Morgunblaðið - 16.11.2001, Síða 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 27
Funahöfða 1
www.notadirbilar.is
BÍLASALAN
SEM ALDREI
SEFUR
Vw Bora 1,6, nýsk. 4/99, ekinn 35 þ. km., rauður,
ssk, r/ö, verð 1.420.000, ath skipti.
Renault Clio rt 1400, nýsk. 1/99, ekinn 30 þ. km.,
gulur, 5g., álfelgur, verð 980.000, ath skipti.
Toyota Avensis 2.0 l., nýsk. 5/98, ekinn 26 þ. km.,
rauður, ssk, r/ö, verð 1.360.000, einn eigandi, gullmoli.
Subaro Legacy 2.0 gl, nýsk. 3/99, ekinn 39, þ. km.,
rauður, ssk, álfelgur, fjarst., verð 1.830.000, lán 1.300
þús., ath skipti.
Subaro Impresa 1,6 lx, nýsk. 9/99, ekinn 70 þ.
km., silfur, verð 1.190.000, ath skipti, visa /euro rað-
greiðslur.
Vw Polo 1,4, nýsk. 7/00, ekinn 14 þ. km., rauður, 5g.,
verð 1.190.000, lán 240 þús., bein sala.
Hyunda Starex H1 disel, árg 98, ekinn 158 þ.
km., grænn, ssk., verð 1.050.000, tilboð 840.000., ath.
gott lán.
Nissan Patrol disel, árg 91, ekinn 187 þ. km., hvít-
ur, 38" dekk, verð 1.290.000, bein sala, gullmoli.
Toyota Landcruser 100 vx benzin, nýsk. 7/00,
ekinn 27þ. km., steingrár, m/öllu, verð 6.100.000.
Nissan Patrol slx, gr., árg. 96, ekinn 113 þ. km.,
grænn, 35"dekk, verð 2.290.000, ath. skipti, lán 1.200
þús., topp bíll.
Líklegt er að frá og með næstu áramótum verði hagnaður af atvinnustarfsemi
skattlagður með mismunandi hætti eftir rekstrarformi. Einstaklingar sem starfrækja
rekstur í eigin nafni ættu sérstaklega að athuga sinn gang. Á heimasíðu KPMG
getur þú fengið grunnupplýsingar um yfirfærslu einstaklingsrekstrar til
einkahlutafélags og fyrirhugaðar skattabreytingar. Sérfræðingar KPMG veita alla
nauðsynlega þjónustu og ráðgjöf í þessu sambandi. Nánari upplýsingar getur þú
fengið hjá skattasviði KPMG í síma 545 6000 eða með því að senda inn fyrirspurn
á skattur@kpmg.is
endurskoðun og reikningsskil
rekstrar- og stjórnunarráðgjöf
skattaráðgjöf
fjármálaráðgjöf
www.kpmg.is
©2001 KPMG Endurskoðun hf., aðili að KPMG International.
Ertu með
rekstur?
Ertu viðbúinn
skattalaga-
breytingum
2002?
Við hjá KPMG
erum viðbúin
og til taks.
„ÞETTA var kraftaverk,“ sagði
Georg Taubmann, einn hjálpar-
starfsmannanna átta, sem hermenn
Norðurbandalagsins frelsuðu í
fyrradag eftir að hafa verið í fang-
elsum talibana í hálfan fjórða mán-
uð.
Hjálparstarfsmennirnir brostu
og hlógu er þeir komu til Islamabad
í Pakistan í gær, fögnuðurinn yfir
því að hafa sloppið lifandi frá þess-
um raunum leyndi sér ekki í andliti
þeirra. Þeir voru þó mjög þreyttir
og eina óskin var að komast í bað.
Taubmann, leiðtogi hópsins,
sagði, að þegar talibanar hefðu flú-
ið Kabúl aðfaranótt þriðjudagsins,
hefðu þau haldið, að þeim yrði
sleppt en þess í stað hefðu þau ver-
ið tekin með.
„Þeir settu okkur inn í gám á bíl-
palli og læstu honum. Í honum
hristumst við um nóttina, ábreiðu-
laus og að deyja úr kulda. Við viss-
um, að við vorum á leið til Kandah-
ar og töldum víst, að þá væru dagar
okkar taldir,“ sagði Taubmann.
Um morguninn var komið til
bæjarins Ghazni, 140 km suðvestur
af Kabúl, og þá var fólkið, sex kon-
ur og tveir karlmenn, sett í óþrifa-
legt fangelsið í bænum. „Við höfð-
um verið í fimm fangelsum en þetta
var það skelfilegasta,“ sagði Taub-
mann.
Taubmann segir, að þau hafi ekki
fyrr verið komin í fangelsið en þau
hafi heyrt sprengjugnýinn frá loft-
árásum Bandaríkjamanna. Klukku-
tíma síðar gerðu bæjarbúar upp-
reisn gegn talibönum.
