Morgunblaðið - 16.11.2001, Síða 48

Morgunblaðið - 16.11.2001, Síða 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Benedikt OrriViktorsson fædd- ist í Reykjavík 22. október 1967. Hann lést 8. nóvember síð- astliðinn eftir bílslys. Foreldrar hans eru Birna Dís Benedikts- dóttir, f. 5. janúar 1949 í Dalasýslu, og Viktor Jónsson, f. 20. ágúst 1945 á Siglu- firði. Þau eignuðust einnig dóttur, Helgu Rún, f. 2. júlí 1973. Sambýlismaður hennar er Kolbeinn Marteinsson, f. 21. desember 1973, og eiga þau dótturina Birnu Rún, f. 5. nóvember 1998. Birna Dís og Viktor skildu. Maður Birnu Dísar er Birgir Ingimarsson og er sonur þeirra Brynjar Ýmir, f. 1. nóvem- ber 1984. Kona Viktors er Guðrún R. Jónsdóttir og er sonur þeirra Sindri Aron, f. 27. september 1988. Móðuramma og afi Bene- dikts eru Þórdís Jónsdóttir, f. 5. desember 1926, ættuð frá Malar- rifi á Snæfellsnesi, og Benedikt Björnsson, f. 20. febrúar 1918 frá Þorbergsstöðum í Láxárdalshr. í Dalasýslu. Föðuramma og -afi eru Helga Pálmadóttir, f. 19.desem- ber 1921 á Akureyri, d. 12. júlí 2000, og Jón Rögn- valdsson, f. 2. maí 1923, frá Litlu- Brekku í Skagafirði. Benedikt ólst upp í Reykjavík og gekk í Breiðholtsskóla til tíu ára aldurs en þá fluttist hann með fjölskyldu sinni til Siglufjarðar og bjó þar næstu fjögur ár- in. Þau sneru aftur til Reykjavíkur og klár- aði hann grunn- skólanámið í Breið- holtsskóla. Hann var næsta vetur á Reykjaskóla í Hrútafirði þar sem hann kynntist Ástu Óladótt- ur, f. 2. september 1968, og eign- uðust þau saman soninn Arnar, f. 21. júní 1986, og bjuggu þau í Njarðvíkunum í tvö ár á eftir en þá skildi leiðir. Arnar hefur búið erlendis með móður sinni frá árinu 1993 en dvalið á sumrum hjá föður sínum. Benedikt vann við skiltagerð og umhverfisauglýs- ingar. Síðustu sjö mánuði bjó hann með Helgu Rán Sigurðardóttur, f. 9. ágúst 1979, d. 26. október sl. Útför Benedikts verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Stóri bróðir minn er dáinn. Hann var aðeins 34 ára gamall og þar að auki ungur í anda. Hann tók hlutverk sitt sem stóra bróður alvarlega og hafði hag minn ávallt í fyrirrúmi og mikinn metnað fyrir mína hönd á öllum sviðum. Þeir sem þekktu Benna vita að tón- list skipaði stóran sess í hans lífi og ég var ekki há í loftinu þegar hann setti mig niður í herberginu sínu og lét mig hlusta á hitt og þetta og sagði mér allt um viðkomandi hljómsveit eða tón- listarstefnu. Nöfn eins og Kraftwerk, Yazoo, Depeche Mode og Ultravox greyptust óbeðin í minni mitt. Honum þótti miður að ég kunni ekki alltaf að meta þennan óumbeðna fróðleik en hann gafst ekki upp og var alla tíð óspar á að deila úr sínum tónlistar- viskubrunni. Það fór hins vegar oftast fyrir ofan garð og neðan því fyrsta platan sem ég keypti mér var með Greifunum, en það fannst Benna sorglegt. En bæði höfðum við gaman af því að dansa, sem við gerðum oft í seinni tíð, og þá skipti ekki öllu máli hvað var undir, bara eitthvað taktfast. Við Benni vorum ekki bara systkin heldur líka miklir vinir og stóðum saman í blíðu og stríðu. Hann var blíð- ur, umhyggjusamur og góður þótt hann hlýddi ekki alltaf systur sinni. Hann fór sínar eigin leiðir. Hverju sem er um að kenna þá sagði Benni alltaf að hann myndi deyja ungur og það gerði hann. Það er margt sem mig langar að segja og óteljandi minningar lifa í hjartanu. Ég elskaði Benna af öllu hjarta og finnst hræði- legt til þess að hugsa að faðma hann aldrei framar og fá ekki væmin