Morgunblaðið - 25.10.2001, Page 68

Morgunblaðið - 25.10.2001, Page 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Fær› flú borga› fyrir a› spara? HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráð- herra átti í gær fund með Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans. Ráðherrarnir ræddu tvíhliða samskipti ríkjanna, gagnkvæma opnun sendiráða í Tókýó og Reykjavík, fiskveiðimál, hvalveiðar og baráttu gegn hryðju- verkum. Ekki var gert ráð fyrir fundinum í dagskrá opinberrar heimsóknar utan- ríkisráðherra til Japans en til hans var boðað með skömmum fyrirvara fyrir milligöngu ríkisstjórans í Saitama-ríki í grennd við Tókýó. „Forsætisráðherrann fagnaði því sérstaklega að Íslendingar hefðu geng- ið að nýju í Alþjóðahvalveiðiráðið,“ sagði Halldór við Morgunblaðið í gær- kvöldi, en kvaðst ekki hafa gefið Jap- önum neinar tímasetningar um hvenær Íslendingar hyggjast hefja hvalveiðar að nýju. „Ég sagði þeim hins vegar að við ættum ekki aðra kosti en að hefja þær að nýju innan tíðar. Hvalveiðar eru hluti af fiskveiðistefnu beggja þjóða og ráðherrann upplýsti, eins og raunar hefur komið fram áður, að Jap- anar eru reiðubúnir að kaupa af okkur hvalkjöt þegar við hefjum hvalveiðar.“ Heimsókn utanríkisráðherra heldur áfram í dag og verður þá m.a. formleg opnun á sendiráði Íslands í Tókýó. Opinber heimsókn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra til Japans Átti óvæntan fund með Koizumi forsætisráðherra Morgunblaðið/Lárus Karl Ingason Frá fundi Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra með Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, í gær. Halldóri á vinstri hönd eru Ingimundur Sigfússon sendiherra og Masaokawai, sendiherra Japans á Íslandi. Viðamesta /6 VEGAGERÐIN og Landgræðslan urðu fyrir milljónatjóni í Húsadal á Þórsmerkursvæðinu á dögunum þegar stórt skarð kom í varnar- garð vegna vatnselgs í Markar- fljóti. Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri sagðist í samtali við Morgunblaðið telja að tjónið væri á bilinu 5 til 8 milljónir króna. Að hans sögn var garðurinn talinn það traustur að hann átti ekki að geta brostið. Um 150 metra skarð kom í garðinn sem er á sjötta hundrað metrar á lengd og nokkrir metrar á hæð. Ekki verður komið við lag- færingum á garðinum fyrr en sjatnað hefur í Markarfljóti. Mikil hlýindi og rigningar hafa verið á þessu svæði að undanförnu og samkvæmt upplýsingum frá Raun- vísindastofnun og vatnamælinga- sviði Orkustofnunar er ekki talið að um hlaup hafi verið að ræða. Garðurinn var reistur í sam- starfi Vegagerðarinnar og Land- græðslunnar árið 1984 til að verja mannvirki í Húsadal, einkum flug- völl sem þar var lagður fyrir Þórs- merkurfara. Síðan þá hafa vegslóð- ar og fleiri mannvirki bæst við, aðallega á vegum Austurleiðar. Flugvöllurinn hefur sloppið, að sögn Sveins, en hann er umflotinn vatni beggja vegna brautarinnar og vegir inn dalinn ófærir. Magakvillar í Kötlu? Sveinn sagðist velta því fyrir sér hvort hlaup hefði átt sér stað í Markarfljóti og átt upptök sín í Mýrdalsjökli. Vatnsmagnið í fljótinu og eins Múlakvísl gæti bent til „einhverra magakvilla í Kötlu gömlu“ eins og hann orðaði það. Hann sagði að þrátt fyrir hlý- indi og rigningar væri vatnselgur á þessum árstíma afar sjaldgæfur. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur á Raunvísinda- stofnun Háskólans, flaug yfir Mýr- dalsjökul í gær. Hann sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að afar ósennilegt væri að um hlaup hefði verið að ræða í Markarfljóti. Í eft- irlitsfluginu hefði ekki verið að sjá að sigið hefði í kötlum á jöklinum. Hann sagði vatnið því tæpast koma undan Mýrdalsjökli, þótt ekki væri hægt að útiloka einhverjar smá- spýjur. Varnargarður brast í Húsadal í Þórsmörk Stórtjón vegna vatna- vaxta í Markarfljóti BRÉF með hvítu dufti barst inn á heimili Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra um miðjan dag á þriðjudag ásamt öðrum pósti. Staðfest er að Davíð Oddsson opnaði bréfið sjálfur. Í stuttri fréttatilkynningu frá for- sætisráðuneytinu kemur fram að lögregla og sóttvarnaryfirvöld hafa gert viðeigandi ráðstafanir. „Málið er í rannsókn, en yfirgnæfandi líkur eru taldar á að hér sé um ábyrgð- arlausan óþverrahrekk að ræða, sem litinn er mjög alvarlegum augum,“ segir í tilkynningunni. Leitað var eftir frekari upplýsing- um um málið hjá forsætisráðuneyt- inu en ráðuneytið taldi ekki ástæðu til að ræða málið opinberlega. Embætti ríkislögreglustjóra ann- ast rannsókn málsins en samkvæmt 5. grein lögreglulaga ber embættinu að rannsaka landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. Samkvæmt upplýsingum frá rík- islögreglustjóra var málið í upphafi rannsakað þannig að um rökstuddan grun um miltisbrand væri að ræða og allar varúðarráðstafanir í sam- ræmi við það. Eins og kunnugt er voru skrif- stofur Borgarendurskoðunar inn- siglaðar og lokaðar í tvo sólarhringa eftir að grunsamlegt duft féll úr um- búðum utan um tímaritið The Econ- omist. Þá var öllum starfsmönnum gefið sýklalyf gegn miltisbrandi í öryggisskyni. Rannsókn sýklafræði- deildar á duftinu leiddi í ljós að það var meinlaust. Aðför að frelsi, öryggi og lífi Jafnvel þótt í ljós komi að duftið sem barst inn á heimili forsætisráð- herra reynist meinlaust lítur ríkis- lögreglustjóri svo á að um aðför að frelsi, öryggi og lífi hafi verið að ræða. Athæfið sé þar að auki til þess fallið að skapa almennan ótta og kalla á auknar varúðarráðstafanir. Tilraunir sem þessar eru refsi- verðar og getur refsingin orðið allt að fjögurra ára fangelsi þar sem um einn af æðstu valdhöfum ríkisins er að ræða. Farið var með sýni af duftinu til rannsóknar á sýklafræðideild Land- spítala – háskólasjúkrahúss. Ólafur Steingrímsson yfirlæknir sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekkert benti til þess að það hafi inni- haldið miltisbrand. Lokaniðurstöður verða ljósar í dag. Hvítt duft í pósti til for- sætisráðherra ♦ ♦ ♦ HREINN Loftsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir þann frest sem væntanlegum kjölfestu- fjárfestum í Landssíma Íslands var gefinn alls ekki til marks um lítinn áhuga á fyrirtækinu. Þvert á móti sé fresturinn til kominn vegna þess að nokkrir fjárfestanna hafi óskað eftir að fá nokkra daga í viðbót til að ljúka við tilboð sín. Í lok síðustu viku var þeim fjár- festum sem þátt taka í kjölfestuhluta Landssímasölunnar sent bréf þar sem þeim var greint frá því að nokkrir væntanlegir bjóðendur hefðu óskað eftir fresti til að skila inn óbindandi verðtilboðum sínum. Þess vegna hefði frestur verið gefinn til föstudagsins 26. október til að skila inn þessum tilboðum. Hreinn segir engin tilboð hafa borist á mánudag- inn enda hafi ekki verið gert ráð fyr- ir því fyrst frestur hafði verið gefinn, en á mánudag rann út sá tími sem upphaflega hafði verið gefinn til að skila inn óbindandi tilboðum.  Fresturinn/10 Sala Landssímans Tilboðs- gjafar óskuðu frestsins ÁÆTLAÐUR kostnaður við að koma á fót sérstöku Laxnesssetri í Mosfellsbæ er á bilinu 30–47 millj- ónir króna en bæjaryfirvöld vinna nú að því að koma upp slíku safni. Bæjaryfirvöld hyggjast nýta gömlu skólabygginguna Brúarland undir setrið en markmiðið er að halda á lofti minningu Halldórs Lax- ness, veita fræðslu um verk hans og leggja áherslu á að Mosfellssveit og -bær var heimabyggð hans. Hundrað ár verða liðin frá fæðingu skáldsins á næsta ári. Auk sýningar um ævi og verk skáldsins yrðu gögn sem tengj- ast Halldóri geymd í Laxnesssetri. Safn til heiðurs nóbelsskáldinu  Laxnesssetur/14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.