Morgunblaðið - 16.11.2001, Qupperneq 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
24 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Víkjandi skuldabréf
Íslenskra verðbréfa.,
1. flokkur 2001,
á Verðbréfaþing Íslands.
Verðbréfaþing hefur samþykkt að taka skuldabréf
Íslenskra verðbréfa., 1. flokk 2001, á skrá þingsins.
Bréfin verða skráð 20. nóvember nk. Skuldabréfin
ásamt áföllnum vöxtum greiðast í einu lagi 29. júní
2011. Bréfin bera 8,5% fasta ársvexti frá og með 29.
júní 2001 til 29. júní 2006. Frá og með 29 júní 2006
til 29. júní 2011 hækka vextir skuldabréfanna um 3,5
prósentustig í 12,0%. Höfuðstóllinn er bundinn vísitölu
neysluverðs. Frá og með 29. júní 2006 er útgefanda
heimi l t með auglýs ingu að seg ja upp
skuldabréfaflokki þessum með minnst mánaðar
fyrirvara. Skráningarlýsingu og þau gögn sem vitnað
er til í henni er hægt að nálgast hjá Íslenskum
verðbréfum
Skipagata 9, 600 Akureyri
Sími 460-4700, fax 460-4717
TANGI hf. var rekinn með 188 millj-
óna króna tapi fyrstu níu mánuði árs-
ins. Á sama tímabili í fyrra nam tap
félagsins 154 milljónum króna.
Rekstrartekjur félagsins jukust á
milli tímabila úr 1.322 milljónum í
1.590 milljónir króna. Rekstrargjöld-
in jukust úr 1.163 milljónum króna í
1.222 milljónir króna.
Veltufé frá rekstri nam 201 milljón
króna sem er 20% aukning frá fyrstu
níu mánuðum síðasta árs.
Í tilkynningu til Verðbréfaþings Ís-
lands kemur fram að versnandi af-
koma af reglulegri starfsemi stafar
fyrst og fremst af verulegri gengis-
lækkun. Vaxtagjöld, gengismunur og
verðbreyting langtímalána hækkuðu
úr 160 milljónum fyrstu níu mánuði
síðasta árs í 397 milljónir fyrstu níu
mánuði 2001.
Eiginfjárhlutfall Tanga hefur
lækkað úr 19,8% í 14% milli tímabila.
Á fyrstu níu mánuðum yfirstand-
andi árs tók Tangi á móti 73 þúsund
tonnum af loðnu, síld og kolmunna,
sem er svipað og á sama tímabili í
fyrra. Þar af voru fryst 4.150 tonn af
loðnu, 230 tonn af loðnuhrognum og
760 tonn af síld. Á fyrstu níu mán-
uðum rekstrarársins nam heildarafli
Sunnubergs NS-199 rúmum 40 þús-
und tonnum.
Líkt og á undanförnum árum hefur
frystitogarinn Brettingur NS-50 veitt
nær allan bolfiskkvóta félagsins en
landvinnsla hefur eingöngu verið
byggð á aðkeyptu hráefni. Aflaverð-
mæti Brettings lækkaði úr 310,5
milljónum í 266,5 milljónir vegna sjó-
mannaverkfalls, en að öðru leyti gekk
útgerð skipsins vel á tímabilinu.
„Horfur eru á að rekstrarafkoma
félagsins verði nokkuð góð. Verð á af-
urðum uppsjávarfiska er hátt og eft-
irspurn virðist næg. Veiði á síld hefur
að vísu gengið misjafnlega vel í haust
en framlegð úr því sem veiðist er góð.
Gengi íslensku krónunnar vegur
þungt í afkomu félaga eins og Tanga.
Gengislækkun hækkar skuldastöðu
félagsins en styrkir tekjuöflun þess til
lengri tíma, að því er fram kemur í til-
kynningu frá félaginu.
