Morgunblaðið - 18.11.2001, Side 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Tillaga að aðalskipulagi Reykjavíkur
Framtíðarsýn
Reykjavíkur
NÚ HEFUR veriðlögð fram tillagaað Aðalskipulagi
Reykjavíkur 2001-2024
sem eflaust verður umtöl-
uð næstu misserin. Verður
hún sérstaklega kynnt al-
menningi, lögum sam-
kvæmt, í Ráðhúsinu dag-
ana 19. og 20. nóvember.
Ingibjörg R. Guðlaugs-
dóttir skipulagsfræðingur
og deildarstjóri á aðal-
skipulagsdeild Reykjavík-
urborgar svaraði nokkrum
spurningum Morgun-
blaðsins um tillöguna og
vinnslu hennar.
Hvert er innihald tillög-
unnar í hnotskurn?
„Segja má, að í hnot-
skurn snúist tillagan um
að takmarka útþenslu
byggðar í Reykjavík með því að
skilgreina vaxtarmörk þéttbýlis,
þétta núverandi byggð, blanda
saman íbúðum og atvinnutæki-
færum á sama svæði og þar með
draga úr ferðaþörf, aukinn þétt-
leika, það er fjölda íbúða á hekt-
ara, á uppbyggingarsvæðum og
auka áherslur á vistvænar sam-
göngur, svo sem almenningssam-
göngur og aukin gæði byggðar.
Framtíðarsýn sem sett er fram
í tillögu að Aðalskipulagi Reykja-
víkur 2001-2024 er að Reykjavík
sé öflug og gróskumikil höfuðborg
landsmanna allra og forystuafl á
sviði þekkingar og alþjóðavæð-
ingar, þar sem hugtökin fram-
sækni og sjálfbærni standa vörð
um verðmætasköpun, er byggir á
íslenskum grunni og skilar viðun-
andi búi til komandi kynslóða.
Tillaga að aðalskipulagi hvílir á
þremur stoðum. Reykjavík sem
höfuðborg, alþjóðleg borg og vist-
væn borg. Markmið, leiðir og að-
gerðir sem lagðar eru til í aðal-
skipulaginu eru í samræmi við
framtíðarsýn og stoðir.
Lögð hefur verið áhersla á að fá
sem flesta til að koma að framtíð-
arsýn fyrir Reykjavík. Í ársbyrj-
un var haldin samkeppni meðal
framhaldsskóla um framtíðarsýn
fyrir Reykjavík, í ársbyrjun 2001
voru tekin viðtöl við fjölmarga að-
ila, þingmenn, ráðherra, borgar-
stjóra og borgarfulltrúa, fulltrúa
atvinnulífs og verkalýðshreyfing-
ar, frjálsra samtaka o.fl. um þró-
un borgarinnar til framtíðar,
stöðu og hlutverk hennar og Ís-
lands í alþjóðavæðingunni. Það
má því segja að margir hafi komið
að mótun framtíðarsýnar og skil-
greiningu á þeim stoðum sem að-
alskipulagið hvílir á.“
Hvað hefur þessi tillaga verið
lengi í smíðum og hvar má segja
að hún sé í ferlinu?
„Tillagan hefur verið tvö ár í
smíðum. Vinna við gerð hennar
hefur farið fram samhliða vinnu
við svæðisskipulag höfuðborgar-
svæðisins. Hluti af vinnu við að-
alskipulagið var að
rýna í tillögur sem
komu fram í tillögu að
svæðisskipulagi. Þegar
hún lá nokkuð ljós fyrir
var sett fram umræðu-
tillaga að aðalskipulaginu. Svæð-
isskipulag og aðalskipulag þurfa
að vera í innbyrðis samræmi.“
Á hvaða hátt er tillagan að-
gengileg almenningi?
„Umræðutillagan var kynnt á
opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavík-
ur s.l. vor. Í framhaldi af því var
kynningarefni sett á heimasíðu
Reykjavíkurborgar og uppdrátt-
ur aðalskipulagsins settur á upp-
lýsingastanda og í biðskýli stræt-
isvagna í sumar. Uppdráttur og
helstu atriði aðalskipulagsins
voru sýnd á sýningunni Heimilið í
Laugardalshöll í september. Auk
þess hefur hún verið send fjöl-
mörgum og beðið um ábendingar.
Tillagan sem nú liggur fyrir og
var tekin til fyrri umræðu í borg-
arstjórn fimmtudaginn 15. nóv-
ember, verður kynnt í Ráðhúsi
Reykjavíkur n.k. mánudag og
mun borgarstjóri, formaður
skipulags- og byggingarnefndar
ásamt fleirum sitja þar fyrir svör-
um. Sýning á efni tillögunnar
verður í Ráðhúsinu 19. og 20. nóv-
ember en þar á eftir er gert ráð
fyrir að sýningin fari víðar og
verði jafnframt sett á heimasíðu
Reykjavíkurborgar. Reynt verður
að hafa tillöguna eins aðgengilega
og hægt er.“
Hver er ferill næstu vikna?
