Morgunblaðið - 16.11.2001, Side 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 31
„Fiskurinn sem við bjóðum við-
skiptavinum okkar er hágæða-
vara,“ segir Rúnar Björgvinsson
hjá Hagfiski.
„Hráefnið veljum við frá frysti-
togurum og framleiðendum víða
um landið og kaupum aðeins
fysta flokks vöru. Við leggjum að-
aláherslu á góða þjónustu og allur
okkar metnaður fer í að senda
fólki úrvalsfisk heim að dyrum.“
Nýr lífsstíll
Neyslu- og sölumynstrið í þjóðfé-
laginu breytist hratt og daglegar inn-
kaupaferðir, t.d í fiskbúðina, eru
ekki lengur algengur viðskiptamáti.
Það verður sífellt algengara að fólk
fari sjaldan að versla og þess vegna
finnst því gott að eiga tilbúið, ferskt
hráefni á heimilinu, eitthvað sem
hægt er að grípa til þegar á þarf að
halda í amstri dagsins. Þessi lífsstíll
hefur kennt mörgum að notfæra sér
þá frábæru þjónustu að láta senda
sér heim gæðafisk í þægilegum
neytendaumbúðum. Hagfiskur
þjónar á sjöunda þúsund íslenskra
heimila á þessu sviði og býður úr-
vals heilsufæði sem auðvelt er að
elda í hvelli.
„Ýsan er alltaf efst á vinsældalistan-
um,“ segir Rúnar. „Við erum með
skjannahvíta, roðlausa og beinlausa
ýsu af svo það er ekki skrýtið þótt
hún sé vinsæl. Saltfiskurinn, fiskur í
raspi og rækjur fylgja síðan í kjöl-
farið. Við höfum geta boðið sérstak-
lega fallega úthafsrækju og stóran,
hvítan hörpudisk og þeir sem prófa
þetta koma alltaf aftur og aftur.
Annars eru tilbúnir fiskréttir alltaf
að feta sig upp vinsældalistann og
nú síðast bættum við sjávarréttabök-
um í smjördeigi á matseðilinn. Þær
eru tilbúnar beint í ofninn og fá
feiknagóða dóma.“
Það er af nógu að taka fyrir fiskisæl-
kera þegar kemur að vali á góðu hrá-
efni í matinn því Hagfiskur býður
upp á mikið úrval af fiski og fisk-
réttum. Meðal þess sem býðst er
þorskur, reykt ýsa, humar, reyktur
lax og silungur, rauðspretta, vest-
firskur gæðaharðfiskur og margt,
margt fleira.
Gæðin tapast ekki
Viðskiptavinir Hagfisks eru um allt
land þótt flestir þeirra búi á þéttbýl-
issvæðinu þ.e.a.s. frá Hafnarfirði og
upp á Kjalarnes. Það færist þó sífellt
í vöxt að Hagfiskur sendi fisk í
sveitir og dreifbýliskjarna því það er
ekki alltaf hlaupið að því að ná í
góðan fisk fyrir þá sem búa inn til
landsins.
„Starfsemi okkar byggist á því að
finna besta fiskmeti sem völ er á,
pakka því í hentugar neytendaum-
búðir og að koma vörunni upp að
húsdyrum viðskiptavinanna án þess
að nokkuð tapist af gæðunum. Við
bjóðum fólki að vera á úthringilista
hjá okkur, en þá hringjum við þegar
við eigum leið í hverfið og spyrjum
hvort megi færa viðkomandi eitt-
hvað í leiðinni. Þessi þjónusta hefur
mælst mjög vel fyrir og við eigum
þúsundir ánægðra viðskiptavina út
um allt land,“ segir Rúnar. „Fastir
viðskiptavinir okkar bíða oftast eftir
því að við hringjum í þá en við tök-
um líka á móti pöntunum frá klukk-
an 8 – 22 mánudaga til fimmtudaga
og frá 8 - 16 á föstudögum í síma
567 7040. Við höfum líka komið
okkur upp heimasíðu www.hagfisk-
ur.is þar sem hægt er að panta og
finna góðar uppskriftir að fiskrétt-
um. Þessa dagana erum við með sér-
stakt tilboð til fastra viðskiptavina
okkar, þeir sem beina til okkar nýj-
um viðskiptavinum fá sendan pakka
með 10 sjávarréttabökum við fyrstu
pöntun þeirra.“
Þægileg þjónusta og
góður matur
Fríða Björnsdóttir, blaðamaður er
einn viðskiptavina Hagfisks.