sms- skilaboð frá honum. Hann vissi að mér fannst hann stundum væminn og ég vissi að honum fannst ég stundum truntuleg en það breytti engu. Á þessari stundu á ég bágt með að trúa því sem mér er sagt, að tíminn lini sársaukann en ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kyssa hann, tala við hann og vona að hann vaknaði, í þá 13 daga sem liðu frá slysinu og þangað til hann dó. Bróðir minn gerði mig að betri manneskju og fyrir það segi ég takk. Helga Rún. Það er með harmi og sorg sem ég kveð þennan merka mann sem Benni var. Fyrstu kynni okkar Benna voru ekki djúp né heldur sérlega vinsam- leg. Sem stóri bróðir hafði hann vissar efasemdir um mig og litlu systur eins og eldri bræðra er von og vísa. Ég taldi fullvíst í byrjun að þessi maður yrði ekki meðal minna kærustu vina. En eins og með góða hluti þá gerast þeir hægt og okkur Benna varð vel til vina. Enda hefði annað verið óumflýj- anlegt þar sem hann var í nánast dag- legu sambandi við systur sína. Benni kom mér fyrir sjónir sem sterkur per- sónuleiki, vel gefinn, greiðvikinn og hlýr náungi. Hann hafði ákveðnar skoðanir á því hvernig lífið ætti að vera og hvernig hann ætlaði að lifa því. Þær skoðanir samræmdust ekki alltaf hefðbundnum skoðunum sam- félagsins. Benni lifði ævintýralegu og mjög óhefðbundnu lífi og upplifði og framkvæmdi meira en margur með- almaðurinn. Hann hugsaði stórt og ætlaði sér stóra hluti. Líf Benna var stöðug barátta í að ná á einhvern óljósan endastað. Þessar tvær vikur sem liðu frá því að slysið gerðist og þangað til Benni lést voru skrýtinn og hræðilega erf- iður tími. Ég held að ekkert okkar sem vorum hjá honum á sjúkrahúsinu hafi einu sinni leitt hugann að því að hann gæti dáið. Allar okkar áætlanir gengu út á endurhæfingu hans og bata. Reiðarslagið kom þó og nú er hann farinn. Ég hef rifjað upp gamlar minningar en það er ein sem hefur leitað sterkt á mig síðustu daga. Það var fyrir rúmu ári síðan að við förum í sumarbústað í Skorradal. Mið nótt, stelpurnar farnar að sofa og við ákveðum að fara í göngutúr niður að vatni. Í skítakulda sitjum við og ræð- um málin. Ég man að Benni sagðist vera sannfærður um að hann næði ekki fertugsaldri. Ég sagði honum að hætta þessari vitleysu og við fórum að tala um eitthvað allt annað, en því miður reyndist þetta rétt. Lífskerti hans brann hraðar en hjá flestum öðr- um, rétt eins og hann lifði lífinu hrað- ar en aðrir. Ég segi að þetta séu ör- lögin og að Benna hafi ekki verið gefinn meiri tími. Kannski er það rétt, það skiptir ekki öllu máli. Það sem skiptir hins vegar máli er að ég fékk að kynnast honum, og hans allra bestu hliðum. Fyrir það er ég óum- ræðilega þakklátur. Síðasta samtal okkar, á afmælis- daginn hans 22. október, hefur einnig komið oft upp í hugann síðustu daga. Eftir að hafa óskað honum til ham- ingju með daginn fórum við að ræða hversu lítið við hefðum sést þetta haustið. Við vorum sammála um að þetta þyrfti að laga. Benni endaði samtalið með því að segjast ætla að kíkja á okkur seinna þennan sama dag. Af því varð því miður ekki. Meðan ég hef skrifað þetta leitar hugurinn til fjölskyldu þinnar og þinna nánustu. Þú áttir ótrúlegt sam- band við ömmu þína, móður og systur þar sem ást ykkar var skilyrðislaus. Mér fannst oft ótrúlegt hvað þær stóðu með þér og voru reiðubúnar að fyrirgefa þér þegar þú fórst af beinu brautinni. Ég skildi það svo þegar ég kynntist þínum bestu hliðum. Það er erfitt að skilja af hverju Benni og