Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 59 DAGBÓK „EKKI veit ég hvað þér finnst, en ég hef húmor fyr- ir frumlegum sögnum sem eru svolítið á móti salnum.“ Íslandsmeistarinn í ein- menningi rifjar upp spil frá móti helgarinnar, þar sem Haraldur Ingason bjó til topp með óvenjulegri notk- un á Stayman-hálitaspurn- ingunni. Suður gefur. Norður ♠ G94 ♥ G62 ♦ D8753 ♣76 Vestur Austur ♠ ÁK52 ♠ D1083 ♥ K54 ♥ Á987 ♦ 62 ♦ G104 ♣10543 ♣G9 Suður ♠ 76 ♥ D103 ♦ ÁK9 ♣ÁKD82 Vilhjálmur var í suður, Haraldur í norður, en í AV voru Sigurjón Tryggvason og Björn Friðriksson, sem enduðu í 4. og 5. sæti: Vestur Norður Austur Suður Björn Haraldur Sigurjón Vilhjálmur -- -- -- 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass Pass Pass Vilhjálmur valdi að opna á grandi, þrátt fyrir 18 punkta og veikt tvíspil í spaða, en í sameiginlegu Standard-kerfi mótsins er grandið 15-17. Síðan tekur Haraldur Ingason ákvörð- un um að stýra spilinu í trompsamning í gegnum Stayman, annað hvort tvo í hálit á 4-3 samlegu, eða tvo tígla. Vilhjálmur fékk níu slagi í tveimur tíglum. Vörnin tók tvo slagi á spaða og spilaði þriðja spaðanum, sem Vilhjálmur trompaði. Hann tók ÁK í tígli og þurfti nú að komast inn í borð til að taka tíguldrottn- ingu án þess að upphefja gosa austurs í leiðinni. Vil- hjálmur spilaði hjartatíu. Í reynd tóku AV tvo efstu í hjarta, svo gosinn varð inn- koma, en ef sagnhafi fær fyrsta hjartaslaginn, spilar hann næst ÁKD í laufi og hendir hjarta úr borði. Níu slagir eru þannig alltaf til staðar.. Margir spiluðu tvö grönd í suður eftir laufopnun og tígulsvar, en í grandi á vörnin sex fyrstu slagina. Og sumir spiluðu eitt lauf, sem ekki gaf vel, svo Vil- hjálmur og Haraldur fengu nánast topp fyrir 110. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú ert skjótráður og stað- fastur og lætur fátt aftra þér frá því að ná settu marki. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Láttu ekki sérkennilega framkomu manna slá þig út af laginu. Sjáðu hvað hún þýðir og lestu í það sem á bak við býr. Skildu brosið aldrei við þig. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þótt þér finnist sumar fréttir af vinum þínum á skjön við það sem þú vilt máttu ekki láta þær setja skugga á sam- band ykkar. Sýndu þolin- mæði. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast þótt hlut- irnir gangi ekki nákvæmlega eins og þú helst vilt. Sýndu nauðsynlegan sveigjanleika. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Gættu þess að halda útgjöld- unum innan skynsamlegra marka og bíddu heldur með kaupin en að stofna til erfiðra skulda. Nægjusemi er kostur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vertu opinn gagnvart tillög- um samstarfsmanna þinna og leyfðu þeim að velta upp sem flestum flötum þeim til stuðn- ings. Tillitssemi er dyggð. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er óþarfi að stökkva upp á nef sér, þótt samstarfs- mönnum verði eitthvað á. Mundu að það getur líka hent þig að gera mistök hvenær sem er. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Reyndu að lífga svolítið upp á tilveru þína. Það er undravert hvað smátilbreyting getur breytt miklu ef menn ganga til hennar með opnum hug. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vinir og vandamenn vilja ná athygli þinni en það er ekki auðvelt. Reyndu að finna tíma fyrir þá, því þeir hafa reynst þér vel þegar þú átt erfitt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Athugaðu vel þinn gang áður en þú leitar eftir vináttu við einhvern. Það er betra að fara sér hægt en lenda í slæmum afleiðingum fljót- færninnar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þótt hlutirnir freisti skaltu skoða það vandlega hvort þú hafir einhverja þörf fyrir þá og ekki kaupa nema þörfin sé brýn. Gerðu þér dagamun. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú verður að finna upp á ein- hverju til að fá útrás fyrir at- hafnaþörf þína. Gönguferðir geta gert kraftaverk. Og þær kosta ekki neitt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Eitthvað kemur upp á og veldur þér mikilli undrun sem aðallega stafar af hrekkleysi þínu. Verndaðu sjálfan þig og láttu engan ráðskast með þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 25. október, er sjötugur Hörður Felixson, Sævargörðum 9, Seltjarnarnesi. Hörður er að heiman á afmælisdaginn. 60 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 25. október, er sextugur Valur Guðmundsson sem er bú- settur í Edmonton í Kan- ada. Heimilisfang hans og sími er: 109 8515 83 Street, Edmonton, Alberta, Can- ada. Sími 001 780 462 3517. Gsm: 001 780 914 0891. LJÓÐABROT VIÐLÖG Ég hefi róið um allan sjó og ekki fiskað parið. Landfallið bar mig upp í varið. Fagurt syngur svanurinn um sumarlanga tíð. Þá mun lyst að leika sér, mín liljan fríð. Fagurt syngur svanurinn. Blítt lætur veröldin, fölnar fögur fold. Langt er síðan yndið mitt var lagt í mold. 1. c4 e5 2. g3 Rc6 3. Bg2 g6 4. Rc3 Bg7 5. Hb1 f5 6. b4 Rf6 7. b5 Re7 8. d4 e4 9. Ba3 O-O 10. e3 d6 11. Rh3 Be6 12. Db3 h6 13. O-O g5 14. Kh1 De8 15. Rg1 Dh5 16. f3 exf3 17. Rxf3 Rg4 18. Hbe1 Hae8 19. Bc1 Staðan kom upp í Haust- móti T.R. sem lauk fyrir stuttu. Björn Þorsteinsson (2245) hafði svart gegn Júl- íusi Friðjónssyni (2220). 19... f4! 20. exf4 20. gxf4 var væntanlega skynsam- legra þótt eftir 20...gxf4 væri frumkvæðið í trygg- um höndum hvíts. 20...Rf5! 21. Re2 Bd7!? 22. Kg1 Rxd4! 23. Rexd4 Bxd4+ 24. Kh1 Rf2+ 25. Hxf2 Bxf2 26. c5+ Df7 27. Hxe8 Hxe8 28. Dc2 Bxc5 29. fxg5 Bf5 30. Dd2 Be4 31. Dc3 Bxf3 og hvítur gafst upp. Minning- armót Jóhanns Þóris stendur nú yfir í Ráð- húsi Reykja- víkur. Teflt er kl. 17.00 á hverjum degi til 2. nóvember en þá hefst tafl- ið kl. 13.00. 26. október er frí- dagur. Jóhann Þórir var driffjöður í íslensku skák- lífi um áratugaskeið en hann lést langt fyrir aldur fram árið 1999. Hann hefði orðið sextugur í ár. Á sinni stuttri ævi kom hann ótrú- lega miklu í verk. Bæði rak hann Tímaritið Skák til fjölda ára og hélt ótal skák- mót, þar á meðal hin ógleymanlegu helgarskák- mót. Sjálfur var hann lið- tækur skákmaður og kunn- ur fyrir kynngimagnaðar fléttur. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 25. október, er sjötug Þóra Benediktsdóttir frá Ísa- firði, Ásgarði 24 í Reykja- vík. Eiginmaður hennar er Jónatan Arnórsson. Hjónin verða að heiman í dag. GULLBRÚÐKAUP. 2. október sl. héldu upp á 50 ára hjú- skaparafmæli sitt hjónin Margrét Árnadóttir og Aðal- steinn Hjálmarsson, Laugarásvegi 7, Reykjavík. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r HAUST Í FLASH FLAUELSJAKKAR með og án hettu 5.990 Litir: Svart og ljóst Stærðir 10-16 Laugavegi 54, sími 552 5201 VEFJAGIGT -SÍÞREYTA Í sjúkraþjálfuninni Styrk í Stangarhyl 7 mun Sigrún Baldursdóttir, sjúkraþjálfari, halda fræðslunámskeið í vetur um vefjagigt/ síþreytu og leiðir til bættrar heilsu. Fyrsta námskeiðið hefst miðvikudaginn 31. október. Nánari upplýsingar og skráning í síma 587 7750.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.