Morgunblaðið - 18.11.2001, Page 11
ályktun nr. 1.244 að Kosovo skuli fá
„umtalsverða“ sjálfstjórn en að það
tilheyri áfram Júgóslavíu, hvað svo
sem síðar verður.
Veton Surroi, einn af áhrifameiri
samfélagsrýnum í Kosovo, gerði
grein fyrir þessum staðreyndum í
dagblaðinu Koha Ditore, sem gefið
er út í Pristina. Það breytir þó ekki
því að allir stjórnmálaleiðtogar
Kosovo-Albana vilja túlka yfirlýs-
ingu nr. 1.244 „vítt“, þ.e. sem eins
konar grundvöll sjálfstæðis, á með-
an Serbar og fulltrúar vesturveld-
anna hafa viljað túlka hana
„þröngt“ – þeir síðarnefndu ekki
síst á eigin forsendum, sem tengjast
stöðu alþjóðamála.
Erum við þar að ræða um tregðu
vesturveldanna til að samþykkja
frekari fjölgun ríkja á Balkanskag-
anum, auk ótta Rússa við fordæm-
isgildi þess að Kosovo fengi sjálf-
stæði, t.a.m. vegna ástandsins í
Tsjetsjníu.
Flestum ætti hins vegar að vera
ljóst að Albanar munu aldrei sætta
sig við að vera undir stjórn Serba á
nýjan leik. Er Sameinuðu þjóðunum
því mikill vandi búinn, að finna
framtíðarlausn sem ekki leiðir af
sér frekari blóðsúthellingar á
Balkanskaganum. Ljóst er jafn-
framt að stuðla þarf að bættri sam-
búð albanska meirihlutans og Serba
í Kosovo, en það verður þrautin
þyngri.
Kosningarnar hálfgerður
hráskinnsleikur?
Sá flokkur sem fór með sigur í
kosningunum nú mun tilnefna for-
seta, sem síðan útnefnir forsætis-
ráðherra og aðra ráðherra. UNMIK
mun hins vegar eftir sem áður fara
með öll helstu mál, utanríkismál,
varnarmál og dómsmál og Hans
Hækkerup mun hafa neitunarvald í
öllum málum, hverju sem líður vilja
kjörinna fulltrúa Kosovo-búa.
Eins og blaðamaður The Guardi-
an, Martin Woollacott, bendir á þá
býður þetta heim hættunni á alvar-
legum deilum heimamanna við full-
trúa SÞ. Raunin sé sú að Kosovo-
búar fái lítt meira en skuggamynd
sjálfræðis (a.m.k. í upphafi). Kosovo
muni hafa tvær ríkisstjórnir, eina
sem er lýðræðislega kjörin en með
takmörkuð völd, og aðra sem ekk-
ert lýðræðislegt umboð hefur meðal
íbúanna en nánast ótakmörkuð
völd.
Ástæða þessa er sú að neitunar-
vald Hækkerups hefur oft á tíðum
reynst fullkomlega réttlætanlegt –
raunar bráðnauðsynlegt. Þannig
hefur það t.d. ítrekað gerst að dóm-
stólar skipaðir Albönum hafa dæmt
Kosovo-Serba fyrir glæpi og morð
þó að sönnunum á hendur þeim hafi
verið harla ábótavant. Ræður þar
miklu hefndarþorsti fyrir þau ódæði
sem unnin voru í stríðinu 1999. Í
slíkum málum hefur Hækkerup og
hans starfslið einfaldlega orðið að
taka fram fyrir hendur meirihlutans
– en að sjálfsögðu við lítinn fögnuð
hans.
Eftir er því að sjá hvernig sam-
búð hinna raunverulega valdhafa og
lýðræðislega kjörinna fulltrúa mun
heppnast þegar til lengri tíma er lit-
ið. Hvað kosningarnar sjálfar
áhrærir hefur verið reiknað með því
að flokkur Ibrahims Rugova, LDK,
ynni sigur en ólíklegt er þó að hann
hafi náð að tryggja sér hreinan
meirihluta á þingi. PDK-flokkur
Hashims Thaci gæti hafa sett strik í
reikninginn, einkum fyrir þá sök að
Thaci tókst að telja hina hófsömu
Floru Brovinu, sem nýtur mikillar
virðingar meðal Kosovo-Albana fyr-
ir störf sín að mannúðarmálum, á að
samþykkja að taka að sér forseta-
embættið, ynni PDK sigur.
