Morgunblaðið - 16.11.2001, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 35
ur nokkur
ru í stöð-
g hefur til
plýsinga-
með nýrri
t að fylgj-
ði undan-
verið var
arfræðum
ð Reykja-
ma-nám í
hófst
árið 1996
. Í haust
nnumála-
og starfs-
verið vin-
nar en á
álafræðin.
phafi
ð deildina
mandi við
fnuð. „Ég
ð stofnun
rúi nem-
andi upp.
„Ég hef verið að leita að ávarpinu en
finn það ekki og ég er reyndar ekk-
ert viss um að ég vilji endilega finna
það!“ Sem deildarforseti hefur Ólaf-
ur enga kennsluskyldu en hyggst þó
kenna námskeið eftir áramótin til að
missa ekki tengslin við nemendur
sína.
„Það sem mér finnst standa upp
úr á þessum tímamótum er sú ótrú-
lega gróska og vöxtur sem hér hefur
átt sér stað. Þetta sést skýrast á
nemendafjöldanum. Mér hefur einn-
ig fundist mjög áberandi á þessum
tíma sú stóraukna áhersla sem hefur
verið lögð á rannsóknastarfsemi.
Það er mjög gaman að fylgjast með
því hvað rannsóknir eru blómlegar í
öllum greinum og útgáfa mikil und-
anfarin ár.“
Húsnæðisskortur
tilfinnanlegur
Þegar litið er til framtíðar segir
Ólafur helsta vandann vera húsnæð-
isskort, en til margra ára hefur fé-
lagsvísindadeild deilt Odda með við-
skipta- og hagfræðideild en báðar
hafa vaxið hratt undanfarin ár.
„Þrengslin eru óhjákvæmilegur
fylgifiskur þeirrar velgengni sem
deildin hefur átt að fagna,“ segir
Ólafur. „Nú er svo komið að starf-
semin er búin að sprengja þetta
góða hús utan af sér. Oddi hýsir nú
um 2.700 nemendur af þeim ríflega
7.000 sem stunda nám í háskólanum.
Allir kennarar hafa ekki skrifstofu-
aðstöðu í byggingunni en það er
mjög mikilvægt að svo sé til að geta
myndað góðan starfsanda. Með efl-
ingu á framhaldsnámi er ljóst að
aukið húsnæði vantar fyrir það. Ég
legg mikla áherslu á það að á þessu
verði gerðar úrbætur sem fyrst.
Sambúðin við viðskipta- og hag-
fræðideild hefur gengið mjög vel og
margir kennarar kæmu til með að
sakna þess ef þær yrðu fluttar sín í
hvort húsnæðið.“
Ólafur bindur vonir við þá miklu
uppbyggingu sem fyrirhuguð er í
tengslum við háskólann, bæði há-
skólatorg og vísindagarða. Þar væru
menn að ræða um nýjar fjármögn-
unarleiðir sem vonandi yrði til þess
að hægt yrði að reisa nýjar bygg-
ingar sem fyrst.
Forsetanum færð bókagjöf
Háskólinn og viðskipta- og hag-
fræðideild áttu einnig stórafmæli í
haust svo ákveðið var að slá afmæl-
isveislu félagsvísindadeildar á frest
þar til nú. Frá því á laugardag hafa
verið ýmsar uppákomur, opnaður
var endurbættur vefur deildarinnar
svo og sögusýning í Odda sem nefn-
ist „Brot úr sögu félagsvísindadeild-
ar“. Þá hefur verið efnt til málstofa,
fyrirlestra og námskynningar og í
gær var forseta Íslands, Ólafi Ragn-
ari Grímssyni, færð vegleg bókagjöf
frá deildinni í tilefni afmælisins.
Gjöfin sú inniheldur að sjálfsögðu
mikinn fróðleik um félagsvísindi og
rannsóknir þeim tengdar.
laðið/Golli
lands.
ð
m-
ds
unna
ni
að að við
óa fé-
ngið vel.
ð eiga
m að
rseti fé-
gamni
ar hann
kæmi að Bessastöðum myndi hann
hlýða honum yfir úr bókunum, þar
sem forsetinn hefði á árum áður
verið þekktur í deildinni fyrir
munnleg próf. Forsetinn sagðist
ekki kvíða því, enda yrði það ekki
fyrsta sinn sem fólki væri hlýtt yfir
að Bessastöðum þar sem kennslu-
stofur voru fyrr á árum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
etanum bókagjöfina ásamt deildarráði en í því
hallsson, Guðný Björk Eydal, Jóhanna Gunn-
igurður Júlíus Grétarsson.
