Morgunblaðið - 25.10.2001, Page 55
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 55
SUÐURLANDSBRAUT 54
(BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY)
SÍMI 533 3109
ATH! Nýr opnunartími:
Mán.-fös. kl. 12-18,
lau. kl. 10-16
FIMMTUDAGSTILBOÐ
Herragötuskór - leður
Teg.: SAB 7205
Stærðir: 41-46
Litir: Svartir
Verð áður 5.995
Verð nú 3.595
Sandlar - leður
Teg.: SAB 6090
Stærðir: 36-46
Litir: Svartir og brúnir
Verð áður 5.995
Verð nú 2.995
VARÐBYRGIÐ, forvarnarverðlaun
Tryggingamiðstöðvarinnar, voru
afhent í þriðja sinn í gær, miðviku-
daginn 24. október. Verðlaunin
voru veitt Umslagi ehf. í Reykjavík
fyrir framúrskarandi framgöngu í
forvarnarmálum. Jafnframt fengu
Ísfiskur hf. í Kópavogi og Tandur
hf. í Reykjavík sérstakar við-
urkenningar fyrir öflugar for-
varnir.
„Þrátt fyrir að slysahætta í fyr-
irtækjum sé mismikil eftir umfangi
þeirra og eðli reksturs, skipta for-
varnir miklu máli í rekstri allra fyr-
irtækja. Góðar forvarnir lágmarka
tjónatíðni og stuðla almennt að
auknu rekstraröryggi. Forvarnir
skipta starfsmenn fyrirtækja einnig
mjög miklu máli og geta ráðið úr-
slitum hvað varðar öryggi þeirra
og um leið haft áhrif á líðan þeirra
á vinnustað og tengst vinnu-
framlagi einstakra starfsmanna.
Starfsmenn fyrirtækjatrygg-
ingadeildar TM eru í nánum
tengslum við viðskiptavini og fylgj-
ast markvisst og reglubundið með
aðbúnaði og öryggismálum fyr-
irtækjanna. Sérfræðingar félagsins
veita í auknum mæli ráðgjöf um
forvarnir til viðskiptavina. Vá-
tryggingaiðgjöld taka mið af þeirri
áhættu sem til staðar er hverju
sinni og því hafa forvarnir talsvert
mikið vægi við útreikning ið-
gjalda,“ segir í fréttatilkynningu
frá fyrirtækinu.
Verðlaunagripurinn, VARÐ-
BERGIÐ, er hannaður og unninn af
Gabríelu Friðriksdóttur, myndlista-
manni.
Tryggingamiðstöðin óskar Um-
slagi ehf., Ísfiski hf. og Tandri hf.
til hamingju, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Morgunblaðið/Ásdís
Sveinbjörn Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Umslags ehf., og Gunnar
Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar.
Umslag ehf. fær for-
varnarverðlaun Trygg-
ingamiðstöðvarinnar
FRÆÐSLUDAGUR nemendaráða
var haldinn á vegum Íþrótta- og
tómstundaráðs Reykjavíkur (ÍTR)
í Laugardalshöll 18. október sl. Á
fundinn mættu 92 fulltrúar úr
nemendaráðum 25 grunnskóla í
Reykjavík. Dagskráin hófst á því
að Soffía Pálsdóttir æskulýðs-
fulltrúi bauð hópinn velkominn og
ræddi um hve mikilvægu hlutverki
nemendaráðin gegna og hvatti þau
til dáða. Því næst tóku við léttir
leikir til að hrista hópinn saman.
Meistarar úr spurningakeppn-
inni Gettu betur kynntu hugmynd
sína að spurningakeppni grunn-
skólanna. Keppnin myndi verða
með nokkuð svipuðu sniði og Gettu
betur en þó löguð að grunnskól-
anum. Nemendaráðin greiddu síð-
an atkvæði á milli þess hvort ÍTR
héldi mælsku- og rökræðukeppni
eða spurningakeppni fyrir grunn-
skólana veturinn 2001–2002.
Spurningakeppnin hlaut fleiri stig
eða 18 af 25 og því mun efnt til
spurningakeppni í stað mælsku- og
rökræðukeppni í ár. Af því tilefni
verða öllum skólum send bréf og
þeim boðin þátttaka í spurninga-
keppninni.
Efnt til spurn-
ingakeppni í
grunnskólum
HRAFNISTUHEIMILIN í
Reykjavík og Hafnarfirði efna til
sameiginlegs haustfagnaðar í hátíð-
arsal Fjölbrautaskóla Garðabæjar
laugardaginn 27. október frá klukk-
an 14 – 16.
Í boði verða skemmtiatriði sem
endurspegla þá félagsstarfsemi sem
er við lýði hjá heimilisfólki á Hrafn-
istuheimilunum. Á efnisskrá er m.a.
gamanvísnasöngur, upplestur, kór-
söngur, kínversk leikfimi, spilað á
sög og upplestur frumsaminna ljóða.
