Morgunblaðið - 16.11.2001, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 39
EVRÓPUMÓTI landsliða í skák
er nú að ljúka á Spáni. Íslendingar
sendu að þessu sinni ungt lið til
keppni þar sem ýmsa af okkar
burðarásum vantar. Einnig var
sent kvennalið til keppni, skipað
þeim Hörpu Ingólfsdóttur og Al-
dísi Rún Lárusdóttur. Sú stefna
Skáksambandsins að auka veg
kvennaskákarinnar
virðist nú vera að
bera árangur, því
Harpa var nærri því
að tryggja sér áfanga
að alþjóðlegum meist-
aratitli kvenna. Hefði
hún sigrað í áttundu
umferð mótsins hefði
áfanginn verið í höfn,
en Harpa hafði fram
að því mætt sterkum
andstæðingum og
staðið sig frábærlega,
m.a. gegn stórmeist-
urum kvenna. And-
stæðingur Hörpu í
áttundu umferð var
kvennastórmeistar-
inn Elena Sedina sem
er með 2.398 stig. Þrátt fyrir góða
baráttu varð Harpa að játa sig
sigraða, en árangur hennar sýnir
engu að síður að hún er að nálgast
þann styrkleika sem þarf til að ná
alþjóðlegum meistaratitli kvenna.
Takist það er ekki að efa að fleiri af
okkar efnilegu stúlkum munu
fylgja í kjölfarið.
Íslenska karlaliðið tefldi við Alb-
aníu, sem er næsta lið fyrir neðan
okkar að stigum. Íslenska liðið
sigraði, 3-1. Hannes Hlífar, Jón
Viktor og Stefán Kristjánsson
sigruðu, en Bragi Þorfinnsson tap-
aði sinni skák. Íslenska liðið er nú í
20.-22. sæti á mótinu.
Kvennaliðið tefldi við Ítalíu.
Harpa tapaði, eins og áður segir,
en Aldís Rún náði jafntefli með
frækilegri vörn. Íslenska kvenna-
liðið er í 25.-29. sæti.
Skak.is hættir
Allt frá 1995 hafa verið fluttar
daglegar skákfréttir á Netinu,
fyrst á Skák á Íslandi og síðar á
skak.is sem Gunnar Björnsson hef-
ur haldið úti af miklum dugnaði.
Þessi fréttaflutningur hefur notið
mikilla vinsælda og í byrjun þessa
árs voru uppflettingar á skak.is um
30.000 á viku og hafa örugglega
aukist síðan þá. Nú hefur skak.is
hins vegar verið lagt niður, a.m.k.
tímabundið, þótt enn sé hægt að
fletta upp á eldra efni. Í fyrsta
skipti í tæp sex ár er því ekki dag-
legur fréttaflutningur af íslenskum
skákmálum á Netinu.
Skák á Lengjunni
Í þessari viku er skákviðureign í
fyrsta skipti á Lengjunni. Þau fé-
lög sem fá þann heiður að vera þar
fyrst skákfélaga eru Taflfélagið
Hellir og Hrókurinn, en viðureign
þeirra er ein viðureignanna í Bik-
armóti Plúsferða. Þar standa nú
yfir 8 liða úrslit. Taflfélagið Hrók-
urinn gerir nú harða hríð að Ís-
landsmeistaratitli skákfélaga og á
þar í hatrammri baráttu við Tafl-
félagið Helli og Taflfélag Reykja-
víkur.
Nú reynir á skákáhugamenn,
sem lengi hafa rætt um að fá skák-
ina inn á Lengjuna, en þetta mót er
prófraun á það hvort skákin verði
áfram inni.
Bikarmót Plúsferða
Átta liða úrslit standa nú yfir í
Bikarmóti Plúsferða. Einni viður-
eign er lokið, en þar
sigraði þrautreynt A-
lið Taflfélags
Reykjavíkur Tafl-
félag Garðabæjar
með níu vinningum
gegn þremur. Í liði
TR tefldu þeir Sævar
Bjarnason, Sigurður
Daði Sigfússon,
Benedikt Jónasson,
Björn Þorsteinsson,
Þröstur Árnason og
Júlíus Friðjónsson.
