Morgunblaðið - 16.11.2001, Síða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
„ÉG er ekki þekkt fyrir að fagna
mörkum, en þegar ég skoraði
fyrsta markið fagnaði ég svo rosa-
lega að ég hafði áhyggjur af því að
ég myndi slasast á ný,“ sagði Her-
dís Sigurbergsdóttir handbolta-
hetja úr Stjörnunni um fyrsta leik
sinn í tæp þrjú ár, en hún hefur ver-
ið frá vegna meiðsla eftir að hún
sleit hásin í landsleik gegn Rúss-
landi í janúar árið 1999. Stjarnan
lék bikarleik gegn KA/Þór á Ak-
ureyri á miðvikudag og sigraði með
33 mörkum gegn 22. „Það snart
mig líka djúpt hvað liðið mitt upp-
lifði þessa stund sterkt með mér,“
sagði Herdís. Hún lék með liðinu í
um 15 mínútur og sagði mótherj-
ana ekki hafa gefið nein grið. „Þær
hikuðu ekki við að rífa mig niður,“
sagði hún og bætti við að annað
hefði hreinlega verið móðgandi.
Herdís hefur farið í þrjár aðgerð-
ir vegna meiðslanna, þar af tvær
hér heima sem ekki leiddu til bata
en í febrúar á síðasta ári fór hún í
aðgerð í Þýskalandi þar sem grædd
var í hana 20 cm löng hásin og hæl-
bútur að auki. Lækningaferðirnir
til Þýskalands eru orðnar átta og
nú í byrjun desember fer Herdís að
nýju út til að ljúka meðferðinni.
Það var tugþrautarkappinn Jón
Arnar Magnússon sem benti Her-
dísi á þýska lækninn og virðist það
hafa borgað sig. Læknir Herdísar
hefur fylgst vel með henni og hvatti
hana til að taka fram skóna á ný og
segir hún að það sé hvatningu hans
að þakka að hún er byrjuð aftur í
boltanum.
Herdís leggur þó áherslu á að
engin ástæða sé til að halda að hún
sé aftur komin fram á sjónarsviðið,
alheil og tilbúin í hvað sem er eftir
langvarandi meiðsl. „Ég er mjög
langt frá því að vera jafngóð og ég
var, nú þegar er ég sjálfsagt orðin
öryrki að hluta og það mun ekki
breytast héðan af. Það er stór sigur
fyrir mig að hafa náð þó þetta langt
en þetta er afar erfitt fyrir mig. Ég
vil alls ekki að fólk fái ranga mynd
af því sem er að gerast, enda gæti
ég þurft að hætta fyrirvaralaust
aftur. Ég leik fyrir sjálfa mig og
finnst gaman að gera það litla sem
ég geri og veit í raun ekki hversu
lengi það mun vara,“ segir Herdís
sem segist hafa ákveðið að ljúka
keppnistímabilinu. „Ef ég get orðið
liðinu að gagni þann stutta tíma
sem ég tel mig geta leikið, þá væri
það frábært. Stærsti sigurinn væri
að geta lokið keppnistímabilinu en
nú tek ég einn dag fyrir í einu. Ef
álagið reynist of mikið verð ég að
draga mig í hlé.“
Herdís Sigurbergsdóttir handboltakona lék sinn fyrsta leik í 3 ár eftir meiðsl
Morgunblaðið/Ásdís
Herdís Sigurbergsdóttir með dóttur sinni Sigrúnu Maríu Jörundsdóttur.
„Snart mig djúpt hvað liðið upp-
lifði stundina sterkt með mér“
LIÐSMENN Slökkviliðs höfuðborg-
arsvæðisins þurfa ávallt að vera við-
búnir misjöfnum aðstæðum sem
bíða þeirra við útköll og því er þjálf-
un nýliða nauðsynlegur þáttur í
starfseminni. Einn liður í nýliða-
þjálfuninni er æfing í meðferð eitur-
efna, eins og miltisbrands, í sér-
hönnuðum eiturefnabúningum. Átta
nýliðar tóku þátt í slíkri æfingu á
Miklatúni í gær, þar af ein kona, sem
geta má að er þriðja konan í slökkvi-
liðinu af 120 manna útkallsliði. Ný-
liðunum var falið að slá niður reyk
úr neyðarbaujum og koma þeim fyr-
ir í eiturefnatunnum. Guli reykurinn
sem umlykur slökkviliðsmennina er
skaðlaus, en hylkin sem innihalda
hann eru notuð í neyð á hafi úti.
