Morgunblaðið - 16.11.2001, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 16.11.2001, Qupperneq 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 49 ✝ Ásgeir Einars-son fæddist við Bergstaðastræti í Reykjavík 22. febr- úar 1927. Hann and- aðist á Landspítal- anum í Fossvogi þriðjudaginn 6. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jakobína Hansína Þórðar- dóttir húsfreyja, f. 7. mars 1904, d. 16. desember 1988, og Einar Ásmundsson járnsmiður og stofnandi Sindra-fyrirtækjanna, f. 23. ágúst 1901, d. 28. nóvember 1981. Ásgeir var elstur í röð átta systkina, en þau voru Ásmundur, Þórður, Sigríður, Óskar, Magn- ús, Ragnar og Björn. Ásmundur, Magnús og Ragnar eru látnir. Ásgeir kvæntist árið 1954 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Maríu Þuríði Gísladóttur frá Hellis- sandi, f. 25. maí 1929. Foreldrar hennar voru Brynhildur Sveins- dóttir og Gísli Guðmundur Þor- steinsson. Ásgeir og María eign- rafmagnsdeild árið 1950. Hann var aðstoðarvélstjóri á Gullfossi 1950–52, var framkvæmdastjóri Sindrasmiðju hf. frá 1952–81 og jafnframt Sindra-Stáls hf. frá 1965 og Hringrásar hf. frá 1989. Ásgeir starfaði mikið að fé- lagsmálum. Hann átti sæti í stjórn Meistarafélags járniðnar- manna og sambandsstjórn Lands- sambands iðnaðarmanna og var virkur félagi í KR, sat í stjórnum ýmissa deilda félagsins og var formaður handknattleiksdeildar um tíma. Ásgeir var einnig virk- ur félagi í Sjálfstæðisflokknum. Hann sat í stjórn Heimdallar, hverfasamtaka sjálfstæðismanna í Háaleitishverfi og í bygging- arnefnd Valhallar. Þá hefur hann setið í sóknarnefnd Grensássókn- ar og verið félagi í Lionshreyf- ingunni, formaður Lions- klúbbsins Þórs og svæðisstjóri og sæmdur æðsta heiðursmerki Lionshreyfingarinnar. Ennfrem- ur hefur Ásgeir setið í stjórn Sindra-Stáls hf., Sindrasmiðju hf., Landsmiðjunnar hf., Sindra hf. og Hringrásar hf. Ásgeir var einn af stofnendum NRF – Sam- taka norrænna endurvinnslufyr- irtækja og virkur félagi í BIR – Alþjóðasamtökum endurvinnslu- fyrirtækja. Útför Ásgeirs fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. uðust þrjá drengi og þrjár stúlkur, en einn dreng misstu þau í fæðingu. Börn þeirra eru; Katrín Arndís, maki Einar Gott- skálksson og eru börn þeirra þrjú; Ás- geir, Guðrún og Ein- ar Andri. Sveinn, maki Ingibjörg Hall- dórsdóttir og eiga þau tvíburana Maríu Rún og Ásgeir Arn- ar. Af fyrra hjóna- bandi á Sveinn son- inn Óskar Gísla. Móðir hans er Birna Óskarsdótt- ir. Berglind, maki Þorsteinn Sæ- mundsson og eru börn þeirra þrjú; Elín María, Sandra Dögg og Trausti Rafn. Brynhildur. Einar, unnusta hans er Olga Perla Niel- sen Egilsdóttir. Ásgeir stundaði í æsku nám við Austurbæjarskólann í Reykjavík. Hann fór síðar í Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi 1945. Hann lauk sveinsprófi í eld- smíði 1947 og vélstjóraprófi frá Vélskólanum í Reykjavík 1949 og Elsku pabbi. Hér sit ég og hugsa, hugsa um liðinn tíma. Því undanfarna daga hef ég verið að gera mér grein fyrir hvað þú varst og hvað þú skilur eft- ir þig í okkur börnunum þínum og barnabörnum. Minningar frá æsku- árunum hrannast upp. Það gekk á ýmsu í fimm barna hópi og það var gleði og glaumur. Þú vannst mikið og vinnan var þér ofarlega í huga, þú hafðir þar ábyrgð, sem þú taldir þig þurfa að uppfylla. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur vannst þú af einlægni og áhuga fyrir heildina og lagðir hug þinn í það. Þú gast tekið þarfir annarra fram yfir þínar þarf- ir og þolinmæði þín gagnvart breyskleikum annarra gat verið mikil. Þú varst jafnframt fjöl- skyldumaður. Á morgnana vaktir þú okkur oft með því að syngja góðan daginn. Minnisstætt er þegar við tókum þátt í morgunleikfiminni í útvarp- inu með þér og við fylgdumst náið með rakstrinum á morgnana og reyndum jafnvel að leika hann eftir þegar þú varst ekki sjáanlegur með misjöfnum árangri. Við sátum oft hvort á sínu læri þínu og fengum lestarferð niður tröppurnar með þér frá svefnloftinu í Hvassaleitinu á morgnana. Þú varst blíður faðir og tókst uppátækjum okkar vel. Þú varst brennustjóri nokkrum sinnum í Hvassaleitisbrennunni okkar og var það mikill heiður fyrir okkur börnin þín að hafa þig þar. Við höfðum verið að safna í brennuna með krökkunum í hverfinu og þú varst einn af okkur og staðan var mjög virðingarverð í okkar augum. Þú breiddir yfir okkur sængina á kvöldin með því að sveifla henni mjúklega yfir okkur, þannig að hún legðist yfir okkur eins og ský. Þú söngst með okkur „Ó, Jesú bróðir besti“ og þú bjóst til bestu deserta, oft með jarðarberjunum sem þú ræktaðir í garðinum okkar. Þú varst mjög góður maður og trúðir á það góða í hverjum manni. Þín dýr- mætasta gjöf fólst ekki í verald- legum auði, heldur í vináttu, heið- arleika og trausti. Lions- hreyfingunni lagðir þú meðal annars lið og við fengum að vera þar þátttakendur í gegnum jóla- merkjasöluna. Þú vildir vera sáttur við þá sem næst þér stóðu og lagðir oft mikið á þig til þess. Umhverfismál voru þér mikil- væg. Þú barst mikla virðingu fyrir náttúrunni, bæði í umgengi og í því sem hún gaf, og þær stundir sem við áttum með þér úti í náttúrunni hvort sem við vorum við veiðar eða á göngu eru ljúfar minningar. Því hvernig þú blómstraðir í náttúrunni og varðst eins og eitt með henni opnaði augu okkar fyrir þeirri feg- urð sem felst í því að umgangast jörðina, og það sem hún hefur að gefa, með virðingu. Þetta höfum við lagt okkur fram um að koma áfram til okkar barna með framkomu okk- ar og leiðsögn á sama hátt og þú gerðir við okkur. Þú opnaðir augu okkar fyrir því hversu mikilvægt hlutverk foreldrar hafa í lífi barna, sem leiðbeinendur og fyrirmyndir. Veiðiferðir sem farnar voru sem fjölskylduferðir með fleiri fjölskyld- um í Héðinsfjörðinn, austur á Kirkjubæjarklaustur eða í Borgar- fjörðinn standa upp úr sem minn- ingarbrot og þar fengu allir að veiða, fengur barnanna var oft eld- aður á kvöldin og þar ríkti gleði og hamingja. Síðustu sex ár eftir að þú veiktist sýndir þú okkur hvað í þér bjó og lést ekki veikindin buga þig, heldur tókst á við þau af svo mikilli bjart- sýni, reisn og sjálfstæði. Þú kunnir aldrei að sitja auðum höndum og fannst þér alltaf verkefni og það sama átti við þessi ár. Þú gafst okk- ur nýja sýn á lífið. Pabbi, þú varst alltaf mikil félagsvera en eftir veik- indin gastu ekki tjáð þið mikið með orðum, en þú hlustaðir og tjáðir þig á annan hátt, þú varst óspar á gleðina og varst opinn og frá þér streymdi kraftur. Þú dreifst þig upp á morgnana, fórst út að ganga, heilsaðir fólki á göngu, last dag- blöðin, drakkst teið þitt, grúskaðir í myndum, bókum og tímaritum. Þú fórst yfirleitt á hverjum degi niður í Hringrás og naust þess að fylgjast með. Þessi ár voru einfaldari og í faðmi fjölskyldu þinnar og nánustu vina. Ár sem skilja mikið eftir hjá okkur, börnunum þínum, og ekki síst barnabörnum sem nú syrgja afa, sem þau fengu að kynnast náið, sem talaði við þau á einfaldara máli, með gleðihrópi þegar þau komu, innilegu faðmlagi, þau fóru í göngu