EKKI er reiknað með aðdraga muni til stórtíðindaá fyrsta landsfundi Sam-fylkingarinnar sem hefst í
dag en flestir búast þó við líflegum
umræðum og jafnvel talsverðum
átökum um Evrópumál. Þá hefur
talsvert hitnað í kolunum innan
flokksins síðustu daga vegna um-
deildra tillagna sem komið hafa fram
um breytingu á nafni Safmylkingar-
innar. Ekki verður annað ráðið af
samtölum við fjölda Samfylkingar-
manna en að þrátt fyrir talsverðan
óróleika vegna stöðu Samfylkingar-
innar og forystumála hennar muni
sú óánægja ekki brjótast fram á
fundinum.
Fæstir gera ráð fyrir að miklar
breytingar verði gerðar á æðstu for-
ystusveit Samfylkingarinnar. „For-
ystan mun þó eflaust fá sinn skerf af
gagnrýni, sem er í sjálfu sér eðlilegt
á landsfundi,“ segir einn viðmæl-
enda.
Talið er næsta víst að Össur
Skarphéðinsson formaður og Mar-
grét Frímannsdóttir varaformaður
verði bæði endurkjörin í embætti án
mótframboðs á fundinum. Margrét
sagði í samtali við blaðið í gær að hún
reiknaði með að hún myndi gefa
áfram kost á sér til varaformennsku.
„Það hefur verið óskað eftir því við
mig og ég býst við að verða við því,“
segir hún.
Kosinn verður nýr ritari flokksins
í stað Steinunnar V. Óskarsdóttur
borgarfulltrúa sem gefur ekki kost á
sér og telja má víst að spennandi
kosningar fari fram til embættis for-
manns framkvæmdastjórnar í stað
Ágústs Einarssonar prófessors, sem
ekki gefur kost á sér. Þá hafa margir
sýnt áhuga á að komast í fram-
kvæmdastjórn, mun fleiri en pláss er
fyrir, því kjósa á sex fulltrúa í tólf
manna framkvæmdastjórn Samfylk-
ingarinnar. Er þegar hafinn undir-
búningur og þreifingar
fyrir þá kosningu.
Ummæli Svanfríðar
Jónasdóttur alþingis-
manns lýsa viðhorfi
margra viðmælenda en
hún segist í samtali við
blaðið ekki skynja óróleika í kring-
um forystu Samfylkingarinnar, þótt
annað megi ætla af umræðu í fjöl-
miðlum. „Það var mjög erfið um-
ræða eftir hina fráleitu DV-könnun
og það er erfitt fyrir stjórnmálaflokk
að láta taka sig af lífi aftur og aftur
vegna illa unninnar skoðanakönnun-
ar. En það kom síðan í ljós ítrekað
hjá Gallup að við erum á svipaðri
siglingu og við höfum verið allt árið
eða upp undir og í kringum 20%.
Mér finnst að þessi erfiða umræða
hafi frekar þjappað fólki saman en
hitt en ég óttaðist hið öndverða,“
segir Svanfríður.
„Því er ekki að leyna að það er
undiralda í flokknum vegna þess að
við fáum jafnlítið í könnunum og
raun ber vitni. Ég held að tónninn sé
samt sem áður sá, að menn þoli ekki
miklar og róttækar breytingar á
fyrsta starfsári nýs flokks,“ sagði
annar viðmælandi.
Gullni þríhyrningurinn
Forysta Samfylkingarinnar hefur
lagt fram drög að stjórnmálaályktun
landsfundarins. Þar er höfuðáhersla
lögð á hinn „gullna þríhyrning“ sem
megininntakið í samfélagssýn jafn-
aðarmanna til framtíðar sem byggist
á kröftugri menntastefnu, framsýnni
efnahagsstefnu og góðri velferðar-
þjónustu.
„Eitt af verkefnum flokksins er að
treysta stoðir atvinnulífsins í land-
inu. Eins og málum er nú komið
verður það ekki gert nema með því
að hefja á ný þríhliða samstarf
stjórnvalda, atvinnulífs og samtaka
launafólks, sem núverandi ríkis-
stjórn hefur markvisst brotið niður
en reyndist farsælt í upphafi síðasta
áratugar sem grunnur að góðærinu.
Stöðugleika verður ekki náð að nýju
nema í nánu samráði við samtök
launafólks,“ segir í drögunum.
Stór eða lítil skref í átt að
Evrópusambandinu?