Helga Rán fengu ekki að lifa. Ég vona að þeim líði vel þar sem þau eru núna. Benni var eirðarlaus og leitandi meðan hann lifði, ég er full- viss um að hann hafi loksins fundið það sem hann leitaði að. Ég vil enda þetta á að votta öllum aðstandendum og vinum þeirra Benna og Helgu Ránar mína innileg- ustu samúð. Kolbeinn Marteinsson. Hinsta kveðja frá Benna afa Þekka drenginn þig ég tel þér fannst margt svo gaman. Okkur samdi ósköp vel er við lékum saman. Nú ég sáran söknuð finn sem að hjá mér blundar. Vænsti perluvinurinn þú varst til hinstu stundar. Aldrei framar árans suð ergi þig né stressi. Vona ég að góður Guð gæti þín og blessi. (Ben. Björnsson.) Elsku Benni, ástin mín. Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Eins og ég hef nú skrifað þér mörg bréf þá hélt ég aldrei að eitt af þessum bréfum yrði skrifað þegar þú yrðir farinn frá mér fyrir fullt og allt. Að hafa eignast þig sem vin er það dýrmætasta sem ég hef eignast, ég vil halda í þessa dýrmætu gjöf. Manstu þegar ég sendi þér þessi skilaboð. Ég hef örugglega sent þér þau tíu sinnum vegna þess að ég mundi aldrei hvort ég hefði sent þér þau eða ekki, þú hlóst alltaf jafn mikið að mér og sagðir mig skrýtna og alltaf sagði ég þér að það væri bara gott að vera skrýtinn. En þú fékkst allavega skilaboðin. Aldrei hefði ég trúað því að þessi gjöf yrði tekin svo fljótt frá mér og eftir lifði bara minn- ing um yndislegan mann og minn besta vin. Ég sakna þess svo að heyra í þér hljóðið og fá að taka utanum þig. Ég fékk síðast að faðma þig tveimur dögum fyrir þetta hræðilega slys. Ég er svo þakklát fyrir þetta faðmlag. Þegar við kynntumst sá ég strax hversu einlægur og sterkur karakter þú varst. Það var svo gott að tala við þig og þú hafir ráð við öllu. Á þeim tíma sem við þekktumst og bjuggum saman komst ég að mörgu um þig. Ótrúlegur áhugi á tónlist, bílum, fót- bolta, græjum og startrek og svo mætti lengi telja. Svo ef þú áttir þér einhvern uppáhalds hlut eða stað þá komst ekkert annað að. Uppáhalds drykkurinn og uppáhalds kakan sem var djöflaterta og mjólk með klaka á Hard Rock. Svo kom blaðið sem þú varst búinn að bíða svo lengi eftir loksins með póstinum mínum um daginn. Aldrei hélt ég að það yrði karlmað- ur sem mundi skamma mig fyrir að vaska ekki nógu vel upp eða brjóta ekki rétt saman handklæðin. Þú varst alltaf ótúlegur snyrtipinni og allt varð að vera fullkomið. Þú varst líka sann- ur vinur vina þinna og vildir t.d. aldrei slökkva á símanum þínum því það gat verið að einhver þyrfi á þér að halda. Ferðalög okkar voru ófá og þau eru mér dýrmæt minning og lífsreynsla. Þegar ég lenti á sjúkrahúsi varst þú mér stoð og stytta. Þú gistir flestar nætur og reyndir að koma þér fyrir hvort sem var í stól eða til fóta hjá mér. Bara það sem hentaði best þann- ig að mér liði vel. Eftir að sambúð okkar lauk héldum við alltaf góðu sambandi og ef við gát- um hjálpað hvort öðru á einhvern hátt þá gerðum við það. Þú hittir Helgu Rán og voruð þið saman til dagsins örlagaríka. Ég trúi því að þið séuð komin á góðan stað þar sem ykkur líð- ur vel. Elsku Benni minn, við áttum ynd- islegan tíma saman og ég þakka mikið fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Ég mun alltaf sakna þín en get reynt að hugga mig og þerra tárin því ég veit að þú munt ávallt vera hjá okkur í anda. Ég vil votta fjölskyldum og vinum Helgu Ránar og Selmu samúð mína og biðja Guð að styrkja Davíð fyrir okkur. Elsku Birna,Viktor og Arnar, ég