Tangi tapar
188 milljónum
RUNÓLFUR Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra bif-
reiðaeigenda, kveðst undrandi á
þeim fullyrðingum Kristins Björns-
sonar, forstjóra Skeljungs, að álagn-
ing á bensíni hafi lækkað undanfarin
þrjú ár, eins og fram kom í viðtali við
Kristin í Morgunblaðinu á miðviku-
dag. Að sögn Runólfs eru forsend-
urnar sem Kristinn gefur sér fyrir
niðurstöðu sinni rangar, enda sé að-
eins tekið mið af tveimur breytum á
tæplega þriggja ára tímabili, annars
vegar bensínverði 1. janúar 1999 og
hins vegar 1. nóvember 2001, og út
frá þeim tölugildum reiknuð út áætl-
uð lækkun á þremur árum.
„Það er auðvitað til vansa fyrir
alla aðila þegar menn nota svona töl-
fræðiblekkingar. Það er auðvelt að
fá út lækkun með því að taka ein-
stakar tölur með nokkurra ára milli-
bili og túlka þær sem lýsandi fyrir
allt tímabilið,“ segir Runólfur.
Samkvæmt útreikningum FÍB
hefur álagning olíufélaganna á seld-
an lítra af bensíni þvert á móti
hækkað, að sögn Runólfs. Hann seg-
ir ljóst að hlutur olíufélaganna í
hverjum seldum lítra sé mismunandi
frá einum mánuði til annars og því
hafi FÍB eðlilega stuðst við meðaltal
og notast við heimsmarkaðsverð á
bensíni og gengi dollars gagnvart ís-
lensku krónunni á hverjum tíma. „Í
útreikningum okkar er þetta fram-
reiknað til verðlags dagsins í dag
miðað við vísitölu. Á grundvelli þess
má sjá þessa þróun, þ.e. að hlutur ol-
íufélaga hefur verið að hækka miðað
við þessi viðmiðunarmörk frá janúar
1999 og hefur hækkað áberandi mik-
ið frá sumarmánuðum,“ segir Run-
ólfur.
Kristinn Björnsson segir í viðtal-
inu að útreikningar FÍB séu óraun-
hæfir og byggist ekki á staðreynd-
um, enda noti starfsmenn Skeljungs
tölur í sínum útreikningum sem FÍB
hafi ekki aðgang að. Runólfur segir
hins vegar að verðmyndun á bensíni
sé mjög gegnsæ, enda sé um að ræða
vöru á heimsmarkaði sem hafi
ákveðið verðgildi og því sé fremur
einfalt að reikna verðið út.
„Við höfum einnig stuðst við þær
forsendur sem olíufélögin hafa sjálf
gefið upp varðandi verðmyndun hér
á markaði. Við þekkjum það annars
staðar að verðbreytingar á erlend-
um mörkuðum skila sér bæði til
lækkunar og hækkunar, sums staðar
daglega og annars staðar vikulega,
og við vitum að hér á landi er útgerð-
in að kaupa að hluta til á dagprísum.
Það hefur komið fram í viðtölum við
forsvarsmenn olíufélaganna að þeir
styðjast við meðalverð næsta mán-
aðar á undan og lokagengi dollars og
við reiknum út frá þeim forsendum,“
segir Runólfur.
Varðandi þau ummæli Kristins að
FÍB taki ekki tillit til útlagðs kostn-
aðar olíufélaganna og telji hann með
í álagningu félaganna segir Runólfur
að sú framsetning forstjóra Skelj-
ungs tilheyri eldri tíð og hafi m.a.
verið notuð af verðlagseftirlitinu á
sínum tíma. „Og ég er eiginlega
hissa á því að mönnum sé svo kært
að viðhalda þeirri framsetningu.
