Morgunblaðið - 16.11.2001, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 16.11.2001, Qupperneq 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 33 SAMTÖK foreldra og annarra aðstand- enda samkynhneigðra eru starfandi á vett- vangi Samtakanna ’78, og hafa verið það frá 1987 með nokkr- um hléum. Óhætt er að segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan fyrstu samkyn- hneigðu einstakling- arnir komu fram á Ís- landi, og breyttir tímar frá því sem var sem hefur haft já- kvæð áhrif á líf okkar allra. Gay Pride göng- urnar í sumar og í fyrra sýna þann mikla fjölda sam- kynhneigðra og fjölskyldna þeirra, vina og ættingja sem fylltu stræti og torg hér í borg og endurspegl- uðu gleði – stolt og sýnileika og undirstrika að fjölbreytileikinn – litróf lífsins skipar æ meiri sess í okkar samfélagi. Jafnframt höfum við verk að vinna sem virkir þátt- takendur í mótun þess samfélags sem rís við upphaf 21. aldar, þ.á m. að stuðla að þekkingu og umræðu um samkynhneigð sem styrkir við- horf og réttsýni í samfélaginu. Starf okkar og markmið Við hittumst reglulega yfir vetr- armánuðina. Markmið okkar er tvíþætt: Að veita aðstandendum stuðning og einnig samkynhneigðum ást- vinum. Við deilum hvert með öðru reynslu okkar, styrk og vonum, leggjum rækt við okkur sjálf og teljum að með því séum við betur af- lögufær til að vera sterkir bakhjarlar við ástvini okkar. Einnig vinnum við að fræðslu innan okkar vébanda og út í samfélagið. Sl. vetur héldum við opna fræðslufundi einu sinni í mánuði sem leiddu til gefandi og gagnlegrar umræðu, þar sem að- standendur og samkynhneigðir áttu vettvang til að nálgast oft við- kvæm málefni. Framlag okkar á þessu hausti er opinn fræðslu- og kynningarfundur sem verður í safnaðarheimili Fríkirkjunnar laugardaginn 17. nóvember og hefst kl. 15. Við höfum mikilvægt verk að vinna til aukinnar umræðu um samkynhneigð og sýnileika sem snýr að okkar fólki og fjöl- skyldum. Af hverju er sýnileikinn mikilvægur? Það er öllum mönnum mikilvægt að lifa sáttir og með reisn í sínu umhverfi. Því vinnum við að auk- inni þekkingu á samkynhneigð og teljum mikilvægt að fólk átti sig á því að málefni samkynhneigðra snerta mjög marga í samfélaginu. En hversu marga? Við getum ekki sagt það með vissu, en fræðin um allan heim segja að 10-15% mann- kyns séu samkynhneigðir. Ég ætla að gefa mér hófsöm líkindi og beita einfaldri tölfræði til að skoða það nánar út frá íslenskum að- stæðum og miða við mannfjölda um sl. áramót. Segjum að samkynhneigðir séu 5% þjóðarinnar, þ.e. u.þ.b. 14.168 einstaklingar. Reiknum með að 15% samkynhneigðra eigi eitt barn, u.þ.b. 2.125 einstaklingar. Tveir foreldrar standa á bak við hvern samkynhneigðan, u.þ.b. 28.336 einstaklingar. Eina systur/ bróður reiknum við hverjum sam- kynhneigðum, u.þ.b. 14.168 ein- staklingar. Varlega áætlað á hver samkynhneigður eina ömmu/afa, u.þ.b. 14.168 einstaklingar. Þetta gerir samtals u.þ.b. 72.965 einstak- lingar. Þetta dæmi sýnir að samkyn- hneigðir og þeirra allra nánustu aðstandendur eru rúmlega 25% allra Íslendinga, og það mjög vægt reiknað. Þá eru ekki taldir föð- urbræður og móðursystur sam- kynhneigðra, systkinabörn, frænd- ur, frænkur, bekkjarfélagar, vinir, nábúar og vinnufélagar. Þegar allt er talið, hvað eru mörg prósent eftir af þjóðinni sem samkyn- hneigð snertir ekki á einhvern hátt? Það er ástæða til að hvetja til þess að samkynhneigðir séu sýni- legir í samfélaginu og að samfélag- ið viðurkenni mannauð sinn í öllum fjölbreytileika sínum. Það er mik- ilvægt að samfélagið þekki og við- urkenni fjölbreytileika fjölskyldu- forma. Hér á landi á enginn að vera eyland einangraður í einsemd frá samfélagi manna. Það er óhollt og heilsuspillandi. Því er mikil- vægt að allir fái að njóta sín eins og þeir eru, þess vegna eru sýni- leiki og viðurkenning mikilvægir þættir. Við upphaf 21. aldar erum við að leggja grunn að framtíðarsam- félagi okkar þar sem allir eiga sinn sess – það á að vera samfélag fjöl- breytileikans þar sem allir fá notið sín. Við, foreldrar og aðrir að- standendur samkynhneigðra, erum þátttakendur í þeirri uppbyggingu og munum leggja okkar hornstein í þann grunn sem standa mun til frambúðar. Þar mun engin mann- eskja vera eyland heldur sýnileg eins og hún er því framtíðarsam- félagið þarf á okkur öllum að halda. Samkynhneigð og fjöl- skyldan – enginn er eyland Harpa Njáls Fjölskyldumál Við teljum mikilvægt, segir Harpa Njáls, að fólk átti sig á því að mál- efni samkynhneigðra snerta mjög marga í samfélaginu. Höfundur er félagsfræðingur og leiðir starf foreldra og annarra aðstandenda samkynhneigðra. Gísli Gu›jónsson tengist mörgum frægustu dómsmálum sí›ustu áratuga. Einstæ› bók um ótrúlega atbur›i og sálarlíf persóna sem dvelja saklausar í fangelsi e›a játa á sig fjöldamor› – sem flær hafa ekki frami›. Falskar játningar og fjöldamor› Anna Hildur Hildibrandsdóttir Baráttuma›ur réttlætis Sími: 591 4000 Fax: 591 4040 E-mail: avis@avis.is - Knarravogur 2 - www.avis.is Bíll í A-flokki kr. 2.999,- á dag Opnunartilboð Verið velkomin Avis mæli r með Opel Við erum flutt að Knarravogi 2 Ótakmarkaður akstur, tryggingar og skattar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.