Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 57
BRÉF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 57
TILLAGA um að leyfa eiturlyf var
lögð fram á síðasta landsfundi Sjálf-
stæðisflokkins, en náði ekki fram að
ganga. Mörgum fannst þó ástæða til
að þakka flutningsmönnum fyrir til-
löguna, í henni væri fólgin „frumleg
hugsun“ og gott til þess að vita að
„ferskir vindar“ blási enn um sali
Sjálfstæðisflokksins. Á sama fundi
var rætt um orkumál og var þá flutt
tillaga um að flokkurinn færi sér
hægt í virkjunarmálum og landi væri
ekki raskað á óbætanlegan hátt. Til-
lagan fékk heldur óblíðar móttökur.
Ræðumenn vönduðu flutningsmanni
ekki kveðju sína, uppnefndu hann og
kváðu hann nánast rækan úr flokkn-
um fyrir skoðanir sínar, hlutu mikið
klapp fyrir og var tillagan kolfelld.
Ég get þó ekki gert að því þótt ég
hafi smávægilegar áhyggjur af sam-
flokksmönnum mínum þegar hluti
þeirra klappar á kollinn á þeim sem
vilja lögleiða eiturlyf og líkja skoð-
unum þeirra við „ferska vinda“ og
„frumlega hugsun“. Um leið er sá
sem haldið hefur hvað mest fram
viðhorfum umhverfismála og nátt-
úruverndar innan flokksins úthróp-
aður sem „hermdarverkamaður“,
„öfgamaður“, „talibani“, „mann-
fjandsamlegur“ og svo framvegis. Sá
viðsnúningur að halda því fram að
eiturlyf séu aðeins efnahagslegur
vandi og gera að engu skaðsemi efn-
anna, er meiri en svo, að ég hafi út-
hald til að skilja, enda þótt ég þekki
fullvel rökin sem að baki liggja. Hafi
einhvern átt að atyrða fyrir tillögu-
flutning þá var það ekki sá, sem
hafði það eitt til sakar unnið að vilja
verja landskika fyrir ánauð stór-
virkra vinnuvéla. Þó þekki ég fullvel
málefnalegu rökin gegn tillögu um-
hverfissinnans.
Lítill sómi var að láta að því liggja
að reka ætti umhverfissinnann úr
flokknum, það gerði þó einn ræðu-
maðurinn sem hvað ákafast hélt
fram ágætri tillögu um orkumál.
Heiftin í málfutningi hans verður þó
nokkuð undarleg fyrir þá staðreynd
að hann er háttsettur starfsmaður
Landsvirkjunar. Austfirðingur
nokkur lét sér sæma að nefna um-
hverfissinnann „hermdarverka-
mann“ en er sjálfur í forsvari fyrir
félagi gegn umhverfisvernd. Annar
Austfirðingur skoraði á umhverfis-
sinnann að reyna að halda fram
skoðunum sínum á Reyðarfirði –
sem er varla hægt að skilja öðru vísi
en hótun. Af áberandi hroka lét
þingmaður nokkur af Vesturlandi
sér sæma að gera lítið úr umhverf-
issinnanum og þessum „örfáu gæsa-
hreiðrum“ hans á hálendinu fyrir
austan. Kom það ekki á óvart, enda
hefur hann ekkert látið sig umhverf-
ismál varða á ferli sínum.
Út af fyrir sig er ekkert að því að
takast á um málefni á lýðræðislegri
samkomu, það er þó sárt að vera
vitni að óþolandi kjafthætti, enn
sárar svíður dúndrandi lófatakið og
hæðnishlátur þeirra sem taka undir
með rakalausum upphrópunum og
ávirðingum. Um leið bulla menn um
þá „frumlegu hugsun“ og hina
„fersku vinda“ sem felast í tillögu
um lögleiðingu eiturlyfja. Ég er þó
sannfærður um að stuðningur sjálf-
stæðismanna við umhverfismál og
náttúruvernd er miklu meiri en fram
kom á landsfundinum, einnig veit ég
að álit landsfundarins gegn eiturlyfj-
um er í góðu samræmi við vilja sjálf-
stæðismanna almennt og reyndar
landsmanna allra.
SIGURÐUR SIGURÐARSON,
skrifstofumaður á Blönduósi.
Eiturlyf
á lands-
fundi
Frá Sigurði Sigurðarsyni:
MEÐGÖNGUFATNAÐUR
fyrir mömmu
og allt fyrir litla krílið
Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136