Morgunblaðið - 16.11.2001, Page 44
44 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞEGAR ég fékk að vita að Guðrún
Brynleifsdóttir væri í framboðs-
hugleiðingum spurði ég sjálfan mig
að því hví hún hefði ekki fyrir löngu
farið út á braut
stjórnmála. Hún
hefur svo margt til
brunns að bera á
þeim vettvangi. Hún
er lögfræðingur og
hagfræðingur að
mennt og hefur
stundað nám og
starfað í 2 löndum og
á sér farsælan feril sem embætt-
ismaður og sjálfstætt starfandi lög-
fræðingur. Persónuleg kynni mín af
Guðrúnu gera það að verkum að ég
mæli hiklaust með henni. Ég kynnt-
ist þeim hjónum þegar við vorum við
nám í Svíþjóð. Hún hefur svo lengi
sem ég hef þekkt hana fylgst með
stjórnmálum og félagsmálum og á
þeim hefur hún
mótaðar skoðanir svo hún er eng-
inn nýgræðingur í þeirri umræðu og
það mun sýna sig þegar á reynir.
Hún mjög heilsteypt manneskja
með ríka réttlætiskennd sem gerir
það sem hún getur til að aðstoða
fólk. Hún er athafnamanneskja sem
kemur hlutunum í verk, en samt er
hún næm á tilfinningar annarra og
tillitsöm. Ég teldi mikið ólán fyrir
Seltirninga að hafna slíkri konu í
bæjarstjórn sína.
Traustur og
ákveðinn val-
kostur
Pétur Pétursson prófessor skrifar:
Pétur
Pétursson
LAUGARDAGINN 17. nóvember
nk. fer fram prófkjör Bæjarmála-
félags Seltjarnarness vegna uppröð-
unar á framboðslista.
Meðal frambjóðenda í opnu próf-
kjöri Bæjarmálafélagsins er góð vin-
kona mín, Guðrún Helga Brynleifs-
dóttir, héraðsdómslögmaður og
rekstrarhagfræðingur. Ég hef í
mörg ár verið þeirr-
ar skoðunar að hún
ætti að verða næsti
bæjarstjóri á Sel-
tjarnarnesi – löngu
áður en hún fór að
skipta sér af stjórn-
málum.
Guðrún Helga er
hreinskiptin og-
dugnaðarforkur með hjartað á rétt-
um stað. Hún gengur ætíð í hvert
starf af heilindum og atorku sem
hún heldur til verkloka. Það væri
gaman að sjá Seltjarnarnesið
blómstra í höndunum á fé-
lagshyggjuöflunum með Guðrúnu
Helgu í broddi fylkingar. Ég hvet
íbúa Seltjarnarnesbæjar til að nýta
sér þetta góða tækifæri til þess að
gefa Sjálfstæðisflokknum frí, skipta
um hugmyndafræði og starfs-
aðferðir, með vaska konu í far-
arbroddi.
Við eigum
samleið
Sigríður Stefánsdóttir, formaður Vinstri
hreyfingarinnar - græns framboðs í Reykja-
vík, skrifar:
Sigríður Stef-
ánsdóttir
Meira á netinu
ÞAÐ er mikið fagnaðarefni fyrir
Bæjarmálafélagið á Seltjarnarnesi
að Guðrún Helga Brynleifsdóttir
skuli hafa gefið kost
á sér í prófkjör
vegna komandi bæj-
arstjórnarkosninga.
Tel ég hana mjög
vel til forystu fallna í
bæjarmálunum. Hún
gegndi um árabil
starfi vararíkisskatt-
stjóra og öðlaðist
þannig góða innsýn í málefni sveit-
arstjórna. Menntun hennar mun líka
nýtast henni vel á þessum vettvangi,
en hún er bæði lögfræðingur og hag-
fræðingur. Þá hefur það aukið við-
sýni hennar að hafa búið samtals tvo
áratugi á erlendri grund og hún hef-
ur umtalsverða reynslu af norrænu
samstarfi.
Það skiptir ekki minna máli að
Guðrún er mjög áræðin, alveg
óhrædd við að taka að sér ný og
krefjandi verkefni. Hún hefur og
víðtæka reynslu af helstu hliðum
mannslífsins úr lögfræðistörfum sín-
um. Ég vil heita á Seltirninga að
fylkja sér um Guðrúnu Helgu og
tryggja henni góða kosningu í próf-
kjörinu 17. nóvember.
