Morgunblaðið - 16.11.2001, Qupperneq 17
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 17
Málræktarþing 2001
Íslenska á
evrópsku tungumálaári
Málræktarþingið er öllum opið á meðan húsrúm leyfir.
Íslensk málnefnd heldur málræktarþing
í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ
og Mjólkursamsöluna í Hásölum,
safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju v. Strandgötu,
laugardaginn 17. nóvember kl. 14.00 – 16.30.
X
Y
Z
E
T
A
/
S
ÍA
Dagskrá
14.15 Ari Arnalds, verkfræðingur, formaður verkefnis-
stjórnar um tungutækni: Tæknimenn, tungan
og tæknin.
14.40 Auður Hauksdóttir, lektor í dönsku, Háskóla
Íslands: Að tala tungum.
15.05 Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri MS,
afhendir styrk Mjólkursamsölunnar.
15.10 Kaffihlé.
15.30 Kristján Árnason, formaður Íslenskrar
málnefndar: Málstefna nýrrar aldar.
15.50 Karl Blöndal, blaðamaður:
Safngripur eða lifandi tunga.
16.00 Egill Helgason, blaðamaður:
Íslenska – óþjált verkfæri?
16.10 Umræður.
16.30 Þingslit.
Fundarstjóri: Jóhann Guðni Reynisson.
Verðlaunahafar úr Stóru upplestrarkeppninni lesa ljóð.
Veitingar í boði Hafnarfjarðarbæjar að þinginu loknu.
Strengjakvartett Tónlistarskóla Hafnarfjarðar leikur.
Ávarp: Magnús Gunnarsson,
bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar.
Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, setur þingið.
Nýjar
haust
sendin
gar
af hön
skum.
Mjög góð verð.
Litir: Svart, brúnt og camel.
Skólavörðustíg 7, RVÍK, Sími 551-5814
Stærsta töskuverslun landsins
Verð kr: 3.200.-
Þjónusta í 40 ár!
Verð kr: 2.900.-
Verð kr: 2.900.-
Verð kr: 3.200.-
Verð kr: 3.900.-
Verð kr: 3.200.-
Verð kr: 3.200.-
Nýjar sendingar af töskum
HÓPUR sjónvarpsmanna frá þýsku
sjónvarpsstöðinni NDR eða Norð-
urþýska sjónvarpinu sem sendir út
frá Kiel í Þýskalandi kom til Gríms-
eyjar á dögunum til að taka hér
upp þátt sem sendur verður út í
næstu viku og kallast „Ostsee re-
port“. Þetta er þáttur sem er á dag-
skrá þýska ríkissjónvarpsins í
hverri viku og er umfjöllunurefnið
Norðurlönd og norðurslóðir.
Sigurður Grímsson þáttagerð-
armaður er tengiliður hópsins á Ís-
landi og er hann fékk beiðni frá
hópnum um tökustað fyrir þennan
þátt fannst honum ekki annað
koma til greina en að fara með hóp-
inn til Grímseyjar því eyjan væri að
hans mati Ísland í hnotskurn.
Sjónvarpshópurinn tók púlsinn á
mannlífinu hér. Þeir vildu heyra
allt um dr. Willard Fiske velgjörð-
armann Grímseyinga og Fiskehá-
tíðina sem haldin er árlega til
minningar um hann, söguna um ís-
björninn í Grímsey og einnig vildu
þeir heyra um skólalífið á litlum
stað. Skoða sundlaugina, kynna
saltfiskvinnsluna sem hér fer fram
og síðast en ekki síst fóru þau öll í
ævintýralegan róður með Gylfa
skipstjóra á Þorleifi EA 88. Þjóð-
verjarnir stigu ölduna í stormi og
stórsjó þar sem ölduhæðin fór upp í
14 metra og þótti ógleymanleg
upplifun. Héðan héldu þeir eftir að
hafa verið veðurtepptir í nokkra
daga beint til Þýskaland til að
ganga frá „Ostsee report“ frá
Grímsey.
Þýskir sjónvarpsmenn í heimsókn
Grímsey
Morgunblaðið/Helga Mattína
Dónald Jóhannesson, skólastjóri grunnskólans, t.h., með þýska sjónvarpsfólkinu.
KVIKMYNDIN „Jón Oddur og Jón
Bjarni“ verður sýnd á Amtsbókasafn-
inu á Akureyri í dag, föstudaginn 16.
nóvember, kl. 15. Í tilefni af norrænni
bókasafnsviku hefur verið boðið upp á
norrænar barnakvikmyndir síðustu
daga.
Úrslit verða einnig kynnt í smá-
sagnasamkeppni Amtsbókasafnsins
og verðlaun verða afhent kl. 15.30. Þá
mun dagskrá úr finnska og færeyska
úrvarpinu hljóma á safninu í dag.
Úrslit í smásagna-
samkeppni
Amtsbókasafnið
KVENFÉLAGIÐ Hlíf verður með
flóamarkað í Húsi aldraðra við
Lundargötu á morgun, laugardaginn
17. nóvember, frá kl. 14 til 18.
Þar verða m.a. til sölu jólakort,
kleinur, fatnaður og fleira. Allur
ágóði rennur sem fyrr til tækja-
kaupa fyrir barnadeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri.
Flóamarkaður
LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrðarstund verður
í Grenivíkurkirkju á sunnudag, 18. nóvem-
ber, kl. 21.
Kirkjustarf
Geisladiskahulstur
aðeins 500 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is