Morgunblaðið - 16.11.2001, Qupperneq 58
DAGBÓK
58 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Stórir og flottir
ÉG VIL benda einni, sem er
óánægð, á að hægt er að fá
brjóstahaldara í stærðum
DD, E og uppí HH í breskri
póstverslun. Þeir eru rosa-
lega flottir og þar er góð
þjónusta. Slóðin er braviss-
imo.com. Þar getur maður
skoðað það sem til er, sund-
föt og fleira. Þeir senda svo
listana sína um hæl.
Ég var líka orðin hund-
leið á að fá aldrei neitt nema
kerlingabrjóstahaldara.
Langar mig mest af öllu að
reyna að fá þetta umboð því
þetta er stórglæsileg vara
og mikil þörf fyrir hana hér.
Ein ánægð.
Minnkandi
þjónusta SÁÁ
Heilbrigðisyfirvöld verða að
gera upp við samvisku sína
hvort ódýrara sé að hafa
fíklana virka á götunni en að
gefa þeim kost á viðeigandi
meðferðarúrræðum.
Á sama tíma og þjónusta
SÁÁ er skorin niður þarf
ekki nema eitt innlit í dag-
blað eða dagbók lögregl-
unnar til að sjá að vímuefna-
vandinn er langt frá því að
vera vandamál sjúklingsins
heldur er það samfélagið
allt sem geldur og oft með
grimmilegum og ósann-
gjörnum hætti með
splundruðum fjölskyldum,
eignatjóni og ekki má
gleyma því saklausa fólki
sem verður fyrir barðinu á
t.d. drukknum ökumönnum
eða sturluðum fíklum.
Endastöð alkóhólismans er
geðveiki og dauði og hversu
langt eða skammt sem
menn eru gengnir er Vogur
sjúkrahús sem að mínu mati
hefur bjargað ómetanlega
mörgum mannslífum á Ís-
landi.
SÁÁ er með starfi sínu að
endurreisa einstaklinga úr
öllum þjóðfélagsstigum sem
hafa hrasað mismikið en all-
ir eiga þeir það sameigin-
legt að hafa „botnað“ í
neyslu sinni með misalvar-
legum afleiðingum.
SÁÁ vinnur óeigingjarnt
starf sem miðar að því að
endurreisa einstaklinginn
og koma honum nothæfum í
samfélag manna að nýju.
SÁÁ hefur oft þurft að
taka á móti sama fólkinu
aftur og aftur en dyr þeirra
lokast engum sem eru
hjálpar þurfi, sumir þurfa
bara lengri tíma en aðrir til
að ná bata; rétt eins og í bar-
áttunni við aðra sjúkdóma.
Næst þegar þú, lesandi
góður, sérð fíkil sem fær þig
til að halda fastar um pen-
ingabudduna skaltu hug-
leiða hvort ekki sé farsælli
lausn að styðja forvarnir og
meðferðarúrræði heldur en
að bíða eftir að fíkillinn ræni
einhvern, limlesti eða drepi
á endastöð sjúkdóms sem
leggst á háa sem lága. Sjúk-
dómur sem breytir heiðar-
legu lífsglöðu fólki í geðveik
óargadýr án samvisku eða
sjálfsvirðingar. Þetta fólk á
rétt á tafarlausri meðferð
þegar það er tilbúið og SÁÁ
á rétt á fjármagni frá sam-
félaginu til að taka að sér
þetta óeigingjarna starf og
bjóða það besta sem völ er á
til mannlegrar endurreisnar
og veita fólki viðeigandi
meðferð þar til því er óhætt
– og okkur hinum líka.
Heibrigðisráðherra.
Hættu þessari nísku og
færðu SÁÁ það sem þarf til
að skapa áhyggjulausara
samfélag. Það kostar marg-
falt meira að byggja ný
fangelsi.
Geirfugl.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
EINU sinni voru útlendir ostarnánast eina matvaran, sem
ferðamenn máttu koma með inn í
landið. Skinka, pylsur og fleira góð-
gæti hefur lengi verið gert sam-
vizkusamlega upptækt í tollinum á
Keflavíkurflugvelli en ostunum var
til skamms tíma sleppt í gegn. Með
tilvísun til gin- og klaufaveikifarald-
ursins í Bretlandi og á meginland-
inu fyrr á þessu ári var eftirlit með
innflutningi osta úr ógerilsneyddri
mjólk hert stórlega í Keflavík og
tollgæzlan hefur gert talsvert upp-
tækt af osti. Þetta hafa náttúrlega
verið vandaðir gæðaostar, því að
a.m.k. í huga flestra meginlandsbúa
er hálfgerð mótsögn í því fólgin að
ætla að búa til virkilega góðan ost
úr gerilsneyddri mjólk.