Alls ekki árennilegt
lið fyrir hin ungu og
efnilegu „tígrísdýr“ í
Garðabænum, en
fyrir TG kepptu
Kristján Guðmunds-
son, Ásgeir Þór Árnason, Jóhann
H. Ragnarsson, Björn Jónsson,
Leifur I. Vilmundarson, Jón Þór
Bergþórsson og Kjartan T. Wik-
feldt var varamaður. Í fyrri um-
ferðinni fór saman mjög góð tafl-
mennska TR-inga og að TG ætlaði
sér hugsanlega um of á móti hinum
yfirveguðu TR-ingum. TR sýndi
styrk sinn fljótt og í hálfleik var
staðan 5-1, TR í vil. TG sýndi
klærnar í upphafi síðari hálfleiks
þegar Kristán vann Sævar í mikilli
baráttuskák og Ásgeir fylgdi á eft-
ir með því að sigra Sigurð Daða.
Staðan var þá orðin 5-3 og útlitið
ekki sem verst fyrir Garðbæinga.
Reynsla TR-inga sagði hins vegar
til sín á lokasprettinum og þeir
unnu þær fjórar skákir sem eftir
voru og tryggðu sér þar með
öruggan sigur í keppninni, 9-3.
B-lið Taflfélags Reykjavíkur
mætir Skákfélagi Reykjanesbæjar
sunnudaginn 18.11. kl. 20:00 í fé-
lagsheimili TR og sama dag eigast
við Skákfélag Hafnarfjarðar og B-
sveit Hróksins á Smiðjustíg 6. Að-
alviðureign átta liða úrslitanna
verður síðan Hellir-A – Hrókur-
inn-A sem fram fer mánudaginn
19.11. kl. 20:00 hjá Helli. Áhorfend-
ur eru velkomnir.
Jóhann H. Ragnarsson
skákmeistari Garðabæjar
Jóhann H. Ragnarsson er skák-
meistari Garðabæjar eftir yfir-
burðasigur, þar sem hann sigraði
alla andstæðinga sína. Keppendur
voru 10, en lokaröð efstu manna
varð þessi:
1. Jóhann H. Ragnarsson 6 v.
2.-4. Leifur I. Vilmundarson, Sig-
urður Ingason, Lúðvík Ás-
geirsson 4 v.
5.-6. Baldur Möller, Jón Magnús-
son 3½ v.
o.s.frv.
Keppendur voru 10, en tefldar
voru sex umferðir eftir „Garða-
bæjar-Monrad“. Fyrst voru tefldar
tvær atskákir, en síðan fjórar
kappskákir. Mótið var haldið 9.-11.
nóvember í Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ.
Atskákmót Hellis 2001
hefst í kvöld
Atskákmót Hellis 2001 hefst í
kvöld. Að þessu sinni verður teflt
um helgi, en ekki á mánudags-
kvöldum eins og í fyrra. Tefldar
verða 7 umferðir eftir Monrad-
kerfi með 25 mínútna umhugsun-
artíma.
Mótið hefst föstudagskvöldið 16.
nóvember kl. 19:30 og verða þá
tefldar þrjár umferðir. Mótinu
verður fram haldið á laugardegin-
um, 17. nóvember, og hefst þá tafl-
mennska kl. 13:00 og tefldar verða
fjórar síðustu umferðirnar.
Atskákmeistari Hellis verður sá
félagsmaður sem bestum árangri
nær. Verði tveir jafnir í baráttunni
um titilinn verður teflt tveggja
skáka hraðskákeinvígi. Verði jafnt
að því loknu verður tefldur bráða-
bani. Verði fleiri en tveir jafnir
verður tefld einföld umferð, hrað-
skák. Verði enn jafnt, þá bráða-
bani. Allir velkomnir. Verðlaun:
1. verðlaun kr. 10.000
2. verðlaun kr. 6.000
3. verðlaun kr. 4.000
Þátttökugjald fyrir fullorðna er
kr. 1.000 (kr. 1.500 fyrir utan-
félagsmenn) en fyrir unglinga 15
ára og yngri er þátttökugjaldið kr.
