Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 65
AÐ ÞESSU sinni sýnir Filmundur
stórmyndina Zorba the Greek frá
1964. Leikstjóri er Michael Cac-
oyannis, en hann gerði jafnframt
handrit eftir samnefndri skáld-
sögu Nikos Kazantzakis.
Antony Quinn fer með hlutverk
gríska ævintýramannsins Zorba
sem hefur einstakt lag á því að
njóta lífsins til hins ýtrasta, þótt
hann búi við mikla fátækt. Hann
kynnist Basil, ungum og að-
albornum Englendingi
sem er haldinn
lífsleiða
á háu
stigi.
Basil,
sem leik-
inn er af
Alan Bat-
es, hefur
nýverið fest kaup á kolanámu í
litlum bæ á Krít og þangað ferðast
þeir félagar saman. Ýmislegt drífur
á daga þeirra þar, Basil verður ást-
fanginn af ungri ekkju, en á í vand-
ræðum með að tjá tilfinningar sín-
ar. Þá kemur sér vel að þekkja hinn
lífsreynda Zorba sem hvetur hann
til dáða, en sjálfur hefur Zorba
fengið augastað á gleðikonu nokk-
urri sem nú er sest í helgan stein.
Lífið í bænum er enginn dans á rós-
um og óhætt að segja að það hafi
sínar skuggahliðar, eins og fé-
lagarnir komast að. Fyrr en varir
þurfa þeir að takast á við aðstæður
sem reyna á allan sálarstyrk þeirra
og skilning.
Grikkinn Zorba var uppá-
haldshlutverk Antony Quinn, sem
lést fyrr á þessu ári 86 ára að aldri,
en hann fór einnig með hlutverkið í
samnefndum söngleik á Broadway.
Það má segja að þeir Quinn og
Zorba hafi átt margt sameiginlegt,
báðir nutu þeir lífsins í botn og voru
staðráðnir í því að fá eins mikið út
úr því og möguleiki væri. Í því
sambandi má nefna að Quinn var
ekki aðeins gífurlega afkasta-
mikill leikari, heldur fór hann
mikinn í einkalífinu, átti þrjú
hjónabönd að baki, ótal
ástkonur og hvorki meira né
minna en 13 börn.
Tónlist Mikis Theodorakis er
kafli út af fyrir sig og löngu sígild.
Theodorakis var um það bil að
hefja störf sem þingmaður þegar
myndin var gerð, en hann hefur
alltaf haft mikil afskipti af stjórn-
málum í Grikklandi og lenti oft í
fangelsi af þeim sökum og var í út-
legð frá Grikklandi á árunum 1970–
1974. Theodorakis hefur samið tón-
list við á fjórða tug mynda, bæði í
Grikklandi og í Bandaríkjunum.
Zorba the Greek verður sýnd í
Háskólabíói á hefðbundnum Fil-
mundartíma, í kvöld og á mánudag-
inn kl. 22.30 Aðrar sýningar verða
auglýstar á kvikmyndasíðum dag-
blaðanna.
Grikkinn Zorba í heimsókn hjá Filmundi
Dansar við Zorba
Zorba kennir Basil réttu sporin.
AP
mbl.isFRÉTTIR
BRESK heilbrigðisyfirvöld hafa
beðið fyrrverandi Bítilinn George
Harrison og geðklofa árásarmann
hans afsökunar. Í nýrri skýrslu
komu fram alvarleg mistök í með-
ferð árásarmannsins áður en hann
braust inn á heimili Harrisons.
„Við viljum biðja George Harri-
son og Michael Abram ásamt fjöl-
skyldum þeirra beggja opinberlega
afsökunar á mistökum í meðferð
Abram sem leiddu til árásarinnar í
desember 1999 ... Við viljum full-
vissa fjölskyldurnar um að við höf-
um lært af þessum mistökum,“ segir
í yfirlýsingu stjórnarvalda St. Hel-
ens og Knowsley-sjúkrahússins í
norðvesturhluta London í dag.
