Morgunblaðið - 16.11.2001, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN
42 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Prófkjör
Prófkjör Bæjarmálafélags Seltjarnarness (Neslistans) fer fram
laugardaginn 17. nóvember og birtast hér greinar af því tilefni.
Greinarnar eru ennfremur birtar á mbl.is.
NÚ er lesið yfir
þjóðinni daglega úr
skýrslum um þann
mikla hagnað, sem
bændur muni hafa af
því að skipta um kúa-
kyn og koma sér upp
norsku kyni í stað þess
gamla íslenska. Ekki
er minnst einu orði á
ókostina við þennan
innflutning og þaðan af
síður á sýkingarhætt-
una sem getur hlotist
af innflutningi er-
lendra fósturvísa, jafn-
vel frá Noregi. Allir,
sem það vilja, hljóta að
sjá, að kappið í vænt-
anlegum innflytjendum er það mik-
ið að þeir munu ekki láta sér nægja
eina tilraun með innflutning til
Hríseyjar, heldur gera slíkan inn-
flutning að reglu, ef þeir fá að gera
eina tilraun sem tekst að fá úr af-
kvæmi.
Það setur eiginlega hroll að
gömlum veirufræðingi við allt þetta
gáleysislega tal um innflutning
fósturvísa, sem sumir tala um eins
og ætlunin sé að flytja inn dauð-
hreinsað stál. Því miður eru fóst-
urvísar þannig gerðir, að þá er ekki
hægt að dauðhreinsa, heldur bera
þeir í sér alla þá sýkla, sem hafa
komið sér fyrir í kynfrumum for-
eldranna og erfðaefni þeirra fruma.
Veirusjúkdómar
Norskar kýr hafa í sér slíka
sýkla, eins og aðrar lífverur. Hér á
landi hefur aldrei fundist hvítblæði
í kúm. Í Noregi hefur það hins veg-
ar fundist, þó að enginn hafi gert
veður út af slíkum smámunum í
sambandi við væntanlegan inn-
flutning norskra fósturvísa. Hvít-
blæði er krabbamein í blóðmynd-
unarvef. Hvítblæði í kúm er
veirusjúkdómur. Veiran krækir sig
inn í erfðaefni þess sýkta og berst
út í mjólkina í sýkingarhæfu formi.
Þó að hér sé verið að tala um kúa-
sjúkdóm, sem veldur sannanlega
dauðsföllum í kúm, viljum við held-
ur mjólk úr heilbrigðum kúm en
sýktum og kærum okkur ekki um
þekktar krabbameinsveirur í
mjólkinni sem fer ofan í hvert ein-
asta ungbarn.
Til Noregs hafa oft verið fluttir
lifandi nautgripir frá öðrum lönd-
um á seinni árum. Stundum hefur
verið hægt að rekja sýkingar í
norskum kúm til slíks innflutnings.
Er þess þá skemmst að minnast, að
árið 1997 greindist garnaveiki í
Noregi í 7 nautgripum úr 4 mis-
munandi kúahjörðum.
Í öllum tilvikunum
var hægt að rekja
smitleiðina til inn-
fluttra nautgripa. Ár-
ið 1997 virðist því
hafa verið líflegur
innflutningur á naut-
gripum til Noregs frá
öðrum löndum. Sú
staðreynd lá fyrir,
þegar leyfi var veitt
fyrir innflutningi
norskra fósturvísa
hingað. Hvernig er
hægt að fullyrða, að
engir smitsjúkdómar
aðrir en garnaveiki
hafi borist til Noregs
með innfluttum nautgripum það ár?
Hvað um kúariðu, þar sem sjúk-
dómseinkennin koma ekki fram
fyrr en mörgum árum eða jafnvel
áratugum eftir smitun?
Banvænn
lömunarsjúkdómur
Kúariða er ungur sjúkdómur,
sem við vitum allt of lítið um og
getum ekki greint fyrr en langt er
liðið frá smitun. Það litla sem við
vitum er að þetta er banvænn kúa-
sjúkdómur, sem berst auðveldlega í
aðrar spendýrategundir með sýktu
fóðri. Sýkillinn er mjög sterkur og
þolinn og erfitt að útrýma honum.