Hugsanlegt er jafnframt að
flokkur Serba komist í lykilstöðu,
einkum þar sem erfitt er að sjá fyr-
ir sér stjórnarsamstarf PDK og
LDK. Samstarf LDK og Serba í
ríkisstjórn er vissulega í stíl við
vonir forystumanna alþjóðastofnana
um aukna samvinnu Serba og Alb-
ana en því miður eru samskipti
þjóðanna enn of stormasöm til að
hægt sé að sjá fyrir sér að slíkt yrði
annað en endalaus þrautaganga. Þá
göngu verða íbúar Kosovo þó að
hefja um síðir eigi að tryggja var-
anlegan frið í héraðinu.
david@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 11
ÞINGKOSNINGAR í Dan-mörku hafa á síðari ára-tugum ekki snúist um mál-efni sem vísa mikið út fyrirhefðbundnar deilur um
skiptingu lífsgæðanna. En baráttan
fyrir þingkosningarnar á þriðjudag
hefur verið undantekning frá þeirri
reglu og málefni innflytjenda, ekki
síst frá múslímalöndum, hafa skyggt
á önnur viðfangsefni í fjölmiðlum.
Reynslan af sambúð við tugþúsundir
hörundsdökkra útlendinga frá fram-
andi löndum og afkomenda þeirra
hefur hrist upp í viðteknum skoðun-
um margra á umburðarlyndi. Mál-
flutningurinn er stundum öfgafyllri
en nokkur hefði getað ímyndað sér
fyrir nokkrum áratugum þegar
menningarhefðir og pólitísk rétt-
hugsun tryggðu nokkurn veginn að
ekki væru viðraðir fordómar gegn út-
lendingum.
Niels Helveg Petersen, fyrrver-
andi leiðtogi miðjuflokksins Radikale
Venstre og utanríkisráðherra fyrr á
árum, skammar fulltrúa stóru flokk-
anna fyrir að tala „með skerandi
röddu og af taumleysi“ um vandamál
vegna flóttamanna og innflytjenda og
hunsa önnur mikilvæg mál eins og
Evrópusambandið. „Eina sjónarmið-
ið sem ekki hefur borið neitt á er
venjuleg siðsemi,“ segir hann.
Hver á fullan rétt?
Gildandi reglur um réttindi flótta-
manna eru að stofni til frá árinu 1983
en viðmiðunin var samþykktir Sam-
einuðu þjóðanna. Það sem einkum
veldur vandkvæðum er að nú vilja
margir greina á milli flóttamanna og
annarra innflytjenda sem einfaldlega
eru að reyna að fá landvist í auðugu
landi. Oft getur verið erfitt að slá
föstu hver raunverulega ástæðan er
fyrir umsókninni.
Sumir vilja ganga mun lengra og
stöðva allan innflutning frá fátækum
löndum, hverjar sem forsendur fólks-
ins eru. Bent hefur verið á að Dönum
væri varla stætt á því til lengdar að
setja slíkar reglur þar sem þeir séu
háðir alþjóðasamstarfi ekki síður en
aðrar þjóðir, minnt er á samræmingu
laga í Evrópusambandinu. Sé því
frekar um að ræða að menn geti sett
eigin reglur um framkvæmd laga.
Fyrir skömmu hétu jafnaðarmenn
að herða reglurnar en vildu bíða með
umfjöllunina fram yfir kosningar.
Þeir vilja meðal annars banna að
íslamskir feður geti þvingað barn sitt
til að ganga nauðugt að eiga maka
sem þóknanlegur er föðurnum, eng-
inn geti fengið dvalarleyfi út á hjóna-
band með dönskum þegni fyrr en við
21 árs aldur, endurskoðaðar verði
reglur um opinberar bætur til inn-
flytjenda, dönskunámskeið fyrir út-
lendinga verði efld og lögð áhersla á
að þeim bjóðist vinna. Helsti keppi-
nautur flokksins, borgaraflokkurinn
Venstre, vill koma í veg fyrir að hver
kynslóðin á fætur annarri geti náð sér
í maka í „gamla“ landinu. Einnig vill
flokkurinn að fyrstu sjö árin geti nýir
innflytjendur ekki fengið greiðslur úr
velferðarkerfinu, þeim verði örugg-
lega boðin störf og stofnað verði nýtt
embætti ráðherra „aðlögunarmála“.
