Morgunblaðið - 16.11.2001, Síða 57

Morgunblaðið - 16.11.2001, Síða 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 57 KÍNABLÚBBUR Unnar kynnir næstu Kínaferðir laugardaginn 17. nóvember kl. 15 í veitingahúsinu Shanghæ, Laugavegi 28. Kynntar verða ferðir sem farnar eru 17. maí til 7. júní og 17. sept- ember til 8. október. Sýndar verða litskyggnur frá Kína, afhent ferða- skrá, og skyndihappdrætti verður með kínverskum vinningum. Árið 2002, ár hestsins skv. kín- versku almanaki, eu liðin 10 ár síðan Unnur byrjaði að skipuleggja ferðir til Kína. Afmælisferðirnar verða farnar undir merkjum: Ferð/fróð- leikur/ Gleði/gaman, segir í fréttatil- kynningu. Kynning hjá Kína- klúbbi Unnar HILDUR Blumenstein hárgreiðslu- meistari og eigandi Listhárs, hefur keypt hársnyrtistofuna Lúðvík XIV, Vegmúla 2 í Reykjavík og flutt alla starfsemi Listhárs á sama stað, heit- ir stofan Listhár-Lúðvík XIV(Lúð- vík fjórtandi), og veitir alla alhliða hársnyrti- og hárgreiðsluþjónustu auk faglegrar ráðgjafar. Á stofunni fást einnig allar helstu hársnyrtivör- ur. Í tilefni af þessum breytingum er boðinn 20% afsláttur af allri þjón- ustu út nóvembermánuð, segir í fréttatilkynningu. Listhár-Lúð- vík XIV NÁMSKEIÐ fyrir verðandi tví- buraforeldra verður haldið á Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi laugardaginn 17. nóvember, kl. 10– 18. Ljósmæðurnar Karitas Halldórs- dóttir og Unnur Friðriksdóttir sjá um námskeiðið en það fjallar um þá þætti sem eru sérstakir við tvíbura- meðgöngu og fæðingu og sérstök áhersla er lögð á tímabilið eftir fæð- inguna, segir í fréttatilkynningu. Námskeið fyrir verðandi tvíbura- foreldra ATVINNA mbl.is LAURA ASHLEY Ljósadagar 16.-24. nóvember. 15% afsláttur af: Bæjarlind 14-16, sími 551 6646, Kópavogi • borðlömpum, • gólflömpum, • skermum Haustferðir Heimsferða hafa fengið ótrúlegar undirtektir og nú seljum við síðustu sætin í haust, þann 22. nóvember til þessarar fögru borgar. Beint flug og úrval gististaða í hjarta Prag. Að auki getur þú valið um spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða þar sem þú kynnist alveg ótrúlega heillandi mannlífi þessarar einstöku borgar sem á engan sinn líka í Evrópu. Fáðu bæklinginn sendann. Viðbótargisting Síðustu 18 sætin í haust Helgarferð til Prag 22. nóvember frá kr. 39.950 Verð kr. 39.950 M.v. 2 í herbergi, Utri Korunek, 22. nóvember, 3 nætur, m.v. 2 í herbergi með morgunmat. Skattar innifaldir. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is HRÖNN Eggertsdóttir listmálari, Friðþjófur Helgason kvikmynda- tökumaður og ljósmyndari og Helgi Daníelsson opna sýningu í Listasetr- inu Kirkjuhvoli á Akranesi laugar- daginn 17. nóvember kl. 15. Á sýningunni verða um 100 mynd- ir, málverk og ljósmyndir, sem allar tengjast Langasandi á Akranesi. Hrönn sýnir olíumálverk, en Frið- þjófur og Helgi sýna ljósmyndir. Þetta er önnur sýningin, sem þau halda saman, en fyrir þremur árum voru þau með sýningu á sama stað þar sem myndefnið var Akrafjall. Hrönn hefur haldið margar einka- sýningar, nú síðast á Húsavík, auk þess sem hún hefur tekið þátt í mörg- um samsýningum á undanförnum ár- um. Friðþjófur hefur tekið þátt í nokkr- um samsýningum, svo og Helgi. Sýningin verður opin alla daga, nema mánudaga frá kl. 15-18, en henni lýkur sunnudaginn 2. desem- ber. Feðgar og frænka sýna á Akranesi Friðþjófur Helgason, Hrönn Eggertsdóttir og Helgi Daníelsson. NÝLEGA var opnaður nýr vefur Samfylkingarinnar, samfylking.is. Fyrir einu og hálfu ári hóf flokkur- inn rekstur vefseturs þar sem eru birtar fréttir og pistlar alla virka daga. Nú hefur vefurinn verið end- urnýjaður í takt við það sem best gerist. Á honum er að finna fjölda frétta um landsfundinn og pistil for- manns Samfylkingarinnar, sem er nýr efnisþáttur, og netkönnun, þar sem spurning vikunnar er: Á að kjósa framkvæmdavaldið beinni kosningu? segir í fréttatilkynningu www.samfylking.is Nýr vefur Sam- fylkingarinnar VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð heldur fræðslufund um jarð- gangagerð á Austurlandi í Fjarða- byggð laugardaginn 17. nóvember kl. 14 í Slysavarnarhúsinu á Eskifirði. Frummælendur verða Hreinn Haraldsson og Jón Bjarnason alþing- ismaður og svara þeir fyrirspurnum að loknum inngangserindum. VG með fund í Fjarðabyggð LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir hugsanlegum vitnum að umferð- arslysi sem átti sér stað á gatnamót- um Sæbrautar og Langholtsvegar miðvikudagsmorguninn 7. nóvember sl. um kl. 10:15. Þar skullu saman hvít Opel Zaf- ira-A, merkt Osta- og smjörsölunni, sem var ekið austur Sæbraut, og dökkgræn Toyota Corolla, station gerð, sem var ekið norður Lang- holtsveg. Á gatnamótunum eru um- ferðarljós en ekki er fyllilega ljóst um stöðu þeirra þegar slysið varð. Lýst eftir vitnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.