Í hléi verður gestum boðið upp á
kaffi og konfekt.
Miðaverð er kr. 1.000, en 500
krónur fyrir eldri borgara. Miðar
eru seldir á skrifstofu Hrafnistu-
heimilanna og við innganginn á há-
tíðarsalnum fyrir haustfagnaðinn.
Allir velkomnir, húsið opnað klukkan
13.15, segir í fréttatilkynningu.
Haustfagnaður
Hrafnistuheimilanna
AÐALFUNDUR Ferðamálasam-
taka Vestfjarða árið 2001 verður
haldinn í Reykjanesi við Djúp
laugardaginn 27. október kl. 13.
Á dagskrá verða fyrirlestrar um
markaðsmál, menningartúrisma og
yfirlit verður gefið um hvað sé á döf-
inni í ferðaþjónustu á Vestfjörðum.
Ferðamálafulltrúi Vestfjarða gefur
yfirlit um starf sumarsins og fjallað
verður um dagskrá komandi vetrar
og fleira. Að loknum fundi verður
kvöldmáltíð og síðan skemmta fund-
armenn sér saman, segir í fréttatil-
kynningu.
Aðalfundur Ferða-
málasamtaka
Vestfjarða
KYNNINGARFUNDUR fyrir ung-
linga sem áhuga hafa á borgaralegri
fermingu vorið 2002 og aðstandend-
ur þeirra verður haldinn laugardag-
inn 27. október kl. 11 – 12.15. Fund-
urinn verður í Kvennaskólanum,
Fríkirkjuvegi 9, nýbyggingu 1. hæð
stofum 3 og 4.
Námskeið Siðmenntar til undir-
búnings borgaralegri fermingu
verða kynnt. Gerð verður grein fyrir
efnisþáttum námskeiðsins og um-
sjónarkennarar verða kynntir, segir
í fréttatilkynningu.
Fundur um borg-
aralega fermingu
AÐALFUNDUR FSS, félags sam-
kynhneigðra og tvíkynhneigðra
stúdenta, verður haldinn föstudag-
inn 2. nóvember kl. 18 í Odda stofu
204. Dagskrá: skýrsla stjórnar, laga-
breytingar, kosning stjórnar og end-
urskoðenda og fl.
Aðalfundur FSS
AÐALFUNDUR HK verður hald-
inn fimmtudaginn 1. nóvember kl. 20
í Hákoni digra.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundar-
störf, lagabreytingar ofl.
Aðalfundur HK
HEIMSÞORP – Samtök gegn kyn-
þáttafordómum á Íslandi halda
spjallkvöld undir yfirskriftinni ,,Eins
og frábrugðin – ungir Íslendingar
segja frá“ þar sem ungir aðfluttir Ís-
lendingar segja frá reynslu sinni af
því að setjast að hér á landi.
Fundurinn verður í Miðbergi fé-
lagsmiðstöð við Gerðuberg, gegnt
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í
kvöld fimmtudag kl. 20.
Allir eru velkomnir. Boðið upp á
kaffi og veitingar.
Heimsþorp
með spjallkvöld
KYNNINGARFUNDUR um MBA-
nám Háskólans í Reykjavík verður
haldinn á þriðju hæð HR í dag,
fimmtudaginn 25. okt., kl. 17.15. Á
fundinum munu núverandi nemend-
ur í MBA-náminu kynna námið og
kennarar í náminu vera á staðnum til
skrafs og ráða yfir léttum veitingum.
Allir umsækjendur um námið og þeir
sem hafa áhuga á að kynna sér það
nánar eru boðnir velkomnir.
MBA-nám Háskólans í Reykjavík
er þróað í samvinnu við níu aðra við-
skiptaháskóla í Evrópu og Norður-
Ameríku. Námið er hagnýtt stjórn-
unar- og viðskiptanám fyrir fólk með
háskólagráðu og talsverða reynslu af
stjórnunar- og sérfræðistörfum. Við
þróun námsins var sérstaklega tekið
mið af þeim breytingum sem orðið
hafa á síðastliðnum árum á við-
skiptaumhverfinu, segir í fréttatil-
kynningu.
Kynning á
alþjóðlegu
MBA-námi
Rangt föðurnafn
Fréttaritari Morgunblaðsins í
Ólafsvík var rangfeðraður í blaðinu í
gær, beðist er velvirðingar á því.
Rétt nafn er Helgi Kristjánsson.
LEIÐRÉTT
RÆTT verður um sýkla- og eitur-
efnavopn á fræðslufundi læknaráðs
Landspítala á morgun, föstudag.
Fundurinn hefst kl. 13 í Eirbergi við
Eiríksgötu 34.