Hlutur olíufélags er eitt og kostn-
aður þeirra við að koma vörunni til
neytenda er annað. Þessi fyrirtæki
eins og önnur hafa verið að aðlaga
sig og það er auðvitað hluti af því að
gera fyrirtækið hæfara á markaði.“
Hlutverk FÍB að veita
olíufélögunum aðhald
Þá segir Runólfur að FÍB taki til-
lit til þeirra afslátta sem veittir eru á
sjálfsafgreiðslustöðvum olíufélag-
anna. „Þegar við sögðum nú fyrir
mánaðamótin síðustu að við byggj-
umst við 5 króna lækkun vorum við
að ganga út frá því að hærra hlutfall
af seldum lítra væri í sjálfsaf-
greiðslu, en við höfum í sjálfu sér
engar tölur frá olíufélögunum um
það. Við sjáum að hlutur olíufélag-
anna í hverjum seldum lítra af bens-
íni með virðisauka er ríflega þremur
krónum hærri frá sumarmánuðum í
ár samanborið við árið 2000. Tækj-
um við viðmið út frá meðaltali ársins
í heild hefðum í sjálfu sér getað sagt
að við ættum von á 6 til 7 króna
lækkun. Þannig séð erum við að taka
tillit til þess.“
Runólfur segir það m.a. vera hlut-
verk félaga eins og FÍB að veita olíu-
félögunum, sem og öðrum, aðhald
með því að fylgjast með þróun verð-
lags. Hann segir það auðvitað gott
mál þegar fyrirtæki eru rekin með
góðum hætti og nái að skila góðum
arði. Hann bendir hins vegar á að
ábyrgð olíufélaganna sé mikil, sér-
staklega á viðkvæmum tímum, bæði
gagnvart öðrum fyrirtækjum og al-
menningi. „Þetta er nauðsynjavara
sem enginn kemst af án og þetta er
viðurkenndur fákeppnismarkaður
og menn hafa þarna töluvert vald
sem er vandmeðfarið.“
Framkvæmdastjóri FÍB segir forsendur fyrir
fullyrðingum forstjóra Skeljungs rangar
( *
((
(6
(+
(
6
/ '('- 7(
-(/8
(###( ( +
( 9
(.:
; . ! ! ; ; < = > ?
###
; . ! ! ; ; < = > ?
; . ! ! ; ; < =
! '+
( *
((
( 0 (
((+ (@'A( AB7(
'
(
((0
A((C(8
(
( (' 6' '
(-(+ ((6
/ '('- (
(
(0
((D'('- A
( E
( 6
(@
0B
(D
(6
( *
(8
(+
Álagning olíufélag-
anna hefur aukist
HAGNAÐUR Hampiðjunnar fyrir
tímabilið janúar til september árið
2001 er 177 milljónir króna en var 146
milljónir króna fyrir sama tímabil ár-
ið 2000.
Rekstrartekjur Hampiðjunnar og
dótturfélaga fyrir tímabilið námu alls
2.527 milljónum króna sem er 812
milljónum króna meiri sala en á sama
tímabili árið 2000. Veltuaukning
vegna tilkomu dótturfélaganna
Cosmos Trawl í Danmörku og Hafi í
Noregi nemur 544 milljónum króna.
Heildarvöxtur veltu samstæðunnar
er 47% en innri vöxtur er 16%.
Í tilkynningu frá Hampiðjunni
kemur fram að hagnaður samstæð-
unnar fyrir afskriftir og fjármagns-
liði, EBITDA, var 298 milljónir króna
eða 11,5% af tekjum. Á sama tímabili
í fyrra var þessi hagnaður 179 millj-
ónir króna eða 10,2% af tekjum. Af-
skriftir samstæðunnar voru 89 millj-
ónir króna. Fjármagnsgjöld og
fjármunatekjur voru 240 milljónir
króna til gjalda. Vegna gengislækk-
unar krónunnar er 110 milljóna
króna gengistap gjaldfært vegna
langtímalána móðurfélagsins.