Ljóst er orðið að landsfundar-
fulltrúar muni ekki komast hjá því að
takast á við spurninguna um hversu
skýra og ákveðna afstöðu Samfylk-
ingin eigi að taka varðandi aðildar-
umsókn að ESB. Mikil umræða hef-
ur farið fram um þessi mál á
vettvangi flokksins og var fimmtán
sérfræðingum og fulltrúum á vegum
hans falið að gera úttekt á samnings-
markmiðum Íslands við hugsanlega
aðildarumsókn að ESB. Hafa niður-
stöður þeirra nú verið gefnar út í
sérstakri bók fyrir landsfundinn.
„Það er alveg ljóst í mínum huga
að við getum nú tekið fleiri skref, en
hversu mörg þau verða, því þarf
landsfundurinn að
svara,“ segir Bryndís
Hlöðversdóttir alþingis-
maður.
„Nú þegar þessar
upplýsingar liggja á
borðinu hljótum við að
taka næsta skref. Að minni hyggju
styttist óðum í að við samþykkjum
að Ísland láti reyna á aðildarum-
sókn. Hvort sem það skref verður
tekið að fullu á þessu þingi eða ekki
þori ég ekki að segja um,“ segir Guð-
mundur Árni Stefánsson.
Ekki er mælt með að tekið verði af
skarið og sótt um aðild að ESB í
drögum að stjórnmálaályktun lands-
fundarins. Þar segir að landsfundur
feli Samfylkingunni að vera málsvari
Evrópusamstarfs sem miði að því að
nýta kosti samningsins um Evr-
ópska efnahagssvæðið til fulls og
knýja á um endurbætur á honum.
„Jafnframt verði haldið áfram um-
ræðu og kynningu á kostum og göll-
um aðildar Íslands að Evrópusam-
bandinu, svo og þeim samnings-
kröfum sem Evrópuúttekt Samfylk-
ingarinnar telur að ganga þurfi að
sæki Ísland um aðild að Evrópusam-
bandinu,“ segir þar.
Ungir jafnaðarmenn vilja hefja
aðildarviðræður við ESB
Ungir jafnaðarmenn eru í farar-
broddi þeirra sem vilja að flokkurinn
taki skrefið til fulls og kveði skýrt á
um að sækja beri um aðild að ESB.
Hafa þeir lagt fram tillögu fyrir
landsfundinn, sem gengur mun
lengra en stjórnmálaályktunin um
að Samfylkingin hafi það á stefnu-
skrá sinni að hefja beri aðildarvið-
ræður við Evrópusambandið. „Sam-
fylkingin á að taka forystu í
Evrópumálum eins og allir aðrir
jafnaðarmannaflokkar Evrópu hafa
gert. Samfylkingin þarf sömuleiðis
sérstöðu í augum kjósenda og væri
ESB-málið því kjörið fyrir flokkinn.
Gerum ekki þau mistök að bíða of
lengi. Höfum skilaboðin skýr,“ segir
Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður
Ungra jafnaðarmanna, í ritstjórnar-
grein í vefriti Ungra jafnaðarmanna,
pólitík.is, í gær.
Nokkrir nefndir í embætti for-
manns framkvæmdastjórnar
Engin formleg framboð voru kom-
in fram í gær til þeirra embætta sem
kosið verður í á fundinum. Fram-
boðsfrestur í embætti formanns
rennur út á föstudagskvöld, frestur
til að skila inn framboðum til vara-
formanns rennur út klukkan tíu á
laugardag og framboðsfrestur vegna
formanns framkvæmdastjórnar
klukkan tvö sama dag. Meðal nafna
sem nefnd hafa verið um þá sem talið
er að muni sækjast eftir eða hafi hug
á að gefa kost á sér við kosningu í
embætti formanns framkvæmda-
stjórnar eru Ása Richardsdóttir,
starfsmaður á skrifstofu Samfylk-
ingarinnar, Stefán Jón
Hafstein fjölmiðlafræð-
ingur, Hervar Gunnars-
son, formaður Verka-
lýðsfélags Akraness,
Jóhann Geirdal bæjar-
fulltrúi, Mörður Árnason
íslenskufræðingur, Helgi Hjörvar,
forseti borgarstjórnar, og Magnús
Norðdahl lögfræðingur.
Umdeildar tillögur um breytingar
á nafni Samfylkingarinnar endur-
spegla að nokkru óróleika innan
flokksins en fæstir virðast þó þeirrar
skoðunar að landsfundurinn muni
breyta flokksheitinu þegar á reynir.
