Morgunblaðið - 10.11.2001, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 10.11.2001, Qupperneq 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 45 EINSTÖK BÖRN - stuðningsfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma Jólakort til styrktar félaginu Einstökum börnum eru komin út Myndin er að þessu sinni eftir Gunnar Karlsson myndlistarmann. Kortin eru í stærð 15x21. Umslögin eru sjálflímandi. Kortin eru bæði til prentuð og óprentuð. Fimm korta pakkningar kosta 550 kr. Pöntunarsímar 568 2661 og 699 2661, arka@li.is . FORELDRAR nem- enda í Tónlistarskóla Bessastaðahrepps af- hentu sveitarstjóranum undirskriftalista með áskorun um að hrepps- stjórnin hvetti Samtök sveitarfélaga til samninga við tónlistarkennara. Greinilegt var á viðbrögð- um fólks þegar undir- skriftum var safnað, að margir kunna að meta það starf sem unnið er í tónlistarskólanum. Enda leynir árangur þess starfs sér ekki, heldur ómar í fjölbreyttu og kröftugu tónlistarlífi. Sem foreldri barna í tónlistarskól- anum sé ég að börnin mín hafa bæði gagn og gaman af þessari iðju. Jafn- framt er gömul ósk mín að rætast um að fá hljóðfæraleikara inn á heimilið. Engum ætti heldur að dyljast það að markviss og uppbyggileg þjálfun, eins og að læra á hljóðfæri, er sérlega mannbætandi þegar ánægjan er með í spilinu. Tónlistarkennurunum tekst að laða fram þennan áhuga, það sést best á því hve nemendum skólans fjölgar ört. Það er því leitt að þessir sömu kennarar hafa verið knúnir til þess að beita verkfallsaðgerðum til að þrýsta á með sanngjarnar og löngu tímabærar úrbætur á kjarasamning- um. Vilji tónlistarkennara til að halda starfi skólans utan við kjaradeilur hefur verið svo lítils metinn að tónlist- arkennarar hafa ítrekað verið látnir sitja eftir þegar sambærilegir hópar launþega hafa fengið lagfæringar á sínum launum. Það er mesta furða hve tónlistarkennarar hafa getað haldið lengi uppi öflugu starfi innan skólans, og sjálfboðastarfi sem fylgir tónlistarskólum víðast hvar, þrátt fyr- ir það sem á undan er gengið. Nú hef- ur nóg reynt á langlundargeð og hóg- værð tónlistarkennara. Samningar þeirra voru lausir í nóvember fyrir ári. Þeir samningar voru ekki upp á marga fiska, það geta flestallir tekið undir. Öll skírskotun til þess að kröf- ur þeirra séu háar í prósentum talið er því óviðeigandi, líkt og að slá á falskan streng. Sömuleiðis eru það tvö aðskilin málefni að tónlistarskólar í land- inu hafi mismunandi aðstöðu og það að semja um grunnlaun kennaranna. Áhuga- leysi Samtaka sveit- arfélaga og umboðs- manna þeirra á að halda gangandi starfi tónlistarskólanna er því deginum ljósara. Ekki getur talist sanngjarnt að mis- muna starfsfólki sem vinnur sam- bærileg störf og er með svipaða menntun. Því hlýtur krafan um laun til jafns við aðra kennara að vera rétt- mæt og augljóst hvor aðilinn þarf að gefa eftir í þessari deilu. Réttast væri að semja tafarlaust við tónlistarkenn- ara og bjóða þeim bætur fyrir allt of lág laun að undanförnu. Þannig mætti gefa tóninn að nýrri stefnu í viðskipt- um sveitarfélaga við sitt starfsfólk og vænta bergmáls í glaðlegum tónum um borg og bý. Deila tónlistarkennara Kristinn Guðmundsson Tónlistarkennarar Það er mesta furða, seg- ir Kristinn Guðmunds- son, hve kennarar hafa getað haldið lengi uppi öflugu starfi. Höfundur er sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.