Morgunblaðið - 16.11.2001, Page 28
ERLENT
28 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti á
miðvikudagskvöld ályktun, þar sem skorað er á
Norðurbandalagið og aðrar fylkingar Afgana að
taka þátt í fyrirhugaðri ráðstefnu SÞ um framtíð
Afganistans, án nokkurra fyrirvara.
Í ályktuninni, sem var samþykkt samhljóða, seg-
ir að æskilegast sé að hinir ólíku þjóðernishópar í
Afganistan komi sér saman um myndun sam-
steypustjórnar á breiðum grundvelli. Fylkingarnar
eru hvattar til að tryggja öryggi og halda uppi lög-
um og reglu á þeim svæðum sem þær hafa náð á sitt
vald, en forðast að grípa til hefnda gegn talibönum
og samstarfsmönnum þeirra.
Þá eru aðildarríki SÞ hvött til að veita Afgönum
nauðsynlega neyðaraðstoð.
Enn óvíst um friðargæslu
Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, hrósaði Ör-
yggisráðinu fyrir að hafa brugðist skjótt við breytt-
um aðstæðum í Afganistan og ályktað um framtíð
landsins. Sagði hann að starfsmenn SÞ myndu á
næstu dögum „streyma“ til Afganistans á ný, til að
sinna mannúðarstörfum og annarri aðstoð. Annan
kvaðst vona að Bandaríkjamenn og Bretar myndu
nota tengsl sín við leiðtoga Norðurbandalagsins til
að fara þess á leit að bandalagið tryggði SÞ öryggi
og aðstöðu til að halda uppi starfsemi í landinu.
Í ályktuninni er ekki minnst beint á stofnun al-
þjóðlegs friðargæsluliðs, en sendiherra Bandaríkj-
anna hjá SÞ, John Negroponte, sagði að hún renndi
stoðum undir viðleitni þeirra ríkja, sem þegar hafa
mannafla í Afganistan eða hafa hug á að senda lið
þangað, til að tryggja öryggi í landinu, einkum í
höfuðborginni Kabúl. Bretar og Frakkar hafa lýst
sig reiðubúna að senda friðargæslulið til Afganist-
ans, en tóku fram að áður þyrfti Öryggisráðið að
samþykkja ályktun í þá veru.
AFP-fréttastofan hafði eftir Jeremy Greenstock,
sendiherra Breta hjá SÞ, að friðargæsla í Afganist-
an yrði væntanlega með öðru sniði en á Balkan-
skaga. Meiri áhersla yrði lögð á samvinnu og aðstoð
við ættbálkana og fylkingarnar í landinu. Green-
stock sagði að vera erlendra hermanna í Afganist-
an drægi úr hættunni á hefndaraðgerðum og blóðs-
úthellingum.
Brahimi leiði stjórnarmyndun
Greenstock sagði ennfremur að Öryggisráðið
hefði falið Lakhdar Brahimi, sérstökum sendi-
manni SÞ í Afganistan, að boða til fundar afg-
anskra ættbálkaleiðtoga um stjórnarmyndun.
Bandarískir embættismenn sögðu á miðvikudag
að Sameinuðu arabísku furstadæmin hefðu sam-
þykkt að vera gestgjafar á slíkum fundi og að hann
gæti jafnvel átt sér stað strax nú um helgina. AFP-
fréttastofan hafði hins vegar eftir talsmanni Ann-
ans í gær að ekki hefði enn verið ákveðið hvar fund-
urinn yrði haldinn né hvenær.
Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hlaut samþykki allra fulltrúanna
Skorað á fylkingar Afgana
að mynda samsteypustjórn
Reuters
Abdul Rehman, íbúi í Peshawar í Pakistan,
telur afganska peningaseðla. Gjaldmiðillinn
heitir afgani og hækkaði gengi hans fyrst eft-
ir sigra Norðurbandalagsins en lækkaði síðan
aftur vegna aukins peningastreymis er her
bandalagsins hélt inn í höfuðborgina Kabúl.
SAMTÖK umhverfissinna töpuðu í
gær máli fyrir borgardómi Lundúna
þar sem þeir freistuðu þess að koma
í veg fyrir að nýtt endurvinnsluver,
Mox-verið, verði opnað í Sellafield-
stöðinni í Kumbaralandi á vestur-
strönd Englands.
Samtökin Vinir jarðarinnar og
Grænfriðungar lögðust gegn starf-
rækslu Mox-versins, sem byggt var
árið 1996 en hefur ekki verið tekið í
notkun. Í því er ætlunin að vinna
blandað plúton- og úranoxíð. Héldu
samtökin því fram að verið myndi
ekki einungis valda aukinni mengun
heldur gæti það orðið skotmark
hryðjuverkamanna.
