Morgunblaðið - 16.11.2001, Síða 38
UMRÆÐAN
38 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
H
ingað til hefur verið
talað um að dauð-
inn og skattarnir
séu hið eina óum-
flýjanlega, en nú
fer að líða að því að í staðinn megi
setja endurtalningu í Flórída og
sigur Bush. Í vikunni bættist enn
ein endurtalning síðustu forseta-
kosninga Bandaríkjanna við allar
fyrri endurtalningar og má telja
víst að fleiri fylgi í kjölfarið enda
ekki nema ár liðið frá því George
W. Bush bar sigur af hólmi í for-
setakosningunum í Bandaríkj-
unum. Eins má telja víst að Bush
sigri einnig í öllum þeim talningum
sem eftir eru, en þrátt fyrir lítinn
atkvæðamun og fjölda talninga
hefur hverri einustu endurtaln-
ingu lokið með sigri Bush. Þetta
ætti eitt og sér að þykja meðal
þess merkilega við kosningarnar,
þótt það hafi
ekki megnað að
verða til þess að
allar efasemda-
raddir um rétt-
mæti sigurs
Bush hafi þagn-
að.
Ekki hefur aðeins verið talið af
kappi í Flórída síðasta árið heldur
líka talað og skrifað. Eitt af því
áhugaverða sem skrifað hefur ver-
ið er bókin At Any Cost: How Al
Gore Tried to Steal the Election,
eða Hvað sem það kostar: Hvernig
Al Gore reyndi að stela kosning-
unni, eftir Bill Sammon. Höfund-
urinn er blaðamaður og fjallar um
málefni forsetaembættisins fyrir
Washington Times og var þess
vegna sendur til Flórída eftir að
Gore hætti við að gefast upp á
kosninganóttina og hóf umtöl-
uðustu málaferli Bandaríkjanna á
síðari árum. Ja, að minnsta kosti
frá því réttað var yfir O.J. Simp-
son.
Bókin leiðir lesandann í gegnum
kunnuglega söguna, en bætir þó
vitaskuld heilmiklu við og tengir
saman atburði, þannig að myndin
af atburðarásinni verður heil-
steyptari eftir lesturinn. Greini-
legt er einnig að höfundurinn hef-
ur góðan aðgang að þeim mönnum
sem voru í eldlínunni.
Titill bókarinnar er býsna
krassandi og augljóst að höfund-
urinn hefur ekki samúð með mál-
stað Gores, en í bókinni er líka
rækilega rökstutt hvers vegna höf-
undur telur Gore eiga þennan dóm
skilinn. Hann fer ekki leynt með
að hann telur Gore ganga óvenju-
langt til að ná pólitískum mark-
miðum sínum og að engum séu
grið gefin í þeirri baráttu. Eitt
fórnarlambanna hafi þannig verið
kosningaréttur bandarískra her-
manna erlendis. Vitað var að mikill
fjöldi bandarískra hermanna sem
dvelur erlendis greiðir atkvæði ut-
an kjörstaðar í Flórída og að
meirihluti þessara hermanna
studdi Bush. Þegar slagurinn eftir
kosningar byrjaði var eitt af for-
gangsverkefnum Gores að sem
fæst þessara atkvæða yrðu talin
en sem flest gerð ógild. Ekki er
hægt að fara í smáatriðum út í
þessar tæknilegu þrætur hér en
niðurstaðan varð sú að lögmenn
Gores fögnuðu mikið þegar þeim
tókst að ógilda á annað þúsund
þessara utankjörfundaratkvæða.
Annað forgangsverkefni Gores
var að fá endurtalningu á hluta at-
kvæða í fjórum völdum sýslum þar
sem vitað var að Gore átti mikinn
stuðning. Í heild eru sýslurnar 67.
Því var haldið fram að talninga-
vélar hefðu ekki talið rétt og þetta
yrði að leiðrétta með handtalningu
á þeim seðlum sem vélarnar töldu
ekki. Í raun var þetta helsta deilu-
og kæruefnið í þá 36 daga sem liðu
frá því Gore tapaði kosningunni
fyrst og þar til hann játaði sig sigr-
aðan, 13. desember. Þetta var degi
eftir að hæstiréttur Bandaríkj-
anna hafði með sjö atkvæðum
gegn tveimur komist að sömu nið-
urstöðu og lögmenn Bush höfðu
allan tímann haldið fram, þ.e. að
það bryti gegn stjórnarskránni að
telja sum atkvæði á einn hátt en
önnur á annan.