Ef hann berst inn á nýtt svæði, má
vænta þess að hann sé kominn til
að vera, rétt eins og sauðfjárriðu-
sýkillinn, sem á það til að gjósa
upp aftur og aftur eftir útrýming-
araðgerðir, þó að langur tími sé lið-
inn frá þeim. Berist kúariðusýkill í
fæðukeðju manna, geta afleiðing-
arnar orðið banvænn lömunarsjúk-
dómur nokkrum árum eftir smitun.
Nú hafa Bretar misst á annað
hundrað manns úr þessum nýja
lömunarsjúkdómi, sem rakinn er til
kúariðusmits og leggst aðallega á
ungt fólk. Flestir sjúklingarnir eru
milli fermingar og tvítugs. Enginn
veit enn hversu útbreiddur þessi
lömunarsjúkdómur er í Bretlandi
og heldur ekki hvar hann á eftir að
gjósa upp í öðrum löndum þar sem
kúariða er orðin landlæg.
Í virtum veirufræðiritum sem
fjalla um fyrirbyggjandi aðgerðir
til að hindra að kúariða berist inn á
ný landsvæði er lagt til að bannað
sé að flytja þangað fósturvísa af
sýktum svæðum, rétt eins og lagt
er til bann við innflutningi lifandi
nautgripa og kjötmjöls. Reynslan
hefur sýnt, að við getum ekki verið
viss um að land sé ósýkt, ef lifandi
gripir eða mengað fóður hefur ver-
ið flutt þangað síðustu 10 árin.
Fyrstu veiku kýrnar hafa fundist í
allt of mörgum löndum síðustu
mánuðina til að við getum treyst
því að ekkert smit sé í norskum
kúm, þó að kúariða hafi ekki
greinst þar enn.
Áhætta
Mitt mat er, að hér á landi eigi
enga áhættu að taka varðandi inn-
flutning á neinu, sem getur borið
með sér kúariðusmit. Við þurfum
ekki á slíkum innflutningi að halda
og hér er framleitt meira en nóg af
hollum landbúnaðarafurðum úr
heilbrigðu búfé. Svo er það að mínu
viti ekkert einkamál kúabænda
hvort hingað eru innfluttir banvæn-
ir mannasjúkdómar sem granda
ungu fólki. Neytendur gætu heldur
kosið kjöt og mjólk úr heilbrigðum
innfæddum kúm, sem sannanlega
eru lausar við banvæna sjúkdóma.
Í staðinn fyrir stóriðjudraumana á
búunum með stóru kýrnar, finnst
mér að mætti í alvöru ræða við
neytendur um hærra verð til
bænda fyrir kjöt og mjólk úr inn-
lendum en ekki innfluttum kúm.
Sóttvarnir koma okkur öllum við.
Tjón af innfluttum smitsjúkdómum
getur orðið mjög mikið. Förum því
að með gát og gerum ekki óaft-
urkræfar vitleysur. Höldum land-
inu hreinu og húsdýrunum heil-
brigðum. Gerum allt sem við getum
til að fá ekki hingað banvæna sjúk-
dóma í menn og dýr.
Aðvörun
Margrét
Guðnadóttir
Höfundur er
veirufræðingur.
Bændur – varið ykkur á
kúariðu og hvítblæði í
kúm, segir Margrét
Guðnadóttir. Báðir
þessir hættulegu sjúk-
dómar, sem hafa aldrei
fundist hér á landi, gætu
borist hingað með fóst-
urvísum úr norskum
kúm og valdið hér
ómældu tjóni. Slíkt yrði
óafturkræfur skaði,
bæði fyrir menn
og búpening.
Fósturvísar
ÉG hef búið á Sel-
tjarnarnesi frá 1988,
en þá fluttum við hjón-
in heim frá Svíþjóð
ásamt börnum okkar
tveimur. Eftir þrettán
ár á Seltjarnarnesi
veit ég að hér er gott
að búa. Umhverfið á
Nesinu er einstakt, –
sjórinn, útsýnið og úti-
svistarperlan vestan
Nesstofu. Skólar hafa
verið taldir mjög góð-
ir, íþróttastarfsemin
öflug og þess vegna
gott að ala hér upp
börn. Sérstaða Sel-
tjarnarness á höfuð-
borgarsvæðinu bygg-
ist á þessum atriðum
og standa verður vörð
um þessi lífsgæði.
