Morgunblaðið - 25.10.2001, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 25.10.2001, Qupperneq 52
MINNINGAR 52 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gísli Ólafssonfæddist á Þiðriks- völlum í Steingríms- firði í Strandasýslu 21. maí 1918. Hann lést á heimili sínu 16. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafía Halldóra Árnadóttir, f. 19.10. 1893, d. 15.4. 1968, og Ólafur Jónsson, f. 3.9. 1891, d. 27.2. 1928. Þau eignuðust fimm börn. Auk Gísla voru það Sigurjón, f. 4.2. 1915, d. 11.2. 1915, Sigríður, f. 13.4. 1916, Sig- urbjörn, f. 29.7. 1919, og Kristín f. 5.2. 1923, d. 12.7. 1959. Hinn 17. mars 1945 kvæntist Gísli Hrefnu Brynjólfsdóttur, f. 30.3. 1924, d. 18.5. 1990, og stofn- uðu þau heimili sitt í Reykjavík. Lengst af bjuggu þau í Skeiðar- vogi 147. Þau eignuðust sex börn, Bryndísi, f. 22.1. 1945, Ólaf, f. 20.12. 1946, maki hans er Unnur Magnúsdóttir, f. 26.9. 1948, Guð- ríði, f. 29.4. 1948, maki hennar er Smári Sæmundsson, f. 31.5. 1948, Kol- brúnu, f. 9.6. 1952, maki hennar er Gísli Pálsson, f. 19.5. 1952, Sigmar, f. 8.6. 1959, maki hans er Ingigerður A. Kon- ráðsdóttir, f. 2.10. 1959, og Kristín, f. 15.7. 1966. Barna- börn Gísla eru 14 og barnabarnabörnin eru 23. Árið 1934, þá 16 ára, byrjaði Gísli til sjós á togara, fer í stýrimannaskólann og út- skrifast þaðan 1946 og stundar togarasjómennsku allt til 1952. Þá gerist hann verkstjóri við fisk- vinnslu og starfar við það næstu 18 árin eða til 1970. Síðustu starfsárin var hann hjá Steypu- stöðinni hf. eða til ársins 1993. Útför Gísla fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það er margt sem kemur upp í huga minn þessa dagana við andlát tengdaföður míns og félaga frá því ég sautján ára gamall fór að koma á heimili þeirra Hrefnu, en hún lést 1990. Fráfall Hrefnu var mikið áfall fyrir fjölskylduna og þá ekki síst Gísla. Gísli og Hrefna eignuðust sex börn sem öll eru á lífi. Tíu ára gamall missti Gísli föður sinn, en hann fórst með togaraum Jóni forseta við Staf- nes 1928. Honum var eins og flestum hlýtt til æskustöðva sinna á Þiðriks- völlum og Arnkötludal í Stranda- sýslu. Margar ferðir voru farnar í veiði í vatn á Tröllatunguheiði, sem hann hafði á leigu til margra ára, en þar hafði hann sleppt bleikjuseiðum úr Þingvallavatni. Þessar ferðir voru vel undirbúnar, veiðarfæri öflug og aukadekkjaslanga og pumpa ef það skyldi nú tvíspringa á farartækinu. Fuglaflóran var honum mjög hug- leikin og þar kom enginn að tómum kofunum og meðan heilsa og göngu- geta var í lagi fór hann í varpstöðvar og heimsótti vini sína þar. Það lýsir Gísla vel hvað börnin og barnabörnin báru mikla virðingu fyr- ir honum. Eitt af barnabörnunum kom nánast daglega nú síðustu árin með dagblöðin og hafði blaðaskipti við hann. Einnig spiluðu þeir Sigur- björn bróðir hans oft daglega, sem stytti þeim báðum stundir og var þá eins gott að hafa hægt um sig. Ég ætla ekki að rekja starfsferil Gísla Ólafssonar, en þeir sem honum kynntust sem undir- og yfirmanni á togurum, þ. á m. faðir minn, verk- stjóra í fiskverkun og umsjónarmanni með dekkjaverkstæði, þá orðinn full- orðinn maður, bera honum vel söguna sem frábærum starfskrafti og ósér- hlífnum. Einnig var hann mjög lið- tækur er börnin fóru að koma yfir sig húsaskjóli, enda góður handverks- maður. Komið er að kveðjustund, eftir lifir minning um góðan mann. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Smári Sæmundsson. Sunnan yfir sæinn breiða sumarylinn vindar leiða. Draumalandið himinheiða hlær – og opnar skautið sitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Gakk þú út í græna lundinn, gáðu fram á bláu sundin. Mundu, að það er stutt hver stundin, stopult jarðneskt yndi þitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Allt hið liðna er ljúft að geyma, láta sig í vöku dreyma. Sólskinsdögum síst má gleyma, segðu engum manni hitt! Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! ( Jóhannes úr Kötlum.) Minning um stórbrotinn mann lifir í huga mínum, minning um hlýju er skein úr augum, hjá þér var allt svo traust og öruggt. Guð geymi þig, elsku Gísli, ég veit að nú líður þér vel. Þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Ingigerður. Drengskaparmaður er það sem fyrst kemur upp í hugann ef lýsa á Gísla Ólafssyni, svo óendanlega traustur og tryggur. Alltaf eins og kletturinn í hafinu sem allir gátu sett traust sitt á. Við fráfall hans er því sannarlega skarð fyrir skildi hjá fjöl- skyldunni hans stóru og okkur hinum sem vorum svo lánsöm að eiga sam- leið með Gísla. Þegar fyrstu kynni mín af fjölskyldunni í Skeiðarvogi 147 fyrir réttum 33 árum eru rifjuð upp kemur í hugann hversu samheldin þessi stóra fjölskylda hefur alltaf ver- ið. Það var orðið heldur fátítt þá að þrjár kynslóðir byggju saman. En á þeim bæ þótti það sjálfsagt, því þann- ig hafði það alltaf verið. Hrefna og Gísli hófu sinn búskap á Freyjugötu 32 í sambýli með foreldrum hennar, Guðríði og Brynjólfi. Það var því ekk- ert eðlilegra, þegar stóra húsið í Skeiðarvoginum var byggt, en að þau flyttu þangað með Hrefnu einkadótt- ur sinni. Heimili Gísla og Hrefnu í Skeiðarvogi var um árabil fastur punktur í lífi okkar. Það var þess kon- ar heimili sem sjaldgæf eru í dag. Þangað var alltaf hægt að leita án þess að gera boð á undan sér. Ávallt var okkur tekið opnum örmum og móttökurnar voru eins og beðið hefði verið eftir okkur. Heimilið var mann- margt og mjög gestkvæmt. Enda var öllum ljóst að þau nutu þess að hafa fólkið sitt í kringum sig. Alltaf gáfu þau sér tíma til þess að hlusta, gefa góð ráð og veita þá aðstoð sem þau gátu. Það er því ekki að ófyrirsynju að Kristján hefur alltaf litið á Skeið- arvogsfjölskylduna sem sína aðra fjölskyldu. Gísli var ekki alltaf margorður því hann var maður sem lét verkin frem- ur tala en orðin. Það var dæmigert fyrir hann að mæta fyrstur manna með hamar, sög og timbur til þess að smíða bráðabirgða eldhúsinnréttingu fyrir okkur í nýja húsinu okkar. Ekk- ert munaði hann heldur um það að leggja í gólfið því inn í húsið skyldum við komast þó mest væri byggt á bjartsýninni. Það var ætíð þannig að þó við ættum honum og þeim Hrefnu báðum skuld að gjalda gat hann aldr- ei hugsað sér að neitt væri fyrir hann gert nema hann helst borgaði fyrir GÍSLI ÓLAFSSON                 *34   6 ? 66           #             <         #$  %%& :&0 " -+"   . 9 &  # :&0 "$%    :&0 "+" +6&0 ! $ ( . '           (     3 4 15 6  66    1   4 4 ! "     :       <        #*  +&& '% $. "$% :&0   $% 0" $   %"+" ,  <   $% :+  2   %"+" +/ "/0 "( =   -  '       -   3  3 4     4           H3 '5 3 #  I 6 .!( :&  #(#""+" + / -" "$% *"$# $% ,"-,(*  +" %"." (# $% %"( 6+" %"# +" % -" "$% +/ "/0 "(             (     1*3: , *J5 6 :C          1     #$  9 %"" "$% ; *  +" " ( "+" #0! $ *( "+" */&0 ( "$% , "%; +"  " ( "$%     ""*"" +" , .( "$%   ""*"$+" */&0 '%  $% / "/0 "+ "6/ "( . '            (      *34,3 3*341 3*5 6 (/ 6   &% "   !&.!          ##        (    1      #  9&& % "" K $% /0 "  "$/0 " / "/0 " +/ "/ "/0 "(   '                   *34*,5 -     1C!& ! ""I> #6" 6                      #$  9&& /         >    ? 9 /+ ;<  $% * -"*"$% *"" :&  +"   """*"$% : $.*"$% ;<  9 / *"+" "9     "$% 6/0 "+ "6/0 "( Kæri Bjössi, eftir rúmlega fjögurra ára- tuga vináttu er margs að minnast og þar af tæp þrjátíu ár á sömu vakt í Lögreglunni. Þetta voru skemmtileg ár þrátt fyrir erfiðleika af og til eins og gerist í lífinu. Það voru farnar margar ferðir til Kanaríeyja og lengi verður í minnum höfð veislan sem þið hélduð fyrir Ara og Ásu í til- efni sextíu og fimm ára afmælis hans. Ferðir í sumarbústað til þín og Siggu og var ekki í kot vísað frekar en annar staðar þar sem fundum okkar bar saman. Heimsókn á Vestfirði til BJÖRN PÁLSSON ✝ Björn Pálssonfæddist á Skeggjastöðum í Fellahreppi í Norð- ur-Múlasýslu 6. nóv- ember 1933. Hann lést á heimili sínu 13. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 19. október. Gumma og Lilju í Bol- ungarvík og síðan voru skoðaðar Strandirnar, gist í Djúpuvík. Eyja- fjörðurinn og Norður- land eystra skoðað, dvalið á Þórshöfn og síðan ekið á Heiðarfjall og endað á Skeggja- stöðum, æskuheimili þínu. Eitt sinn var farið til Vestmannaeyja og endað í Biskupstungun- um. Síðasta stórferðin okkar var sigling um Karabíska hafið ásamt mörgu skemmtilegu fólki. Það er bara stiklað á stóru um margar þær ógleymanlegu samveru- stundir sem við áttum. Þú varst ein- staklega skapgóður maður og gott að leita til þín. Eina sem pirraði þig þó nokkuð mikið var þegar stjórnmála- mennirnir voru með einhvern moð- reyk. Við kveðjum þig með söknuði og vottum Siggu, börnunum og skyld- mennum okkar dýpstu samúð. Einar og Kolbrún.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.