Morgunblaðið/Júlíus
Æfa
meðferð
eiturefna
GÍSLI Guðjónsson, prófessor í rétt-
arsálfræði, hefur verið beðinn að
veita umsögn í svokölluðu Orderud-
máli, en það er eitt umtalaðasta
dómsmál sem komið hefur upp í
Noregi á seinni árum.
Málið er nú fyrir áfrýjunarrétti
og fer Gísli til Noregs í næstu viku
til að kynna sér það.
Hjónin Per og Veronica Orderud
voru ásamt systur Veronicu, Kirk-
emo Haukeland, dæmd í héraðs-
dómi í 21 árs fangelsi fyrir að hafa
myrt foreldra og systur Pers 22.
maí árið 1999.
Voru morðin framin á heimili
frænda fjölskyldunnar í Sörum, rétt
norðan við Ósló. Systir Pers, Anne
Orderud Paust, var einkaritari þá-
verandi varnarmálaráðherra Nor-
egs og var í fyrstu talið að morðin
væru pólitísks eðlis.
Héraðsdómur taldi hins vegar
sannað að morðin hefðu verið fram-
in vegna deilna feðganna Pers og
Kristians um framtíð Orderud-bú-
garðsins.
Ekki ljóst hvort áfrýjunar-
rétturinn ræður hann
Gísli Guðjónsson sagði í samtali
við Morgunblaðið að óskað hefði
verið eftir því að hann skoðaði málið
og veitti umsögn um það. Hann
sagði enn ekki ljóst hvort áfrýj-
unarrétturinn myndi ráða hann til
þessa verkefnis, en ef það yrði ekki
myndu verjendur sakborninga óska
eftir umsögn hans.
Gísli fór til Noregs í september
til að kynna sér málið, en hann
kvaðst eiga eftir að skoða það miklu
betur.
Gísli Guðjónsson
réttarsálfræðingur
Beðinn
að skoða
Orderud-
málið
JÓN Kristjánsson heilbrigðis- og
tryggingaráðherra sagði á Alþingi í
gær að sér hugnaðist ekki ef heim-
ilislæknar væru farnir að bjóða upp
á vitjanir í heimahús fram hjá
grunnþjónustunni sem rekin væri
sameiginlega. Hann kvaðst jafn-
framt ætla að kanna hjá landlækni
hvort læknir sem auglýst hefur þá
þjónustu að koma í læknisvitjun í
heimahús hafi sótt um leyfi fyrir
þessari starfsemi.
Það var Bryndís Hlöðversdóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar, sem
gerði áform um einkarekstur í heil-
brigðiskerfinu að umtalsefni.
Heilbrigðisráðherra
Andsnúinn
einkaþjón-
ustu heim-
ilislækna
Ráðherra/10
SAMÞYKKT var á borgar-
stjórnarfundi í gærkvöldi að
fela forstjóra Orkuveitu
Reykjavíkur að undirbúa sölu á
Perlunni. Tillagan var sam-
þykkt með átta atkvæðum R-
listans en fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins sátu hjá. Í greinar-
gerðum sögðu fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins að þeir legðust
almennt ekki gegn sölu Perl-
unnar en að málið hefði borið að
með þeim hætti að þeir gætu
ekki greitt tillögunni atkvæði og
miklu máli skipti hvaða starf-
semi yrði í Perlunni ef hún yrði
seld. Ljóst væri að tillgan væri
lögð fram til þess að beina at-
hyglinni frá vandræðum Línu.-
Nets. Alfreð Þorsteinsson,
stjórnarformaður Orkuveitunn-
ar, sagði aldrei hafa verið inni í
myndinni að sala Perlunnar
yrði með þeim hætti að starf-
semi þar yrði borginni til vansa.
Leyft að
undirbúa
sölu á
Perlunni