Morgunblaðið - 18.11.2001, Side 6
Óljóst um örlög
Kandahar
MISVÍSANDI fréttir bárust af því á
laugardag hvort talibanar hefðu sam-
þykkt að hörfa frá síðasta vígi sínu í
Afganistan, borginni Kandahar í suður-
hlutanum. Enn verjast pakistanskir og
arabískir sjálfboðaliðar sem börðust
með al-Qaeda samtökunum og talibön-
um í borginni Kunduz í norðurhlutan-
um og fullyrt er að þeir muni berjast til
síðasta manns.
Að sögn varnarmálaráðherra Banda-
ríkjanna, Donalds Rumsfelds, eru nú
hundruð bandarískra sérsveitarmanna
í Afganistan og hafa fellt fjölda talibana
og liðsmanna al-Qaeda. Enn hefði eng-
inn Bandaríkjamaður fallið í átökunum.
Um eitt hundrað breskir hermenn voru
sendir til flugbækistöðvarinnar Bagr-
am, norðan við Kabúl, á fimmtudag og
eiga þeir að tryggja öryggi þeirra sem
sinna neyðaraðstoð í landinu.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
samþykkti á miðvikudag áætlun um
efnt yrði til viðræðna með fulltrúum
allra þjóðarbrota um framtíð Afganist-
ans. Talsmaður samtakanna sagði á
fimmtudag að Norðurbandalagið ætti
ekki heimtingu á að vera sett skör ofar
en aðrar fylkingar en bandalagið hefur
unnið mikla sigra á herjum talibana að
undanförnu með aðstoð Bandaríkja-
manna. Óttast er að Pastúnar, fjöl-
mennasta þjóðarbrot landsins, muni
ekki geta sætt sig við að Norðurbanda-
lagið taki völdin.
Talibanar staðfestu á laugardag að
næstráðandi Osama bin Ladens, Mo-
hammed Atef, hefði fallið í loftárás
Bandaríkjamanna sunnan við höfuð-
borgina Kabúl. Atef var egypskur að
uppruna, hann hafði verið í innsta hring
samtakanna frá 1996 og dóttir hans var
gift einum sona bin Ladens. Mun Atef
hafa tekið þátt í að skipuleggja hryðju-
verkin gegn bandarískum sendiráðum í
Afríku árið 1998 og var á lista Banda-
ríkjastjórnar yfir eftirlýsta hermdar-
verkamenn.
ÞINGKOSNINGAR
voru í Kosovo á laug-
ardag og er gert ráð fyrir
að héraðið fái vísi að rík-
isstjórn en lagalega er
það enn hluti Serbíu. Tal-
ið var að flokkur Ibrahim
Rugova fengi mest fylgi
meðal Kosovo-Albana.
Forseti Júgóslavíu hvatti
Serba í Kosovo til að taka
þátt í kosningunum.
LÍKUR fóru vaxandi á
verðhruni á olíu undir
vikulokin er Rússar höfn-
uðu tillögum Samtaka ol-
íuútflutningsríkja, OPEC,
um að minnka framleiðsl-
una en þannig vilja sam-
tökin halda uppi verðinu
á heimsmarkaði. Hrá-
olíuverðið lækkaði í vik-
unni og var komið í 17
dollara fatið á markaði í
London á fimmtudag.
SAMKOMULAG náðist
á ráðstefnu Heims-
viðskiptastofnunarinnar,
WTO, í Doha í vikunni um
að efnt yrði til nýrrar um-
ferðar alþjóðaviðræðna
um aukið frelsi í milli-
ríkjaviðskiptum. Gert er
ráð fyrir að afleiðing-
arnar verði aukning í við-
skiptum og muni hún
geta slegið á samdrátt í
efnahagsmálum heimsins.
LEIÐTOGAFUNDI
George W. Bush Banda-
ríkjaforseta og Vladímírs
Pútíns Rússlandsforseta
lauk í Texas á fimmtudag.
Hann þótti afar vinsam-
legur en ekki náðist sam-
komulag um breytingar á
ABM-gagnflaugasáttmál-
anum frá 1972 sem Bush
vill helst að falli úr gildi.
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 11/11 – 17/11
ERLENT
INNLENT
HÉRAÐSDÓMUR Aust-
urlands dæmdi á mánudag
skipstjóra þriggja norska
loðnuskipa til að greiða
2,5 milljónir króna hver í
sekt fyrir ólöglegar veiðar
innan íslensku lögsög-
unnar í júlí síðastliðnum.
Rafmagnstruflanir urðu
á Suður- og Vesturlandi á
mánudag vegna seltu á
raflínum og spennivirkj-
um. Snjókoma á Suður-
landi jók enn á vandann
þar sem leiddi á milli og
línur slógu út.