Vandinn var nefnilega sá, og úr
því varð hinn mesti farsi, að engin
ein regla var til um hvernig telja
bæri atkvæðaseðlana í höndunum.
Og það var ekki nóg með að reglur
væru ólíkar milli sýslna, þær
breyttust klukkustund frá klukku-
stund innan einstakra sýslna!
Þetta stafar ekki af því að ekki hafi
verið til reglur heldur af því að
þær voru túlkaðar með ólíkum
hætti og að þeim var breytt.
Í bókinni er fjallað um hina
frægu flipa sem kjósandi átti að
þrýsta út úr kjörseðlinum. Sumum
kjósendum tókst ekki að gera
þetta almennilega og þá urðu til
ýmis afbrigði þessara flipa; flipi
sem ljós gat skinið fram hjá, flipi
með bungu, óléttur flipi, flipi sem
fastur er í þremur hornum, tveim-
ur hornum, og svo framvegis. Gore
hentaði að túlkunin yrði sem rúm-
ust og að helst yrðu öll för á flipum
talin sem atkvæði. Þess vegna
urðu deilur um þetta atriði svo
magnaðar. Eitt höfuðatriði kosn-
inga er hins vegar að reglur séu
settar fyrir kosningar og að þeim
sé aldrei breytt eftir kosningar.
Það að telja valinn hluta at-
kvæðanna í völdum sýslum með
þeim hætti sem hentaði öðrum
frambjóðandanum gat vitaskuld
ekki gengið og þess vegna var sú
viðleitni á endanum stöðvuð.
Bush hefur orðið ofan á í taln-
ingum á Flórída, bæði í opinberum
talningum og talningum fjölmiðla
eftir að úrslitin lágu fyrir. Þrátt
fyrir þetta hefur umræðan um
kosningarnar verið heldur andsnú-
in Bush og virðist sem margir velji
að nefna helst til sögunnar það
sem kemur Bush illa og Gore vel.
Þótt sumir vilji helst láta telja ógilt
atkvæði sem finna mætti út að
stuðningsmaður Gores hefði ógilt,
hefur þeim ekki þótt ástæða til að
gera mikið úr því að líklega tapaði
Bush um tíu þúsund atkvæðum áð-
ur en kjörstöðum var lokað. Vissu-
lega á ekki að telja þau atkvæði
með sem ekki voru greidd, ekki
frekar en ógildu atkvæðin, en
menn mættu þó hafa í huga að fjöl-
miðlar hlupu á sig og lýstu Gore
sigurvegara í Flórída áður en kjör-
stöðum hafði verið lokað í þeim
sýslum sem Bush átti mest fylgi.
Þetta er í norðvesturhluta Flórída,
en þar er annað tímabelti en á
skaganum sjálfum og þessi ótíma-
bæra og ranga tilkynning þýddi að
mjög dró úr kjörsókn. Þetta kost-
aði Bush sem sagt að öllum lík-
indum um tíu þúsund atkvæðum
meira en Gore. Hefði Bush fengið
þessi tíu þúsund atkvæði hefði
ekki verið þörf fyrir neina af þeim
endurtalningum sem fram hafa
farið síðan.
Sama
sagan
Hvað sem það kostar: Hvernig Al Gore
reyndi að stela kosningunni, er athygl-
isverð bók um forsetakosningarnar í
Bandaríkjunum.
VIÐHORF
eftir Harald
Johannessen
haraldurj@
mbl.is
SYKURSÝKI af
tegund 2, sem stundum
er kölluð fullorðinssyk-
ursýki, er vaxandi
vandamál í hinum vest-
ræna heimi. Árið 1995
var áætlað að um 135
milljónir manna væru
með sykursýki af teg-
und 2 og að árið 2025
yrði þessi tala komin í
um 300 milljónir. Hér á
landi greinist nú um
það bil einn Íslending-
ur á dag með sykursýki
af tegund 2. Enn hefur
ekki sést aukning á al-
gengi sjúkdómsins en
ætla má að það muni gerast á næstu
10-20 árum, einkum vegna þess að
þjóðin er að eldast og ekki síður að
þyngjast. Það hefur lengi verið vitað
að sykursýki af tegund 2 er tengd
samspili erfða og lífsvenja, s.s.
hreyfingarleysis, mataræðis og of-
fitu sem er aðaláhættuþátturinn.