Danski Þjóðarflokkurinn, DF, vill
ganga mun lengra í að herða reglurn-
ar og helst stöðva innflutning. Það
sem helst skilur á milli tillagna
flokksins og Venstre er að hinn fyrr-
nefndi vill ekki leyfa flóttamönnum
sem fullnægja alþjóðlegum skilyrð-
um að fá aðra úr fjölskyldunni til sín.
Er flokkurinn meðal annars sagður
vilja splundra fjölskyldum.
En eru Danir búnir að glata göml-
um gildum mannúðarinnar og orðnir
rasistar? Það fullyrða sumir frétta-
skýrendur og hópur listamanna var-
aði með heilsíðuauglýsingu í dagblöð-
um fólk við að kjósa flokk Kjærs-
gaard. Þá væri verið að kveðja um-
burðarlyndið. Flóttamannahjálp
Sameinuðu þjóðanna hefur varað við
því að útlendingahatur geti vaxið víða
í vestrænum löndum vegna hryðju-
verkanna í september og nefnir um-
ræðurnar í Danmörku sem víti til
varnaðar.
Hryðjuverk og fögnuður
Aðeins um 100 þúsund múslímar
búa í Danmörku en alls eru íbúar
rúmar fimm milljónir og því vekur
nokkra furðu hve miklir samskipta-
örðugleikarnir virðast vera miðað við
önnur Evrópuríki. En hópar öfga-
fullra múslíma fögnuðu sums staðar á
Vesturlöndum þegar liðsmenn
Osama bin Ladens myrtu þúsundir
vopnlausra Bandaríkjamanna 11.
september, það gerði einnig fundur
múslíma í Kaupmannahöfn. Viðbrögð
innfæddra Dana við fagnaðarlátun-
um voru vantrú og oft auknar efa-
semdir um að hægt væri að búa í friði
með fólki sem verði aðferðir hermd-
arverkamanna. Þótt aðeins væri um
lítinn hóp múslíma að ræða tókst hon-
um að grafa enn undan velvild í garð
allra múslíma.
Hún var þegar á undanhaldi áður
en þessir atburðir urðu. Mest er um
íslamska innflytjendur í Kaupmanna-
höfn og þar eru þeir orðnir stór hluti
íbúanna í sumum hverfum. Mennta-
skólakennarar segja að börn heittrú-
aðra múslíma telji skrif rithöfundar-
ins Klaus Rifbjergs guðlast, neiti að
vera í tímum þar sem kenningar
Darwins um þróun tegundanna sé
rædd, stúlkurnar vilji vera klæddar í
kápu í leikfimitímum. Vilja örþreyttir
kennararnir sumir hverjir að músl-
ímabörn séu í sérstökum bekkjum
eða jafnvel sér-
stökum skólum.
Amast er við því
að múslímakonur
beri slæðu. Jafn-
réttissinnar segja
að slæðuburðurinn
sé ekkert annað en
merki um hefð-
bundna kvenfyrirlitningu í mörgum
löndum íslams. Innflytjendur úr röð-
um múslíma verði að laga sig að sið-
um landsins sem þeir hafa gert að
nýju heimalandi. Ekki sé sanngjarnt
að heimamenn breyti sínum siðum til
að þóknast nýjum minnihluta.
Alvarlegra er þegar siðir aðkomu-
manna ganga í berhögg við grund-
vallarréttindi einstaklinga sem eru í
hávegum höfð í vestrænni menningu.
Karlaveldið flyst oft lítið breytt á nýj-
an áfangastað með innflytjendafjöl-
skyldum. Faðirinn á að ákveða hver
verði maki barnsins og er ekki ein-
göngu um að ræða siði meðal músl-
íma heldur fleiri menningarheima í
fátækum löndum.
En hvað á að gera í Danmörku, á að
leyfa að brotin séu slík mannréttindi í
sumum fjölskyldum og bera við til-
litssemi við gamla siði annarra þjóða?