Fagnað eins
og þjóðhetjum
„Það var brotist inn í fangelsið,
klefadyrnar opnaðar og við héldum,
að talibanar væru komnir til að
sækja okkur. Við vorum öll skelf-
ingu lostin,“ sagði Taubmann og
léttirinn var mikill þegar þau upp-
götvuðu, að þarna voru komnir and-
stæðingar talibana. Þegar hjálp-
arstarfsmennirnir gengu út úr
fangelsinu fögnuðu bæjarbúar þeim
eins og þjóðhetjum.
„Við gengum inn í bæinn og fólk-
ið kom út úr húsunum og faðmaði
okkur að sér og allir klöppuðu. Það
hafði ekki vitað, að útlendingar
væru í fangelsinu,“ sagði Taub-
mann. „Þetta var eins og stórhátíð,
stærsti dagur lífs míns.“
Bernard Barrett, talsmaður Al-
þjóðarauðakrossins í Islamabad,
segir, að herstjórnandinn í Ghazni,
sem stýrði uppreisninni gegn talib-
önum, hafi haft samband við full-
trúa Rauða krossins í Afganistan
og beðið þá að taka við hjálpar-
starfsmönnunum.
Kveiktu í kuflunum
Björninn var þó ekki unninn þótt
fólkið væri laust úr prísundinni því
að vopnaðar sveitir talibana voru
enn í nágrenninu. Var fólkinu því
komið fyrir á akri fyrir utan
Ghazni. Þegar það heyrði svo þyrl-
ur bandarísku sérsveitanna nálg-
ast, vissi það ekki hvernig það ætti
að vekja athygli á sér og þá var
brugðið á það ráð að safna saman
kuflunum, búrkunum, sem kon-
urnar í hópnum höfðu verið neydd-
ar til að klæðast, og kveikja í þeim.
Eftir það gekk allt eins og í sögu.
Sökuð um kristniboð
Hjálparstarfsmennirnir eru
Ástralirnir Peter Bunch og Diana
Thomas; Bandaríkjamennirnir
Dayna Curry og Heather Mercer
og Þjóðverjarnir Georg Taubmann,
Katrin Jelinek, Margrit Stebner og
Silke Dürrkopf.
Öll unnu þau fyrir hjálpar-
samtökin Shelter Now Inter-
national, sem hafa aðsetur í Þýska-
landi. Voru þau handtekin 3. ágúst
sl. og gefið að sök að hafa reynt að
snúa múslímum til kristni. Það var
dauðasök hjá talibönum. 16 afg-
anskir starfsmenn samtakanna
voru einnig handteknir á sama tíma
en þeir fengu frelsi sitt þegar Norð-
urbandalagið tók Kabúl.
Taubmann segir, að þau hafi ekki
stundað neitt kristniboð í Kabúl.
Hins vegar hefði ein afgönsk fjöl-
skylda sýnt áhuga á að sjá mynd
um ævi Jesú Krists og að því hefðu
talibanar komist. Sagði hann, að
ekki hefði verið farið illa með þau í
fangelsunum en aftur á móti hefði
hann heyrt hljóðin í öðrum föngum,
sem verið var að pynta.
George W. Bush, forseti Banda-
ríkjanna, fagnaði í gær frelsun
fanganna en hann hafði áður hafnað
nokkrum tilraunum talibana til að
nota þá sem skiptimynt í samn-
ingum. Bush sagði, að óttast hefði
verið, að talibanar kæmu föngunum
fyrir í húsi, sem hugsanlega gæti
orðið fyrir bandarískum sprengj-
um, og þess vegna hefði herinn ver-
ið búinn að leggja á ráðin um sér-
staka björgunaraðgerð. Haft er
eftir tveimur bandarískum embætt-
ismönnum, að talibanar hafi þó
undir lokin verið búnir að fallast á
að sleppa föngunum í hendur
Rauða krossinum. Atburðarásin
hefði hins vegar orðið önnur en
nokkurn óraði fyrir.
„Bænir mínar
hafa verið heyrðar“
Mikill fögnuður var meðal ætt-
ingja hjálparstarfsmannanna og
annarra ástvina þegar fréttist, að
þeir væru lausir og heilir á húfi.
„Ég á ekki orð til að lýsa gleði
minni. Ég veit bara, að bænir mínar
hafa verið heyrðar,“ sagði Jim
Cassell, stjúpfaðir Heather Merc-
er. Það sama sagði Joseph, bróðir
Díönu Thomas, og hann lagði líka
áherslu á, að þakka bæri fyrir, að
talibanar hefðu ekki farið illa með
fólkið.
Vestrænum gíslum bjargað þegar íbúar í Ghazni gerðu uppreisn gegn talibönum
AP
Georg Taubmann ræðir við fréttamenn. Næst honum er Silke Dürrkopf, þá Margrit Stebnar og Katrin Jelinek.
„Fólkið faðmaði okkur að sér“
Islamabad. AP, AFP.