Morgunblaðið - 10.11.2001, Page 45

Morgunblaðið - 10.11.2001, Page 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 45 EINSTÖK BÖRN - stuðningsfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma Jólakort til styrktar félaginu Einstökum börnum eru komin út Myndin er að þessu sinni eftir Gunnar Karlsson myndlistarmann. Kortin eru í stærð 15x21. Umslögin eru sjálflímandi. Kortin eru bæði til prentuð og óprentuð. Fimm korta pakkningar kosta 550 kr. Pöntunarsímar 568 2661 og 699 2661, arka@li.is . FORELDRAR nem- enda í Tónlistarskóla Bessastaðahrepps af- hentu sveitarstjóranum undirskriftalista með áskorun um að hrepps- stjórnin hvetti Samtök sveitarfélaga til samninga við tónlistarkennara. Greinilegt var á viðbrögð- um fólks þegar undir- skriftum var safnað, að margir kunna að meta það starf sem unnið er í tónlistarskólanum. Enda leynir árangur þess starfs sér ekki, heldur ómar í fjölbreyttu og kröftugu tónlistarlífi. Sem foreldri barna í tónlistarskól- anum sé ég að börnin mín hafa bæði gagn og gaman af þessari iðju. Jafn- framt er gömul ósk mín að rætast um að fá hljóðfæraleikara inn á heimilið. Engum ætti heldur að dyljast það að markviss og uppbyggileg þjálfun, eins og að læra á hljóðfæri, er sérlega mannbætandi þegar ánægjan er með í spilinu. Tónlistarkennurunum tekst að laða fram þennan áhuga, það sést best á því hve nemendum skólans fjölgar ört. Það er því leitt að þessir sömu kennarar hafa verið knúnir til þess að beita verkfallsaðgerðum til að þrýsta á með sanngjarnar og löngu tímabærar úrbætur á kjarasamning- um. Vilji tónlistarkennara til að halda starfi skólans utan við kjaradeilur hefur verið svo lítils metinn að tónlist- arkennarar hafa ítrekað verið látnir sitja eftir þegar sambærilegir hópar launþega hafa fengið lagfæringar á sínum launum. Það er mesta furða hve tónlistarkennarar hafa getað haldið lengi uppi öflugu starfi innan skólans, og sjálfboðastarfi sem fylgir tónlistarskólum víðast hvar, þrátt fyr- ir það sem á undan er gengið. Nú hef- ur nóg reynt á langlundargeð og hóg- værð tónlistarkennara. Samningar þeirra voru lausir í nóvember fyrir ári. Þeir samningar voru ekki upp á marga fiska, það geta flestallir tekið undir. Öll skírskotun til þess að kröf- ur þeirra séu háar í prósentum talið er því óviðeigandi, líkt og að slá á falskan streng. Sömuleiðis eru það tvö aðskilin málefni að tónlistarskólar í land- inu hafi mismunandi aðstöðu og það að semja um grunnlaun kennaranna. Áhuga- leysi Samtaka sveit- arfélaga og umboðs- manna þeirra á að halda gangandi starfi tónlistarskólanna er því deginum ljósara. Ekki getur talist sanngjarnt að mis- muna starfsfólki sem vinnur sam- bærileg störf og er með svipaða menntun. Því hlýtur krafan um laun til jafns við aðra kennara að vera rétt- mæt og augljóst hvor aðilinn þarf að gefa eftir í þessari deilu. Réttast væri að semja tafarlaust við tónlistarkenn- ara og bjóða þeim bætur fyrir allt of lág laun að undanförnu. Þannig mætti gefa tóninn að nýrri stefnu í viðskipt- um sveitarfélaga við sitt starfsfólk og vænta bergmáls í glaðlegum tónum um borg og bý. Deila tónlistarkennara Kristinn Guðmundsson Tónlistarkennarar Það er mesta furða, seg- ir Kristinn Guðmunds- son, hve kennarar hafa getað haldið lengi uppi öflugu starfi. Höfundur er sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.