Sögðu lögmenn þeirra og óvissu
um hvort fjárhagslegur ávinningur
yrði af rekstrinum. Við mat ríkis-
stjórnarinnar á hagkvæmni versins
hefði láðst að taka með í reikninginn
kostnað við byggingu versins sem
væri 470 milljónir punda, um 50
milljarðar króna.
Dómari úrskurðaði að ríkisstjórn-
in hefði ekki gengið gegn lögum með
því að leyfa byggingu versins og
starfrækslu þess.
Sellafield
Tapa orr-
ustu um
nýtt
vinnsluver
Flugröst er ósýnileg og skapast
vegna láréttra hvirfilvinda er mynd-
ast af vængjum stærri flugvéla. Þetta
veldur oft vandkvæðum, en yfirleitt
aðeins fyrir litlar flugvélar. Flugröst
var talin orsök þess að einkaþota, sem
kom til lendingar í kjölfar Boeing 757-
þotu, fórst í Bandaríkjunum 1994. All-
ir um borð í einkaþotunni létust.
Rannsóknarfulltrúar hafa ekki
kveðið upp úr með að flugröst hafi
valdið því að Airbus-þotan fórst sl.
mánudag, en svo virðist sem hliðar-
stýrið hafi brotnað af þotunni eftir að
hún lenti í röst Boeing-þotunnar. Hafi
vélin misst hliðarstýrið í flugtaki hefði
orðið ógerningur fyrir flugmennina
að hafa nokkra stjórn á henni. Undir
BANDARÍSKA loftferðaeftirlitið,
FAA, tilkynnti í gær að allar vélar í
Bandaríkjunum af gerðinni Airbus
A-300 yrðu skoðaðar og athugað
hvort í ljós kæmi veikleiki í hliðarstýri
þeirra, í ljósi vísbendinga um að vél
félagsins American Airlines-félagsins
er fórst í New York sl. mánudag, hefði
lent í flugröst stærri þotu skömmu
fyrir slysið.
Nú er talið að Airbus-þota Americ-
an Airlines hafi verið nær Boeing 747-
þotu Japan Airlines, en áður hafði
verið álitið. Boeing-þotan fór í loftið
næst á undan Airbus-vélinni af sömu
flugbraut og voru flugleiðir þeirra
svipaðar. Boeing-þotan fór á loft einni
mínútu og 45 sekúndum á undan Air-
bus-þotunni, að því er fulltrúar
Bandaríska samgönguöryggisráðsins
(NTSB) segja. Engu að síður hefði
fjarlægðin á milli vélanna, um sjö km,
verið í samræmi við reglur.
Með þotunni fórust 260 manns, og
fimm á jörðu niðri. Slysið varð tveim
til þrem mínútum eftir flugtak frá
Kennedy-flugvelli, en ferð þotunnar
var heitið til Dóminíska lýðveldisins.
eðlilegum kringumstæðum ætti
ókyrrðin í flugröst ekki að verða til
þess að hliðarstýri brotnaði af. „Hafi
hliðarstýrið gefið sig þá er það alvar-
legur smíðagalli, vægast sagt,“ sagði
fyrrverandi rannsóknarfulltrúi sem
ekki vildi láta nafns síns getið. George
Black, rannsóknarfulltrúi hjá NTSB,
sagðist ekki vita til þess að flugröst
hefði nokkurn tíma orðið til þess að
hliðarstýri brotnaði af flugvél.
Hliðarstýrið er smíðað úr samsettu
efni sem er léttara og sterkara en
flestir málmar. Stýrið er fest við búk
vélarinnar með sex festingasamstæð-
um. Festingar á búknum og á hlið-
arstýrinu eru boltaðar saman. Tveir
heimildamenn, sem taka þátt í rann-
sókninni, segja að stýrið hafi brotnað
af fyrir ofan þann stað þar sem fest-
ingasamstæðurnar eru boltaðar sam-
an. Festingarnar á búknum eru úr
stáli, en festingarnar á hliðarstýrinu
eru úr samsetta efninu. Svo virðist
sem stýrið hafi rifnað af um festing-
arnar úr samsetta efninu.
Samkvæmt upplýsingum NTSB
ber að skoða festingarnar á fimm ára
fresti, og höfðu þær síðast verið
skoðaðar á Airbus-þotunni í desem-
ber 1999. Vélin var sett saman í
Toulouse í Frakklandi, en hún var
framleidd af evrópsku flugvélasam-
steypunni Airbus Industrie. Þegar
þotan var afhent American Airlines
1988 kom í ljós að ein af festingunum
sex, sem eru úr samsetta efninu, var
við að gefa sig. Framleiðandinn gerði
við festinguna.