„Mér finnst þessi þjónusta sérstak-
lega þægileg og fiskurinn frá þeim
alltaf mjög góður. Ég kaupi mest af
rækjum í salat, og laxi og silungi
sem ég set á grillið. Marineraði sil-
ungurinn er í miklu uppáhaldi hjá
mér, við setjum hann í álþynnu á
grillið og berum fram með hrásalati,
kartöflum og sósu. Þetta er frábær
matur, hollur, bragðgóður og fljót-
legur. Ég var að fá uppskrift að ein-
faldri og góðri fiskisúpu frá vinkonu
minni og hún verður prófuð næst.
Ég er alveg ófeimin við að benda
vinum og kunningjum á þjónustuna
hjá Hagfiski. Það er hringt í mig
reglulega þegar verið er að keyra út
í hverfið en það er engin kvöð að
versla í hvert skipti. Það er aldrei
neinn þrýstingur af þeirra hálfu og
maður pantar bara þegar manni
hentar og pöntunin birtist við úti-
dyrnar.
Besti kosturinn er samt sá að maður
getur alltaf fullkomlega treyst því að
fiskurinn sem maður fær er fyrsta
flokks.“
Fiskisúpa Jóhönnu:
1 lítill skötuselshali
1 laxaflak
1 ýsuflak
2 bollar rækjur
1/2 lítill laukur
50 g smjör
2 lítrar fisksoð
1 fiskiteningur frá Knorr
1 dl þurrt hvítvín eða mysa
1 dl rjómi (má vera meira)
salt, hvítur pipar, fennel og stein-
selja eftir smekk.
Laxinn er roðdreginn og skötusel-
urinn hreinsaður og skorinn í bita.
Roðið af laxinum og brjóskið og
roðið af skötuselnum er soðið í
15- 20 mínútur í u.þ.b. 2 l af létt-
söltu vatni. Soðið er síað vel.
Laukurinn er sneiddur í þunnar
sneiðar og steiktur í smjörinu á
pönnu þar til hann er glær.
Fisksoðið og laukurinn er sett í
pott og suðan látin koma upp. Þá
er fiskiteningurinn mulinn út í
soðið og það síðan kryddað með
salti, hvítum pipar og fennel að
vild. Fiskbitunum er bætt út í og
súpan látin sjóða við vægan hita í
u.þ.b. 5-8 mínútur, en þá er
hvítvíni og rjóma bætt út í.
Þegar súpan hefur verið bragð-
bætt að vild er rækjunum bætt út
í (þær eiga ekki að sjóða) og að
síðustu skreytt með fínsaxaðri
steinselju.
Fiskisúpan er borin fram með
góðu brauði (t.d. ólívu- eða
tómatabrauði), smjöri og pestó.
Hágæðavara heim á hlað
„Maður getur alltaf treyst því að fiskurinn er fyrsta flokks,“ segir Fríða.
Auglýsing
ÆVISKEIÐIN eru þrjú, líkt og
kaflarnir á ferli málarans Sveins
Björnssonar (1925-1997), viðfangs-
efni Málarans og sálmsins hans um
litinn (’01), heimildarmyndar með
leiknu ívafi eftir Erlend Sveinsson,
son listamannsins. Alþýða þessa
lands þekkti sjálfsagt ekkert of mik-
ið til þessa svipmikla listmálara og
verka hans, hvað þá manninn bak við
nafnið. Hann var einnig rannsókn-
arlögreglumaður í Hafnarfirði
lengst af starfsævinnar og var það
upphaflegt ætlunarverk Erlendar að
gera kvikmynd um andstæðurnar í
lífi Sveins; listamanninn og lögreglu-
manninn. Til þess gafst ekki tími,
þess í stað er nú fullgerð mynd sem
fjallar að mestu leyti um átök lista-
mannsins við að endurnýja sig og
búa undir þriðja kaflann á málara-
ferlinum er hann kúvendir í formi í
þriðja sinn.
Sveinn starfaði sem ungur maður
til sjós, það umhverfi mótaði hann
sem listmálara og var meginvið-
fangsefnið eftir að Sveinn hélt til
starfa í landi. Því fór fjarri að menn
kokgleyptu kraftmikil verk hans í
fyrstu, þau voru hinsvegar löngu við-
urkennd er hann tók sig til og gjör-
breytti um stíl, lifði sig inn í heim
fantasíunnar. Þar fór á sama veg, er
sú furðuveröld forms og lita hafði
hlotið náð fyrir augum gagnrýnenda
og almennings, fannst Sveini hann
staðnaður í listi sinni og sótti enn á
ný og ögrandi mið.
Sá lokakafli er meginumfjöllunar-
efnið í Málaranum. Það upplýkst fyr-
ir áhorfandanum hversu gífurlegs
kjarks og áræðis það krefst af lista-
manni, að snúa af farsælli braut til að
gjörbylta öllu því sem búið er að
byggja upp á löngum tíma með miklu
erfiði, til að endurnýjast og fá frið í
hjartanu.
