Morgunblaðið - 18.11.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.2001, Blaðsíða 1
Sjálfstæðiskrafa Albana í brennidepli 10 MORGUNBLAÐIÐ 18. NÓVEMBER 2001 265. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 unnudagsmarkaðirnir í Sa Pa eru líflegir. Fólkið kemur í sínu fínasta ússi til að kaupa og selja á markaðnum. Þessar konur tilheyra svo- ölluðum svörtum H’Mong-þjóðflokki og eru með svartar húfur. kartgripirnir eru mikilvægir fyrir sjálfsímynd kvennanna því þeir efa til kynna hversu mikils þær mega sín. Fötin eru aðallega ofin úr amptrefjum sem síðan eru litaðar. Víetnömsk Sveitafólkið í fjalllendi Víetnam vill helst ekki sitja fyrir á mynd. Þar er útbreidd sú skoðun að myndavélin ræni fyrirsætuna sálinni. Árni Sæberg ljósmyndari var á ferð í Víetnam og hitti nokkra landsmenn sem voru til í að láta sálarbrot af hendi. /12 mannlífsbrot Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 18. nóvember 2001 B 22 Undir köldu tungli Meðalstarfsaldur samfellt tæp þrjú ár 14 TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, vill að sett verði á laggirnar ný stofnun, Rússlands-Norður-Atlants- hafsráðið þar sem sæti eigi auk Rússa 19 aðildarþjóðir Atlantshafs- bandalagsins, NATO. Muni ríkin þar fjalla almennt um öryggismál, þ.á m. friðargæslu og útbreiðslu gereyðing- arvopna, á jafnréttisgrundvelli en sumt yrði þó áfram rætt eingöngu á vettvangi NATO. Í frétt Jonathans Marcus hjá BBC segir að ráðherrann hafi sent ráða- mönnum ríkjanna sem hlut eiga að máli bréf með tillögum sínum að nýrri tilhögun samskipta við Rússa með tilliti til breyttra aðstæðna eftir hryðjuverkin 11. september. Forseti Rússlands, Vladímír Pútín, hefur stutt af eindrægni baráttuna gegn hryðjuverkum og hefur Blair átt sjö sinnum viðræður við forsetann frá því í september. Vill ráðherrann grípa tækifærið og treysta breytt viðhorf í sessi með nýju skipulagi varnarsamstarfsins. Árið 1997 var komið á laggirnar fastaráði sem átti að tryggja að samráð væri milli NATO og Rússlands. Nýja stofnunin myndi leysa fastaráðið af hólmi. Marcus hefur eftir breskum emb- ættismönnum að ekki sé átt við að Rússum sé boðin aðild að NATO eða þátttaka í yfirherstjórn bandalags- ins. Hann segir að Blair voni að hægt verði að staðfesta nýja skipulagið fyrir leiðtogafund NATO í Prag á næsta ári. Þá er líklegt að teknar verði fyrir umsóknir Eystrasalts- landanna þriggja, Eistlands, Lett- lands og Litháens, um aðild að bandalaginu. Blair leggur til aukið varnarsamráð við Rússa Sendir leiðtogum NATO-þjóða og Rússa bréf um hugmyndir sínar Godzilla var einmana STRÚTAR geta orðið einmana. Godzilla, sem er rúmlega 180 senti- metrar að hæð og býr í dýragarði í austurhluta London, fylltist nýlega óþreyju og saknaði einkum 12 ára vinar síns, Busters Cook, sem var í skólanum, segir í The Daily Tele- graph. Godzilla tókst að opna hlið- ið, vappaði af stað eftir Collier Row og alla leið að Bower Park- skólanum sem er í nær kílómetra fjarlægð. Umferð var mikil á göt- unni, skelfdir vegfarendur og bíl- stjórar reyndu ákaft að króa fugl- inn af en ekkert stoðaði enda eru strútar miklir hlaupagikkir. Er hann loks nam staðar við skól- ann var reynt að veiða hann í snöru og einnig að troða poka yfir haus- inn á honum. Tveggja klukku- stunda stímabrak bar engan árang- ur, fuglinn var of snar í snúningum. Skólabjallan glumdi, Buster kom út og sá hvaða fári hinn fiðraði vin- ur hans hafði valdið. Drengurinn klappaði strútnum vinalega á bakið. „Komdu nú,“ sagði hann og fuglinn hlýddi eins og vel taminn hundur. BIÐRAÐIR voru við kjörstaði í Pristina, höfuðstað Kosovohéraðs, í gærmorgun en kosið var til nýs þings í héraðinu undir eftirliti Sam- einuðu þjóðanna. Alls voru rúmlega 1,2 milljónir manna á kjörskrá. Virt- ist kjörsókn ætla að verða góð meðal Kosovo-Albana en ekki var enn ljóst hve margir Kosovo-Serbar myndu neyta atkvæðisréttar síns. Meirihluti Kosovo-Serba er landflótta í Serbíu en skýrt var frá góðri kjörsókn með- al útlaganna í borginni Nis í Serbíu. Þorri Kosovobúa er albönskumæl- andi og er meirihluti Albananna ísl- amstrúar en Serbarnir kristnir. „Ég er mjög hamingjusöm og um leið í uppnámi,“ sagði Remzie Gashi, 45 ára gömul, albönskumælandi kona í Pristina, er hún var búin að kjósa. Héraðið er enn að nafninu til hluti Júgóslavíu. „Þetta er skref í þá átt að búa til grundvöll fyrir samkomulag um endanlega stöðu Kosovo en það mun taka nokkurn tíma,“ sagði yf- irmaður alþjóðlegu bráðabirgða- stjórnarinnar, UNMIK, Daninn Hans Hækkerup, er hann heimsótti kjörstað í gær. Þótt ný stjórn og þing héraðsins fái allmikil völd mun Hækkerup áfram hafa síðasta orðið og utanríkis- og öryggismál verða á hans könnu. Kjörsókn góð í Kosovo Pristina. AP.  Sjálfstæðiskrafa/10 Hækkerup áfram með úrslitavald Reuters SKRIÐDREKI Norðurbandalagsmanna við Bagram-herflugvöll, skammt norðan við Kabúl í Afganistan, í gær. Talsmenn bandalagsins kröfð- ust þess í gær að 85 af alls 100 breskum sérsveit- arhermönnum sem sendir voru í vikunni til flug- vallarins yrðu kallaðir heim. Ekki hefði verið haft samráð við bandalagið um komu herliðsins sem ætlað er að vernda hjálparstarfsmenn. Talibanar staðfestu í gær að aðalherstjórn- andi al-Qaeda-hryðjuverkasamtaka Osama bin Ladens, Egyptinn Mohammad Atef, hefði fallið ásamt sjö félögum sínum í loftárás fyrir fjórum dögum. Norðurbandalag vill breska hermenn burt  Hringurinn/12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.