með þér upp í móa til að athuga hreiður eða niður í garð til þess að sjá hvernig jarðarberjalandinu liði. Elsku pabbi, ég vil þakka þér fyr- ir það innlegg sem þú skilur eftir fyrir okkur til að vinna áfram úr og takast á við. Megum við takast á við líf okkar af sömu einlægni, næmni og ást og þú gerðir. Lifi minning þín. Þín dóttir Berglind. Góður vinur og tengdafaðir er horfinn á braut. Leiðir okkar Ás- geirs lágu saman fyrir um 30 árum, er ég kom fyrst á heimili hans og Maríu í Hvassaleitinu í Reykjavík í fylgd elstu dóttur þeirra, Katrínar. Allt frá þessum fyrstu kynnum myndaðist náin og góð vinátta milli okkar sem þroskaðist og dafnaði í gegnum árin. Þær voru ófáar veiði- ferðirnar sem við Ásgeir fórum saman í, þar sem meistarinn fór faglegum höndum um lærling sinn, sem í fyrstu vissi lítið um laxveiðar, ómæld þolinmæði við kennslu og frásagnir af hvar laxinn lægi, hvar hann tæki, hvaða flugu skyldi nú nota og hvar skyldi reyna. Ógjarn- an var það fyrsta verk Ásgeirs að gæta að umgengninni við bakkann og leggja sitt af mörkum við að náttúrunni yrði ekki spillt. Um ár- bakkann skyldi ganga með virðingu og varkárni, skoða náttúruna, gæta að hreiðrum fugla og taka myndir sem var hluti af því að vera með Ás- geiri við árnar. Þar fór maður um sem bar fyrst og fremst virðingu fyrir náttúrunni og tók aldrei ótæpilega af því sem hún gaf. Þær voru því margar árnar sem var far- ið mjúkum höndum um í hans lífi. Það sýndi sig í störfum og lífi Ás- geirs hversu miklum mannkostum hann hafði yfir að búa. Að standa í forsvari fyrir stóru fjölskyldufyrir- tæki en geta jafnframt sinnt fé- lagsmálum eins og Lionshreyfing- unni, KR, Sjálfstæðisflokknum, kirkju- og safnaðarstarfi í Grens- áskirkju og berjast ötullega fyrir hugsun sinni um endurvinnslu á Ís- landi í sem víðtækastri mynd. Ás- geir helgaði stóran hluta af starfs- ævi sinni endurvinnslu sem seinni árin átti hug hans allan. Hann var eldhugi og oft á undan sinni samtíð og er mér minnisstætt er við sátum saman fund með opinberum aðilum þar sem menn voru ekki sammála Ásgeiri um hvernig standa skyldi að málum. Ekki liðu mörg ár er menn sáu að hér hefði betur verið farið að ráðum hans og hlustað á reynslu hans. Þegar þrengdi að í rekstri endurvinnslu á járni og málmum um 1989 og aðrir sáu ekki fram úr því að hægt væri að reka fyrirtæki í endurvinnslu á því sviði lagði Ásgeir, ásamt fjölskyldu sinni, í að stofna fyrirtækið Hringrás og þrátt fyrir mótbyr víða að er þetta fyrirtæki sterkt og öflugt á sínu sviði í dag. Hjá Ásgeiri var ekki til hugtakið að gefast upp. Hvíl þú í friði, kæri vinur. Einar S. Gottskálksson. Elsku afi. Nú eftir að þú hefur kvatt sitjum við systurnar og hugsum um allt það sem þú gafst okkur og kenndir á þeim tíma sem við fengum að vera með þér. Minningarnar um þig eru margar og dásamlegar. Jafnvel hversdagslegir hlutir sem þú gerðir eru orðnir sérstakir því að þú gerð- ir þá á þinn sérstaka hátt. Minn- ingar frá heimsóknum ykkar ömmu til Svíþjóðar þegar við vorum litlar munu aldrei gleymast. Þeim tíma sem þú varðir með okkur sast þú aldrei auðum höndum, við fórum út í snúsnú, þú heimsóttir okkur í skólann, fórst í gönguferðir um skóginn og settir þig inn í líf okkar. Náttúran var eins og fjársjóður í þínum augum og þú kenndir okkur að ganga vel um hana og njóta hennar. Í hvert skipti sem við kom- um í heimsókn til ykkar ömmu í Háuhlíðina tók stórt innilegt faðm- lag á móti okkur og koss á kinn. Þú mismunaðir aldrei neinum og varst alltaf