Morgunblaðið - 16.11.2001, Síða 23

Morgunblaðið - 16.11.2001, Síða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 23 NÁMSKEIÐ um stjórnendur og lausn árekstra verður haldið á veg- um Endurmenntunarstofnunar Há- skóla Íslands næstkomandi mánu- dag. Á námskeiðinu talar dr. Neil H. Katz, sem meðal annars hefur ritað tugi bóka um lausn deilumála og að- stoðað deilendur víða um heim, með- al annars samningafólk hjá Kenn- arasambandi Íslands. Þá hefur hann einnig starfað við að leysa úr þeim árekstrum sem upp koma við sam- runa stórfyrirtækja. Katz sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann myndi á námskeiðinu á mánudag fjalla um áhrif deilna á störf stjórnenda og lausn deilumála út frá stjónarhóli stjórnenda og einn- ig um lausn árekstra sem tæki fyrir þá. Hann sagði áhugaverðar rann- sóknir hafa verið gerðar á þessu á undanförnum árum í Bandaríkjun- um og þar hefði meðal annars komið fram að 20–40% af tíma stjórnenda fari í að leysa úr ágreiningsefnum, hvort sem þeir eru sjálfir þátttak- endur í deilunni eða eru utanaðkom- andi og eru eingöngu að leita sátta. Þá sagði Katz að löngum hefði ver- ið álitið að starfsmenn sem stæðu sig illa í vinnu væru annaðhvort óhæfir til starfans eða hefðu ekki rétt við- horf til vinnunnar. Rannsóknir hefðu hins vegar sýnt að oft væru árekstr- um á vinnustað um að kenna ef menn stæðu sig ekki í vinnu. Námskeið Endurmenntunarstofnunar HÍ Stjórnandinn sem mannasættir Í KJÖLFAR ítarlegrar frásagnar norska viðskiptablaðsins Dagens Næringsliv af starfsemi norsks yf- irmanns hjá Credit Suisse First Boston bankanum í London, hefur Norðmaðurinn hætt störfum hjá CSFB. Umræddur maður, Conrad Clau- son, er 28 ára gamall og átti skjótan frama innan bresks fjármálaheims frá árinu 1998. Dagens Næringsliv greindi frá því í lok október að Clauson hefði nýtt sér viðskiptavini sína til að hagnast sjálfur og m.a. átt viðskipti á gráa markaðnum norska. Hann fór með fjármuni fyr- ir margar af ríkustu fjölskyldum Noregs og skiptu upphæðir mörg- um tugum milljarða íslenskra króna. Samkvæmt heimildum DN hefur breska fjármálaeftirlitið farið fram á upplýsingar frá CSFB um hvað fram fór á árunum 1999 og 2000, auk þess sem bresk viðskiptablöð hafa sýnt málinu áhuga. Bankinn hefur hins vegar ekki veitt neinar upplýsingar um málið. Meint misferli Norð- manns hjá CSFB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.