Guðrúnu Helgu
til forystu
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra
skrifar:
Siv
Friðleifsdóttir
SÚ STAÐREYND að það er
styttra frá Seltjarnarnesi í miðborg
Reykjavíkur en frá flestum hverfum
veitir Seltirningum
mikla sérstöðu. Allt
of lengi hefur það þó
verið stefna meiri-
hlutans að gera ráð
fyrir að Seltirningar
á aldrinum 18-28 ára
sæki alla sína þjón-
ustu til Reykjavíkur.
Ljóst er að þessi ald-
urshópur hefur hingað til ekki haft
neitt að sækja í eigið bæjarfélag.
Nálægð Seltjarnarness við miðborg-
ina á að vera einn stærsti kostur
þess en ekki afsökun fyrir bæj-
arfélagið til að gleyma heilli kynslóð.
Bæjarstjórn Seltjarnarness þarf
nýtt blóð. Stöðnun og værukærð
hefur verið ríkjandi of lengi. Guðrún
Helga Brynleifsdóttir leggur
áherslu á málefni ungs fólks og því
rétta manneskjan til að snúa þessari
þróun við.
Í bæjarstjórn reynir mikið á fjár-
mála-og stjórnsýslukunnáttu og þar
sem Guðrún Helga er hvorutveggja
lögfræðingur og hagfræðingur er
mikill fengur í henni.
Ég treysti Guðrúnu Helgu til að
færa bæjarfélagið okkar úr svefni í
sókn. Kjósum Guðrún Helgu í 1.-2.
sæti í prófkjöri Neslistans á laug-
ardag.
Mikill fengur í
Guðrúnu Helgu
Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður
ungra jafnaðarmanna, skrifar:
Ágúst Ólafur
Ágústsson
LAUGARDAGINN
17. þessa mánaðar
verður haldið prófkjör
á vegum Bæjarmála-
félags Seltjarnarness.
Er það opið öllum Sel-
tirningum sem hafa
náð kosningaaldri á
kjördag.
Stofnun Bæjar-
málafélags Seltjarnar-
ness sætti nokkrum
tíðindum á sínum
tíma. Haustið 1989 hóf
Hallgrímur Magnús-
son læknir að ræða við
ýmsa í heita pottinum
í Sundlaug Seltjarnar-
ness um að nauðsyn-
legt væri að fylkja hinum fé-
lagslegu öflum í eina liðsheild.
Töldu hann og fleiri að með þeim
hætti mætti virkja mun fleiri til
pólitískra starfa. Litrófið á vinstra
vængnum var þá óvenju mikið: Al-
þýðubandalagið, Alþýðuflokkur,
Framsóknarflokkur, Kvennalisti og
síðan Borgaraflokkurinn sem tók
þátt í þessu samstarfi af heilum
hug.
Í janúar 1990 var boðað til und-
irbúningsfundar á heimili þeirra
Hallgríms og Sigurlaugar Jóns-
dóttur og komu til þess fundar
fulltrúar allra pólitískra afla í bæn-
um nema Sjálfstæðisflokksins sem
auðvitað var ekki með í myndinni.
Var þar ákveðið að stefna að sam-
eiginlegu framboði fólks úr áður-
nefndum flokkum.
Þess er skemmst að minnast að á
undraskömmum tíma tókst átaka-
lítið að koma saman stefnuskrá og
efna til prófkjörs, síðan var Bæj-
armálafélag Seltjarnarness stofnað
með formlegum hætti.
Var Stefán Bergmann
kjörinn formaður þess
og Arnþór Helgason
varaformaður. Siv
Friðleifsdóttir varð
efst í prófkjörinu og
leiddi hún listann.
Bæjarmálafélag
Seltjarnarness er nú
elst þeirra bæjarmála-
félaga sem starfa enn
og má kalla það fyr-
irmynd R-listans í
Reykjavík og hlið-
stæðra samvinnu-
framboða. Félagið hef-
ur beitt sér fyrir ýms-
um þjóðþrifamálum á
Seltjarnarnesi og fengið ýmsu
áorkað þrátt fyrir yfirburðastöðu
Sjálfstæðisflokksins. Þá hefur fé-
lagið átt drjúgan hlut að því að
auka pólitíska þátttöku kvenna í
bæjarmálum.
Bæjarmálafélag Seltjarnarness
hefur staðið vörð um ýmis menn-
ingarverðmæti á Seltjarnarnesi.
Það var fyrst og fremst baráttu
þess að þakka að hrundið var þeim
áformum að byggja íbúðarhúsnæði
á hinum svokölluðu Vestursvæðum.
Þá var hjúkrunarheimili fyrir aldr-
aða eitt af fyrstu baráttumálum fé-
lagsins. Út úr þeirri hugmynd hef-
ur nú verið snúið og vilja einhverjir
reisa það í námunda við Nesstofu.