x x x
ÞETTA var samt auðvitað bráð-nauðsynleg aðgerð, því að eins
og allir vita geta ostar verið hættu-
legir smitberar. Ekki hafa ferða-
langar einasta ástundað það að gefa
búfénaði fína, útlenda osta að maula
úr lófa sínum þegar þeir hafa farið
út í sveit, heldur er alls ekki úti-
lokað að t.d. kýr í Grímsnesinu
veikist vegna neyzlu á útlendum
ostum í rauðvínspartíi í Þingholt-
unum. Hins vegar grunar Víkverja
að eftirlitið í Keflavík sé í raun ekki
nógu virkt. Tollverðir kíkja oftast
bara í fríhafnarpoka eða handtösku
farþega í leit að hættulegum osti og
þótt annar farangur sé gegnumlýst-
ur með röntgengeislum gætu toll-
verðir í Leifsstöð t.d. haldið að ost-
stykki í ferðatösku væri bara
sápustykki og látið brotamanninn
sleppa.
x x x
VÍKVERJI hefur velt því dálítiðfyrir sér hvernig megi upp-
ræta í eitt skipti fyrir öll þennan
þjóðhættulega innflutning og kom-
izt að þeirri niðurstöðu að þjóðráð
sé að þjálfa þefnæma hunda til að
hafa uppi á útlendum landbúnaðar-
vörum í farangri flugfarþega.
Hundar hafa reynzt vel í því skyni
að finna smygluð fíkniefni og ekki
vantar nú yfirleitt lyktina af útlenda
ostinum. Það virðist liggja beint við
að þjálfa upp ostahund, tollgæzlunni
til halds og trausts. Ef vel gengur
má huga að því að þjálfa líka
skinkuhund – nema sami hundurinn
geti lært að þekkja bæði osta- og
skinkulykt. Hins vegar hefur Vík-
verja verið bent á að líklega þurfi
alveg sérstakan hund til að komast
fyrir smygl á salamipylsum, því að
þær séu svo lyktsterkar að þær geti
skaddað næmt þefskyn hunda og
gert þá ónæma fyrir hlutfallslega
lyktdaufum osti.
x x x
EINHVERJUM kann að vaxa íaugum kostnaðurinn við þetta
fyrirkomulag. Víkverja finnst hins
vegar liggja beint við að landbún-
aðarráðuneytið og samtök landbún-
aðarins taki þátt í honum. Þegar
allt kemur til alls er eftirlit tollgæzl-
unnar með innflutningi osta, skinku
og pylsna auðvitað til þess ætlað að
vernda landbúnaðinn, ekki bara fyr-
ir búfjársjúkdómum heldur líka fyr-
ir lágu vöruverði og fjölbreyttu
vöruúrvali. Þar að auki er hunda-
hald búskapur út af fyrir sig og
ástæða til að ýta undir slíkt á þétt-
býlissvæðum eins og á Suðurnesj-
unum, þar sem stétt hobbýbænda á
undir högg að sækja. Víkverja virð-
ist því einsýnt að farsæl lausn finn-
ist í þessu mikilvæga máli.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT:
1 frosin jörð, 4 viðarbút-
ur, 7 flennan, 8 árnar, 9
beita, 11 yfirsjón, 13
megni, 14 bál, 15 heitur,
17 járn, 20 herbergi, 22
spjald, 23 mjólkurafurð,
24 sér eftir, 25 lifir.
LÓÐRÉTT:
1 lóu, 2 æviskeiðið, 3
vinna, 4 matskeið, 5 verk-
færi, 6 skipulag, 10 fisk-
ur, 12 skyggni, 13 snák,
15 batt enda á, 16 ýl, 18
spil, 19 hrósar, 20 at, 21
taugaáfall.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 reisulegt, 8 gadds, 9 tófan, 10 sæl, 11 rýrna, 13
agnar, 15 stórt, 18 hasar, 21 æra, 22 stapp, 23 flökt, 24
gagndrepa.
Lóðrétt: 2 endar, 3 sussa, 4 litla, 5 gefin, 6 Ægir, 7 snýr,
12 nýr, 14 góa, 15 sess, 16 óraga, 17 tæpan, 18 hafur, 19
skörp, 20 rétt.
K r o s s g á t a
ÉG tilheyri láglaunastétt
þessa lands, er sem sagt
sjúkraliði, og er þessa dag-
ana í verkfalli.
Þótt liðið sé rúmt ár frá
því samningar sjúkraliða
voru lausir hefur fulltrúum
ríkisvaldsins ekki þóknast
að semja við okkur. Enda
spara þeir hvern mánuðinn
sem ósamið er.
Ég sit því heima þessa
dagana og hef góðan tíma
til að hugsa og velta hlut-
unum fyrir mér.