Umhverfis- og
skipulagsmál
Seltirningar búa
við fallega og tiltölu-
lega ósnortna nátt-
uúru. Grótta, Suður-
nes og Valhúsahæðin
hafa verið sérkenni
bæjarfélags okkar.
Því miður hafa þegar
orðið umhverfisslys á
Valhúsahæðinni.
Reynslan sýnir að
Sjálfstæðisflokkurinn
Breytinga
er þörf á
Seltjarnarnesi
Guðrún Helga
Brynleifsdóttir
LAUGARDAGINN
17. nóvember nk.
gefst Seltirningum
kostur á að taka þátt í
prófkjöri Bæjarmála-
félags Seltjarnarness
(Neslistans) og velja í
efstu sæti listans sem
boðinn verður fram
við bæjarstjórnar-
kosningarnar næsta
vor. Átta frambjóð-
endur hafa tilkynnt
þátttöku og leggja í
hendur bæjarbúa að
velja úr sínum röðum
þá þrjá sem falið
verður að fara fyrir
listanum. Frambjóð-
endurnir hafa staðið vaktina á
ýmsum sviðum samfélagsins og
eru með fjölbreytta reynslu sem
bæjarfélagið mun njóta góðs af,
hver sem niðurstaða prófkjörsins
verður. Ég hef ákveðið að taka
þátt í þessu prófkjöri og óska eftir
stuðningi í þriðja sæti listans, sæti
sem Bæjarmálafélag Seltjarnar-
ness tapaði í síðustu kosningum en
vill endurheimta í vor.
Það er við því að búast að fólk
spyrji hverjir þeir séu sem bjóðast
til þess að annast ýmis málefni
bæjarbúa og af hvaða hvötum þeir
sækist eftir slíku. Með þessum lín-
um er ekki ætlun mín að tíunda
einhverja þá kosti sem ég kann að
hafa til þess arna, né heldur hvort
og hversu líklegur ég er til þess að
vinna Seltirningum gagn, þar
verða aðrir um að dæma. Mér er
þó ljúft og skylt að upplýsa með
hvaða hætti ég hef unnið að nokkr-
um málum á Seltjarnarnesi og tel
að kæmu mér að gagni í bæj-
arstjórn.
Fyrir síðustu kosningar tók ég
þátt í framboði Neslistans og sett-
ist að loknum kosningum sem
fulltrúi hans í tvær nefndir bæj-
arins, æskulýðs- og íþróttaráð og
umhverfisnefnd. Þar hef ég átt
þess kost að sinna tveimur mik-
ilvægum hugðarefnum mínum og
öðlast innsýn í þessa veigamiklu
málaflokka á Seltjarnarnesi. Að
æskulýðsmálunum á Nesinu hef ég
komið áður í öðru samhengi, sem
formaður handknattleiksdeildar
Gróttu árin 1992–1995 en einnig
óbeint að æslýðsmálunum í gegn-
um foreldrastarf í
Mýrarhúsaskóla, m.a.
sem formaður For-
eldrafélags Mýrar-
húsaskóla 1990–1991.
Ég sat einnig í fyrsta
foreldraráði skólans
1996 og sat þá fundi
skólanefndar sem
fulltrúi foreldra.
Þessa þrjá málaflokka
á Seltjarnarnesi þekki
ég því nokkuð af eigin
raun.
Um árabil hef ég
tekið þátt í fé-
lagsstarfi ýmissa sam-
taka og starfað með
miklum fjölda fólks,
meðal annars að forvörnum meðal
barna og ungs fólks. Á þann hátt
hef ég freistað þess að leggja sam-
félaginu lið og hafa áhrif á þróun
þess. Sú hvöt ræður miklu um
þátttöku mína í prófkjöri Bæjar-
málafélagsins. Ég tel að reynsla af
félagsstörfum, reynsla af því að
leita lausna og komast að niður-
stöðu, sé notadrjúg fyrir bæjar-
stjórnarfulltrúa. Vegna málefna-
ágreinings á milli flokka og ólíkra
sjónarmiða er það skylda bæjar-
stjórnarfulltrúa að leita leiða til
samkomulags, finna lausnir sem
koma bæjarbúum að sem bestum
notum. Fyrir kemur þó að þessi
sjálfsögðu vinnubrögð séu hunsuð
og meirihlutavaldi beitt í stað þess
að leiða mál til lykta með lýðræð-
islegum hætti. Ég hef mikla andúð
á slíkum vinnubrögðum.
