Morgunblaðið - 18.11.2001, Page 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BALTASAR Kormákur hefur verið
tilnefndur sem einn af þremur leik-
stjórum til þess að hljóta verðlaun
fyrir kvikmyndahandrit í undirbún-
ingi að Sundance-kvikmyndahátíð-
inni en tökur á kvikmynd hans, Haf-
inu, standa nú yfir í Neskaupstað.
Handritið skrifaði Baltasar í sam-
vinnu við Ólaf Hauk Símonarson og
byggist það á leikverki Ólafs en er
fært til nútímans. Sundance-
kvikmyndahátíðin verður haldin í
janúar á næsta ári og auk pen-
ingaverðlauna fær sigurvegarinn
tryggingu fyrir sölu á kvikmynd-
inni til japanskra sjónvarpsstöðva.
Í bréfi stjórnar Sundance-
kvikmyndahátíðarinnar segir að
fleira en eitt hundrað kvikmynda-
handrit hafi verið send inn en ein-
ungis sé leyfilegt að senda inn
handrit sem mælt hafi verið með.
„Við höfum mikla trú á handriti
Baltasars og höfum hrifist af fyrri
verkum hans. Við höfum mikla trú
á að kvikmyndahandrit hans að
Hafinu geti orðið að sterkri kvik-
mynd sem höfða myndi til áhorf-
enda víðs vegar um heiminn.“
Baltasar Kormákur segir að það
sé mikill heiður að fá að keppa á
Sundance-hátíðinni og útnefningin
sé sönnun þess að verkið höfði til
fleiri en Íslendinga einna. „Ég valdi
verkið fyrst og fremst með Ísland í
huga en ég hef hins vegar orðið var
við það að efnið höfðar til mun
breiðara hóps. Og þótt séríslensk
fyrirbæri á borð kvótamál komi við
sögu þá virðist það ekki koma að
sök. Þá hefur þessi tilnefning mjög
mikið kynningargildi enda er Sun-
dance mjög virt hátíð og að vera út-
nefndur er ákveðinn gæðastimpill
þannig að þetta er besta byrjun sem
hægt er að hugsa sér enda eru
verkefnin sem komu til greina sér-
valin.“
Baltasar segir að kvikmynda-
hópnum hafi verið tekið með kost-
um og kynjum í Neskaupstað og all-
ir vilji allt fyrir hann gera. „Við
erum mjög þakklát bæjarbúum fyr-
ir hreint út sagt frábærar viðtökur
sem hafa gert allt okkar starf
ánægjulegt.“
Síldarvinnslan leggur
til „kvikmyndaver“
Tökur við Hafið eru nú hálfnaðar
og gert ráð fyrir að þeim ljúki í des-
ember. Til stóð að innitökur færu
fram í Reykjavík en Síldarvinnslan
í Neskaupstað bauð framleiðendum
Hafsins að nota skemmu til innitöku
og munu tökur því fara fram
eystra. „Þetta er 1.200 fermetra
skemma, gríðarlegt flæmi,“ segir
Agnes Johansen, framleiðslustjóri
Hafsins. „Menn höfðu verið að salta
í henni en síðan var öllu komið út úr
henni og hún spúluð hátt og lágt og
byrjað að smíða. Síldarvinnslan
ákvað að lána okkur skemmuna
endurgjaldslaust. Þeir vildu fá
þetta verkefni í bæinn og voru því
einfaldlega flottir á því en við erum
50-60 manns hér að vinna að kvik-
myndinni. Það er búið að reisa
flotta leikmynd inni í skemmunni
og við hlökkum til að fara að vinna
þar. Og ekki skortir plássið.“
Agnes segir að útitökur hafi haf-
ist síðla í október en stefnt er að
ljúka þeim að mestu leyti eftir
helgina. „Við höfum fengið allar út-
gáfur af veðri í tökunum en myndin
á að gerast á mjög stuttum tíma.