Er ekki eitthvað mikið að
þessu „kerfi“ okkar, þar sem
menn fá úthlutað peningum í
formi kvóta fyrir tugi millj-
óna? Svo er fiskur veiddur
og honum hent dauðum eða
hálfdauðum í sjóinn aftur af
því að hann er ekki af réttri
stærð? Síðan fer maður út í
búð og veltir fyrir sér hvort
maður á að veita sér þann
lúxus að kaupa ýsu í matinn,
ég tala nú ekki um lúðu. Þið
vitið öll hvað þessi vara kost-
ar orðið hjá okkur fisk-
veiðiþjóðinni!
Ég man nú það langt aftur
þegar þessi fæða var
hversdagsmatur sem hægt
var að hafa á borðum á
hverjum degi.
En aftur að verkfalli
sjúkraliða, vonandi takast
samningar áður en næsta
hrina verkfalla skellur á
eftir 12 daga. Þá getum við
aftur farið að sinna skjól-
stæðingum okkar veikum
og öldruðum, sem svo lítils
virðast metnir í þessu nú-
tímaþjóðfélagi okkar, eins
og launataxtarnir sanna.
Gunnlaug Ólafsdóttir.
Eitthvað mikið að kerfinu
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Mánafoss kemur í dag.
Kvitnes og Jo Elm fara í
dag
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl 9
vinnustofa og leikfimi.
bókband fellur niður í
dag bingó kl 14.Jóga er
miðvikudaga kl 17, það
komast fleiri að. skrán-
ing í síma 562-2571
Árskógar 4. Kl. 13-16.30
opin smíðastofan.
Harmonikkuball verður
16. nóv. kl. 20.30. Fé-
lagar úr Félagi harm-
ónikkuunnenda spila.
Allar upplýsingar í síma
535-2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30 böð-
un, kl. 9-12 bókband, kl.
9-16 handavinna, kl. 10-
17 fótaaðgerð, kl. 13
spilað í sal og glerlist.
Félagsvist kl. 13.30.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudögum
kl. 13-16.30, spil og
föndur. Jóga á föstudög-
um kl. 13.30. Kóræfing-
ar hjá Vorboðum, kór
eldri borgara í Mos-
fellsbæ Hlaðhömrum
fimmtudaga kl. 17-19.
Uppl. hjá Svanhildi í s.
586-8014 kl. 13-16. Uppl.
um fót-, hand- og and-
litssnyrtingu, hár-
greiðslu og fótanudd, s.
566-8060 kl. 8-16.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18-20. Kl. 9-12
aðstoð við böðun, kl. 9-
16.45 hárgreiðslustofan
opin, kl. 9 opin handa-
vinnustofan.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 10 hársnyrting,
kl. 10-12 verslunin opin,
kl. 13 „Opið hús“, spilað
á spil.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Danstími 16.
nóv kl. 19.15. Félagsvist
í Álftanesi 22. nóv. kl.
19.30. Stundaskrá í
hópastarfi er auglýst á
töflu í kjallaranum í
Kirkjuhvoli og á
www.fag.is
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Bingó verður
spilað í Gullsmára 13, í
dag kl. 14.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Leikfimi í Íþróttahúsinu
kl. 11.30, myndlist kl.
13, brids kl. 13:30.
Á morgun er ganga kl.
10. Næsta fimmtudag
verður opið hús. Menn-
ingarmálanefnd sér um
dagskrá.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10-13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi. Sunnu-
dag félagsvist kl. 13.30.
Dansleikur kl. 20 Caprí-
tríó leikur fyrir dansi.
Silfurlínan er opin á
mánu- og mið-
vikudögum kl. 10-12.
Skrifstofan er flutt að
Faxafeni 12, sama
símanúmer og áður. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði Glæsibæ. Uppl.
á skrifstofu FEB. kl.
10-16 s. 588-2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9-16.30
myndlist og rósamálun
á tré, kl. 9-13 hár-
greiðsla, kl. 9.30 göngu-
hópur, kl. 14 brids. Opið
alla sunnudaga frá kl.
14-16, blöðin og kaffi.
Félagsstarfið Furu-
gerði. Messa í dag kl.
14, prestur sr. Ólafur
Jóhannsson, Furugerð-
iskórinn syngur undir
stjórn Ingunnar Guð-
mundsdóttur. Kaffiveit-
ingar eftir messu.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9-16.30 vinnustofur
opnar, frá hádegi spila-
salur opinn. Kl. 16 er
opnun á myndlistarsýn-
ingu Bryndísar Björns-
dóttur, m.a. syngur
Gerðubergskórinn und-
ir stjórn Kára Friðriks-
sonar, félagar úr Tón-
horninu leika létt lög,
allir velkomnir. Veit-
ingar í veitingabúð
Gerðubergs. Sunnudag-
inn 18. nóv. kl. 14 syng-
ur Gerðubergskórinn
við guðsþjónustu í
Kópavogskirkju, m.a.
fjölbreytt söngdagskrá.