votta ykkur og fjölskyldum jafnt sem vinum mína dýpstu samúð og vona að Guð veiti ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Elsku Benni, takk fyrir mig. Þín að eilífu Kolbrún. Elsku Benni minn. Þetta er mér ennþá svo óraunverulegt, að þú af öll- um skulir vera farinn. Þú varst alltaf minn besti vinur og frændi. Ég gat alltaf treyst á þig, sama hvað var. Þegar ég lenti á sjúkrahúsinu varstu mér ólýsanlegur stuðningur, þú komst á hverjum degi og reyndir að hressa mig við. Aldrei gleymi ég öllum gjöfunum sem þú færðir mér. Mér finnst svo sárt að hugsa til þess að ég geti aldrei endurgoldið þér. Það var þér alltaf svo mikilvægt að gleðja aðra því það veitti þér líka svo mikla gleði. Það er svo erfitt að sitja hér og reyna að skrifa þér það sem mig lang- ar að segja við þig. Elsku Benni, ég elska þig og virði. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og ég trúi því að við eig- um eftir að hittast aftur, en ekki strax. Ég vil votta fjölskyldu þinni og vin- um mína dýpstu samúð og vona að Guð veiti okkur styrk á þessum erfiðu tímum. Þinn vinur og frændi Ólafur Valtýr. Elsku Benni minn. Ég man þegar ég flutti fyrst í bæinn og bjó hjá Óla bróður og þú bjóst þar í næsta ná- grenni. Þó að ég þekkti þig ekki mikið þá léstu mig finna það að ég væri einn af fjölskyldunni. Það var ósjaldan sem ég þurfti á þinni hjálp að halda og þú veittir hana eins og ekkert væri sjálf- sagðara. Þó kynntist ég þér mest þegar við vorum að vinna saman. Þó að ég væri óttalegur þumalputti gastu samt allt- af látið mér líða vel í návist þinni. Það er ótrúlegt að ég muni ekki sjá þig aftur, Benni minn. Ég mun aldrei gleyma hversu góður þú varst við mig og alla mína fjölskyldu. Ég mun sakna þín mikið, stóri frændi minn. Þinn frændi, Arinbjörn Rögnvaldsson. Okkur systkininum var mjög brugðið þegar við fengum þær fregn- ir að þú værir farinn. Við höfðum svo sterka trú og von um að þetta færi á betri veg en sú von rættist ekki. Við trúum því að þér hafi verið ætlað ann- að og betra hlutverk á nýjum stað. Þú lifðir hratt, lifðir lífinu lifandi, fram- kvæmdir margt og hafðir mjög frjótt hugmyndaflug en hugsaðir ekki alltaf allt til enda. Þú varst þínum nánustu kær og gafst þér alltaf tíma til að sinna þeim. Við systkinin eigum margar skemmtilegar og góðar minningar um þig, elsku frændi. Þær munum við eiga með okkur um ókomna framtíð. Þó samverustundum hafi fækkað hin síðari ár, þá var alltaf eins og við hefð- um hist í gær þegar við hittum þig hressan og kátan. Við kveðjum þig með bæninni sem Júlla amma kenndi okkur þegar við vorum börn. Og við vitum að hún hef- ur tekið vel á móti þér. Láttu nú ljósið þitt, loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú, mæti. Við vottum syni þínum, foreldrum, Lóu ömmu og fjölskyldum ykkar, okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Stefán, Júlíana, Hrund, Sigurborg og Þórdís. Það er svo erfitt, uppáhalds frændi minn, að sætta sig við að þú sért dá- inn, hugsunin um það að fá aldrei að sjá þig aftur er óbærileg. Þó er ég Guði þakklát fyrir að hafa getað kvatt þig daginn áður en þú varst sóttur. Mér er svo minnisstætt þegar þið fjölskyldan bjugguð á Siglufirði að eitt sinn þegar ég og mamma vorum að fara í heimsókn til ykkar keyrandi þá varst þú staddur í Reykjavík og komst því með okkur í bílnum. Við tvö lágum í skottinu alla leiðina og keppt- umst við að telja litina á bílunum sem fóru fram hjá. Síðan þegar þið voruð flutt