Bæjarmálafélagið hefur jafnan
beitt sér fyrir vönduðum vinnu-
brögðum innan bæjarstjórnar Sel-
tjarnarness. Sjálfstæðismenn hafa
setið þar svo lengi í meirihluta að
þeir átta sig stundum ekki á því
hvort þeir eru staddir á meirihluta-
fundi í Sjálfstæðisflokknum eða á
hefðbundnum bæjarstjórnarfundi.
Hefur því Bæjarmálafélagið styrkt
að mun lýðræði á nesinu.
Á laugardag gefst Seltirningum
kostur á að velja fulltrúa í þrjú
efstu sæti Neslistans eins og bæj-
arstjórnarlisti félagsins hefur jafn-
an verið nefndur. Mannval er nokk-
urt. Tvær konur, Guðrún Helga
Brynleifsdótitr og Sunneva Haf-
steinsdóttir, hafa ákveðið að keppa
að fyrsta sætinu, hvort tveggja
kona með víðtæka reynslu á ýms-
um sviðum. Annarra frambjóðenda
verður hér ekki getið enda hefur
Seltirningum gefist kostur á að
kynna sér nöfn þeirra og helstu
stefnumál.
Bæjarmálafélag Seltjarnarness
átti frumkvæði að því á sínum tíma
að efna til opins prófkjörs og er
kveðið á um það í lögum félagsins
að það skuli vera öllum Seltirning-
um opið. Vonandi nýta Seltirning-
ar, hvar í flokki sem þeir standa,
þann rétt sinn að velja frambjóð-
endur Bæjarmálafélagsins við
næstu bæjarstjórnarkosningar.
Prófkjör Bæjarmálafélags
Seltjarnarness
Arnþór
Helgason
Höfundur er fyrrverandi
varaformaður Bæjarmálafélags
Seltjarnarness.
Prófkjör
Bæjarmálafélagið, segir
Arnþór Helgason,
hefur jafnan beitt
sér fyrir vönduðum
vinnubrögðum.
PRÓFKJÖR um
skipan Neslistans á
Seltjarnarnesi í næstu
bæjarstjórnarkosning-
um fer fram laugar-
daginn kemur í Val-
húsaskóla. Þar verða
valdir þeir einstakling-
ar sem leiða munu
starf á vettvangi bæj-
arstjórnar næstu árin.
Áhugi og reynsla
Ég er tilbúinn til að
slást í þann hóp og gef
kost á mér í 3. sæti
listans. Sveitarstjórn-
armál varða alla miklu
og sveitarstjórnir eru
því afar mikilvægur vettvangur
vegna þeirra ákvarðana sem þar
eru teknar og hafa áhrif á mannlíf,
menningu, umhverfi fólks og vel-
ferð. Sem dæmi má nefna að í sveit-
arstjórnum eru nú teknar viðkvæm-
ustu ákvarðanir um skólastarf og
eru skólastjórnendur starfsmenn
þeirra. Sama gildir um fjölmarga
málaflokka. Því verður að tryggja
fagleg og lýðræðisleg vinnubrögð
og uppbyggilegt samstarf eins og
kostur er. Áherslan á fólk en ekki
flokk skal hafa forgang.
Seltjarnarnes er ungt þéttbýlis-
samfélag sem þegar hefur byggt
mestallt sitt land. Það gefast því
góð tækifæri til að líta til fleiri
verkefna til að styrkja stöðu fjöl-
skyldna, standa með ungum og
öldnum og auðga menningarlífið í
bænum.
Reynsla mín byggist á nefnda-
störfum á vegum bæjarins um
skóla- og umhverfismál og vinnu að
bæjarmálum innan Bæjarmála-
félags Seltjarnarness í
góðu samstarfi við
áhugasamt og skap-
andi fólk, sem horft
getur fram hjá stund-
arhagsmunum flokka.
Árangurinn af þessu
starfi hefur jafnan ver-
ið í beinum tengslum
við þá faglegu vinnu
og skipulegu vinnu-
brögð sem tekist hefur
að inna af hendi, en
þetta ásamt stefnu-
mörkun, skýrri heild-
arsýn og ráðdeild er
það sem líklegast er til
að skapa gott, fjöl-
breytt menningar- og
velferðarsamfélag á Seltjarnarnesi.
Margt er ógert í samfélags- og
umhverfismálum á Seltjarnarnesi.