700 (kr. 1.000 fyrir utanfélags-
menn).
Skákdeild Hauka
efnir til firmakeppni
Skákdeild Hauka heldur firma-
mót þriðjudagana 20.11. (undan-
riðlar) og 27.11. (úrslit). Mótið
hefst kl. 20 og verður teflt í fé-
lagsmiðstöð Hauka að Ásvöllum í
Hafnarfirði. Vegleg verðlaun og
allir velkomnir. Frekari upplýsing-
ar veitir Auðbergur í síma 821
1963.
Skákdeild Hauka hóf starfsemi
eftir að Skákfélag Hafnarfjarðar
var lagt niður. Þetta er annað
íþróttafélagið sem stofnar skák-
deild, en áður höfðu KR-ingar
stofnað slíka deild. Það fer að
mörgu leyti vel á því, að reka skák-
félag í tengslum við íþróttafélögin,
því búast má við töluverðum „sam-
legðaráhrifum“, svo vitnað sé til
vinsæls hugtaks við sameiningu
fyrirtækja. Þetta hefur m.a. sýnt
sig hjá Haukum, en þar sér Tafl-
félagið Hellir um vikulegar ung-
lingaæfingar á þriðjudögum klukk-
an 17:15 í Haukahúsinu á
Ásvöllum. Aðsókn að æfingunum
hefur vaxið hratt, úr átta þátttak-
endum á fyrstu æfingunni í 22 á
þeirri þriðju. Þátttaka er ókeypis.
Skákæfingar eldri félaga (20 ára
og eldri) eru alla þriðjudaga kl.
20:00 í Íþróttamiðstöð Hauka á Ás-
völlum. Allir eru velkomnir.
Harpa að nálgast
AM-styrkleika
SKÁK
L e ó n , S p á n i
6.–15.11. 2001
EVRÓPUMÓT
LANDSLIÐA
Daði Örn Jónsson
Harpa
Ingólfsdóttir
Bridsfélag Hreyfils
Hér kemur staðan hjá okkur í að-
alsveitakeppni félagsins þegar 4
kvöld af 6 eru búin.
Staða efstu sveita er eftirfarandi:
Sv. Sigurðar Ólafssonar 155
Sv. Daníels Ólafssonar 154
Sv. Birgis Kjartanssonar 145
Sv. Vina 142
Sv. Þórðar Ingólfssonar 134
Haukarnir
Akureyrarmeistarar
Haukar tveir í horni, Jónsson ann-
ar og Harðarson hinn, höfðu sigur í
aðaltvímenningi Bridsfélags Akur-
eyrar sem lauk sl. þriðjudagskvöld.
Keppnin stóð yfir í fimm vikur og
náðu Haukarnir forystu þegar liðið
var á fjórða keppniskvöld. Þeir létu
hana ekki af hendi og enduðu með
sæmilega forystu eða 0,9%. Reynir
Helgason og Örlygur Örlygsson
urðu að láta sér nægja annað sætið
eftir að hafa leitt framan af en
Sveinn Pálsson-Jónas Róbertsson
„stálu“ 3. sætinu með góðu skori í
lokaumferð. Í 4. sæti urðu kempurn-
ar Pétur Guðjónsson og Anton Har-
aldsson en Frímann Stefánsson-
Björn Þorláksson enduðu í 5. sæti.
Næsta keppni BA er þriggja
kvölda hraðsveitakeppni sem styrkt
er af veitingahúsinu Greifanum.
Spilað er á þriðjudagskvöldum í
Hamri en einnig eru spilaðir eins
kvölds tvímenningar á sunnudags-
kvöldum. Vert er að geta þess að í
Hamri fer fram Landstvímenningur
í samvinnu við breska Bridssam-
bandið og innlend félög nk. föstu-
dagskvöld. Spilamennska hefst þá
kl. 19 en annars er spilað kl. 19.30 á
hefðbundnum kvöldum Bridsfélags
Akureyrar.
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n
Alltaf á þriðjudögum