til Reykjarvíkur og við Helga Rún systir þín hittumst hverja helgi, hún kom ýmist til mín í Grindavík eða ég til ykkar í Reykjavík, þá man ég hvað mér fannst þú sterkur og ég bað þig að sýna okkur vöðvana. Eftir það sagði ég öllum í Grindavík að ég ætti sterkasta frænda í heimi. Ég minnist þess einnig þegar við hittumst í sumar þegar þú og Davíð komuð til mín og voruð að ná í sófa sem ég var með í láni frá fjölskyld- unni þinni. Þú varst að fá Arnar son þinn til þín og varst svo glaður og full- ur tilhlökkunar yfir því. Já, minningarnar eru svo margar, elsku uppáhalds frændi minn, og kveð ég þig með söknuði, en minningin um góðan dreng lifir. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. ( Þórunn Sig. ) Elsku Arnar, Birna Dís, Biggi, Helga Rún, Brynjar Ýmir, Viktor og fjölskylda. Benni, Lóa og aðrir ætt- ingjar og vinir, megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Þín frænka Hildur María Gunnarsdóttir. Ævintýramaður. Þetta er fyrsta orðið sem mér dettur í hug til að lýsa þér, Benni minn. Dómur hefur verið upp kveðinn, á þig hefur verið kallað til mikilvægari starfa. Ég segi eins og Biggi sagði við mig að mér finnst eins og ég sé staddur í lélegri amerískri bíómynd og mig langar bara að spóla til baka og setja einhverja betri mynd í. En svo auðvelt er þetta ekki og blá- kaldur raunveruleikinn blasir við. Þegar ég hugsa til baka þá kemur fyrst upp í huga mér hversu stoltur ég var af þér, Benni, þegar þú sýndir mér myndirnar af þér þar sem þú varst íklæddur hermannabúningnum og sast í risastórri þyrlu. Ég man hvað ég var stoltur að segja vinum mínum frá því að ég ætti sko frænda sem hefði verið í her! Ég held að það hafi verið þarna sem ég fór svo mikið að líta upp til þín, þú varst fyrirmynd- in mín. Seinna minnist ég þess þegar þú bauðst mér í körfu, nú skyldi sko sannað hvorir væru betri KR-ingarn- ir eða Grindvíkingarnir, þú rúllaðir mér auðvitað upp og ekki varð það til þess að aðdáun mín á þér minnkaði. Einnig lifir það sterkt í minningunni þegar þú píndir mig svo rosalega að ég stálpaður unglingurinn átti bara bágt með að hemja tárin, að vísu átti ég píninguna skilið, þú sagðist mundu pína mig eins og ég píndi Brynjar bróður þinn. Undanfarin ár höfum við nú ekki mikið hist, en ein stund er mér dýr- mætari nú en allar hinar, hún er sú er þú tókst mig afsíðis í útskriftarveisl- unni minni og gafst mér hring. Þú sagðir við mig: „Gunnar Freyr, gjörðu svo vel, ég keypti svona hring handa Brynjari bróður líka og svo á ég einn sjálfur og þú skalt bara muna að þessi hringur sameinar okkur frændurna.“ Dýrmætari hlut held ég að ég eigi ekki í dag. Hringurinn mun fylgja mér ævilangt. Mér finnst þetta lýsa þér svo vel, frekar hlédrægur en vildir öllum svo vel og fjölskyldan var þér einstaklega dýrmæt. Elsku Benni minn, kvöldið sem ég sat hjá þér áður en þú yfirgafst okkur er mér líka svo dýrmætt. Ég trúi því að aðeins sé komin kveðjustund í bili, við munum hittast aftur og þá skulum við taka aftur körfuboltarimmuna. Ég færi þér líka kveðju frá frænku þinni á Hawaii og fjölskyldu hennar, sem getur ekki kvatt þig með okkur í dag. Hugur þeirra er hjá þér. Ég bið guð um að vaka yfir fjölskyldunni þinni sem hefur hugsað svo vel um þig á spítalanum. Vertu sæll að sinni, elsku frændi. Megi guð blessa þig. Þinn frændi Gunnar Freyr. BENEDIKT ORRI VIKTORSSON  Fleiri minningargreinar um Benedikt Orra Viktorsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.