jafn jákvæður og baráttuglað- ur þótt þú hafir veikst. Þú hefur kennt okkur að allt er mögulegt, viljinn verður bara að vera til stað- ar og munum við hafa það að leið- arljósi í lífinu. Afi, þú skipaðir stórt hlutverk í lífi okkar og enginn kemur í þinn stað, en það sem við getum gert okkur til huggunar er að rifja upp minningarnar um þig. Þú munt alltaf vera í hjarta okk- ar og munum við alltaf hugsa til þín. Þín barnabörn, Elín María og Sandra Dögg. Það eru tæp fjörutíu ár síðan fundum okkar Ásgeirs heitins bar fyrst saman. Það var á gamla golf- vellinum við Öskjuhlíð. Ég og vinur minn vorum að taka okkar fyrstu spor eða öllu heldur fyrstu sveiflur í hinni göfugu íþrótt, golfíþróttinni. Vægt til orða tekið var það oftar en ekki stóra kúlan, jarðarkringlan sjálf, sem varð fyrir höggunum í stað litlu hvítu kúlunnar sem við ætluðum að hitta. Þá bar þar að spengilegan mann með golfpoka á öxlinni, greinilega reyndan golf- mann, sem ávarpaði okkur byrjend- urna af ýtrustu tillitssemi miðað við aðstæður. Hann sagðist heita Ás- geir Einarsson. Hann gekk með okkur nokkrar holur og mér er enn í fersku minni hvað ábendingar hans voru settar fram af mikilli hógværð en jafnframt á uppörvandi hátt sem leiddi fljótlega til þess að við fórum að hitta rétta kúlu oftar en áður. Það liðu þó nokkur ár þar til fundum okkar bar næst saman en þá kynntist ég auk þess hans góðu fjölskyldu, foreldrum og systkinum. Það voru styrkir stofnar sem stóðu að Ásgeiri, Einar í Sindra og frú Jakobína. Þau ágætu hjón settu svip sinn á samtímann og þeim gleymir enginn sem var svo hepp- inn að kynnast þeim. Til þeirra sótti Ásgeir vafalaust margt það sem einkenndi hann; dugnaðinn, seigl- una, framsýni frumkvöðulsins og ekki síst góða og skemmtilega nær- veru. Ásgeir var einstaklega ljúfur maður, vildi hvers manns vanda leysa og mátti ekkert aumt sjá. Kynni okkar Ásgeirs í liðlega ald- arfjórðung voru mjög góð. Sama er að segja um samstarf okkar og samvinnu. Við sátum saman í stjórn Sindra-Stáls hf. og fleiri félaga í mörg ár og unnum vel saman. Okk- ur hjónunum eru minnisstæðar veiðiferðirnar með Ásgeiri og Mar- íu. Þar var enn kominn hinn ljúfi kennari Ásgeir í hinni göfugu flugu- veiðiíþrótt. Ég hef ekki séð marga bera sig betur að í þeirri íþrótt en hann. Auk þess þekkti hann flestar ár hér á landi betur en aðrir menn og var óþreytandi við að segja okk- ur hinum til. Hann var góður sögu- maður og kunni að minnsta kosti eina góða sögu um hvern veiðistað. Nú þegar komið er að leiðarlok- um þakkar stjórn Sindra-Stáls hf. allt hið farsæla starf Ásgeirs í þágu félagsins. Við hjónin viljum þakka Ásgeiri vináttu hans og allar liðnar ánægju- og samverustundir. Jafn- framt vottum við Maríu og fjöl- skyldu okkar dýpstu hluttekningu og samúð. Guðrún R. Eiríksdóttir og Jónas A. Aðalsteinsson. Í dag minnist ég vinar míns, Ás- geirs Einarssonar í Sindra, er lést 6. nóvember sl. eftir skamma sjúk- dómslegu. Erfitt er að skrifa við hæfi um jafn ágætan mann og Ás- geir var. Margs er að minnast frá langri ævi en kynni okkar hófust fyrir rúmum fimmtíu árum þegar ég var við nám í Verzlunarskóla Ís- lands. Ásmundur heitinn Einars- son, bróðir Ásgeirs var bekkjar- bróðir minn og lenti ég, utanbæjarmaðurinn, í vinahópi hans. Oft var farið upp á Hverf- isgötu þar sem fjölskyldan bjó og faðirinn hinn landskunni athafna- maður, Einar Ásmundsson járn- smíðameistari og forstjóri Sindra- stáls, sem flestir þekkja undir nafninu Sindri í daglegu tali, hafði aðsetur