„Tillagan verður nú send til
umsagnar fjölmargra aðila, þ.m.t.
Skipulagsstofnunar og aðliggj-
andi sveitarfélaga. Eftir að hún
hefur verið tekin til seinni um-
ræðu í borgarstjórn, en stefnt er
að því að það verði 20. desember,
verður hún formlega auglýst með
samþykki Skipulagsstofnunar.“
Hvert er svigrúmið til athuga-
semda?
„Tillagan verður til sýnis í fjór-
ar vikur þar sem gefst tími til at-
hugasemda auk tveggja vikna
umfram það. Hvatt er
til þess að fólk kynni
sér tillöguna og komi
með ábendingar og at-
hugasemdir. Aðal-
skipulag Reykjavíkur
er stefnumörkun Reykjavíkur til
langs tíma um þróun borgarinnar
og mun sem slík hafa mikil áhrif á
aðra stefnumörkun svo sem þá
sem sett er fram í deiliskipulagi,
sem aftur nær til minni reita í
borginni og því nær íbúum borg-
arinnar. Það er því mikilvægt að
menn kynni sér efni tillögunnar
áður en hún er samþykkt endan-
lega.“
Er tekið eitthvert tillit til at-
hugasemda?
„Já, eins mikið og unnt er.“
Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir
Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir
fæddist í Vestmannaeyjum 3. júlí
1939. Af menntun er helst að
nefna: Stúdent frá MH 1977. BS-
gráða í landafræði frá HÍ 1982.
1985, framhaldsnám við Nord-
iska Institutet för Samhälls-
planering og síðan MUP-gráða í
borgarskipulagi frá Hunter
Collage í New York 1988. Hefur
unnið ýmis stjórnunarstörf hjá
Borgarskipulagi síðan 1982, en
núverandi staða er deildarstjóri
aðalskipulags. Ingibjörg er gift
Valgarði Stefánssyni fil.dr. yfir-
verkefnisstjóra hjá Orkustofnun.
Þau eiga fjögur börn og fimm
barnabörn.
Fólk hvatt til
að kynna sér
tillöguna
EKKI liggur fyrir hve há björg-
unarlaun verða greidd vegna
björgunar togarans Örfiriseyjar
sem bjargað var þegar hann rak
vélarvana í átt að Grænuhlíð um
síðustu helgi. Einar Sveinsson,
forstjóri Sjóvár-Almennra, en Ör-
firisey er tryggð hjá Sjóvá, segir
að greidd verði björgunarlaun til
útgerðar og áhafnar enda hafi sjó-
mennirnir á Snorra Sturlusyni,
sem bjargaði Örfirisey, sannarlega
unnið mikið björgunarafrek við
mjög hættulegar aðstæður.
Einar sagði ekki fara á milli
mála að Örfirisey og áhöfn skips-
ins hafi verið í mikilli hættu þegar
skipverjum á Snorra Sturlusyni
tókst að koma taug á milli skip-
anna og draga Örfirisey í burtu
áður en skipið strandaði. Hann
sagði að greidd yrðu björgunar-
laun í samræmi við ákvæði sigl-
ingalaga, en auk þess næði vá-
trygging skipsins til bilana á vél
og skemmda sem urðu á skipinu,
en Örfirisey tapaði m.a. akkeri.
Grandi og áhöfn
Snorra Sturlusonar
fá björgunarlaun
Bæði Örfirisey og Snorri Sturlu-
son, sem bjargaði skipinu, eru í
eigu Granda, en Einar sagði að
samkvæmt siglingalögum skipti
ekki máli þó björgunarskipið sé í
eigu sömu útgerðar og skipið sem
var bjargað. Björgunarlaun ætti
engu að síður að greiða.
Samkvæmt lögunum renna þrír
fimmtu hlutar björgunarlauna til
útgerðarinnar en tveir fimmtu
hlutar til áhafnarinnar. Hlut
áhafnar skal skipt á þann veg að
skipstjóri fái einn þriðja hluta en
hin eiginlega skipshöfn tvo þriðju
hluta.
Ekki er kveðið skýrt á um það í
siglingalögum hve há björgunar-
laun ber að greiða enda eru tilvik
við björgun ólík. Hins vegar segja
lögin að við ákvörðun björgunar-
launa skuli m.a. líta til verðmætis
þess sem bjargað er, verklagni
þeirrar og atorku sem björgunar-
menn beittu við björgun skips og
eðlis og umfangs hættunnar. Tekið
er fram í lögunum að björgun
mannslífa veiti ekki rétt til björg-
unarlauna.
Venjan er sú að við greiðslu
björgunarlauna sé greitt visst
hlutfall af verðmæti skips sem
bjargað er.
Björgun frystitogarans Örfiriseyjar við Grænuhlíð
Áhöfn og útgerð fá
greidd björgunarlaun
Það er kannski kominn tími til að foringinn hugi að því hvort það séu ekki fleiri orðnir
veruleikafirrtir en flugumferðarstjórar.