Fyrirlesarar verða Gísli H. Sig-
urðsson, prófessor á svæfinga- og
gjörgæsludeild LSH, og Haraldur
Briem sóttvarnalæknir.
Ræða um
sýkla- og
eiturefnavopn
SABURO Kase, kunnur listamaður
frá Japan, heimsækir nokkra skóla í
Reykjavík auk leikskóla í Hafnar-
firði og kynnir fyrir þeim origami-
listina.
Öll japönsk börn læra origami en
það er ævagömul japönsk list sem
felst í því að brjóta saman litskrúð-
ugan pappír og búa þannig til fugla
og önnur dýr.
Saburo kynnir listina fyrir börn-
um Ísaksskóla og Fossvogsskóla á
morgun, föstudag. Á mánudags-
morgun heimsækir hann leikskólann
Norðurberg í Hafnarfirði og Tjarn-
arskóla.
Saburo Kase er blindur. Hann var
varaformaður japanska blindra-
félagsins í 25 ár og mun sækja opið
hús hjá Blindrafélaginu við Hamra-
hlíð á fimmtudag.
Kynning á
klippimyndum
FERÐAFÉLAGIÐ Útivist verður
með opið hús í kvöld, fimmtudag kl.
20 í Vídalín í Aðalstræti. Friðrik
Sophusson, forstjóri Landsvirkjun-
ar, flytur erindi um sambúð manns
og náttúru. Umræður verða á eftir.
Fundurinn er öllum opinn.
Opið hús
hjá Útivist
KENNARAHÁSKÓLI Íslands út-
skrifaði kandídata föstudaginn 19.
október síðastliðinn.
Kandídatar úr grunndeild B.Ed.-
gráða í grunnskólakennarafræði
Dagný Guðmundsdóttir
Elísabet Sif Helgadóttir
Gunnhildur Una Jónsdóttir
Kristrún Lilja Daðadóttir
Ólína Inga Björnsdóttir
Óskar Birgisson
Sigrún Eggertsdóttir
B.Ed.-gráða í leikskólakennara-
fræði
Hallgerður Gunnarsdóttir
Pálína Hildur Sigurðardóttir
BA- gráða í þroskaþjálfun
Bjargey Una Hinriksdóttir
Finnbjörg Skaftadóttir
Helga Dögg Teitsdóttir
Kennsluréttindanám
Auður Leifsdóttir
Geir Rögnvaldsson
Hjörleifur Herbertsson
Kandídatar úr framhaldsdeild
Dipl.Ed.-gráða í uppeldis- og
menntunarfræði með áherslu á sér-
kennslufræði (30 einingar)
Arnheiður Helgadóttir
Ágústa Kristjánsdóttir
Áslaug Berta Guttormsdóttir
Ásta Einarsdóttir
Ásta María Hjaltadóttir
Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir
Gígja Árnadóttir
Guðbjörg Ragnarsdóttir
Hanna Halldóra Leifsdóttir
Helga Gísladóttir
Ólöf Guðmundsdóttir
Steinunn Sigurþórsdóttir
Dipl.Ed.-gráða í uppeldis- og
menntunarfræði með áherslu á
stjórnun (30 einingar)
Guðbjörg Halldórsdóttir
Guðlaug Erla Gunnarsdóttir
Guðmundur O. Ásmundsson
Guðni Kjartansson
Guðrún Vala Elísdóttir
Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir
Hilmar Már Arason
Hreiðar Sigtryggsson
Jóhanna Thorsteinson
Jónína Ólöf Emilsdóttir
Sæunn Elfa Karlsdóttir
Dipl.Ed.-gráða í uppeldis- og
menntunarfræði með áherslu á
tölvu- og upplýsingatækni (15 ein-
ingar)
Guðfinna Guðrún Guðmundsd.
Guðfinna Emma Sveinsdóttir
Jóhanna Ásdís Þorvaldsdóttir
Lovísa Sigurðardóttir
Páll Erlingsson
Dipl.Ed.-gráða í uppeldis- og
menntunarfræði (30 einingar)
Anna Magnea Hreinsdóttir
Hildur Kristjánsdóttir
Jarþrúður Ólafsdóttir
Kolbrún Vigfúsdóttir
Kristín Guðmundsdóttir
Lilja Sesselja Ólafsdóttir
Margrét Guðmundsdóttir
Þóranna Rósa Ólafsdóttir
M.Ed.-gráða í uppeldis- og
menntunarfræði (60 einingar)
Anna Þóra Einarsdóttir
Helga Sigurmundsdóttir
Helga Magnea Steinsson
Hilmar Hilmarsson
Hrönn Pálmadóttir
Jóhanna Karlsdóttir
Jónína Sæmundsdóttir
Kristín Karlsdóttir
Kristín Norðdahl
Sesselja Hauksdóttir
Vilborg Jóhannsdóttir
Útskrift í Kennaraháskóla Íslands
DILBERT
mbl.is