„Ég hef ekki trú á að það verði
breyting þar á,“ segir Guðrún Ög-
mundsdóttir þingmaður. Samkvæmt
heimildum blaðsins hefur hitnað
verulega í kolunum innan Samfylk-
ingarinnar vegna þessa máls undan-
farna daga. Sumir gagnrýna harð-
lega að verið sé að vekja máls á
nafnabreytingu á þessari stundu,
það muni aðeins skyggja á málefna-
umræðu og vekja úlfúð. Í gær voru
komnar fram fjórar tillögur til lands-
fundarins um breytingar á nafni
flokksins. Þingmennirnir Guðmund-
ur Árni Stefánsson og Lúðvík Berg-
vinsson leggja til að Samfylkingunni
verði gefið heitið: Samfylkingin-
Jafnaðarmannaflokkur Íslands, en
það er hið gamla viðskeytisnafn Al-
þýðuflokksins. Jóhann Geirdal bæj-
arfulltrúi, sem kemur úr röðum Al-
þýðubandalagsmanna, leggur á móti
til að í stað nafnsins Samfylkingin
komi Alþýðubandalagið. Ýmsir líta á
tillögu Ástu R. Jóhannesdóttur al-
þingismanns sem tilraun til mála-
miðlunar í nafnamálinu en hún legg-
ur til nafnið: Samfylkingin-Jafnaðar-
flokkurinn. Þá hefur Hólmfríður
Garðarsdóttir, fyrir hönd hóps
kvenna í Samfylkingunni, lagt til
nafnið Samfylkingin – kvenfrelsis-,
alþýðu- og jafnaðarmannaflokkur
Íslands.
Skiptar skoðanir eru einnig um
skipulag flokksins og fyrirkomulag
við kjör forystu Samfylkingarinnar.
Óskar Guðmundsson blaðamaður
hefur lagt fram lagabreytingu fyrir
landsfundinn þess efnis að formaður
og varaformaður flokksins verði
framvegis kosnir almennri póstkosn-
ingu allra flokksmanna. Þessi aðferð
var viðhöfð þegar fyrsti formaður
Samfylkingarinnar var kosinn en
samkvæmt núgildandi lögum eru
formaður og varaformaður kosnir á
landsfundi.
Ekki er heildur reiknað með logn-
mollu við umræður um umhverfis-
mál og auðlindanýtingu. Í drögum að
stjórnmálaályktun er lagt til í sam-
ræmi við fyrri yfirlýsingar flokksins
að beðið verði með að taka afstöðu til
Kárahnjúkavirkjunar þar til ferli
umhverfismats er lokið. „Lands-
fundur Samfylkingarinnar vill auka
útflutningstekjur, m.a. með há-
tæknivæddri stóriðju sem rekin er í
sátt við náttúru, alþjóð-
legar skuldbindingar og
án árekstra við mannlíf í
landinu,“ segir þar.
Í kafla um utanríkis-
mál er m.a. lýst stuðn-
ingi við grundvallar-
stefnu íslenska ríkisins í utan-
ríkismálum sem mótist af þjóðar- og
öryggishagsmunum okkar. „Hún
hefur ekki síst falist í Norðurlanda-
og Evrópusamvinnu, þátttöku í
starfi Sameinuðu þjóðanna og Atl-
antshafsbandalagsins. Þessir þættir
hennar eru enn í fullu gildi,“ segir
þar. Vikið er að baráttunni gegn
hryðjuverkum og síðan segir: „Í ljósi
alþjóðlegrar samstöðu um baráttu
gegn hryðjuverkum og hryðjuverka-
samtökum hvetur fundurinn til þess
að Sameinuðu þjóðirnar verði efldar
til þess að gegna lykilhlutverki í
stjórnun og samræmingu aðgerða
sem miða að því að kippa fótunum
undan starfsemi hryðjuverkamanna
hvarvetna í heiminum.“
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Undirbúningur fyrir landsfundinn var í fullum gangi á skrifstofu Samfylkingarinnar síðdegis í gær.
Búist við miklum umræðum um ESB á landsfundi Samfylkingar
Tekist á um Evrópu-
mál og nafn á flokkinn
Evrópumál verða
ofarlega á baugi á
landsfundi Samfylking-
arinnar sem hefst í dag.
Er búist við talsverðum
átökum um hvort tíma-
bært sé að hefja aðild-
arviðræður að ESB
eða ekki. Ómar Frið-
riksson segir að ekki
sé reiknað með
miklum breytingum
á forystusveitinni.
Hitnar í kolum
vegna tillagna
um nafna-
breytingu
Umræða um
stöðu flokks-
ins þjappað
fólki saman