sitt. Á þessum árum var heitt í stjórnmálum á Íslandi og hart barist um það, hvort Ísland ætti að ganga í Atlantshafsbanda- lagið eða ekki. Einar var einn af máttarstólpum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á þeim tíma og synirnir voru virkir í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna. Á þessum árum var Ásgeir í Iðnskólanum og síðar í Vélskólanum í Reykjavík, þar sem hann lauk vélstjóraprófi 1949. Þrátt fyrir það var hann í pólitíska hópn- um okkar, sem Eyjólfur K. Jóns- son, síðar ritstjóri og alþingismað- ur, leiddi af miklum skörungsskap. Það var á þessum árum sem við Ás- geir bundumst órjúfandi vináttu- böndum. Ásgeir Einarsson var óvenjuleg- ur maður. Hann var hvers manns hugljúfi. Þar af leiðandi var hann eftirsóttur félagi og samstarfsmað- ur. Hann kom því víða við fyrir utan forustuhlutverk sitt sem einn af að- aleigendum og framkvæmdastjóri Sindrastáls ehf. og Hringrásar hf. Það sem tengdi okkur helst saman var persónuleg vinátta við hann og fjölskyldu hans. Í Sjálfstæðisflokknum kom Ás- geir víða við sögu, var m.a. í bygg- ingarnefnd Valhallar, í stjórn Heimdallar og hverfasamtökum sjálfstæðismanna í Háaleitishverfi. Í öllum kosningum, hvort sem um var að ræða borgarstjórnar- eða al- þingiskosningar, var Ásgeir mætt- ur. Hann tilheyrði svonefndu bak- varðarliði Sjálfstæðisflokksins sem skipað er hundruðum manna og kvenna sem skipuleggja og útfæra kosningastarf flokksins á hverjum tíma. Þetta er hinn sterki kjarni ásamt frambjóðendum sem hefur tryggt áratuga sigra Sjálfstæðis- flokksins. Enginn flokkur á Íslandi hefur haldið jafnmiklu fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn frá stofnun hans árið 1929. Ég nefni þetta við minningu Ásgeirs Einarssonar vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn var honum mjög kær. Lífsstarf Ásgeirs var á sviði járn- iðnaðar. Meðan heilsan entist var hann vakinn og sofinn yfir hags- munum fyrirtækjanna Sindra-Stáls og Hringrásar. Hann vildi að fyr- irtækjunum vegnaði vel og þá ekki hvað sízt með tilliti til þess að hag- ur starfsmanna væri sem beztur. Ásgeir naut vinsælda viðskiptavina og var viðurkenndur meðal sam- keppnisaðila fyrir heiðarleg og vönduð vinnubrögð í oft og tíðum harðri samkeppni. Ásgeir Einarsson umgekkst ann- að fólk af nærgætni og tillitssemi. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni. Hins vegar reyndi hann ætíð að rétta hlut þess sem hallað var á. Hjálpsemi hans og gjafmildi var orðlögð. Ásgeir var mikill útivistarmaður. Hér fyrr á árum átti hann gæðinga sem hann ferðaðist á vítt og breitt um landið. Laxveiðimaður var hann frábær. Fluguveiðar stundaði Ás- geir í áratugi í helztu laxveiðiám landsins. Þverá í Borgarfirði og Víðidalsá voru honum kærar. Þar áttu Ásgeir og María góðar stundir með fjölskyldunni og vinum. Ásgeiri var mjög annt um fjöl- skyldu sína og vildi veg hennar sem mestan. Katrín, Sveinn, Berglind, Einar og Brynhildur, börn Ásgeirs og Maríu, eru öll dugnaðarfólk sem hafa verið foreldrum sínum til sóma. Barnabörnin voru Ásgeiri mikið yndi. María var Ásgeiri góð eiginkona og annaðist hann af mik- illi alúð og styrk í veikindum hans síðari árin. Aldrei sýndi hann á sér neinn bilbug heldur sagði jafnan: „Þetta kemur, aldrei að gefast upp.“ Við Ragnheiður kveðjum góðan vin. Við vottum Maríu og fjölskyld- unni innilega samúð. Guðmundur H. Garðarsson. ÁSGEIR EINARSSON  Fleiri minningargreinar um Ás- geir Einarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.