Á einnig að líða að múslímar sætti sig
ekki við samkynhneigð? Danir eiga
jafn erfitt með að finna fullnægjandi
svör við þessum spurningum og aðrar
vestrænar þjóðir og ýmislegt bendir
til að margir þeirra vilji helst losna
við að kljást við þær.
Vafasamar aðferðir í áróðrinum
hafa valdið deilum, sérstaklega hefur
eitt af spjöldum Venstre kallað fram
gagnrýni. Það sýnir ungum Palest-
ínumönnum af annarri kynslóð inn-
flytjenda fagnað af hópi fólks fyrir ut-
an réttarsal í Árósum í fyrra en
unglingarnir voru dæmdur sekir um
hópnauðgun á 14 ára stúlku. Á spjald-
inu var aðeins kosningaslagorð
Venstre, „Tími til breytinga“ og
mynd af leiðtoga flokksins, Anders
Fogh Rasmussen. Áhorfandanum
var látið eftir að draga ályktanir sínar
en talsmenn flokksins sögðu að ein-
göngu væri verið að mæla með harð-
ari refsingum gegn nauðgunum.
Vandamál hafa víða komið upp,
þannig hafa leið-
togar Radikale
Venstre rekið
nokkra frambjóð-
endur sem lýstu yf-
ir stuðningi við ísl-
amska bókstafstrú
og gildi hennar.
Flokkurinn er að
miklu leyti skipaður menntamönnum.
Samvæmt hefð leggur hann áherslu á
virðingu fyrir mannréttindum og vill
fara varlega í sakirnar þegar rætt er
um breytingar á lögum um innflytj-
endur en samt gera á þeim umbætur.
Marianne Jelved, leiðtogi RV og ráð-
herra efnahagsmála, var lítt hrifin af
áðurnefndu spjaldi Venstre. Hún
taldi að um hráslagalegan tón væri að
ræða í áróðrinum og siðlausan, gefið
væri í skyn að jafnaðarmenn væru
ábyrgir fyrir atburðinum þótt hvar-
vetna í álfunni mætti sjá hliðstæð
mál. Mimi Jakobsen, leiðtogi Mið-
demókrata, sagði að herða bæri refs-
ingar við nauðgun en Venstre gæfi í
skyn með spjaldinu að þannig væru
„allir innflytjendur“.
Þótt innflytjendur hafi orðið helsta
umræðuefnið er skipst á skoðunum
um fleiri mál en kvartað er undan því
að lítill munur sé á stefnu helstu
flokka. Allir sæki þeir ákaft inn á
miðjuna. Poul Nyrup Rasmussen for-
sætisráðherra hefur lengi átt í vök að
verjast í skoðanakönnunum þótt ár-
angur hans í efnahagsmálum sé yf-
irleitt talinn góður og hann skili blóm-
legu búi eftir níu ára stjórnarforystu.
Andstæðingarnir segja að vísu að at-
vinnuleysi sé allt að níu af hundraði ef
taldir séu með allir sem sækja ein-
hvers konar endurmenntun eða fá
aðrar duldar bætur. Óhjákvæmilegt
sé einnig að lækka skatta og aðrar
álögur á fyrirtækin. Venstre mælti
ásamt íhaldsmönnum um hríð með
því að dregið yrði úr framlögum til
þróunarhjálpar en undir helgina tók
fulltrúi flokksins fram að ekki væri
um neitt „grundvallaratriði“ að ræða.
Liðsmenn Venstre hafa rætt um að
rekstur fangelsa verði boðinn út og
flokkurinn vill að notendum heil-
brigðisþjónustunnar verði gert kleift
að velja milli stofnana frá árinu 2004.
Eftir sem áður skuli opinbera kerfið
vera grundvöllurinn en samkeppni sé
af hinu góða. Talsmaður Íhalds-
flokksins ráðlagði varfærni, hug-
myndin gæti með tímanum „grafið
undan“ opinberu heilbrigðisþjónust-
unni sem ætti alltaf að vera grund-
völlurinn og vera ókeypis.