Í skýrslunni kom fram að starfs-
fólk sagði meðferð á Abram, sem er
geðklofa, stórlega ábótavant og
gagnrýndi lækna fyrir að útskrifa
hann mánuði fyrir árásina í stað
þess að hefja langtíma meðferð á
honum. „Michael Abram hafði flók-
inn geðsjúkdóm sem okkur yfirsást
og við meðhöndluðum ekki rétt,“
sagði Ken Sanderson, yfirmaður St.
Helens og Knowsley-sjúkrahússins.
Abram var ákærður fyrir að
brjótast inn á heimili Harrisons í V-
London 30. desember 1999 og ráð-
ast að honum með hnífi með þeim
afleiðingum að annað lungað féll
saman. Hann var einnig ákærður
fyrir árás á eiginkonu Harrisons
þegar hún kom manni sínum til
hjálpar.
Í réttarhöldum yfir Abram í fyrra
var hann dæmdur ósakhæfur, með
geðklofa og ofsóknaræði. Fram kom
að hann hafi verið búinn að vera
með annan fótinn inni á geðsjúkra-
húsum síðan 1990. Í skýrslunni seg-
ir að mistök heilbrigðisþjónustunn-
ar hafi verið „óviðunandi“ en ítrekað
að ekkert af starfsfólkinu sem með-
höndlaði Abram hefði getað séð
árásina fyrir.
Ástæðan sem Abram gaf á sínum
tíma fyrir árás sinni á Harrison var
sú að hann segist hafa fullvissað sig
um að Bítlarnir væru sendiboðar
djöfulsins.
„Þetta er jákvæðar fréttir því
þær sýna skýrt fram á hversu alvar-
lega kerfið brást,“ sagði Abrams í
skriflegri yfirlýsingu eftir að hafa
verið beðinn afsökunar. „Það veldur
mér hinsvegar vonbrigðum að þeir
aðilar sem ollu mistökunum skuli
sleppa með skrekkinn ... hvernig
getum við þá verið viss um svona
lagað gerist ekki aftur?“
Við þetta hafði hann þessu að
bæta: „Ég skammast mín mjög fyrir
það sem ég gerði George Harrison.“
Harrison og árás-
armaður hans
beðnir afsökunar
AP
Harrison og árásarmenn eru op-
inberlega orðnir fórnarlömb
mistaka innan breska heilbrigð-
isstofnunarinnar.
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.10. Vit 281
Sýnd kl. 4, 6, 8
og 10. Vit 283Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 285
Smellin gamanmynd
frá leikstjóra
Sleepless in Seattle
og You've Got Mail.
JOHN TRAVOLTA LISA KUDROW
SWORDFISH FRIENDS
Sýnd kl. 3.55. Ísl. tal. Vit 265. Sýnd kl. 4. Íslenskt tal. Vit 245
Óborganlega
fyndin grínmynd frá
Farrelly bræðrum með
þeim Bill Murray, Chris Rock
og Laurence Fishburne
í aðalhlutverki.
Hausverk.is
1/2
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 278
Allir vilja
þeir sneið af
„glæpakökunni“
Sýnd kl. 5.40 og 8.15.
B. i. 12. Vit 270
Radíó X
HK DV
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
Mbl
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16. Vit 284
Glæpsamleg góð og kraftmikil upplifun. Óskarsverðlaunaleikarinn, Ben Kingsley (Gandhi) leikur
algjöran óþokka og skíthæl á eftirminnilegan hátt. Sexy Beast hefur allstaðar fengið skothelda
dóma. Það væri glæpur að missa af henni.
Stundun er
erfitt að
segja nei.
1/2
Kvikmyndir.com
www.lyfja.is
Í dag byrjar 10 daga
í öllum verslunum
LYFJU
TÖSKUTILBOÐ
Verð frá
kr. 1.290
meðan birgðir endast
www.skifan.is
Sýnd kl. 5.30 og 8.
Tvíhöfði/Hugleikur
Hausverk.is
USA TODAY
1/2 NY POST
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.10.
Hollywood í hættu
Sýnd kl. 5.50, 8
og 10.10.
Stórstjörnurnar Julia Roberts, Billy Crystal,
Catherine Zeta-Jones og John Cusack fara hér
á kostum í stórskemmtilegri rómantískri
gamanmynd sem
fjallar um fræga fólkið, ástina og önnur
skemmtileg vandamál.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
SV Mbl
Kvikmyndir.com