Morgunblaðið - 16.11.2001, Side 64

Morgunblaðið - 16.11.2001, Side 64
64 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6. Vit 283  ÞÞ strik.is Sýnd kl. 8 og 10.10. Vit 269 SÁND  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 3.50. Ísl. tal. Vit 245 Enga hurð má opna fyrr en aðrar eru lokaðar N I C O L E K I D M A N  HÖJ Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i.14. Vit 291 RadioX Ég spái The Others fjölda Óskarsverðlaunatilnefning; fyrir leik í aðal- og auka- kvenhlutverkum, kvik- myndatöku, leikstjórn, handrit, svo nokkuð sé nefnt. SV Mbl O S M O S I S J O N E S 1/2 Kvikmyndir.is Frá höfundumDumb and Dumber og There´s something about Mary  Hausverk.is  RadioX Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal. Vit nr. 292 Forsýning í Lúxus VIP kl. 8 og 10.10. Frumsýning Forsýning Sýnd kl. 3.45 og 5.50. Vit 289. Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Vit 245 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit nr. 297 Sýnd kl. 8, 10.30 og í Lúxus VIP kl. 5.30. B.i. 16. Vit nr. 296 Saturday Night Live stjarnan Chris Kattan bregður sér í dulargervi sem FBI fulltrúinn „Pissant“ til að ná í sönnunargögn sem geta komið föður hans í tukthúsið. Hreint óborgan- lega fyndin mynd sem þú mátt ekki missa af! HVER ER CORKY ROMANO? Geðveik grínmynd! Sýnd kl. 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 284 Sexy Beast Það eina sem er hættulegra en að fara yfir strikið er lögreglan sem mun gera það Hingað til hefur Denzel Wasington leikið hetjur og góða gæja, en nú breytir hann hressilega til og leikur löggu með vafasamt siðferði. Telja margir að hann eigi eftir að sópa til sín verðlaunum með leik sínum hér Vesturgötu 2, sími 551 8900 í kvöld Vesturgötu 2, sími 551 8900Vesturgötu 2, sími 551 8900 PAPARNIR FRÁ MIÐNÆTTI Vesturgöt 2, sími 51 89 0 Spútnik leikur frá miðnætti HÁSKÓLABÍÓ Hagatorgi www.haskolabio.is sími 530 1919 Stærsti salur landsins með 220 fm tjaldi. Kvikmynd eftir Ágúst Guðmundsson 6 Eddu verðlaun Sýnd kl. 5.45. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.45. B. i. 16. Málverkasýning á verkum Sveins Björnssonar fyrir bíógesti í innri forsal HEFTIG OG BEGEISTRET Svalir og geggjaðir. Hér er á ferðinni norsk mynd sem sló rækilega í gegn í Noregi og víðar. Myndin greinir frá ferðalagi norsks karlakórs. Sýnd kl. 6. Ísl texti. MAN WHO CRIED Maðurinn sem grét. Ný mynd frá Sally Potter Leikarar: Cate Blanchett, Johnny Deep, John Turturro og Christina Ricci Sýnd kl. 8. Ísl texti. HJ Mbl BREAD AND ROSES Brauð og rósir Leikstjórinn, Ken Loach Skörp og áleitin þjóðfélagsádeila. Myndin greinir frá lífsbaráttu spænsk ættaðra farandverkamanna í Los Angeles. Sýnd kl. 10.15. Ísl texti. HJ Mbl ELLING Innileg, hlý og manneskjuleg gamanmynd frá Noregi. Tveir svolítið sérstakir náungar reyna að lifa eðlilegu lífi eftri að hafa verið útskrif- aðir af geðsjúkrahúsi. Mynd sem kemur öllum í gott skap. Sýnd kl. 10.15. Ísl texti. MÁLARINN og sálmurinn hans um litinn l i li i Kvikmynd eftir Erlend Sveinsson um Sveinn Björnsson, listmálara tileinkuð sköpun og trú. Sýnd kl. 10.15. Dramatískt listaverk! ÓTH Rás 2 Metnaðarfull, einlæg, vönduð! HJ- Morgunblaðið ..fær menn til að hlæja upphátt og sendir hroll niður bakið á manni. SG DV ..heldur manni í góðu skapi frá fyrsta ramma til þess síðasta! EKH Fréttablaðið Þvílíkt náttúrutalent! SG - DV Ugla Egilsdóttir er hreint út sagt frábær! HJ Morgunblaðið  HJ. MBL ÓHT. RÚV Frumsýning: Bræðralag úlfsins Frumsýning 123 fórnarlömb. Tveir menn. Aðeins eitt svar. l i i i Hörkuspennandi hasar sem hlaðin er af hreint ótrúlegum mögnuðum áhættuatriðum. Frá leikstjóra Crying Freeman. Með Vincent Cassel (Crimson Rivers, Joan of Arc), Mark Dacascos (Crying Freeman) og ítölsku gyðjunni, Monica Belucci (Under Suspicion, Malena).  HÖJ Kvikmyndir.is RadioX Enga hurð má opna fyrr en aðrar eru lokaðar Ég spái The Others fjölda Óskarsverðlaunatilnefninga fyrir leik í aðal- og aukakvenhlutverkum, kvikmyndatöku, leikstjórn, handrit, svo nokkuð sé nefnt. SV Mbl N I C O L E K I D M A N Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i.14. 