Morgunblaðið - 16.11.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.11.2001, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 59 DAGBÓK Útsölumarkaður á Langholtsvegi 130 Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 12.00-18.00 Snertilinsur fyrir byrjendur Linsur f. 3 mán. • mátun • kennsla • vökvi og box frá 6.500 kr. Daglinsur 85 til 100 kr. stk. Mánaðarlinsur 750 kr. stk. Árslinsur 3.000 kr. stk. á meðan birgðir endast Ath. þetta! Einnig mátun fyrir sjónskekkju og progressiv/ margskiptar linsurLaugavegi 36, sími 551 1945 Í apótekinu þínu núna Afsláttur af öllum N°7 snyrtivörum Vantar þig varalit, gott krem, jólagjöf eða N°7 förðunarbursta í tösku? Tilboð meðan birgðir endast Ilmurinn í ár – Vincent Van Gogh gjafakassar fyrir dömur og herra. Sérsaumaðar snyrtibuddur. Veski kr. 1.300. Hanskar og treflar o.fl. Buxna- dagar • • •mkm v i ð Ó ð i n s t o r g 1 0 1 R e y k j a v í k s í m i 5 5 2 5 1 7 7 20-50% afsláttur STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú ert skilningsríkur og til- finningasamur og þótt gott sé kemst þú stundum í vanda þess vegna. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Láttu það ekki aftra þér þótt breytingatillögur þínar fái lítinn hljómgrunn. Tíminn vinnur með þér og þess vegna skaltu bara vera stað- fastur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Einhverjir öfundarmenn þín- ir vilja koma í veg fyrir að þú náir takmarki þínu. Sýndu þolinmæði því tiltektir þeirra munu hitta þá sjálfa fyrir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Misstu aldrei trúna á sjálfan þig, þótt einhver ský kunni að draga upp á himininn. Ef þú ert sjálfum þér trúr mun allt fara á besta veg. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft að leggja hart að þér til þess að koma verk- efnum í höfn, en því meiri verður ánægjan í lokin þeim mun snúnari sem hlutirnir eru. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er ekki rétta leiðin að herða tökin þegar aðrir eru komnir upp að vegg. Þvert á móti áttu að gæta þess að hinir hafi alltaf undankomu- leið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nú er stundin til þess að brjóta blað í heilsumálunum og taka upp lifnaðarhætti sem tryggja þér heilbrigða sál í hraustum líkama. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Dragðu ekki að ljúka við verkefni, sem þú hefur tekið að þér. Allt slugs kemur bara í bakið á þér og þá verður ekki létt að bjarga málunum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ættir að líta í kring um þig heima við og setja á blað þá hluti sem gera þarf. Það er svo margt sem þú getur ekki slegið á frekari frest. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hlustaðu á það sem vinir þín- ir hafa að segja um þín mál. Þótt þeir flytji engan stóra- sannleik kann eitthvað gott að leynast í máli þeirra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er ekki nóg að vita hlut- ina svona nokkurn veginn. Sestu niður og farðu í gegn um málin, sérstaklega fjár- málin, svo þú vitir upp á hár. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ættir að slást í hópinn með kunningjunum því öll sameiginleg upplyfting er góð skemmtan og styrkir vinaböndin. Sýndu öðrum til- litssemi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu ekki slá þig út af lag- inu. Það skiptir svo miklu máli að þú missir ekki sjónar á takmarkinu hvað sem hver segir og gerir. Þolinmæði þarftu til. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla „KÍKIRINN kostaði spilið,“ tautaði athugull áhorfandi fyrir munni sér og sneri upp á yf- irvararskeggið. Hann var að íhuga spilamennsku sagnhafa í fjórum spöð- um dobluðum í þessu spili Íslandsmótsins í tví- menningi: Suður gefur; NS á hættu. Áttum snúið. Norður ♠ K3 ♥ K5 ♦ K109852 ♣K84 Vestur Austur ♠ G1052 ♠ 96 ♥ ÁDG93 ♥ 10876 ♦ ÁD43 ♦ G6 ♣ -- ♣G9762 Suður ♠ ÁD874 ♥ 42 ♦ 7 ♣ÁD1053 Vestur Norður Autsur Suður -- -- -- 1 spaði 2 hjörtu 3 grönd 4 hjörtu Pass Pass 4 spaðar Pass Pass Dobl Allir pass Vestur kom út með hjartaás og spilaði hjarta áfram á kóng blinds. Sagnhafi var fullur bjart- sýni og byrjaði á því að taka þrjá efstu í trompi. Lagði svo niður laufás og þar með var spilið tapað, þótt það blasi ekki bein- línis við. Vestur þarf reyndar að verjast vel. Til að byrja með hendir hann tígli í laufásinn. Ef sagnhafi spilar nú tígli að blindum tekur vestur slaginn og spilar hjarta – hann má ekki taka spaðaslaginn. Suður trompar og spil- ar laufi, en nú trompar vestur og stíflar þannig laufið. Hann spilar hjarta, sem suður trompar með síðasta spaðanum og get- ur þá ekki lengur nálgast tíunda slaginn á lauf- drottningu heima. Stíflan í laufinu er til- komin vegna þess að suð- ur var of fljótur á sér að leggja niður laufásinn til að „kíkja á leguna“. Ef hann spilar strax tígli á kónginn fær hann alltaf tíu slagi. Kíkirinn kostaði spilið. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT ALDAMÓTIN Drottinn, sem veittir frægð og heill til forna, farsæld og manndáð, vek oss endurborna! Strjúk oss af augum nótt og harm þess horfna, hniginnar aldar tárin láttu þorna. – – – Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga. – – – Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er: að elska, byggja og treysta á landið. Hannes Hafstein 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 b6 4. g3 Bb4+ 5. Bd2 Be7 6. Bg2 Bb7 7. O–O c6 8. Bc3 d5 9. Rbd2 O–O 10. Dc2 Rbd7 11. Had1 Dc7 12. e4 dxc4 13. Rxc4 Ba6 14. Rfd2 Dc8 15. b4 Hb8 16. Hfe1 He8 17. a3 Bf8 18. Ba1 Hd8 19. Re3 Re8 20. e5 c5 21. bxc5 bxc5 22. d5 Rc7 23. Re4 h6 24. Rd6 Bxd6 25. exd6 Re8 26. dxe6 fxe6 27. Bh3 Rf8 28. Rd5 Db7 29. Re7+ Kh8 30. Rg6+ Rxg6 31. Dxg6 Bc4. Staðan kom upp í minn- ingarmóti Jóhanns Þóris Jónssonar. Stefán Kristjáns- son (2.374) hafði hvítt gegn Kristjáni Eðvarðssyni (2.245). 32. Hxe6! Hxd6 og svartur gafst upp um leið enda fátt um fína drætti eftir 33. Hxe8 +. Helgi Sæ- mundsson var einn grein- arhöfunda í áhugaverðu og skemmtilegu mótsblaði minningarmótsins. Í grein- inni rekur hann m.a. sögu af Jóhanni en hún var á þá leið að kunningi Helga, sem þótti nokkuð fastheldinn á fé, hafði birt rándýra aug- lýsingu í tímaritinu Skák. Helga fannst þetta tíðind- um sæta og grennslaðist fyrir um ástæður þessa. Jó- hann hafði þá komið við á skrifstofu kunningjans og beðið um auglýsingu í blaðið. Kunninginn leist svo á hann að ef hann yrði ekki umsvifa- laust við bón hans myndi Jó- hann ekki bifast úr sætinu fyrr en jáyrðið yrði fengið! Þessi saga segir meira en þúsund orð um viljastyrk Jó- hanns en án hans hefði stóru hugmyndir hans aldrei orðið að veruleika. Atskákmót Hellis fer fram dagana 16. og 17. nóvember. Nánari upp- lýsingar um mótið er að finna á hellir.is. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. júlí sl. í Bústaða- kirkju af sr. Pálma Matth- íassyni Elín Þorsteinsdóttir og Bjarni Tómasson. Ljósmynd/Sigríður Bachmann BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. maí sl. í Hall- grímskirkju af sr. Bjarna Karlssyni Jóhanna Ýr Jóns- dóttir og Halldór Þ. Gísla- son. Heimili þeirra er í Gyðufelli 12, Reykjavík. Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. júlí sl. í Háteigs- kirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur Katrín Skaftadóttir og Jón Björn Björnsson. Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. október sl. í Hafn- arfjarðarkirkju af sr. Þór- halli Heimissyni Unnur Elfa Guðmundsdóttir og Jón Viðar Magnússon. Heimili þeirra er í Hafnarfirði. FRÉTTIR 70 ÁRA afmæli. Nk.sunnudag, 18. nóv- ember, verður sjötugur Jó- hannes Sigmundsson, ferðaþjónustubóndi og fyrrv. kennari, Syðra- Langholti, Hrunamanna- hreppi. Hann og eiginkona hans, Hrafnhildur S. Jóns- dóttir, bjóða vinum og vandamönnum til morgun- verðarhlaðborðs í Golfskál- anum við Selsvöll skammt frá Flúðum kl. 10–14 á af- mælisdaginn. LOTTO-danskeppnin verður haldin í 10. skiptið sunnudaginn 18. nóvem- ber í Íþróttahúsi Hafnarfjarðar við Strandgötu. Allir aldurshópa keppa í hinum ýmsu dönsum, einnig verður liða- keppni. Valið verður lotto par ársins og verða vegleg verðlaun í tilefni af- mæliskeppninnar. Sýningaratriði verða sett inn á milli dagskrárliða. Það er Dansíþróttafélag Hafnar- fjarðar sem heldur keppnina undir stjórn Auðar Haraldsdóttur dans- kennara. Íslenskir danskennarar dæma keppnina, segir í fréttatil- kynningu. Húsið verður opnað kl. 11.30 en keppnin hefst kl. 13. Allir eru velkomnir. Lotto-danskeppnin 10 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.