsk og mús- íkelsk, skemmtileg og frjó í hugsun og viðræðum, hún gat verið glettin og gamansöm! INGER J. HELGASON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.