Sykursýki á drjúgan þátt í veik-
indum, dauða, skertum lífsgæðum
og aukinni fjárhagslegri byrði
einstaklinga og samfélags. Það er
því mikilvægt að leita allra leiða til
að fyrirbyggja, greina og meðhöndla
sykursýki. Nýjar rannsóknir sýna að
lífsvenjur fólks skipta verulegu máli,
annars vegar í því að fyrirbyggja og
draga úr líkum á sjúkdómnum og
hins vegar við að draga úr einkenn-
um hans. Í bandarískri rannsókn þar
sem fylgst var með rúmlega 80 þús-
und konum í 16 ár greindust á tíma-
bilinu 3.300 konur með sykursýki af
tegund 2. Rúmlega 90% af þessum
tilfellum voru konur sem voru of
þungar, hreyfðu sig lítið, borðuðu
óhollan mat og reyktu. Í finnskri
rannsókn var 522 miðaldra einstak-
lingum með skert sykurþol skipt í
meðferðarhóp og samanburðarhóp.
Meðferðarhópurinn fékk reglulega
einstaklingsbundna ráðgjöf um
megrun, mataræði og hreyfingu en
samanburðarhópurinn almenna ráð-
gjöf í upphafi rannsóknarinnar. Eft-
ir tvö ár kom í ljós að meðferðar-
hópnum gekk betur að breyta á
lífsvenjum sínum og minnkaði það
líkurnar á að fá sykursýki um tæp-
lega 60%.
Það er því ljóst að ef fólki tekst að
festast ekki í eða losa sig úr viðjum
vana hreyfingarleysis og óholls mat-
aræðis dregur það verulega úr líkum
á sykursýki af tegund 2. Meira að
segja þyngdartap um 5% hefur mikil
áhrif. Heilsugæslan er í lykilaðstöðu
í að hvetja fólk til að finna sér hreyf-
ingu við hæfi og velja hollan og góð-
an mat, en ekki síst skipta ákvarð-
anir stjórnvalda miklu máli við að
skapa umhverfi og aðstæður sem
stuðla að góðum venjum almennings.
Í tilefni af Alþjóðadegi sykur-
sjúkra hinn 14. nóvember og 30 ára
afmæli sínu munu Samtök sykur-
sjúkra vekja athygli á sykursýki með
ýmiss konar fræðslu í Kringlunni
laugardaginn 17. nóvember.
Viðjar vanans og
sykursýki af tegund 2
Anna Björg
Aradóttir
Sjúkdómar
Sykursýki af tegund 2
er tengd samspili erfða
og lífsvenja, segja Sig-
urður Guðmundsson og
Anna Björg Aradóttir,
s.s. hreyfingarleysis,
mataræðis og offitu sem
er aðaláhættuþátturinn.
Sigurður er landlæknir. Anna Björg
er hjúkrunarfræðingur hjá land-
læknisembættinu.
Sigurður
Guðmundsson
Í DAG kemur Sam-
fylkingin saman til síns
fyrsta eiginlega lands-
fundar. Eitt og hálft ár
er liðið frá stofnun
flokksins og aflið unga
er að slíta barnsskón-
um. Okkar bíða mörg
spennandi verkefni við
að móta Samfylkinguna
sem nýja og öfluga
hreyfingu jafnaðar-
manna. Á lands-
fundinum skerpum við
á stefnumiðum okkar,
stingum út stefnuna
fram að kosningum og
blásum til hvassrar
sóknar.
Sérstaða
Ólgusjór stjórnmálanna er sí-
breytilegur og ný verkefni blasa við
okkur nánast daglega. Í litrófi
stjórnmálanna má segja að þrjú mál
skilgreini Samfylkinguna skýrt frá
öðrum stjórnmálaflokkum. Þau eru:
Auðlindir, Evrópa og lýðræðismálin.
Þetta eru þeir málaflokkar sem
skapa Samfylkingunni, hver með
sínum hætti, algjöra sérstöðu í ís-
lenskum stjórnmálum. Um leið fela
þessir málaflokkar í sér spurningar
og svör við helstu viðfangsefnum
samtíma okkar og nánustu framtíð-
ar.
Frumkvöðull auðlindagjalda
Samfylkingin hefur verið brim-
brjótur í baráttunni fyrir upptöku
auðlindagjalda. Stefna okkar um
auðlindir felur í sér bestu leiðina til
að koma á réttlæti við stjórnun fisk-
veiða. Hún felur í sér afnám gjafa-
kvótans gegnum fyrningu. Þeirri leið
hefur Samfylkingin rutt brautina í
íslenskum stjórnmálum. Við höldum
því ekki fram að hún sé fullkomin
lausn á vanda fiskveiðistjórnunar.
