Morgunblaðið - 16.11.2001, Page 41

Morgunblaðið - 16.11.2001, Page 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 41 Á FUNDI með fiskifræðingunum Jó- hanni Sigurjónssyni og Einari Hjörleifs kom fljótlega í ljós að þeir eru við sama hey- garðshornið hvað varðar framkomu við sjómenn. Þeir rök- ræða ekki við menn, en tala við þá á ,,glærumáli“, þeas. þú mátt bera fram spurn- ingu eftir að þeir hafa lokið við að verja sín vinnubrögð með glæru. Glærufundir eru þannig að sá sem er með glæruna hefur alltaf rétt fyrir sér að eigin áliti. Fræðingarnir fara mjög létt með að svara þegar þeir eru með réttu glæruna. Og þeir vita nokk- urn veginn hvaða spurningar verða lagðar fyrir þá. Á þessum fundi kom það líka ljós. Ég hefði getað svarað flestum spurningunum sem fyrir þá voru lagðar enda setið fjöl- marga slíka fundi með fiskifræðing- um í gegnum tíðina og kannast við flest af því sem spurt var um og, ef til ætti að taka, öll svörin. En slæmt var að heyra að engin rannsókn hefur farið fram á áhrifumtog- hraða á trollin sem þeir nota í togararall- inu. Kanadamenn gerðu slíkar rann- sóknir fyrir 35 árum sem sýndu að toghraði með trolli með 120 mm möskva mátti ekki fara yfir 3,8 sjóm., þá færi trollið að ýta sjónum á undan sér. Þessi fundur líktist akademískri sjálfsfró- un, sem nemar í Há- skóla Íslands kannast vafalaust vel við. Sjó- menn eru tilbúnir til samstarfs við fiskifræðinga, en þá ætlast þeir til að hlustað sé á þeirra sjónarmið. Nema fiskifræðingar vilji sitja áfram undir því þegar á þá er minnst: ,,Við höfum ekkert betra“. Því hefur verið haldið fram að kon- ur geti gert menn vitlausa,en hverj- um hefði dottið í hug að Þorskar gætu gert eina þjóð ráðvillta. Um aldamótin 1900 rak á fjöru bænda í Garðinum á Reykjanesi þrjá netastubba. Bændur ákváðu að leggja þessi net út af Garðskag- anum. Brá svo við að þau fylltust af fiski, enda netaveiði óþekkt fyrir- brigði á Íslandi á þeim tíma. Bændur í Vogum og Njarðvík höfðu spurnir af þessu háttalagi og mótmæltu því harðlega. Upphófust þá harðvítugar deilur, þar sem þeir í innri byggðunum héldu því fram að bændur í Garðinum væru búnir að girða af gönguslóðir fiska í Faxaflóann. Fólkið í landinu tók þátt í þessum merkilegu þrætum og mér finnst að við Íslendingar séum ekki ennþá komnir að niðurstöðu í þessu gamla deilumáli. Glærufundir og fiskurinn Óskar Þórarinsson Kvótinn Sá með glæruna, segir Óskar Þórarinsson, hefur alltaf rétt fyrir sér að eigin áliti. Höfundur er skipstjóri og útgerðarmaður m/b Frár Ve 78. ÍSLENSKA á sér langa hefð sem bók- menntatunga og Ís- lendingar hafa einsett sér að viðhalda henni. Málið er þó ekki ein- ungis hluti af menning- ararfleifð sem ber að vernda aðeins á þeim forsendum heldur er hún grundvöllur dag- legra samskipta í ís- lensku nútímaþjóð- félagi. Traustur staðall íslenskunnar sem rótgróins ritmáls er sjálfsagður farvegur máluppeldis á Íslandi. Íslensk málstefna verður þó að snúast um fleira en form málsins; málkerfi, ritreglur og orðaforða. Hver er staða íslensku gagnvart ensku og öðrum málum? Íslenska er eina opinbera tungumálið á Íslandi og við erum svo lánsöm að hún er jafnframt það mál sem langflestir Íslendingar eiga að móðurmáli og kunna best. Það er fjarri því að vera náttúrulögmál að fólk geti að jafnaði notað móðurmálið í vinnunni eða lesið og heyrt móðurmál sitt í