Upplýsingar um starfs-
semina á staðnum og í
síma 575-7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 málm- og silf-
ursmíði, kl. 13 bókband,
kl. 9.15 rammavefn-
aður.
Gullsmári, Gullsmára
13.Glerlistahópur kl. 10.
Fjölskyldudagur verður
í Gullsmára laugardag-
inn 17. nóv. og hefst
með fjölbreyttri dag-
skrá kl. 14. Ágústa S.
Ágústsdóttir syngur
dægurlög, kór Hjalla-
skóla syngur vináttulög,
dansarar frá Dansskóla
Sigurðar Há-
konarsonar. Hláturinn
lengir lífið, samstarfs-
verkefni Smáraskóla og
Hana-nú. Í barnahorni
verða litir, leir o. fl.
Vöffluhlaðborð.
Hraunbær 105. Kl. 9-12
baðþjónusta, kl. 9-17
hárgreiðsla og fótaað-
gerðir, kl. 9 handa-
vinna, bútasaumur, kl.
11 spurt og spjallað, kl.
14 spilað bingó. Föstu-
daginn 7. des. verður
jólahlaðborð, hátíð-
arræða, hugvekja,
söngur. Allir velkomnir.
Uppl. í síma 587-2888.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun, leikfimi, kl.
12.30 postulín. Fót-
snyrting og hársnyrt-
ing.
Norðurbrún 1. Kl. 9-13
tréskurður, kl. 9-17 hár-
greiðsla, kl. 10 boccia.
Vesturgata 7. Kl. 9-16
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15 handa-
vinna, kl. 13.30 sungið
við flygilinn, kl. 14.30
kaffi og dansað í aðalsal.
Dansað í kaffitímanum
við lagaval Halldóru,
gott með kaffinu, allir
velkomnir. Jólafagnaður
verður fimmtudaginn 6.
desember, jólahlaðborð,
söngur, hljóðfæraleikur,
danssýning og fleira,
nánar auglýst síðar.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 9.30
bókband og morg-
unstund, kl. 10 leikfimi
og fótaaðgerðir, kl.
12.30 leirmótun, kl.13.30
bingó.
Háteigskirkja, aldraðir.
Samvera í Setrinu kl.
13-15. Sauma-, prjóna-
klúbbur, vöfflur með
kaffinu.
Bridsdeild FEBK Gjá-
bakka. Brids kl. 13.15 í
dag.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan
verður á morgun. Lagt
af stað frá Gjábakka,
Fannborg 8, kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára 13
kl. 10 á laugardögum.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur á
morgun kl. 21 í Konna-
koti, Hverfisgötu 105,
Nýir félagar velkomnir.
Munið gönguna mánu-
og fimmtudaga.
Ungt fólk með ungana
sína. Hitt húsið býður
ungum foreldrum (ca.
16-25 ára) að mæta með
börnin sín á laug-
ardögum kl.15-17 á
Geysi, Kakóbar, Að-
alstræti 2 (gengið inn
Vesturgötumegin). Opið
hús og kaffi á könnunni,
djús, leikföng og dýnur
fyrir börnin.
Borgfirðingafélagið í
Reykjavík, spiluð fé-
lagsvist á Hallveig-
arstöðum við Túngötu, á
morgun, laugardag, kl.
14. Allir velkomnir.
Seyðfirðingafélagið í
Reykjavík. 20 ára af-
mæli félagsins verður
haldið í Gjábakka laug-
ardaginn 17. nóv. kl. 19.
Matur, skemmmtiatriði.
Mætum vel.
Minningarkort
Minningarkort ABC
hjálparstarfs eru af-
greidd á skrifstofu ABC
hjálparstarfs í Sóltúni 3,
Reykjavík, í síma 561-
6117. Minningargjafir
greiðast með gíróseðli
eða greiðslukorti.
Allur ágóði fer til hjálp-
ar nauðstöddum börn-
um.
Minningarkort Barna-
heilla til stuðnings mál-
efnum barna fást af-
greidd á skrifstofu
samtakanna á Lauga-
vegi 7 eða í síma 561-
0545. Gíróþjónusta.
Barnaspítali Hringsins.
Upplýsingar um minn-
ingarkort Barnaspít-
alasjóðs Hringsins fást
hjá Kvenfélagi Hrings-
ins í síma 551-4080.
Kortin fást í flestum
apótekum á höfuðborg-
arsvæðinu.
Í dag er föstudagur 16. nóvember
320. dagur ársins 2001. Orð dagsins:
En nú varir trú, von og kærleikur,
þetta þrennt, en þeirra er kærleik-
urinn mestur.
(1.Kor. 13, 13.)