Ég hvet Seltirninga til þess að
taka þátt í prófkjöri Bæjarmála-
félagsins á laugardaginn og óska
eftir stuðningi þeirra í 3. sætið.
Prófkjör Bæjar-
málafélagsins
Árni
Einarsson
Prófkjör
Ég hef freistað þess
að leggja samfélaginu
lið, segir Árni
Einarsson, og hafa
áhrif á þróun þess.
Höfundur býður sig fram í 3. sæti
Neslistans.
UM aðventu og jól
leitar hugurinn til
þeirra sem eiga við
erfiðleika að stríða
hvort heldur eru nær
eða fjær. Eitt fátæk-
asta land í heiminum
er nú vettvangur
átaka sem bitna á
milljónum saklausra
manna sem búa við
hungur og örvænt-
ingu. Hungursneyð
blasir við afgönsku
þjóðinni. Milljónir
manna eru á flótta eða
í flóttamannabúðum.
Fjölskyldur flýja
heimili sín, bændur
flosna upp af jörðum sínum og
þjáningar þeirra sem minnst mega
sín aukast dag frá degi. Fjöldi ein-
staklinga, ekki síst barna, deyr
ótímabærum dauða vegna slæms
aðbúnaðar og hungurs. Átakanleg
örbirgð í Afganistan varð ekki til á
síðustu vikum. Tuttugu og tvö ár
stríðs hafa valdið miklum hörm-
ungum og síðustu þrjú árin hafa
þurrkar valdið uppskerubresti.
Hungursneyð vofir yf-
ir stórum svæðum í
landinu.
Vetur er genginn í
garð í Afganistan.
Þegar snjóa tekur,
einangrast fólk í af-
skekktum sveitum,
allsleysi blasir við og
það horfir í augu
hungurvofunnar.
Hungursneyðin í
Afganistan hrópar
sem aldrei fyrr á hjálp
umheimsins. Slíkar
hörmungar eru í raun
hjálparkall til hinna
betur settu í heimin-
um. Þjáningar þessa
fólks eru ólýsanlegar.
Á komandi aðventu er hjálpar-
starfi Caritas á Íslandi (hjálpar-
stofnun kaþólsku kirkjunnar) í
samstarfi við Hjálparstarf kirkj-
unnar sérlega beint til neyðarað-
stoðar í Afganistan. Efnt verður til
styrktartónleika í Kristskirkju við
Landakot þar sem landskunnir
listamenn koma fram og gefa vinnu
sína sunnudaginn 18. nóvember kl.
16:00. Jólamerki Caritas verða til
sölu á skrifstofu kaþólsku kirkj-
unnar og í Kirkjuhúsinu við Lauga-
veg. Einnig er hægt að leggja inn á
gíróreikning hjá Caritas á Íslandi,
0900-196002, og reikning Hjálpar-
starfs kirkjunnar, nr. 26 hjá
SPRON. Þessu fé verður varið til
að hjálpa Afgönum í mikilli neyð.
Þau alþjóðasamtök sem bæði
Caritas á Íslandi og Hjálparstarf
kirkjunnar eiga aðild að hafa sent
starfsfólk á vettvang hjálparstarfs-
ins og þannig tryggt að framlög
fólks komist í réttar hendur í formi
matar, fata, lyfja og annarra hjálp-
argagna.
Aðventan og jólin útrýma ekki
rangsleitni. Þau eru ekki heilög
nema hjá hluta mannkyns. Bænin
sem ítrekar „send oss frið“ nær til
alltof fárra.
Neyðaraðstoð
við Afganistan
Sigríður
Ingvarsdóttir
Caritas
Hungursneyðin í Afgan-
istan, segir Sigríður
Ingvarsdóttir, hrópar
sem aldrei fyrr á hjálp
umheimsins.
Höfundur er formaður Caritas
á Íslandi.