Morgunblaðið - 18.11.2001, Side 9

Morgunblaðið - 18.11.2001, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 9 NEMENDUR Grunnskólans á Blönduósi hafa undanfarin ár hald- ið upp á Dag íslenskrar tungu með því að safnast saman í kirkjunni sinni og heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar. Í ár var þar engin undantekning og var eldri borg- urum sérstaklega boðið að vera við- staddir hátíðardagskrána á föstu- dag. Efnið var fjölbreytt og voru ljóð og ljóðaþýðingar Jónasar aðal- viðfangsefnið og túlkuðu nemendur það ýmist með upplestri eða söng. Var góður rómur gerður að frammistöðu nemenda, hvort held- ur koma þurfti til skila „Ísland far- sælda Frón“ eða „ Buxur, vesti, brók og skór“. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Yngstu nemendurnir stóðu sig með sóma á degi íslenskrar tungu. Buxur, vesti, brók og skór Blönduósi. Morgunblaðið. MÁLSKOTSNEFND Lána- sjóðs íslenskra námsmanna hefur endurupptekið mál stúd- ents sem óskaði eftir undan- þágu frá fastri ársgreiðslu af námslánum fyrir tveimur árum en beiðninni var hafnað á sínum tíma. Gert er ráð fyrir að nið- urstöður liggi fyrir innan skamms. Málsatvik eru þau að nem- andi óskaði eftir undanþágu frá fastri ársgreiðslu af námslán- um vegna fjárhagserfiðleika sem rekja mátti til þess að nemandinn, sem er kona, þurfti að stunda umönnun nýfædds barns síns og gat því ekki sótt vinnu utan heimilis. Stjórn LÍN hafnaði beiðninni þar sem ekki var sýnt fram á að um veruleg veikindi barns væri að ræða og staðfesti málskotsnefnd þann úrskurð eftir að hann hafði ver- ið kærður. Umboðsmaður Al- þingis taldi að málskotsnefndin hefði ekki farið að lögum og lagði til að umrætt mál yrði tek- ið fyrir að nýju, yrði þess óskað, og að málskotsnefndin leysti þá úr því í samræmi við þau sjón- armið sem fram komu í áliti hans. Málið var endurupptekið í haust og tekið til meðferðar. Að sögn Arnfríðar Einarsdóttur, formanns málskotsnefndarinn- ar, er verið að afla gagna og fara yfir málið í samræmi við niðurstöður umboðsmanns, en hún gerir ráð fyrir að niður- stöður liggi fyrir fljótlega. Málið endur- upptekið Ósk um undanþágu frá greiðslu af láni hjá LÍN HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Áburðarverksmiðjuna til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum um 3,4 milljónir króna í bætur vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir og leiddi til þess að taka varð vinstri fót af fyrir ofan hnjálið.Varanleg örorka mannsins var metin 100%. Í dómi Hæstaréttar segir að hug- takið varanleg örorka hafi nú fengið lögákveðna merkingu, sem er fjár- hagsleg örorka. Því mati sé ekki ein- ungis beitt við uppgjör skaðabóta- krafna, heldur einnig margs kyns krafna um vátryggingabætur. Verk- smiðjan hafi ekki skotið stoðum und- ir að þrátt fyrir breytt lagaumhverfi eigi áfram að miða uppgjör slysa- tryggingabóta við læknisfræðilega örorku, eins og gert var fyrir 1993, auk þess sem vátryggingafélag mannsins hafi sjálft lagt það af í skil- málum sínum og tekið upp í staðinn aðra viðmiðun. Þegar alls þessa væri gætt yrði ekki fallist á með Áburð- arverksmiðjunni að efni væru til þess að styðjast við læknisfræðilega örorku við uppgjör bóta. Bætur fyrir missi fótleggjar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.