RÍKISSTJÓRNIN sam-
þykkti á þriðjudag að
verða við tilboði Mann-
réttindadómstóls Evrópu
um að skila inn grein-
argerð vegna málflutnings
Sophiu Hansen en dóm-
stóllinn hefur ákveðið að
taka kæru hennar á hend-
ur tyrkneska ríkinu til
fyrstu skoðunar.
STOFNAÐ hefur verið
félag sem hefur að mark-
miði að reisa og starf-
rækja verksmiðju til fram-
leiðslu á fæðubótarefninu
glúkósamín á Húsavík. Að
baki félaginu stendur hóp-
ur erlendra fjárfesta sem
hafa yfir að ráða tækni-
búnaði, þekkingu og
markaðsstöðu á þessu
sviði.
PÁLL Pétursson félags-
málaráðherra upplýsti á
Alþingi í vikunni að sama
fyrirtækið og hefði orðið
uppvíst að því að hafa
ólöglega erlenda starfs-
menn við byggingarvinnu
í Kópavogi hefði orðið
uppvíst að því að hafa
ólöglegt vinnuafl í Gufu-
nesi í fyrra.
Bjargað úr
áhöfn línubáts
FJÓRTÁN manns var bjargað úr
áhöfn línubátsins Núps BA frá Pat-
reksfirði að morgni 10. nóvember eftir
að hann strandaði við Vatneyri á Pat-
reksfirði. Báturinn strandaði í aftaka-
veðri sem olli usla víða og fór vindur
upp í 30 metra á sekúndu. Ekki mátti
miklu muna að togarinn Örfirisey
strandaði við mynni Jökulfjarða norð-
an Ísafjarðardjúps í sama óveðri.
Óveðrið gerði einna mestan usla á
Ólafsvík.
Flugumferðarstjórar
aflýstu verkfalli
TRÚNAÐARRÁÐ flugumferðar-
stjóra ákvað á mánudagskvöld að af-
lýsa verkföllum sem áttu að koma til-
framkvæmda 16.–30. nóvember.
Ákvörðunin var tekin eftir að forystu-
menn flugumferðarstjóra höfðu fengið
þau skilaboð frá ríkisstjórninni að
verkfall yrði stöðvað með lögum ef því
yrði ekki aflýst. Davíð Oddsson for-
sætisráðherra sagðist sannfærður um
að stjórn flugumferðar á íslenska flug-
umferðarsvæðinu hefði flust úr landi
ef til verkfalls hefði komið.
Felld út heimild
til að henda
skemmdum fiski
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í vik-
unni að leggja fram lagafrumvarp um
að felld verði niður gildandi heimild til
að henda skemmdum fiski í sjóinn.
Ástæða þess er sú að þessi heimild er
talin draga mjög úr virkni eftirlits þar
sem sönnunarbyrðin um að fiskurinn
sé nýtanlegur hvílir á eftirlitsaðila. Að
mati sjávarútvegsráðuneytisins leiðir
af þessu að sönnun á óleyfilegu brott-
kasti verði vart við komið nema játn-
ing þess sem sakaður er um brottkast
liggi fyrir.
RANNSÓKN ríkislögreglustjóra á
meintum málverkafölsunum sem
staðið hefur yfir frá árinu 1997 er þeg-
ar orðin dýrasta rannsókn lögregl-
unnar á Íslandi fyrr og síðar.
Jón H. Snorrason yfirmaður efna-
hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra,
sem fer með rannsókn málsins, segir
ljóst að kostnaður nemi tugum millj-
óna og eru þá ótalin laun lögreglu-
manna sem unnið hafa að rannsókn-
inni.
Í greinargerð hans um stöðu rann-
sóknarinnar kemur fram að þeir sem
hafa unnið að rannsókninni hafa, um
lengri eða skemmri tíma, þurft að
dvelja í Danmörku og Þýskalandi við
að rannsaka viðskipti með málverkin
og vegna ýmiskonar tæknirannsókna.
Þá hefur nokkur fjöldi vitna verið yf-
irheyrður fyrir dómi í Danmörku en
rannsóknin var á tímabili unnin í nánu
samstarfi við rannsóknarlögregluna í
Kaupmannahöfn og saksóknara við
það embætti.
Ýmsir sérfræðingar
kallaðir til
Auk starfsmanna efnahagsbrota-
deildar hafa listfræðingar, forverðir
með sérþekkingu á olíumálverkum og
pappír og erlendur pappírssérfræð-
ingur komið að rannsókninni. Rann-
sóknum þeirra sem ekki eru lögreglu-
menn er ólokið en þegar allar
rannsóknarskýrslur liggja fyrir má
gera ráð fyrir að hægt sé að taka
ákvörðun um hvort tilefni sé til að
rannsaka frekar einstök myndlistar-
verk eða viðskipti með þau.