Það er búið að vera þoka og suddi,
sem var í fínu lagi, en svo kom kaf-
aldssnjór í nokkra daga og síðan
hitabylgja. Það hefur því gengið á
ýmsu og fyrir utan veðrið höfum
við verið að reyna að fá tamda
hrúta til þess að leika sín hlutverk
og auk þess höfum við fengið hrein-
dýr ofan af Jökuldal. Það hefur því
gengið á ýmsu. En við vonum að
þetta smelli allt saman.“
Leikstjóri Hafsins tilnefndur á
Sundance-kvikmyndahátíðinni
Morgunblaðið/Golli
Innitökur á Hafinu munu fara fram í risaskemmu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
ALGENGAR verðhækkanir á vörum
frá birgjum til kaupmanna um síðustu
mánaðamót námu um 7% og hækkaði
verð neysluvöru víða enn frekar nú
um miðjan mánuðinn, samkvæmt
þeim upplýsingum sem blaðið hefur
aflað sér hjá kaupmönnum.
Einn stærsti kaffibirgir landsins,
Rydens-kaffi, sendi viðskiptavinum
sínum tölvupóst nýverið þar sem
sagði að ekki væri staðið endalaust á
móti óhagstæðu ytra umhverfi og
sakir gengisfalls krónunnar og tæp-
lega 9% hækkunar flutningskostnað-
ar á milli landa leiddu aðstæður til
4,5% hækkunar á kaffiverði frá og 1.
nóvember sl. Í bréfinu er ekki talað
um verðhækkun heldur verðleiðrétt-
ingu og áskilur fyrirtækið sér allan
rétt til frekari leiðréttinga á verði ef
gengisþróun haldi áfam að vera „jafn
óhagstæð og raunin hefur verið,“ eins
og segir orðrétt í bréfinu.
Danól, KKK, Glóbus og Íslensk-
ameríska eru meðal birgja sem einnig
hafa sent verslunum tilkynningar um
hækkanir síðustu vikur.
Vörur frá Danól hækkuðu flestar
um á bilinu 4 til 5% við síðustu mán-
aðamót. Hækkunin var misjöfn eftir
gjaldmiðlum, allt frá því að vera
óbreytt, t.d. sænskar vörur, og upp í
að hækka um 9% þar sem keypt var
inn fyrir svissneska franka. Í nokkr-
um tilvikum var hækkunin meiri eða
minni en gengisþróunin og segir
heildsalinn það vera vegna breytinga
á verði frá framleiðanda.
Gengislækkun helsta ástæðan
Aðrir heildsalar taka undir þessa
skýringu en þeir útskýra flestir verð-
hækkanirnar með gengislækkun
krónunnar. Þeir segjast jafnframt
vona að íslenska krónan styrkist á ný
og segjast þá lækka verð aftur og
vinda ofan af verðhækkunum.
Miklum verðhækkunum neyslu-
vöru var ekki lokið um síðustu mán-
aðarmót, margir birgjar hækkuðu
vörur sínar verulega 15. nóvember og
hafa sumir heildsalar boðað enn frek-
ari verðhækkanir á næstunni. Col-
gate- og Palmolive-vörur frá Kaaber
hækka um 3,8% 21. nóvember næst-
komandi. Þess má geta að verð ým-
issa hreinlætisvara hefur hækkað um
allt að fjórðung á árinu. Verð á al-
gengri tannkremstegund hefur til
dæmis hækkað um rúm 23% frá 1.
janúar til 6. nóvember og rúðuhreins-
ir hefur á sama tíma hækkað um 25%.
Eitt mest selda morgunkornið hefur á
sama tíma hækkað um 18,3% til kaup-
manna. Hjá Ömmubakstri hækka
flestar vörur um allt að 10% á fimmtu-
dag. Þá boðaði Vífilfell um 4,9% með-
alhækkun á öllum vörum fyrirtækis-
ins, að undanskildu smjörlíki, viðbiti
og bjór, 15. nóvember. Pharmaco og
Halldór Jónsson hafa boðað um 10%
hækkun vöruflokka í mánuðinum.
Hækkanir á neyslu-
vöru í nóvemberSAMFYLKINGIN skuldar 66 millj-ónir króna, en hefur á tveimur árum
lækkað skuldir sínar um 50 milljónir.
