Morgunblaðið - 18.11.2001, Síða 12

Morgunblaðið - 18.11.2001, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HREYFING talibana erliðin undir lok semstjórnvald í Afganistanog dauðinn bíður liðs-manna al-Qaeda- hryðjuverkasamtakanna í landinu. Þegar þetta er ritað á hádegi í gær, laugardag, berast óstaðfestar fréttir um að talibanar séu tilbúnir til að gefa eftir yfirráð sín í borginni Kandahar, sem er í senn trúarleg og veraldleg valdamiðstöð þeirra. Al-Qaeda-hreyf- ing Osama bin Ladens hefur orðið fyrir þungu höggi; staðfest hefur ver- ið að næstráðandi hans, Mohammed Atef féll í loftárás í vikunni sem leið skammt frá höfuðborginni, Kabúl. Bandarískir sérsveitamenn leita nú ákaft Osama bin Ladens, leiðtoga al- Qaeda, og múllans Mohammed Om- ars. Sú snögga breyting, sem varð á vígstöðunni í Afganistan í liðinni viku kom mörgum á óvart. Skiptanir skoð- anir voru um það, hvort telja bæri að veldi talibana í landinu væri hrunið eða hvort foringjar þeirra hefðu skipulagt undanhald í því skyni að fá haldið uppi vörnum og skæruhernaði í suðurhluta landsins, einkum nærri Kandahar. Ljóst virðist nú að Kandahar sé lið- in undir lok sem valdamiðstöð talib- ana eftir gríðarlegar loftárásir Bandaríkjamanna síðustu sólarhring- ana. Líklegt má telja að hinir áköf- ustu í röðum talibana haldi til fjalla en að meginþorri þessa liðsafla freisti þess nú að renna saman við samfélag Pastúna í suðurhluta landsins. Þau verða tæpast örlög „gest- anna“, erlendra vígamanna frá Pak- istan, Indónesíu, Egyptalandi, Tsjetsníju og fleiri löndum, sem gengið höfðu til liðs við talibana. Þá eru ótaldir liðsmenn al-Qaeda-hreyf- ingarinnar. Þessir menn eiga fáar undankomuleiðir, þeir geta ekki runnið saman við samfélagið og freistað þess að komast undan með þeim hætti. Almenningur í landinu leggur á þá hatur. Bandarískir sér- sveitamenn eru á hælum þeirra og drepa þá gefist til þess tækifæri. Um 2.000 slíkir „gestir“ sæta nú umsátri í bænum Kunduz í norðurhluta Afgan- istan. Þar kann að vera í uppsiglingu umtalsvert blóðbað. Enn er þó „heiðursgesturinn“ eftir. Þegar þetta er ritað hafa engar vís- bendingar borist um að Bandaríkja- menn séu nær því að fá uppfyllt það markmið sitt að hafa hendur í hári Osama bin Ladens og handtaka hann eða drepa. Hins vegar er ljóst að for- sendur eru nú aðrar og betri fyrir því að uppfylla upprunalegan tilgang herfararinnar í Afganistan þ.e. að leita uppi bin Laden og aðra leiðtoga al-Qaeda hryðjuverkasamtaka hans, handtaka þá eða drepa. Áfall fyrir al-Qaeda Með dauða Mohammad Atef hefur al-Qaeda-hryðjuverkanetið orðið fyr- ir miklu áfalli. Talibanar staðfestu í gær að hann hefði fallið ásamt sjö mönnum fyrir þremur dögum í loft- árás skammt suður af Kabúl. Atef var næstráðandi bin Ladens og hinn eig- inlegi „herforingi“ hreyfingarinnar. Fullvíst þykir að hann hafi komið nærri skipulagningu fjöldamorðanna í Bandaríkjunum 11. september og hann er talinn hafa verið heilinn á bakvið árásir hryðjuverkamanna á sendiráð Bandaríkjamanna í Austur- Afríku árið 1998. Sérfróðir um al- Qaeda lýsa því svo að einstakir hópar hryðjuverkamanna um heim allan hafi ráðgert hryðjuverk og síðan lagt hugmyndir sínar fyrir Atef til stað- festingar eða synjunar. Hann er sá maður sem komið hefði í stað bin Ladens hefði hann gengið á fund feðra sinna á undan næstráðandan- um. Al-Qaeda