Morgunblaðið - 18.11.2001, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.11.2001, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ KOSIÐ er til þriggja áraog munu eitt hundraðog tuttugu fulltrúarsitja á þinginu sem núskal sett á laggirnar í Kosovo. Í raun var þó aðeins kosið um eitt hundrað sæti því tíu sæti voru frátekin fyrir Kosovo-Serba og tíu fyrir fulltrúa annarra minni- hlutahópa. Serbar gætu hugsanlega hafa fengið allt að tíu af hundraði atkvæða í kosningunum og því gætu þeir fengið samanlagt um tuttugu fulltrúa kjörna á þingið nýja. Það veltur þó á kosningaþátttöku Serba, sem lengi vel var afar tvísýnt um, og hlutfallslega nýtingu atkvæða. Serbar höfðu hins vegar vit á að bjóða aðeins fram einn lista sem ætti að hámarka líkurnar á góðri útkomu. Kosovo var eitt kjördæmi í þess- um kosningum, ólíkt því sem var í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra, sem einfaldaði myndina allverulega, ekki síst fyrir almenning sem litla reynslu hefur af kosningum. Á kjör- skrá voru 1,25 milljón manns, sem er talsvert meira en í fyrra enda tóku Serbar þá ekki þátt. Af þess- um fjölda eru 136 þúsund manns nú búsett í Serbíu eða Svartfjallalandi en þar er í flestum tilfellum um að ræða Serba sem flúið hafa ofsóknir Albana í Kosovo á undanförnum misserum, eða allt frá því að loft- árásum Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Júgóslavíu lauk í júní 1999. Um átján þúsund manns sinntu kosningaeftirliti og öðrum störfum á vegum Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE) á kjördag, en ÖSE sá um framkvæmd kosn- inganna. Þar af voru þrír fulltrúar íslenskra stjórnvalda, þeir Finnbogi Rútur Arnarson sendiráðunautur, Jón Ólafsson heimspekingur og Ög- mundur Jónasson alþingismaður. Kostunica tók loks af skarið Helstu mál nýafstaðinnar kosn- ingabaráttu, sjálfstæðiskrafa Kos- ovo-Albana og samskipti þeirra við serbneska minnihlutann, tengjast auðvitað innbyrðis. Komust yfirvöld í Belgrað að þeirri niðurstöðu nú, að vísasta leiðin til að koma í veg fyrir að Kosovo yrði lýst lýðveldi á allra næstu árum, væri sú að hvetja þá Serba sem enn búa í Kosovo til að taka þátt í kosningunum. Í raun má því segja að spurningin um það hvort Serbar tækju þátt hafi skipt mestu máli í aðdraganda þessara kosninga. Getur höfundur þessarar greinar, sem var við störf í Kosovo um tíma, vitnað um að allt frá því að formlegur undirbúningur var hafinn í maí vegna kosninganna lagði ÖSE, í samvinnu við fulltrúa bráðabirgðastjórnar Sameinuðu þjóðanna í Kosovo (UNMIK), áherslu á að telja Serba á að taka þátt. Andstaða Serba við þátttöku grundvallaðist á því að þeir töldu kosningar sem þessar óþarfar, Kos- ovo væri aðeins hérað í Serbíu og þar sæti nú þegar réttkjörin stjórn. Einnig vildu þeir fá tryggingar fyr- ir því að brottfluttum Serbum yrði gert kleift að snúa aftur til síns heima. Það gerðist hins vegar fyrr í þessum mánuði að Vojislav Kost- unica, forseti Júgóslavíu, tók loks af skarið eftir viðræður við Hans Hækkerup, æðsta yfirmann UNMIK, og hvatti Serba til þátt- töku. Hefði Kostunica lagst gegn því, eins og Slobodan Milosevic, sem var við völd í Júgóslavíu fram á haustmánuði í fyrra, hefðu flestir Serba að öllum líkindum hlýtt kalli hans. Og raunar er það svo, að flokka- drættir í serbneskum stjórnmálum valda því að enn eru til þeir sem vildu hunsa kosningarnar. Er þar gjarnan um að ræða stuðningsmenn Milosevic til margra ára. „Ef við tökum ekki þátt í þessum kosning- um þá er hætta á því að umheim- urinn líti svo á að við séum að gefa upp tilkall okkar til Kosovo,“ sagði Kostunica hins vegar á fimmtudag og tók þar með af allan vafa um vilja stjórnvalda í Belgrað. Niðurstaða Kostunica varð semsé sú að Serbar ættu engra annarra kosta völ, enda hafa þeir engin völd í Kosovo nú um stundir. Betra væri að spila með, og hafa þá hugsanlega