Þetta kom fram í skýrslu Eyjólfs
Sæmundssonar, gjaldkera flokksins.
Hann sagði að fjárhagsstaða flokks-
ins væri allgóð. Tekist hefði að
lækka verulega skuldir og öll lán
væru í skilum. Markmið flokksins
ætti að vera að hann væri skuldlaus
þegar kæmi að kosningum, en Eyj-
ólfur sagði að það myndi ekki takast
fyrir alþingiskosningarnar 2003.
Tekjur Samfylkingarinnar á síð-
asta ári voru 48 milljónir og kemur
stærstur hluti þeirra frá Alþingi.
Meðal tillagna sem lagðar voru
fram á landsfundi Samfylkingarinn-
ar var tillaga þar sem því var beint
til framkvæmdastjórnar og kjör-
dæmaráða að skipulagt verði sam-
eiginlegt prófkjör um allt land fyrir
alþingiskosningarnar 2003. Á fundi
kvenna í Samfylkingunni í gær-
morgun komu hins vegar fram veru-
legar efasemdir um að rétt væri að
stefna að prófkjöri við uppröðun á
lista.
Samfylkingin
skuldar 66 milljónir
HÆSTIRÉTTUR hefur fellt
úr gildi frávísunarúrskurð Hér-
aðsdóms Reykjavíkur um kröfu
konu, sem vill að heilbrigðis-
upplýsingar um látinn föður
hennar verði ekki fluttar í
gagnagrunn á heilbrigðissviði,
og heldur ekki upplýsingar um
ættfræði eða erfðafræði varð-
andi hann.
Héraðsdómur vísaði málinu
frá á þeim forsendum að lög-
fræðilegur rökstuðningur í
stefnu væri að litlu leyti tengd-
ur tilvísunum í réttarreglur,
sem voru í stefnunni.
Ítarlegri upptalning
en venja stendur til
Í dómi Hæstaréttar segir að í
héraðsdómsstefnu hafi verið
teknar upp í nokkuð löngu máli
tilvísanir sóknaraðila til réttar-
heimilda, svo og til alþjóðlegra
samninga og samþykkta, sem
taldar voru styðja kröfu kon-
unnar. Þótt fallast megi á að
þessi talning sé öllu ítarlegri en
venja stendur til, geti hún ekki
valdið því að óljóst verði gagn-
vart varnaraðila á hvaða grunni
sóknaraðili reisir málið, enda
hafi hann í þeim efnum við
málsástæður hennar að styðj-
ast sem þessar tilvísanir í
stefnu til réttarheimilda hafa
ekki áhrif á. Sé því ekki ástæða
til að vísa málinu frá dómi af
þessum sökum. Var frávísunar-
úrskurður héraðsdóms því
felldur úr gildi og lagt fyrir hér-
aðsdómara að taka málið til
efnismeðferðar.
Frávísunar-
úrskurður
héraðsdóms
var felldur
úr gildi
Hæstiréttur
„KVENNAFUNDUR Samfylk-
ingarinnar segir kynlífsþrælkun-
inni stríð á hendur og mun beita
sér fyrir því að nektarstaðir
verði bannaðir með lögum. Man-
sal og vændi hefur verið talinn
einn af þeim öngum sem tengjast
nektarstöðum og er ein af alvar-
legum birtingarmyndum ofbeldis
gegn konum. En mansalið á ekki
einungis við konur heldur og
börn um allan heim. Samfylking-
arkonur vilja taka þátt í alþjóð-
legri viðleitni til þess að uppræta
mansal kvenna og barna,“ segir í
ályktun frá fundi kvenna í Sam-
fylkingunni sem haldinn var í
gær.
Um 100 konur í Samfylking-
unni mættu á fundinn þar sem
konur ræddu um stöðu sína inn-
an flokksins. Þorgerður Einars-
dóttir félagsfræðingur og Auður
Styrkársdóttir stjórnmálafræð-
ingur fluttu framsögur. Líflegar
umræður voru á fundinum um
stöðu kvenna í pólitík og fleira.
Fundur kvenna í Samfylkingunni
Lýsa stríði á hendur kynlífsþrælkun