hryðjuverkanetið hefur innan sinna vébanda 3.500 til 4.000 menn. Þrátt fyrir þann fjölda segja sérfræðingar að skarð Atefs verði vandfyllt. Þau snöggu umskipti, sem urðu á vígstöðunni í Afganistan í liðinni viku, komu flestum í opna skjöldu og þá ekki síst bandarískum ráðamönnum og herfræðingum. Þó er unnt að full- yrða að rás atburða hafi farið nokkuð nærri því, sem margir voru búnir að spá fyrir um. Vitað var að hollusta er ekki ráðandi sálarhneigð afganskra stríðsherra. Sagan sýnir að þeir eru sjálfstæðir mjög og hugsa einkum um að tryggja eigin völd. Bandalög eru mynduð og þau rofin fyrirvaralaust. Með mútum og loforðum um áhrif hefur í gegnum tíðina verið unnt til að fá afganska stríðsherra og ættbálka- leiðtoga til að snúast gegn fyrri bandamönnum. Sú varð enda raunin nú þegar Norðurbandalagið hóf sókn sína til suðurs eftir að hafa náð borg- inni Mazar-e-Sharif á sitt vald. Iðu- lega kom fyrir að stríðsherrar féllust á að ganga til liðs við Norðurbanda- lagið eftir samningaviðræður, sem oftar en ekki fóru fram í gegnum síma. Þess er og að geta að nákvæmilega hið sama gerðist þegar talibanar náðu meginhluta Afganistan á sitt vald. Hreyfingin, sem stofnuð var 1994 í því skyni að koma á stöðugleika í Afgan- istan eftir 15 ára linnulausan ófrið, fór sem eldur í sinu yfir landið. Vopn voru sjaldnast notuð. Öllum brögðum var hins vegar beitt; mútum, samninga- viðræðum, svikum og leyndarhyggju. Þessi snöggu umskipti voru því um margt í samræmi við söguna. Því hafði og verið spáð að félli Maz- ar-e-Sharif myndi vígstaðan breytast hratt og þá Bandaríkjamönnum og Norðurbandalaginu í vil. Sú varð og raunin. Með falli borgarinnar gjör- breyttust forsendur Bandaríkja- manna fyrir hernaðaraðgerðum í Afganistan. Á hinn bóginn áttu fæstir von á því að talibanar gæfu eftir yf- irráð í Kabúl án þess að skoti væri hleypt af. Sú ákvörðun var ótvírætt merki þess að þeir hefðu komist að þeirri niðurstöðu að mikið mannfall vofði yfir í borg, sem aldrei yrði varin. Um leið hefur þessi hraða rás at- burða orðið til þess að auka mjög þrýsting á alþjóðasamfélagið um að leita lausna á því gífurlega flókna ástandi, sem skapast hefur á „stjórn- málasviðinu“ í þessu fátæka og frum- stæða landi. Fylla þarf það pólitíska tómarúm, sem skapast hefur, auk þess sem leita þarf leiða til að tryggja að friður haldist með þeim ólíku þjóð- arbrotum og herflokkum, sem saman standa að Norðurbandalaginu svo- nefnda (sjá skýringarmynd). Njósnanet byggt upp Bandarískir sérsveitamenn freista þess nú að afla upplýsinga um dval- arstaði þeirra bin Ladens og Mo- hammad Omars. Fangar og liðhlaup- ar eru yfirheyrðir og reynt er að byggja upp njósnanet. Ýmislegt bendir til þess að Pastúnar í suður- hlutanum þar sem Kandahar er að finna séu nú tilbúnir að svíkja bin Laden. Bandaríkjamenn hafa lagt 25 milljónir dollara honum til höfuðs og mútum var óspart beitt í liðinni viku. Svigrúm bin Ladens er nú annað og þrengra en áður og vera kann að spá- sagnir um að hellahernaður verði nauðsynlegur reynist réttar. Alltjent má heita ljóst að forsendur hafa breyst á þann veg að nú loks má telja raunhæft að beina athygli að lokamarkmiði herfararinnar; að ná Osama bin Laden og öðrum leiðtog- um al-Qaeda hryðjuverkanetsins. Engin ástæða er til að ætla að foringj- arnir náist á lífi. Nancy Pelosi, banda- rísk þingkona sem á sæti í leyniþjón- ustunefnd fulltrúadeildarinnar, segist hafa upplýsingar um að bin Laden hafi fyrirskipað sonum sínum og nán- ustu undirsátum að drepa hann virð- ist svo sem fjendurnir séu nærri því að hafa hendur í hári hans. Greinilegt er að bandarískir ráða- menn óttast að bin Laden takist að komast undan. Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra hefur vísað til þess möguleika að bin Laden komist úr landi í þyrlu. Aðrir hafa bent á að hann reyni hugsanlega að komast undan í dulargervi. En hvert ætti hann að fara? Tsjetsníja er landsvæði, sem kynni að freista hans en þar berj- ast múslimar fyrir sjálfstæði frá Rússlandi. Þangað gæti hann hugs- anlega komist í dulargervi í gegnum Túrkmenistan og Suður-Rússland. Eins telja sumir sérfróðir hugsanlegt að hann leiti uppi felustaði í norðvest- urhluta Pakistan þar sem land er hrjóstrugt. Hyggist bin Laden og tal- ibanar blása til skæruliðastríðs í Afg- anistan er ljóst að forsendur fyrir slíkum aðgerðum eru allt aðrar nú en á þeim árum er Afganar börðust gegn sovéska innrásarhernum. Afganar nutu mikilvægrar hernaðaraðstoðar frá Bandaríkjamönnum og almenn- ingur í landinu studdi frelsisbarátt- una. Hvorugt á við nú. Talibanar hafa löngum vísað til þess að bin Laden sé „gestur“ í landi þeirra. Því landi ráða þeir ekki lengur og ljóst er að felustaðir hans, „gren- in“, sem George W. Bush forseti sór að hann yrði svældur út úr, eru nú færri en áður. Hringurinn þrengist um „gestinn“                   !       "!  #$$%&'                   ( &  % )' &*+,%%-% ). /012,%%!) %3%&*' '%43 %56*)% *+%') % (8 (8% (9'+%*+%8:&%;(83 <3 %') 3 )3%3% + %* % +%< 3%  8 : &%( <=+ %:& %'3% 8.' * > &%? > :& 43 % ' :& .. + % *' 3 @= % + '%'   (:' :'A% ) ( ' 3 %<3 % =%*+  '=9)++ %)++     ! " # # # 6  %< 3%3%.. )%; %;(83  < 3 %'B  A%)++ % 93+ &%*+ < 3 %;(83+% &   +% + ;,',,%3%  %<3 % ) ( ')+ C(83 (8%;% ( <=+ %:& %' ;(83*'%<3 %&*  )3(%3%D %  )'%&*+%   '%%+3%4%": - 3%& % (9;(83+%*+ <:3 3'% (8%    &A% ( &%*+%  %<3 %'3%:% (8 ?)'%&*+ %<3 % + 3 < - %&& % *& *3 + 3 '% %+ % '% 3*+ % (8   % %  $!% &    !% #  ' # "# ( # )  # " % # %*+, -+ ./  , ##0 1 # 2 # 6 3*+ % (8%% E *&& % (:%*+% 3 ! 3 & .3%  * + -%+ % '  '3% ' %   ** %    % )'%  * +( (8%/$,$$$%'9'%:% ( : $!!% 4 !  !  ( & F% 3 + %" ?)'% )& (8 % " ' &% *&&% ( & (83 % 8&  %3% ! 3# *&  '     ( & &' 3   2 # ' 5 #% ' 6   '  (  7#  #  ( & #GH   %I$H 3 89: ;!  + + ! * 3%/012% %  %! ;! + +$ <2 ! '   %5 #7 #= * 3%/00/% %% %! %* '  9 3 +( F% 3 + % &  % %.  &'= % ( &' *+% &'      "# ( #> - # 7 %* # 7 ## (  7#  # .    # !% ' /   '     ! (    # ' 3%;(83 %< %3%;<:%3%') %43 +3 (8 ; +%3% ':3 3*+%(8 %;(83+%< 3& +  & ?)'%  * + %&*'' * 3 % '    %J" 9' & ;(83 ) +K%4 3%/00/ 43 %*+  %  - 3& % % ' 3%;(83' '% *  % + %;% %  9&% % 4% %/00L * 3 % '   ' %/012A  ( &%% &'%:% ) +  ( & 8 %4 '%* ' 3%*+  %%   /GH 0 ( # % ? %% & A% :A% ( & A%&' A% & A%"A% :& %*+%!  Reuters Veldi talibana riðar til falls í Afganistan og bandarískir sérsveitamenn vinna skipu- lega að því að uppræta for- ingja talibana og liðsmenn al-Qaeda-hryðjuverka- samtakanna. Hringurinn þrengist um Osama bin Laden. Ásgeir Sverrisson lítur yfir rás atburða síðustu daga og veltir fyrir sér fram- haldinu. asv@mbl.is Bandarískum sérsveitaliðum er ætlað að hafa upp á Osama bin Laden.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.