áhrif á framhaldið. Skiptir ekki síst máli að Serbar koma sér í „góðu bækurnar“ hjá vesturveldunum með því að sýnast sáttfúsir, einkum þegar sú tilfinning ríkir meðal starfsfólks alþjóðastofnana í Kosovo að erfitt sé að eiga við Albanana. Tíðindin vöktu ánægju meðal stjórnenda ÖSE, UNMIK og leið- toga vesturveldanna almennt enda hefur verið talið lykilatriði að tryggja þátttöku Serba. Vilja al- þjóðastofnanir engan veginn sætta sig við að niðurstaða stríðsins 1999, sem háð var í nafni mannréttinda minnihlutahópa eins og Kosovo- Albana (sem voru minnihluti þegar horft var til Serbíu eða Júgóslavíu í heild), hefði einfaldlega orðið sú að snúa við taflinu, þ.e. að hinir ofsóttu væru nú Serbar í stað Albana áður, sviptir lýðréttindum sínum. Ennfremur hefur vesturveldun- um liðið illa undir þeim ásökunum, að NATO hafi í raun orðið leiksopp- ur Frelsishers Kosovo (UCK), eins konar lofther þeirra í sjálfstæðis- baráttu Albana gegn Serbum. Sjálf- stæði Kosovo var nefnilega ekki markmið NATO þó að margir Kos- ovo-Albanar hafi sannarlega kosið að túlka íhlutun bandalagsins með þeim hætti. Albanar brugðust ókvæða við samningnum við Serba Eins og vænta mátti brugðust leiðtogar Kosovo-Albana ókvæða við samkomulagi því sem náðist milli Hækkerups og Kostunica. Einkum olli reiði þeirra sú yfirlýs- ing Nebosja Covic, ráðherra mál- efna Kosovo í Júgóslavíustjórn, að hér með væri hafið það ferli sem leiða myndi til þess að Serbar næðu yfirráðum yfir „krúnudjásninu“ Kosovo á ný. Í reynd undirstrikar samkomulag Hækkerups og Kostunica þó aðeins það sem stendur í ályktun Örygg- isráðs SÞ nr. 1.244, sem hefur virk- að sem eins konar „stjórnarskrá“ Kosovo allt frá 1999, að sjálfstæði Kosovo sé ekki á döfinni. Segir í Sjálfstæðiskrafa Albana í brennidepli Þingkosningar sem fóru fram í Kosovo í gær voru haldnar í skugga kröfunnar um sjálfstæði. Samskipti albanska meirihlutans í hér- aðinu við Serba hafa hins vegar einnig verið í brenni- depli, eins og fram kemur í grein Davíðs Loga Sigurðssonar, en ólíkt sveit- arstjórnarkosningunum í fyrra tóku Kosovo-Serbar þátt í kosningunum. Reuters Sænskur liðsmaður KFOR-fjölþjóðahersins stendur vörð fyrir framan sögufrægt klaustur í Serbaþorpinu Gracanica en á veggspjaldinu til hliðar eru Serbar hvattir til að láta ekki sitt eftir liggja og mæta á kjörstað. ÞRÍR stærstu flokkar Albana eru LDK-flokkur Ibrahim Rugova, PDK-flokkur Hashim Thaci og AAK-flokkur Ramush Harad- inaj. Rugova var um árabil óum- deildur leiðtogi Kosovo-Albana og þykir fulltrúi hófsamari aflanna í Kosovo. Flokkur hans hlaut 58% atkvæða í kosningunum í fyrra og er líklegur til að fá flest at- kvæði núna einnig, þó óljóst sé hvort Rugova haldi fyrri stöðu sinni meðal Kosovo-Albana. Thaci skaust hins vegar upp á stjörnuhimininn í átökum Kos- ovo-Albana og Serba 1998-1999 en hann var helsti forystumaður Frelsishers Kosovo, UCK. Thaci tilheyrir kynslóð yngri og rót- tækari manna og hið sama má segja um Ramush Haradinaj en AAK-flokkurinn varð til í fyrra við klofning í PDK. Í kosning- unum í fyrra fékk PDK í kring- um 27% atkvæða en AAK kom mjög á óvart og hlaut um 12%. Þrátt fyrir að vík hafi orðið milli vina í PDK og AAK eiga flokkarnir margt sameiginlegt. Sambúð tveggja stærstu flokk- anna, LDK og PDK, er hins veg- ar með eindæmum slæm og þeir takast hart á í hinni pólitísku orrahríð. Raunar hefur flokkur Thaci verið sakaður um að vera valdur að morðum ýmissa undir- manna Rugova undanfarin tvö ár. Spurning er einnig hversu óhreint mjöl Haradinaj hefur í pokahorninu en í vor var bróðir hans settur á lista Bandaríkja- stjórnar yfir þá forystumenn albanskra skæruliða í Makedóníu sem ekki væru „æskilegir“ gestir í Bandaríkjunum. Grunnt á því góða meðal leiðtoga Albana Ramush Haradinaj Hashim Thaci Ibrahim Rugova
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.