Almennt eru Danir nokkuð sáttir
við sitt velferðarkerfi og vilja litlu
breyta. Forsætisráðherrann reyndi í
vikunni að vekja athygli á raunveru-
legum eða ímynduðum stefnumun er
hann á fundi með nafna sínum Rasm-
ussen dró upp átta ára gamla bók um
„lágmarksríkið“ sem Venstre-leið-
toginn var höfundur að. Þar mærir
hann ákaft markaðslausnir en Nyrup
sagði keppinaut sinn hafa hlaupið frá
öllu saman núna til að veiða atkvæði á
miðjunni. Ráðherrann reif umræddar
blaðsíður úr bókinni og þótti sumum
nóg um atganginn. Ekki er ljóst hvort
honum tókst að sverta andstæðing-
inn, sem bauð honum kurteislega nýtt
eintak, eða myndin sem situr eftir er
af örvæntingarfullum forsætisráð-
herra.
Vondaufir jafnaðarmenn
Helstu andstæðingar Nyrups eru
þeir Fogh Rasmussen og Bendt
Bendtsen sem fer fyrir Íhaldsflokkn-
um en einnig keppa jafnaðarmenn
um hylli kjósenda við Sósíalíska þjóð-
arflokkinn, SF. Hægrileiðtogarnir ef-
uðust strax um að Nyrup hefði metið
stöðuna rétt er hann boðaði til kosn-
inga fyrir tímann í von um að geta
leikið hlutverk landsföður á ótraust-
um tíma hryðjuverka.
Kannanir á föstudag bentu til þess
að jafnaðarmenn myndu tapa slagn-
um. Þeim var spáð verulegu fylgis-
tapi frá því er síðast var kosið 1998
eða tæpum 30% en voru með um 36%.
Jafnframt að borgaraflokkarnir
myndu fá alls rúmlega 55% stuðning
og Venstre yrði stærsti flokkur lands-
ins, ívið sterkari en jafnaðarmenn.
Yrðu borgaralegu öflin með alls 98
þingsæti sem er öruggur meirihluti.
Þegar á föstudag virtust sumir for-
ystumenn jafnaðarmanna, meðal
þeirra Mogens Lykketoft utanríkis-
ráðherra, hafa viðurkennt fyrirfram
ósigur. Of lítill tími væri til stefnu fyr-
ir Nyrup til að endurtaka leikinn frá
1998 en þá voru kannanir honum
óhagstæðar lengst af.
Danski þjóðarflokkurinn (DF),
sem bætir við sig fylgi í könnuninni
og spáð er að verði þriðji stærsti
flokkurinn á þingi, á rætur í hreyf-
ingu Mogens Glistrups á áttunda ára-
tugnum. Glistrup og smáflokkur hans
yst til hægri eru nú með lítið fylgi og
minna en Einingarlistinn sem er hins
vegar vinstra megin við SF. Þegar
gerðar eru kannanir á því hvert
Kjærsgaard sækir fylgið kemur í ljós
að verulegur hluti þess kemur úr röð-
um hefðbundinna kjósenda jafnaðar-
manna.
Sjálf sagði Kjærsgaard í vikunni að
ef Fogh Rasmussen reyndi að mynda
minnihlutastjórn með íhaldsmönnum
og tveim litlum borgaraflokkum, Mið-
demókrötum og Kristilega þjóðar-
flokknum, myndi hún ekki hika við að
fella þá stjórn í atkvæðagreiðslu um
traust á nýja þinginu. Anders Fogh
Rasmussen gæti átt baráttu fyrir
höndum jafnvel þótt hann sigraði í
kosningunum.
Barátta með
óvæntum
undirtónum
Deilur um íslam og innflytjendur hafa sett
mikinn svip á kosningabaráttuna í Danmörku,
segir í grein Kristjáns Jónssonar. Helstu flokkar
eru sammála um að herða skuli reglur
um réttindi innflytjenda.
Reuters
Poul Nyrup Rasmussen (t.h.), forsætisráðherra Danmerkur, og Anders Fogh
Rasmussen, leiðtogi Venstre, að tjaldabaki áður en þeir hófu kappræður sínar í
vikunni í Valbyhallen í Kaupmannahöfn. Fjöldi gesta var á fundinum.
Mannréttindi og
einstaklingsfrelsi
rekast á hefðir
múslímasamfélaga
Helstu heimildir: Jyllandsposten, Berlingske
Tidende, Politiken, Information.
kjon@mbl.is