Hampiðjan hefur ávallt fært geng-
ismun langtímalána yfir rekstrar-
reikning en þess ber að geta að stór
hluti af langtímaskuldum móður-
félagsins er tilkominn vegna fjárfest-
inga í dótturfélögum erlendis og hafa
þær eignir hækkað um 101 milljón
króna á sama tímabili vegna gengis-
lækkunar krónunnar. Sú hækkun
kemur hinsvegar ekki fram í rekstr-
arreikningi, heldur er hún færð yfir
eigið fé. Aðrar tekjur eru 117 millj-
ónir króna en voru 154 milljónir
króna á sama tímabili í fyrra. Hagn-
aður fyrir skatta er 83 milljónir króna
en var 216 milljónir króna fyrir sama
tímabil árið á undan.
Tekju- og eignaskattur tímabilsins
eru tæpar 6 milljónir króna. Vegna
væntanlegrar lækkunar tekjuskatts-
hlutfalls og þar með lækkunar tekju-
skattsskuldbindingar móðurfélagins
er færð í árshlutareikninginn sérstök
tekjufærsla að upphæð 99 milljónir
króna. Hlutdeild minnihluta í afkomu
dótturfélaga er 2 milljónir króna.
Eigið fé í lok tímabilsins er 1.637
milljónir króna og hefur hækkað um
338 milljónir króna frá áramótum.
Niðurstaða efnahagsreiknings hefur
hækkað úr 3.776 milljónum króna um
sl. áramót í 5.004 milljónir króna í lok
september. Þessi aukning er að
stórum hluta tilkomin vegna innkomu
dótturfélaganna Cosmos Trawl í
Danmörku og Hafi í Noregi í efna-
hagsreikninginn.
Velta Hampiðjunnar
hefur vaxið um 47%
BANDARÍSKT tímarit, ætlað litlum
fjárfestum, mælir nú með fjárfest-
ingu í Kaupþingi og Landssímanum.
Í síðasta tölublaði Personal Finance
Newsletter er fjallað um íslensku
fyrirtækin, auk Norsk Hydro og OM
Gruppen, sem rekur Kauphöllina í
Stokkhólmi.
Paul Ferrigno, yfirmaður hjá
Kaupþingi í New York, segir í sam-
tali við Morgunblaðið að sér hafi
borist fjölmörg símtöl þar sem
spurst er fyrir um fyrirtækin vegna
greinarinnar, eða á annað hundrað
á tveimur dögum. Ferrigno telur
tímaritinu vera dreift nokkuð víða
þar sem fólk víða í Bandaríkjunum
hringdi, allt frá vesturströndinni til
austurstrandarinnar.
Ferrigno var ekki kunnugur tíma-
ritinu áður, en frétti af því þegar
símtölin tóku að berast, en í grein-
inni er vísað á vef Kaupþings í New
York. Skrifstofan þar sinnir einkum
stærri fjárfestum og stýrir sjóðum.
Tímaritið er hins vegar ætlað minni
fjárfestum og einstaklingum og eru
þar gefin ráð varðandi fjárfestingar
í verðbréfum.
Í greininni er minnst á mikinn
hagvöxt á Íslandi undanfarin ár, hér
sé tækniþróun langt á veg komin og
ómenguð fiskimið séu helsta auð-
lindin. Á Íslandi sé verðbréfamark-
aður á uppleið og íslenski mark-
aðurinn sé hröðum skrefum að
verða þekktur alþjóðlega.
Sérstaklega er mælt með fjárfest-
ingu í Kaupþingi og Landssímanum.
Greint er frá því að Kaupþing hafi
aukið tekjur sínar síðustu tvö ár um
76%. Vegna lélegs markaðar hafi
gengi hlutabréfa lækkað og fjárfest-
ing í bréfum Kaupþings nú sé kjara-
kaup. Og þar sem Ísland er tækni-
miðstöð í fararbroddi, er
sérstaklega mælt með kaupum á
hlutabréfum í Landssímanum.
Bandarískt tímarit mælir
með Símanum og Kaupþingi