Miklir möguleikar liggja í breyttum
viðhorfum og vinnubrögðum og
góðu samstarfi aðila. Sérstaka
áherslu vil ég leggja á undirbúning
nýs aðalskipulags, að hann verði
vandaðri og ítarlegri en nú er stefnt
að; með því þarf m.a. að tryggja
stöðu vestursvæðanna til útivistar
og lífsfyllingar, styrkingu miðbæjar
og þjónustu, huga að umferðarteng-
ingum vegna framtíðar, skapa sátt
um stað fyrir hjúkrunarheimili og
beita hugmyndafræði umhverfis-
mats í ríkara mæli en gert er. Í
skólamálum verði m.a. sjálfstæði
skóla aukið, skilyrði sköpuð til að
efla innra starf þeirra, leikskóla-
þjónusta efld og stefna mörkuð í
skólamálum, m.a. með hliðsjón af
því að líklegt er að innan fárra ára
verði leitað eftir þátttöku Seltjarn-
arness í uppbyggingu framhalds-
skóla á svæðinu. Í menningarmál-
um verði mótuð fjölbreytt stefna er
m.a. byggi á sögu, menningar- og
náttúruminjum og eflingu menning-
arstarfs ungs fólks og áhugahópa í
bænum.
Seltirninga hvet ég til þátttöku
og virkni í sínum eigin málum.
Munið laugardaginn 17. nóvember.
Fólk en ekki flokkur
Stefán
Bergmann
Höfundur er í framboði til 3. sætis
Neslistans.
Prófkjör
Sérstaka áherslu, segir
Stefán Bergmann, vil
ég leggja á undirbúning
nýs aðalskipulags.
Bæjarstjórnarkosn-
ingar snúast um fólk
en ekki flokka. Stjórn-
endur bæjarfélaga
þurfa að vera reynslu-
miklir og framsýnir
einstaklingar með
góða tilfinningu fyrir
mannlegum samskipt-
um og jafnframt þurfa
þeir að hafa skilning á
mismunandi þörfum
þeirra sem í bæjar-
félaginu búa.
Allir þurfa
sól og yl
Börn eru engin
undantekning og því
þurfa skólalóðir að vera skjólgóðar
og sólríkar. Skólalóð Mýrarhúsa-
skóla þarf að vera opin fyrir sól og
yl í skammdeginu. Það er skylda
bæjarstjórnenda að tryggja að svo
verði og það er skylda foreldra að
velja bæjarstjórnendur til verks-
ins.
Sjúkir og aldraðir eiga rétt á
þátttöku í samfélaginu. Íbúðir
aldraðra og hjúkrunarheimili eiga
að nálægt hringiðu bæjarlífsins,
þar sem stutt er í alla þjónustu.
Bæjarstjórnendum ber að tryggja
öldruðum samastað í hjarta bæj-
arins og kjósendum ber að velja
stjórnendur sem treystandi er til
verksins.
Náttúran fái að njóta sín
Við þurfum að vernda þær nátt-
úru- og þjóðminjar sem við eigum
enn á Seltjarnarnesi. Nágrenni
Nesstofu og útsýni af Valhúsahæð
eru þar engar undantekningar. Við
þurfum að ákveða hvað á að varð-
veita fyrir afkomendur okkar og
bæjarstjórnendur
þurfa að sjá um að svo
verði gert.
Við eigum að halda
Þorrablót á Nesinu og
leikfélagið á að æfa og
sýna í Félagsheim-
ilinu. Sundlaugina
þarf að endurbyggja
og aðlaga þörfum
samtímans. Við eigum
að styrkja og taka
þátt í félagsstarfi í
bænum og bæjar-
félagið á að skapa þær
ytri aðstæður sem
þarf til að félagslífið
blómstri.
Ég vil njóta útivistar á Seltjarn-
arnesi og mig langar á þorrablót í
íþróttahúsinu. Ég vil að skólalóð
Mýrarhúsaskóla verði stækkuð og
ég vil sjá hjúkrunarheimili rísa á
Hrólfsskálamel. Ég vil blómlegt
bæjarlíf á Seltjarnarnesi. Ég sæk-
ist eftir 1 eða 2 sæti í prófkjöri
Bæjarmálafélags Seltjarnarness
sem fram fer í Valhúsaskóla á
laugardag.
Veldu þitt fólk í bæjarstjórn.
Taktu þátt í prófkjörinu á laug-
ardaginn. Þitt atkvæði skiptir máli.
Hverjir eiga að ráða
Þorvaldur Kolbeins
Árnason
Prófkjör
Ég vil, segir Þorvaldur
Kolbeins Árnason,
blómlegt bæjarlíf
á Seltjarnarnesi.
Höfundur býður sig fram í 1. og 2.
sæti í prófkjöri Neslistans.