En við teljum hana bestu leiðina sem
völ er á í dag. Í henni er til dæmis að
finna bestu varnirnar gegn brott-
kasti.
Meginreglan í auðlindastefnu okk-
ar er að gjald verði æv-
inlega greitt fyrir nýt-
ingu allra takmarkaðra
auðlinda í sameign
þjóðarinnar, svo sem
fiskistofna í hafi, fall-
vatna á landi og fjar-
skiptarása í lofti. Svig-
rúmið, sem skapast
með upptöku auðlinda-
gjalda og auknu að-
haldi í ríkisfjármálum,
viljum við nýta til að
lækka skatta almenn-
ings, fyrst og fremst
tekjuskatta. Önnur
grunnregla okkar er að
réttinum til að nýta
auðlindir almennings
verði alltaf úthlutað á grundvelli
jafnræðis. Það þýðir endalok forrétt-
inda örfárra einstaklinga varðandi
útgerð á Íslandi.
Ísland og Evrópa
Við höfum sett umræðuna um
tengslin við Evrópu á dagskrá og
notað undanfarna mánuði til að skil-
greina samningsmarkmið Íslendinga
komi til viðræðna um aðild að Evr-
ópusambandinu. Sú vinna lítur nú
dagsins ljós í ritinu „Ísland í Evr-
ópu“ sem dreift verður á landsfund-
inum. Stjórnmálaflokkur sem tekur
hlutverk sitt alvarlega getur ekki lát-
ið undir höfuð leggjast að hugsa upp
á nýtt stöðu Íslands gagnvart Evr-
ópusambandinu. Sú spurning felur í
sér eitt stærsta viðfangsefni stjórn-
málanna í nútíð og náinni framtíð. Í
hana höfum við lagt mikla vinnu síð-
ustu mánuði. Nú bíður landsfundar-
ins að ákveða næstu skref.
Lýðræðið í öndvegi
Samfylkingin vill setja lýðræðið og
þróun þess í öndvegi íslenskra
stjórnmála. Við viljum gera landið að
einu kjördæmi, tryggja þannig jafn-
an kosningarétt allra og stuðla um
leið að aukinni sátt milli þéttbýlis og
dreifbýlis. Við viljum þróa milliliða-
laust lýðræði og teljum brýnt að taka
upp þjóðaratkvæðagreiðslur. Í því
efni er sérlega nauðsynlegt að
tryggja rétt þjóðarinnar til að krefj-
ast þjóðaratkvæðis þótt Alþingi og
ríkisstjórn kunni að vera annarrar
skoðunar.
Við höfum einnig lagt fram þaul-
hugsaða stefnu um að treysta betur
stöðu Alþingis gagnvart fram-
kvæmdavaldinu, sem jafnan hefur
sterka tilhneigingu til að sölsa undir
sig aukin völd. Í því skyni viljum við
stofna opnar rannsóknarnefndir á
vegum þingsins og gera því kleift að
sinna raunverulegu aðhaldi gagnvart
ráðherrum og stofnunum ríkisins. Í
sama anda eru tillögur okkar um að
lög verði sett um opnar fjárreiður
stjórnmálaflokka. Þjóðin á rétt á að
vita hvernig og hverjir fjármagna
flokkana.
Auðsköpun og velferð
Samfylkingin byggir alla sína
stjórnmálabaráttu á því að öflugt
efnahagslíf, góð velferðarþjónusta
og kraftmikil menntastefna séu sam-
ferðarmenn en ekki andstæður.
Þessi þríhyrningur myndar grunn-
inn í stefnu okkar. Hvert horn hans
hvílir á hinum. Samfylkingin er
flokkur jafnaðar og velferðar og að
sama skapi ábyrgur flokkur sem
stendur vörð um öflugt atvinnulíf.
Auðsköpun og velferð eru grunntón-
arnir í stefnu okkar
Í dag er veður til að skapa. Ég býð
alla sem telja sig samferða hugsjón-
um jafnaðarstefnunnar velkomna til
landsfundar Samfylkingarinnar sem
hefst í dag.
Siglingakort
Samfylkingarinnar
Össur
Skarphéðinsson
Stjórnmál
Samfylkingin, segir
Össur Skarphéðinsson,
er flokkur jafnaðar
og velferðar.
Höfundur er formaður
Samfylkingarinnar.