stærstu fjölmiðlum eða að lög og reglur þjóðfélagsins séu á móður- máli langflestra borgara. Eins og við vitum er það alvanalegt í löndum um allan heim að fólk neyðist, með misjöfnum árangri, til að tala annað mál en móðurmál sitt við stjórnvöld eða í vinnunni. Það hlýtur að vera markmið Ís- lendinga að geta áfram notið þeirra lífsgæða að nota íslenskuna við öll eða langflest tækifæri í daglegu lífi og starfi. Spurningin er: Hvað þurf- um við að gera og hvað getum við gert til að treysta íslenskuna í sessi sem sjálfsagt samskiptatæki á öllum sviðum? Sams konar umræða er nú uppi á öllum málsvæð- um á Norðurlöndum. Á degi íslenskrar tungu verður sett ráð- stefna í Finnlandi á vegum ráðgjafarnefnd- ar um norræna mál- stefnu (nefndin starfar á vegum Norrænu ráð- herranefndarinnar). Ný skýrsla um ís- lensku og aðstæður í íslensku málsamfélagi verður kynnt á ráð- stefnunni, ásamt sam- bærilegum skýrslum frá hinum norrænu málsvæðunum. Jafn- framt eru aðstæður í þessum mál- samfélögum bornar saman. Í norrænum athugunum koma einkum fram þrjár ástæður fyrir því þegar fólk kýs ensku fremur en móðurmál sitt. Hin fyrsta er aug- ljósust og kemur oftast fram; hag- kvæmni. Fyrirtæki halla sér að ensku til að auðvelda alþjóðleg sam- skipti. Önnur ástæða, sem fram kom, en var reyndar ekki algeng, varðar táknrænt gildi eða virðingu (enskan talin fínni eða fullkomnari en heimamálið). Þriðja ástæðan var nokkuð áberandi; fáfræði eða van- hugsuð afstaða. Mjög margir virtust ofmeta kunnáttu sína og annarra í ensku og telja að það væri vanda- laust að nota annað mál en móð- urmálið jafnvel við flókin viðfangs- efni. Athygli vekur í þessum skýrslum að notkun ensku virðist oft tengjast fremur hárri þjóðfélagsstöðu og aukinni virðingu á einhvern hátt. Í atvinnulífinu er enska meira áber- andi meðal hinna hæst settu og í rit- uðu máli en móðurmálið meðal al- mennra starfsmanna og í talmáli. Niðurstöður norrænu athugan- anna benda til þess að auk málnotk- unar innan alþjóðlegra fyrirtækja sé það einkum í tækni og vísindarann- sóknum sem norrænu þjóðtungurn- ar eigi núna undir högg að sækja gagnvart ensku. Þessa verði þó fremur vart í ritmáli en talmáli og einkum í mjög sérhæfðum ritum; rit handa almenningi um tækni og vís- indi eru enn gefin út í stórum stíl á móðurmálum Norðurlandabúa. Fræðimenn eru almennt sammála um að ef vilji er á annað borð til þess að geta fjallað um hvað eina á norrænu málunum sé íðorðastarf mikilvæg forsenda. Hér á Íslandi vinnur fjöldi fólks meira og minna í sjálfboðavinnu við að íslenska er- lendan fræðiorðaforða. Ég hef hvað eftir annað heyrt þetta fólk lýsa því að ástæðan sé ekki einungis ánægj- an af því að styðja íslenska menn- ingu á þennan hátt heldur ekki síður sá fræðilegi ávinningur, að þegar fólk nálgast hugtökin á forsendum móðurmálsins verði ekki undan því vikist að útskýra ljóslega hvað átt sé við. Aftur og aftur hafi þokukennd erlend hugtök þá fyrst orðið fólki ljós þegar reynt var að koma þeim í íslenskan búning. Íslenskan Ari Páll Kristinsson Tungan Það hlýtur að vera markmið Íslendinga, segir Ari Páll Krist- insson, að geta áfram notið þeirra lífsgæða að nota íslenskuna við öll eða langflest tækifæri í daglegu lífi og starfi. Höfundur er forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar. Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.