Kærur vegna falsaðra málverka
bárust lögreglu fyrst árið 1997 og við
árslok voru 27 myndlistarverk til
rannsóknar hjá lögreglu. Á næstu
tveimur árum fjölgaði kærum vegna
olíumálverka og vatnslitamynda en
þau höfðu nánast öll verið seld hjá
Galleríi Borg. „Að auki tók efnahags-
brotadeildin við u.þ.b. 60 verkum sem
merkt eru Svavari Guðnasyni og seld
voru sama galleríseigandanum í
Kaupmannahöfn. Var þetta gert eftir
sameiginlega rannsókn íslensku og
dönsku lögreglunnar og í samráði við
saksóknara lögreglunnar í Kaup-
mannahöfn,“ segir Jón í greinargerð-
inni. Þessi 60 verk komu til landsins í
janúar 2001 og var þá rannsókn vegna
þeirra sameinuð heildarrannsókninni
á fyrrnefndum málverkafölsunum. Í
byrjun árs voru samtals um 180
myndlistarverk til rannsóknar.
Rannsókn tekur mið
af hæstaréttardómi
Um mitt ár 1998 var rannsókn lokið
í þremur afmörkuðum tilvikum og var
þá gefin út ákæra á hendur Pétri Þór
Gunnarssyni, eiganda og fram-
kvæmdastjóra Gallerís Borgar. Hér-
aðsdómur sakfelldi hann í mars 1999
fyrir að hafa selt þrjú málverk sem
voru með falsaðri höfundarmerkingu
Jóns Stefánssonar. Málverkin voru í
raun verk dansks listmálara og höfðu
verið keypt í uppboðshúsum í Dan-
mörku. Pétur Þór hlaut sex mánaða
fangelsi og var dómurinn staðfestur
af Hæstarétti.
Eftir dóm Hæstaréttar hófst rann-
sókn af fullum krafti. Í ljósi dómsins
var ákveðið að byggja heildarrannsókn
á eftirfarandi meginþáttum: Rannsókn
á uppruna og eigendasögu verkanna.
Viðskipti með þau voru rannsökuð svo
langt sem mögulegt var, m.a. með
rannsóknum í uppboðshúsum í útlönd-
um og með viðtölum og yfirheyrslum
ættingja og vina listamannanna. Þá
var gerð tæknileg rannsókn á verkun-
um og rannsókn á bókhaldi þeirra sem
þeim tengdust, auk þess sem vitni og
sakborningar voru yfirheyrð.
Málverkarannsókn
kostar tugi milljóna
Langflest mál-
verkin voru seld
hjá Galleríi Borg
ÞESSA dagana eru þeir Þorvaldur
Björnsson, hvalbeinasérfræðingur
Náttúrufræðistofnunar Íslands, og
Ásbjörn Björgvinsson, forstöðu-
maður Hvalamiðstöðvarinnar, að
vinna við að setja saman og hengja
upp beinagrind af búrhval í gamla
sláturhúsi KÞ á Húsavík. Til stend-
ur að nýtt safn Hvalamiðstöðvar-
innar verði opnað þar næsta vor.
Grindin er af hval sem nefndur
hefur verið Kjálkarýr og var dreg-
inn á sínum tíma til Húsavíkur vest-
an úr Steingrímsfirði þar sem hann
hafði rekið á land. Auk Kjálkarýs á
safnið nú tvær beinagrindur í við-
bót sem bíða þess að verða settar
saman. Þær eru af kálfum; hnúfu-
bak og hrefnu.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Kjálkarýr
settur
saman og
hengdur upp
Húsavík. Morgunblaðið.
Akureyri
Sparkvellir
við alla skóla
bæjarins
ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Akur-
eyrarbæjar ræddi umsjón opinna
leiksvæða og þá sérstaklega bolta-
valla á síðasta fundi sínum. ÍTA ítrek-
aði bókun sína frá því fyrir ári, þar
sem m.a. kemur fram að ráðið óskar
eftir því við framkvæmdaráð að
þriggja ára áætlun um opin leiksvæði
verði endurskoðuð og að unnin verði
fimm ára áætlun.
Að auki vill ÍTA að veitt verði
meira fjármagn til framkvæmda og
viðhalds á þessum svæðum. ÍTA gerir
ráð fyrir að framkvæmdaráð vinni
drög að slíkri áætlun og sendi ráðinu
til umsagnar.
Þá leggur íþrótta- og tómstundaráð
til við framkvæmdaráð að gerðir verði
sparkvellir, samkvæmt tillögum
Knattspyrnusambands Íslands um
slíka velli, við alla skóla bæjarins á
næstu fjórum árum. ÍTA leggur jafn-
framt til að umsjón og umhirða op-
inna leiksvæða verði áfram í höndum
framkvæmdadeildar, sem hafi til þess
sérþekkingu sem að sjálfsögu eigi að
nýta, eins og segir í bókun ÍTA.