Krafturinn, liturinn og trúin, virð-
ast vera þeir aflgjafar sem knýja
áfram sköpunargleði listamannsins
Sveins Björnssonar, þeir sameinast í
óræðum verkum hans á lokakaflan-
unm á langri listamannsævi og sam-
samast í helgimyndinni sem varð alt-
aristafla litlu sveitakirkjunnar í
Krísuvík. Myndin gerist að miklum
hluta á vinnuheimili málarans í
Krísuvík. Þar er fylgst með sköpun-
inni, hvernig andinn kemur yfir lista-
manninn, eftir nokkuð hefðbundnum
farvegi – fyrir hann. Eftir góða hvíld
hefst hann handa og tekst á við að
færa sýnir og hugmyndir yfir í raun-
veruleikann. Eftir að nóttin er skoll-
in á og hann er aleinn, tæpast jarð-
neskur, með liti sína og striga í bláu
húsi úti í auðninni. Einhver hvíslar
að honum, áfram vex verkið á léreft-
inu, skyldi það vera huldukonan sem
stendur á bak við hann?
Alltént fær hann innblástur úr lit-
auðugu og firnakraftmiklu umhverf-
inu. Þá kemur ekki síður til kasta
annars listamanns, kvikmyndatöku-
mannsins Sigurðar Sverris Pálsson-
ar. Samvinna þeirra Erlendar er
löngu landskunn, hefur fært okkur
listrænni og vandaðri heimildar-
myndir en gengur og gerist. Nú
dregur Sverrir upp á sinn striga lita-
sjóðinn sem málarinn sækir í litríka
náttúru Krísuvíkur, kraftinn sem
knýr hann áfram í gufugosin og leir-
kesjuna. Atriði, líkt og það er Sverrir
beinir tökuvélinni í gegnum vaxandi
gosmökk að bifreið listamannsins á
leið til sköpunarverka í þessari dul-
úðugu veröld, segir meira en nokkur
orð.
Sjálfsagt má deila um hvort börn
eigi að reisa foreldri bautasteina,
hugsanlega skortir þau að einhverju
leyti fjarlægðina til að velja og hafna.
Ef þeir eru unnir af slíkri alúð og
einlægni sem einkennir öll verk Er-
lendar, er ekkert nema gott um það
að segja. Eftir stendur menningar-
efni og minning um mætan mann og
listamann, ómetanlegt er fram líða
stundir.
Í heimi málarans
Sæbjörn Valdimarsson
Úr kvikmyndinni Málarinn og sálmurinn hans um litinn.
KVIKMYNDIR
H á s k ó l a b í ó
Leikstjórn, handrit, gagnasöfnun,
klipping, hljóðupptaka og -setning:
Erlendur Sveinsson. Kvikmynda-
tökustjóri: Sigurður Sverrir Páls-
son. Viðbótarkvikmyndataka: Þór-
arinn Guðnason. Tónlist: Jón Leifs,
Louis Armstrong, Edward Grieg.
Heimildarmynd um listmálarann
Svein Björnsson. Huldukonan:
Helga E. Jónsdóttir. Sýningartími
118 mín. Íslensk. Kvikmyndaver-
stöðin ehf. 2001.
MÁLARINN OG SÁLM-
URINN HANS UM LITINN
SIMON Clarc heldur fyrirlest-
ur í Listaháskóla Íslands, Skip-
holti 1, í dag kl. 17.
Simon er grafískur hönnuður
og gestakennari við LHÍ um
þessar mundir. Hann útskrif-
aðist frá Glasgow School of Art
1994, og hefur meðal annars
unnið grafísk verkefni fyrir fyr-
irtækin L’oreal, Rocket,
UEFA, Inflate og Dior. Fyrir-
lesturinn verður fluttur á
ensku.
Fyrirlestur
í LHÍ
Gerðuberg
Sýning Þórunnar E. Sveins-
dóttur, Heimanmundur – vin-
samlega snertið…, sem nú
stendur yfir í Gerðubergi hefur
verið framlengd til 16. desem-
ber. Sýningin samanstendur að
mestu af bútateppum sem Þór-
unn hefur unnið fyrir nánustu
fjölskyldu og vini. „Teppin eru
ekki einungis veisla fyrir augað
heldur er nauðsynlegt að
snerta og finna efnin til að ná
hámarks upplifun,“ segir í
kynningu.
Sýning
framlengd
Gallerí Stöðlakot
Myndlistarsýningu Domin-
ique Ambroise á málverkum og
vatnslitamyndum lýkur á
sunnudag.
Sýningin er opin alla daga
frá kl. 14–18.
Sýningu lýkur