Reynist það niðurstaðan, að hliðar-
stýrið hafi brotnað af með þessum
hætti, er það ekki síst mikilvægt í ljósi
þess að umrædd samsett efni eru not-
uð í svo að segja allar farþega- og her-
flugvélar sem smíðaðar hafa verið síð-
an um miðjan níunda áratuginn. En
þetta svarar ekki mikilvægustu
spurningunni, þ.e. hvers vegna hlið-
arstýrið gaf sig í þessu tilviki – hvort
það lét undan einhverjum utanað-
komandi kröftum sem voru sterkari
en stýrið var hannað til að þola, eða
hvort því var með einhverjum hætti
ranglega skeytt á vélina.
Samsetta efnið sem um ræðir er
plast, styrkt með kolefnistrefjum.
Airbus A-300-vélarnar voru þær
fyrstu sem þessi efni voru notuð í í
upphafi níunda áratugarins. Síðan
hafa bæði Airbus og Boeing notað þau
í síauknum mæli. Nýja Boeing 777-
þotan, nútímalegasta farþegaþota
sem notuð er, er að miklum hluta gerð
úr þessum samsettu efnum.
Bandaríska loftferðaeftirlitið lætur skoða hliðarstýri allra Airbus-300-véla vestanhafs
Þotan lenti að lík-
indum í flugröst
New York. Los Angeles Times, AFP.
GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti
og Vladímír Pútín Rússlandsforseti
ræddu ástandið í Afganistan eftir
flótta talibana frá Kabúl en fundi
leiðtoganna tveggja lauk á búgarði
Bush í Texas í gær. Forsetarnir sjást
hér ásamt eiginkonum sínum en
rigning var á staðnum er rússnesku
gestirnir komu á vettvang. Lengst
til hægri er Bush forseti, þá Ljúdm-
íla Pútín, síðan Pútín forseti og loks
Laura Bush.
Fundi leiðtoganna lauk án sam-
komulags í deilu ríkjanna um gagn-
flaugasamninginn frá 1972, ABM.
Bandaríska varnarmálaráðuneyt-
inu er mjög í mun að halda áfram
gagnflaugatilraunum þótt þær brjóti
í bága við ABM-samninginn og Bush
hefur sagt Pútín að hann ætli að
reyna að rifta samningnum á næsta
ári náist ekki samkomulag. Ráð-
gjafar bandaríska forsetans sögðu
að hann væri að íhuga heimsókn til
Rússlands snemma á næsta ári og
líklegt þykir að hann sé tilbúinn að
láta á það reyna hvort hægt verður
að leysa deiluna á þeim fundi.
Vináttusambandið treyst
Þótt ekki næðist samkomulag um
gagnflaugasamninginn sögðu banda-
rískir embættismenn að viðræð-
urnar hefðu gengið að óskum. For-
setarnir hefðu gefið sér góðan tíma
til að ræða saman einslega og
treysta vináttusamband sitt á bú-
garðinum.
Bush fór í 45 mínútna ökuferð um
búgarðinn með Pútín um leið og
hann kom þangað í fyrradag. Vegna
þrumuveðurs þurfti að færa úti-
grillshátíð til heiðurs gestunum inn í
yfirbyggt sund við bústað Bush þar
sem kántríhljómsveit lék bandaríska
sveitasöngva og kúrekar þjónuðu til
borðs. Er þetta í fyrsta sinn sem Bush
tekur á móti erlendum leiðtoga á bú-
garðinum og var viðræðum þeirra lýst
sem „notalega leiðtogafundinum“.
„Venjulega bjóða menn aðeins góð-
um vinum sínum heim til sín og þann-
ig er það greinilega núna,“ sagði
Bush þegar hann skálaði fyrir Pútín.
„Ég vissi að Pútín forseti væri maður
sem ég gæti unnið með til að ger-
breyta samskiptum ríkjanna.“
Pútín endurgalt hólið þegar hann
lyfti glasi sínu og sagði þetta í fyrsta
sinn sem sér væri boðið inn á heimili
erlends leiðtoga. „Það hefur gríð-
armikið táknrænt gildi fyrir mig og
land mitt að það skuli vera heimili
forseta Bandaríkjanna.“
Aðeins 29 manns voru í veislunni,
óvenjufáir miðað við fyrri leiðtoga-
fundi ríkjanna. Meðal gestanna voru
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, píanóleikarinn Van
Cliburn og kylfingurinn Ben Cren-
shaw. Eftir viðræðurnar í gær heim-
sóttu forsetarnir og eiginkonur þeirra
framhaldsskóla í Crawford, smáþorpi
við búgarð Bush, áður en Pútín og
kona hans héldu til New York-borgar.
„Notalegum“
leiðtogafundi
lokið í Texas
AP