2001 kvikmyndahátíð í reykjavík 9.-18. nóvember ÞÞ Strik.is EF TIL vill hefur endurkoma Ut- angarðsmanna hér um árið kveikt í rokktaugum Bubba því hann sendir nú frá sér plötu sem er full af ómeng- uðu rokki. Með honum í rólinu er sveitin Stríð og friður og standa liðs- menn hennar þéttir og samstilltir að baki og afgreiða hvert lagið á fætur öðru af öryggi, eins og þeir hafi spilað saman í fjölda ára. Hljómurinn er hrár og lifandi og ekki nostrað of mikið við hlutina. Í grunninn eru þetta hrein og bein- skeytt rokklög sem taka melódísk hliðarspor – ein- hvers konar blanda af Sex Pistols og U2, ef maður vill stika þetta eitthvað niður. Platan hefst á „Nurnbergískum“ ræðustúf þar sem Bubbi leikur hlut- verk íslenska þjóðernissinnans og síðan er keyrt í titillagið, „Nýbúann“. Laglínan er einföld, kraftmikil, en textinn er fyrsta fréttin – þörf stunga á fordómum og rasisma sem svo grunnt er á hjá okkur. Samt – hvernig á maður að geta sungið með af hjart- ans lyst í viðlaginu: „Farðu heim til þín“? Það er spurning hvort ekki sé of auðvelt að túlka textann yfir í and- stæðu sína og það er víst álitamál hvort sýna eigi myndbandið við lagið vegna ótta um að einhverjir misskilji málið. Sem sýnir bara hvað við erum ótrúlega skammt á veg komin. Þótt umslagið og titill plötunnar bendi til þess að hér sé þemaplata á ferðinni dvelur Bubbi ekki lengur við þetta efni en í fyrsta laginu og liggur margt annað á hjarta, svo sem kvóta- brask og gróðahyggja, en ekki síst hlutskipti þess sem stendur einn eða yfirgefinn og hefur jafnvel ákveðið að taka skrefið burt, í merkingunni að stökkva niður eða inn í vímuheim. Einhvern veginn finnst mér Bubbi vera sérstaklega að tala til eins hóps, þ.e. ungra karlmanna, það er sá „þú“ sem svo oft er sungið um. Textarnir eru tiltölulega óheflaðir og afslappað- ir sem hæfir grófu yfirbragði laganna og t.d. er ekki annað hægt en að smjatta á línunum um „70 kílóa lúser sem í beikonfitu skríður“. Rokkformúlan er hér í fullum gangi og stundum er eins og maður hafi lent í tímavél og ferðast svona tvo áratugi aftur í tímann, eins og t.d. í hinu Utangarðsmannalega „Svartur himinn“ og hópsöngnum „Frelsi 76“. Í flestum lögunum má þó finna hluti sem halda manni við efnið. Skemmti- lega „swingandi“ takturinn í „Hann er til“, bassinn og sveiflan upp í við- lagið í „Hvítir sloppar“, urgið og ýlið í gíturunum í „70 kílóa lúser“. Mesta pönkið er að finna í „Á hörðum stól“, dáleiðandi og gjallandi gítarstefið og sérstakur framburðurinn í „Sitjandi á hörðum „sto-ó“l“ fær mann til að spila það aftur. Eitt besta lag plötunnar, „Tel Aviv“, er á melódískari nótum, byrjar rólega en magnast upp og heldur áfram flugi út í gegn. Þar gengur heildin upp en of oft finnst mér farið með krafti af stað en ekki náð að fylgja því eftir, og hálfpirrandi hvað hamrað er oft á viðlögunum. Lokalagið, „Umbúðir“ er dálítið frá- brugðið, hefur yfir sér meiri dulúð og lagið er keyrt áfram af þunga og byggður upp grófur gítarveggur sem hefði vel mátt teygja og toga í nokkr- ar mínútur í viðbót. Þegar á heildina er litið er það gítarsamspil þeirra Guðmundar Péturssonar og Péturs Hallgrímsson- ar sem er minnisstæðast við lögin og gefur sérstöðu. Þar vinna saman tveir mjög ólíkir gítarleikarar en samspil þeirra er hugmyndaríkt og kröftugt og þeir ná bæði að leika sér með rokk- frasana og hrista þá af sér. Tónlist Enginn friður Bubbi Nýbúinn Skífan Nýbúinn er ný plata frá Bubba, sem sem- ur öll lög og texta, og hljómsveitinni Stríði og friði, en hana skipa Guðmundur Pétursson gítarleikari, Pétur Hall- grímsson gítarleikari, Jakob Smári Magn- ússon bassaleikari og Arnar Geir Óm- arsson trommuleikari. Eyþór Gunnarssonar og Stríð og friður sáu um upptökustjórn, útsetningar voru í hönd- um Stríðs og friðar. Steinunn Haraldsdóttir Morgunblaðið/Golli „Í grunninn eru þetta hrein og beinskeytt rokklög,“ segir Steinunn Haraldsdóttir um Ný- búa Bubba og Stríðs og friðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.